Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 20
/1 > r» / * * i i * < elasi 20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.— 20. september 1981 dægurtónlist Mark E. Smith, söngvari og textasmiður hljómsveitarinnar, var eins og við var að búast potturinn og pannan i hljómlist- arflutningi Fall, enda hefur hann verið höfuðpaurinn frá stofnun hljómsveitarinnar. Þótti okkur þvi tilvinnandi að fræðast örlitið af honum um Fall og það sem efst er á baugi þessa dagana. Tókst aö fá hann ogumboðsmann Fall, Cay Carr- oll, i smáspjall yfir a.m.k. 20 kaffitárum. Hljómplötuútgáfa — Þið voruð að taka upp i Hijóðrita. Hvernig gekk? — Okkur fannst timi til kom- inn aö breyta til. Auk þess voru komin leiðindi i málin. Þeir hegðuðu sér eins og stórfyrir- tæki þegar okkur fannst þeir ættu að bregðast við eins og manneskjur. Svo voru þeir eins og sauðir þegar þeir áttu að hegða séreins og fyrirtæki. Þeir fundu aldrei mörkin þar á milli. — Fyrir stuttu var sagt i Mel- ody Maker að Step Forward ætl- aði að gefa út plötu með ykkur. Hvaða efni er það? — Á þessari plötu verða gaml- ar upptökur sem Step Forward á. — Nú er Factory Record aðal- Mark E. Smith tekinn tali og Cay Caroll leggur ord í belg Mark E. Smith ög Cay Carroll álita óeirðirnar I Bretlandi ekki beinar afleiðingar atvinnuleysisins: „Það hefur alltaf verið atvinnuieysi i Bretlandi. Ráðstafnir Thatcher eru ástæðan. Hennar fyrstu mis- tök voru t.d. að fjölga I lögreglúnni, sem er með nefið niðri I öllu hjá blásaklausu fólki. Jafnt ungir sem gamiir I Bretlandi hafa óbeit á yfirgangssemi lögreglunnar. Svo er það efnahagsstefnan og hækkanirnar. Með hverju á svo atvinnulaust fólk að krydda iifið þegarþaðleina sem það hafði til þess, eins og t.d. bjór og sígarettur, hækkar svo að það á ekki fyrir þvi, meðan iöggan hefur það ffnt? Þá er mælirinn fullur.” Ljósm. —eik— Þá er hljómsveitin Fall farin til sins heima og þvi miður var aðsókn ekki sem skyldi á þá þrenna hljómleika sem hún hélt hér. En hvað um það, — eins og spáð hafði verið varð enginn „ósnortinn” sem á Fall hiýddi. Dómar voru á tvo vegu: snili- ingar eða afgiapar. Ekkert miilistig til. Hljómsveitin kom mörgum á óvart, sérstak- lega þeim sem ekki vissu við hverju var að búast frá henni. Þeir sem kunnugir voru verkum Fail urðu siður en svo fyrir vonbrigðum með frammi- stöðu þeirra féiaga. Sviðsframkoma liðsmanna Fall vakti nokkra furðu, „útfararstill” mætti kaila hana og var án efa það sem sló áhorfendur mest. UM FALL OG FLEIRA — Vel. Við tókum upp 3 lög á 4 timum, sem er ágætt. Langt sið- an við höfum verið svo snöggir i stúdiói. — Hvcnær munu þessar hljóð- ritanir lita dagsins ljós? — Það er óráðiö, þvi aö við er- um að le.ta að nyju útgáfufyrir- tæki. — Er samningur ykkar við Rough Trade útrunninn? — Það var aldrei gerður slik- ur samningur. Rough Trade vinnur ekki þannig. Fólk fer þangað og býöur efni til útgáfu. Ef svarið er jákvætt kemur þaö með efni sitt en er ekkert skuld- bundið fyrirtækinu. — Er algengt aðmálum sé svo háttað? — Nei, það er fremur sjald- gæft og þá eingöngu hjá þessum óháðu (independent) fyrirtækj- um. — Nú eru fyrstu plötur ykkar gefnar út hjá Step Forward. Hvers vegna hættuð þið þar? Hinn nýstofnaði klúbbur N.E.F.S. fór vel af stað. Fullt var út úr dyrum fyrsta kvöldið og mikil og góð stemmning. Smá misskilnings gætti þó með miðaverðið. Miðaverð verður krónur 50 öll kvöld nema um er- lenda listamenn sé að ræða. Húsið verður opnað klukkan átta og hljómsveitirnar munu hefja leik sinn á bilinu 21 - 21.30. I kvöld, laugardag, eru Þursar á dagskrá. Það voru fáar hljómsveitir sem létu vita af tónleikum, reyndar ekki nema ein, Þurs- útgáfufyrirtækið i heimabæ ykkar, Manchester. Hyggið þið á samstarf? — Factory Record er háskóla- megin i borginni og við höfum litið saman við þann borgar- hluta að sælda, a.m.k. ég. Hinir strákarnir fara stundum þang- að á hljómleika. Skiiin eru tölu- verð: Joy Division, sem var að- alhljómsveitin hjá Factory, heföi t.d. alveg eins getað verið frá Paris. Samskiptin eru ekki meiri en svo. Tveir trommarar — Nú hafa verið starfandi 13 eða 14 útgáfur af Fall. Hvers vegna þessi tiðu mannaskipti? — Fall er hljómsveit sem erf- itt eraðverai,ánþessaöég fari nánar út i þá sálma. En það er þetta vanalega sem veldur sundrungu, leiðindi, peninga- skortur og hljómlistarlegur ágreiningur. En það má til arnir. Þannig að dagskrá NEFS næsta hálfan mánuð litur svona ut i grófum dráttum: 26. sept. Þursaflokkurinn og Exodus 27. sept. Boxiö og Fræbbblarnir. 1. okt. Missisippi Delta Blues Band 2. okt. Missisippi Delta Blues Band 3. okt. Van Hodens Kókó Þursaflokkurinn verður á Akranesi þann 29. sept. og i Menntaskólanum við Hamrahlið þann 30. sept. gamans geta þess, að gamli trommarinnokkar, K. Burns, er genginn til liðs við okkur á ný, og framvegis -veröum við með tvo trommuleikara. „Óháð” fyrirtæki — Nú eruð þið frekar hátt skrifaðir á óháða listanum (in- dependent listanum ). Ilver er munurinn á honum og þessum venjulegu vinsældalistum? — Munurinn liggur fyrst og fremst i þvi að „independent” — eða litlu fyrirtækin standa að honum. — En hvað með eintakasölu? — Eins og á öllum listum er salan hjá ákveðnum verslunum lögð til grundvallar. Þannig að stundum þarf ekki nema nokkur hundruð eintök til að koma plötu inn á lista, en oftast þarf salan að fara i nokkur þúsund. Annars eru stórfyrirtækin að fara meira og meira inn á þenn- an markað. Þau stofna einfald- lega „independent” útgáfufyr- irtæki. — Siates, seinasta plata ykk- ar, var lengi I fyrsta sæti yfir litlar plötur á þessum iista. Hvað seldist hún i mörgum ein- tökum? — ,Ég er ekki alveg viss. Ein- hversstaðar á bilinu 20 - 30 þús- und eintök. — Fylgir mikii blaðaútgáfa þessari óháðu hljómplötuútgáfu — og þá það sem kaiia mætti neðanjarðarblöð? — Jú, það er mikið um slik blöð sem fjalla að miklu leyti um hljómlist, en ekki eingöngu og það finnst mér kostur. Þau eru öll mjög pólitisk — til vinstri. — Hvað með útvarp — eru lög ykkar mikið spiluð i þvi? — Einkum i þáttum hjá John Peel. Þættir hans eru mjög vin- sælir, einkum hjá þeim sem ekki eru nógu gamlir til að kom- ast inn á hljómleika. Diskó I kjölfar pönksins — Frá Manchester hafa kom- iö margar hljómsveitir sem orö- ið hafa þekktar viða. Er hljóm- listarlif mjög fjölskrúðugt þar? — Það var liflegt og mikið af hljómsveitum þar. Nú hefur það dregist mjög saman og aðal- ástæðan er sú að yfirvöldum var illa við hljómsveitirnar sem spruttu fram á upphafsárum pönksins, og þá klúbba þar sem þær spiluðu. Þau gripu þvi til þes ráðs aö hóta klúbbeigendum að loka hjá þeim ef þar fyndist nokkurmaður undir aldri mnan dyra. Klúbbeigendur fengu sér þá fileflda dyraveröi, eins og þið eruð með hér á Islandi, og tóku upp feikna harða passaskyldu, sem orsakaði oft leiðindi og fældi fólk frá. Þannig var hljómsveitunum hálft i hvoru úthýst. Og diskóið er farið að blómstra i Manchester.... Textarnir koma — og kannski fieira — Nú eru textarnir ákaflega mikið atriði i fiutningi ykkar. Hvers vegna látið þið þá ekki fyigja prentaða með piötunum? — Ég hef nú stundum verið að hugsa um það, en þegar við byrjuðum að gefa út plötur datt mér ekki i hug að hlustað yrði á þær utan Englands. Annars ætl- ar franskmaður nokkur að gefa út bók með textum eftir mig og kannski læt ég texta fylgja plöt- unum i framtiðinni. Annars finnst mér það spilla fyrir þeim áhrifum, sem maður verður Fyrsta Visnakvöld vetrarins verður haldið á mánudagskvöld og hefst kl. 20.30 i Þjóðleikhús- kjaiiaranum, þar sem þau verða haldin mánaðarlega tii áramóta. Bubbi Morthens mun koma fram hjá Visnavinum i Kjallaranum þarna á mánu- dagskvöld, auk fleiri visnavina, og er þar glæsiiega af stað fariö. Sá háttur verður hafður á Visnakvöldum eins og áður, að þar verða til skemmtunar eitt eða fleiri aðalatriði. Einnig er nýliðum gefinn kostur á að troða upp og er fólk hvatt til að koma sérá framfæri við Visnavini eigi það eitthvert efni i fórum sinum til flutnings á Visnakvöldum. Félag visnavina verður 5 ára 15. nóvember og verður haldið rækilega upp á það. Til dæmis verður dönsku söngkonunni Hanne Juul boðið til landsins og mun hún syngja á Visnakvöldi þann 9. nóvember. Hanne Juul stofnaði félag visnavina ásamt Hjalta Jóni Sveinssyni, eins og allir visnavinir hljóta að vita. Eins og áður sagði verða Visnakvöldin i Kjallaranum til fyrir afhljómlistinni, að vera að stauta sig i gegnum textablað um leið og maður hlustar. Ætli lausnin væri ekki sú að gefa út textabók svona mánuði eftir að platan kæmi út. — Svo að lokum tvær „sigild- ar”: Hvernig finnst þér það sem þú hefur heyrt i islenskum hljómsveitum? — Það er margt ágætt. Sér- staklega finnst mér Megas góð- ur. Utangarðsmenn eru ágætir, það er mjög virðingarvert að þeir skuli syngja á islensku. Annars hef ég haft litinn tima til að hlusta á islenska músik. — Hvað er framundan hjá Fall? — Við munum leika áfram enn um sinn, en mig langar lika til að reyna eitthvað annað, „prósa” (óbundið mál) eða kvikmyndagerð, ég er að hugsa um að gera hryllingsmynd.... eða... hver veit... JVS skrádi A vann áramóta — og lengur ef vel gengur. Loks er að geta þess, að Norrænt visnamót verður haldið hér á landi á næsta ári, i Reyk- holti. \ Bubbi Morthens er aðaltrompið á fyrsta Visnakvöldi vetrarins I Þjóðleikhúsinu á mánudags- kvöld. Jakob Magnússon skemmti við mjög góöar undirtektir í NEFS — myndina tók gel Klúbbur N.E.F.S. Vísnavinir hefja vetrarstarf sitt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.