Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 14
14 StDÁ' — ÞJÚÐVILJINN Hélgin' 19.— 20.' séptember 1981 Helgin 19.— 20. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Universala Esperanto-Asocio Alþjóðlega esperantosambandið Rœtt við Baldur Ragnarsson menntaskólakennara: og menningasviðum heimsins. Þessi mál einkum enska og rússneska, franska og spænska i minna mæli, hafa skipt heiminum á milli sin. Stórkostlegur áróður er rekinn fyrir þessum tungumál- um og hinar smærri þjóðar lúta valdi þeirra meira eöa minna. Til dæmis er augljóst, að við Islend- ingar erum eindregiö inn á vald- sviöi enskrar tungu. Fiestir sjá sér hag i þvi að læra það mál en leiða hugann litt að málfarslegu jafnræöi sliku sem esperanto stefnir að. Vonandi verður ein- hver breyting þar á. Blm: — Hefur esperanto þróast eitthvað og breyst frá þvi að þaö kom fyrst fram? Baldur: — Bygging málsins er óbreytt en orörótum hefur að sjálfsögðu fjölgaö gifurlega eink- um i visinda- og tæknimáli. Þess skal einnig getið, að bygging esperanto gefur nær óendanlega möguleika til orömyndunar þar sem sérhver máleining, rót, for- skeyti, viðskeyti og orðflokksend- ingar eru i raun sjálfstæðar merkingareiningar, sem geta tengst saman. Þetta atriöi gefur esperanto sérstakt alþjóðlegt gildi og stuðlar á mjög frjóan hátt að þróun málsins. Blm: — Auk esperanto hafa verið samin önnur alþjóðleg tungumál. Þekkirðu eitthvað til þeirra? Baldur: — Ég hef kynnt mér ido, novial og interlingua. Ekkert þeirra mála hefur hlotið neina verulega útbreiðslu og virðast ekki bera i sér þann lifsneista sem þarf til þess að mál verði virkt. Blm: — Þú tókst þátt i Alþjóöa- þingi esperantista (Vonbera) i Brasiliu I lok júlimánaðar i sumar. Hvað gerðist markverö- ast á þessu þingi? Baldur: — Þingið, sem haldið var I höfuöborg Brasiliu, sóttu um 1800 manns frá 50 löndum. Helsta umræðuefni þingsins bar heitið „kulturoj kaj lingvoj: pontoj kaj baroj”, það er „menning og mál: brýr og veggir”. Um þetta efni var einkum fjallað frá þremur sjónarmiðum: félagslegu, þjóðmenningarlegu og alþjóðlegu. Samskipti á jafnréttis- grundvelli Á þessum áratug, nánar tiltekið 1987, verður öld lið- in frá því dr. L. L. Zamen- hof birti fyrstu kennslu- bókina í því máli sem f Ijót- lega varð kunnugt undir nafninu esperanto, sem reyndar var upphaflega dulnefni höfundar þess. Fyrir löngu hefur nafn þessa máls orðið einskonar samnefni alþjóðamáls í vitund almennings víða um heim, þótt ekki hafi enn fengist nægilegur stuðn- ingur við útbreiðslu þess hjá alþjóðlegum stofnun- um eða einstökum ríkjum. Esperantistar — en svo eru þeir almennt nefndir sem lært hafa alþjóðamálið — hafa þó alla tíð verið bjart- sýnir á að sá dagur muni koma að esperanto hljóti endanlega viðurkenningu þjóða heims sem hæft og æskilegt hjálparmál í hvers konar samskiptum einstaklinga og þjóða á al- þjóðlegum jafnréttis- grundvelli. Alþjóðlega esperantosamband- ið — Universala Esperanto-As- ocio, skammstafað UEA — er stærst þeirra félaga sem nú vinn- ur gagngert að kynningu og út- breiðslu alþjóðamálsins. 1 lok slð- asta árs voru félagar þess rúm- lega 34 þúsund talsins i nákvæm- mikla bókaþjónustu og bókaút- gáfu. Merkur þáttur i starfsemi Al- þjóðasambandsins er einnig e.k. fulltrúakerfi I flestum þátttöku- landanna, veita fulltrúar þessir erlendum félögum i UEA marg- háttaða fyrirgreiðslu endur- gjaldslaust á feröalögum, svo og sérfræöilegar upplýsingar. A þessu ári eru fulltrúarnir 3573 i 66 löndum, þar af 2109 sérfræðifull- trúar i 380 greinum. UEA efnir árlega til alþjóða- þings (Universala Kongreso) sem i senn er vinnuþing sambandsins og stærst árleg samkoma esper- antista i heiminum. Slik þing hafa veriö haldin allt frá 1905, en féllu þó að sjálfsögöu niöur á heims- styrjaldarárunum fyrri og siðari. 1977 var slikt þing haldið i fyrsta sinn hér á Islandi, hið 62. i röð- inni. Markaði þaö þing að ýmsu leyti timamót i sögu esperanto- hreyfingarinnar I heiminum, m.a. vegna þess að aðalræðu- maöur viö þingsetninguna var æðsti embættismaöur Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóöanna, Amadou-Mahtar M’Bow, sem þannig lagði sér- staka áherslu á mikilvægi esper- antos i þágu alþjóölegs menning- arsamstarfs. Alþjóölega esperantosamband- inu er stjórnað af sérstöku full- trúaráði (Komitato) sem skipað er fulltrúum hinna ýmsu lands- samtaka samkvæmt sérstökum reglum. Ráð þetta kýs 8 menn i framkvæmdastjórn sambandsins til þriggja ára I senn. Einn tslend- ingur á nú sæti i þeirri stjórn, Baldur Ragnarsson mennta- skólakennari. Hefur hann yfir- umsjón með menningar- og menntamálum alþjóöasam- bandsins og er jafnframt annar af tveimur varaforsetum þess. — hst ESPERANTO er vissulega lifandi mál 1800 fulltrúar frá 50 löndum sóttu þing Alþjóðlega esperantosambandsins I Brasillu I sumar. Sérstök ályktun var samþykkt að loknum umræöum þar sem áhersla var lögð á nauösyn „tvi- stefnuumferðar” i samskipta- málum og skorað á einstaklinga, þjóðernisminnihluta, þjóöir, riki og alþjóðastofnanir aö viður- kenna gildi alþjóðamálsins esperanto og möguleika til þess að mynda fullkomna samskipta- brú milli menningarhópa. Blm: — Þú minntist á „stóru” málin áðan. Nú lifum við á þeim timum, er engil-saxneskri tungu virðist hafa orðið vel ágengt með aö leggja undir sig heiminn. Hvaöa notagildi hefur esperanto-málið við þvilikar að- stæður? Baldur: — Þegar menn tala saman á esperanto, standa þeir á jafnréttisgrundvelli. Esperanto er ekki eign neinnar þjóðar, allir verða að læra þá tungu sem annað mál. Þessu er öfugt farið meö ensku. Þeir sem eiga hana að móðurmáli standa ávalt betur að vigi gagnvart hinum. Krafan um notkun esperanto er þvi i raun og veru krafan um jafnrétti. Slikt hlýtur i eðli sinu að vera drjúgur þáttur I notagildi málsins. Blm: — Hvaða hljómgrunn hefur esperanto fengið gegnum árin á tslandi? Baldur: — Esperanto hefur verið kunnugt hér allt frá þvi um aldamótin. Ýmsir hafa lagt sig fram um útbreiðslu málsins á ts- landi. Þar ber einkum að nefna Þóröberg Þórðarson og á siðustu árum tslenska Esperantosam- bandið. Nokkuð hefur þegar birst á esperanto af islenskum bók- menntum og nú er unnið aö undir- búningi sýnisbókar Islenskra bók- mennta I málinu. Blm: — Nú ert þú sjálfur höf- undur á esperanto. Hvað liggur eftir þig á þvi máli? Baldur: — Það er bæði þýð- ingar og frumsamið efni. Or islenskum fornbókmenntum hef ég þýtt töluvert, sem birtist I bókarformi fyrir hálfum öörum áratug, þ.á.m. Völuspá. Einnig hef ég þýtt tvær ljóöabækur eftir Þorstein frá Hamri: Tannfé handa nýjum heimi og Lifandi manna land. Svo hafa birst eftir mig tvær frumsamdar ljóðabækur á esperanto. Blm: — Gaman væri að fá aö heyra fyrsta erindið I Völuspá á esperanto. Baldur: — Þaö hljómar svo: Aúdon mi serchas de sanktaj dioj, altaj, nealtaj idoj de Heimdall. Vi petas, Odin, ke parokazajn mi rakontn memorajhojn Þess má geta, aö bragarhætti og stuðlasetningu er hér haldiö. Blm: — Aö lokum Baldur. Nú er skammt til aldarafmælis þess- arar merku tilraunar til þess að leysa helstu samskiptavandamál mannkyns. Hverjar vonir gerið þiö ykkur esperantistar um fram- tiö hennar á þeim timamótum? Baldur: — Við vonum og vinn- um markvisst að þvi nú, aö esperanto hljóti viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna sem æski- legt alþjóðamál sem allra fyrst og að þátttökuriki þeirra samtaka beiti sér fyrir kennslu þess i vax- andi mæli. Slikt væri besta af- mælisgjöfin, sem esperanto gæti hlotnast aö þvi tilefni. — hst tindi saman. Þinghöllin I Brazilia þarsem 66. alþjóðlega ráðstefna esperantista fór fram I sumar. lega 100 löndum. Ekki er sú tala þó nema litið brot þeirra sem lært hafa málið. 43 landssambönd esperantista eiga aðild aö UEA auk þriggja sérsambanda (járnbrautar- starfsmanna, lækna og hjúkrun- arfólks og visindamanna), 24 sér- sambönd önnur starfa þó aö ein- hverju leyti með UEA þótt ekki séu þau beinir félagsaðilar. Sér- stakt æskulýðssamband starfar einnig innan ramma Alþjóðasam- bandsins. UEA hefur aðalskrifstofur sin- ar I Rotterdam, en auk þess sér- staka skrifstofu I New York, sem annast tengsl við Sameinuöu þjóöirnar (frá 1954 hefur verið formlegt starfssamband milli UEA og UNESCO), og tvær aðr- ar, I Antverpen og Búdapest, sem einkum sjá um útgáfustarfsemi. Sambandið gefur út tvö timarit á esperanto og ýmiskonar kynning- arrit og skýrslur um málið og notkun þess á ýmsum sviöum, auk þess sem það rekur umfangs- Fyrir skömmu kom blaðamaður Þjóðviljans að máli við Baldur Ragnars- son menntaskólakennara, sem er einn helsti baráttu- maður esperanto-hreyf- ingarinnar á islandi. Baldur var fyrst spurður að því hvað hann hefði að segja um þá algengu for- dóma, að esperanto sé upp- diktað gervimál. Og vegna þess að það sé ekki sögu- legur aflvaki neinnar sér- stakrar menningar fái það ekki öðlast raunverulegt líf. Baldur: — Rétt er að nefna þaö fyrst, aö esperanto er ekki upp- diktaö og fjarri þvi aö vera frum- skapað án tengsla við mállegan grundvöll. Orðaforði málsins er sóttur i indoevrópsku málin, eink- um þau rómönsku (u.þ.b. 63% af upphaflegum stofnoröaforða málsins). Þessum orðrótum fylgir inn i esperanto allur merk- ingar og menningararfur, sem þær hafa i sér fólgnar. Hugtakiö lifandi mál er ein- göngu bundið þvi, að mál sé notað i tali og riti og samkvæmt þvi er esperanto vissulega lifandi mál. Það hefur veriö notað I yfir 90 ár á flestum sviðum mannlegs lifs og menningar. Og á þessum tima hefur þróast málmenning meðal notenda málsins: alls kyns bók- menntagreinar og alþjóðleg viö- horf, sem eru frjóvgandi I mann- iegum samskiptum. Blm: — Hvernig skýrir þú þá tregöu almennings jafnt sem stjórnvalda til þess aö meta esperanto að verðleikum á þeim hartnær 100 árum, sem liðin eru siöan Zamenhof boöaði þessa lausn á samskiptavandamálum þjóöa I millum? Baldur: — Þess ber aö geta, að fyrir fyrra strið var mikill áhugi meðal almennings á esperanto. Meðan fyrri heimsstyrjöldin stóö yfir lá starfsemi esperanto-hreyf- ingarinnar skiljanlega að mestu leyti niðri, en er henni lauk tók hún fljótlega að rétta sig við. Þjóöabandalagiö sýndi esperanto verulegan áhuga á sin- um tima þó ekki kæmi til opin- berrar viðurkenningar á þvi sem alþjóöamáli. A millistriösárunum var ötul- lega unnið aö útbreiðslu málsins og mikill áhugi var i mörgum löndum. Siöari heimsstyrjöldin setti svo strik i reikninginn. Um þaö leyti varð esperanto viða hart úti s.s. i Sovétrikjunum og Þýska- landi vegna þeirrar alþjóða- hyggju, sem málinu fylgir. Eftir seinni heimsstyrjöldina náði hreyfingin sér fljótlega á strik aftur á mörgum sviöum. Al- þjóðlega esperanto sambandið jók starfsemi sina og tvisvar sinnum hefur t.d. undirskriftum verið safnað um allan heim til stuðnings esperanto og lagðar fyrir Sameinuöu þjóðirnar. Helsti Baldur Ragnarsson menntaskólakennari, hefur yfirumsjón með menn- ingar-og menntamálum Alþjóðlega esperantosambandsins. Hann sést hért.h.að máli við Grahame Leon-Smith, enskan skólastjóra og esper- antista á þinginu I Brasillu. árangur þess er viðurkenning U.N.E.S.C.O. á gildi alþjóða- málsins árið 1954. Nú er rétt að koma að megin ástæðunum fyrir þvi hvers vegna esperanto hefur ekki hlotiö meira fylgi en raun ber vitni. Að minu mati hefur þar valdið siharðnandi samkeppni hinna svonefndu „stóru” tungumála á mörkuðum Umfangsmikil bókaþjónusta og útgáfa Félagarnir eru 34 þúsund talsins í 100 löndum • í fulltrúaráðinu eiga sæti 3573 menn frá 66 löndumm Hið nýja hús Brunabótafélags Islands og Búnaðarbankans á Selfossi. Brunabótafélagið: Yfir 120 milj. gkr. í arð og ágóðahlut Umboðsskrifstofa opnuö á Selfossi Brunabótafélag islands greiddi á árinu 1980 121.733.000 gkr. I arð ogágóðahlut. Er þetta hæsta upp- hæð, sem greidd hefur verið á einu ári. Ef þessar greiðslur eru reiknaðar til verðlags í október 1980, þá ncina þær 3,8 miljörðum gkr. frá 1954. Þá lækkaði stjórnunar og skrif- stofukostnaður úr 10,44% i 10.09% sama ár og nam 463.769.000 gkr. Afkoma ársins i heild var hag- stæð um samtals gkr. 254.733.000 og hafði þá verið tekiö tillit til af- skrifta, arðgreiðslu og áætlaðra skatta. Fjöldi starfsmanna á skrifstofu félagsins var 40, en umboðsmenn viðs vegar um landið voru 185. Þessar upplýsingar komu fram i máli Inga R. Helgasonar, for- stjóra Brunabótafélagsins, er fé- lagið opnaði umboðsskrifstofu i nýjum húsakynnum á Selfossi i sl. viku. Hann lagöi áherslu á, að raunverulegir aðstandendur fé- lagsins væri þeir sem hjá þvi tryggðu. Það væri sjálfseignar- stofnun, en um leið gagnkvæmt tryggingafélag. Tryggingasjóðir félagsins eru öflugir og hafa gert félaginu kleift að halda iðgjaldinu i lágmarki og nefndi hann sem dæmi, að brunabótaiögjald af meðalstórri 3ja herbergja ibúð væri nú ekki hærri fjárhæð en áskrift að dagblaði. Nýja húsið á Selfossi er sam- eign Brunabótafélagsins og Bún- aðarbankans. Bankinn á 40% hús- eignarinnar, en Brunabótafélagið leigir alla efri hæðina undir starf- semi Fjölbrautaskóla Selfoss. Þessi umboðsskrifstofa félagsins á aö þjóna viðskiptamönnum fé- lagsins á Suðurlandi, en umboðs- maður Brunabótafélagsins á Sel- fossi er Erlendur Hálfdánarson bæjarstjóri. — Svkr. Nýir og varanlegir orkugjafar — og greining á orkukerfum N or rænt samstarf A fundi orkuráðherra Norður- landa i Halden I Noregi, hinn 4. september sl. voru samþykktar tvær skýrslur, sem unniö hefur verið að á vegum ráðherra- nefndarinnar og sem hafa þýðingu fyrir samstarf I orku- málum og gefnar verða út á næst- unni. önnur skýrslan fjallar um nýjar og endurnýjanlegar orku- lindiren hin um greiningu á orku- kerfum. Orkuráðherrarnir ræddu einnig mörg mál sem tengjast öðrum sviðum á verkefnaskrá Norðurlanda um orkumál, s.s. um: — Orkubúskap — Oliu- og gasvinnslu — Hvernig taka má i notkun nýja orkugjafa, einkum metanol. 1 skýrslunni um nýja og endurnýjanlega orkugjafa er fjallaö um hugsanlega samræm- ingu á lögum og efnahagslegum þáttum sem leiða af notkun nýrra orkugjafa. Æskilegt er talið að skipst verði á uppiýsingum, m.a. varðandi mengunarvarnir, eignarréttarmál og rekstur. Hvatt er til norræns samstarfs um rannsóknir, prófanir og til- raunanotkun á nýjum orku- gjöfum. 1 skýrslunni er bent á að samstarfiö geti ýmist verið i formisameiginlegraverkefna eða upplýsingamiölunar, s.s. um: — Geymslu varmaorku milli árs- tiða — Efnafræðilega og rafefna- fræðilega geymslu orku — Orku frá sjávaröldu — Orku úr Ilfrænum efnum — Hagnýtingu á mó — Lághitastig I fjarvarma- kerfum — Vindorku — Varmadælur — Hagnýtingu sólarorku I skýrslunni um norrænt sam- starf um greiningu á orkukerfum er greint frá tiliögum um fjögur meginverkeíni sem hvert um sig greinist i tvo eða fleiri þætti. Hér er um aö ræöa: — Orkusparnaö — Svæöisbundiö skipulag orku- mála — Athugun á öflun og dreifingu varma á Noröurlöndum — Greiningu á orkukerfum á Norðurlöndum 1 báðum framangreindum skýrslum er lagt til að haldnir veröi norrænir umræöufundir i þvi skyni að rniðla þekkingu og hugmyndum um verkefni á hinum ýmsu sviðum. Á fundinum var gerð grein fyrir málum sem fjallað var um á ráö- stefnu Sameinuöu þjóðanna i Nairobi um nýja og varanlega orkugjafa. 1 tengslum við umræðu um oliu- og gasvinnslu var orkuráðherr- unumskýrtfrá tvihliða viöræðum á Norðurlöndum og nýgerðum sænsk-norskum samningi um samstarf, einkum i iðnaðar- og orkumálum. Orkuráðherrar samþykktu að embættismannanefndin skyldi fyrir næsta fund leggja fram til- lögu til orkuráðherranna um þau form sem til greina koma i nor- rænu samstarfi um oliu- og gas- vinnslu. Fundinn sátu: Poul Nielson, orkuráðherra, Danmörku, Hjörleifur Guttorms- son iðnaðar- og orkuráöherra, tslandi, Arvid Johnson, oiiu- og orkuráðherra, Noregiog Ingemar Eliasson, orkuráðherra, Sviþjóö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.