Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 16
Komast íslenskar bækur til íslenskra barna Silja Aðalsteinsdóttir skrifar 16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19 —20. september 1981 Skólabókasafnib I Langholtsskóla I Beykjavfk er vel skipulagt og vel búiö og þykir til fyrirmyndar. Hvaö um aöra skóla? Ljósm.: eik. Þann 27. ágúst sl. var birt í Þjóðviljanum viðtal við Jóhann Pál Valdimars- son útgefanda um barna- bækur sem koma út hjá Ið- unni í haust. Þær bækur bíða að sjálfsögðu sins tíma og síns dóms, en eitt efni kom Jóhann Páli inn á sem vert er að láta til sín taka strax. Hannsegir: „Eftir allar þær umræöur sem orðið hafa um stöðu islensku barnabókarinnar og samkeppn- ina við innfluttar myndabækur sýndi það sig i fyrra.að islenskir útgefendur hafa fullan vilja til þess að gefa út góðar islenskar barnabækur. Þá kom út meira af slikum bókum en nokkru sinni fyrr en hins vegar kom I ljós, að fólk sem kaupir barnabækur er ekki tilbúið til þess að borga fyrir frumsamið islenskt efni. Það kaupir heldur ódýrar teikni- myndasögur. Þetta er sorgleg staðreynd og ef fólk tekur ekki við sér i ár, verður ekki framhald á þessari útgáfu er ég hræddur um." Aö visu eru það ýkjur að aldrei fyrr hafi komiö út eins margar góðar islenskar barnabækur i einu, en það skiptir ekki máli i þessu sambandi. Aðalatriðið er að Jóhann Páll kvartar undan áhugaleysi á islenskum barna- bókum (sem auðvitað eru ekki allar jafngóðar) og hann er ekki eini útgefandinn sem það gerir. Hvernig stendur á þessari sölu- tregðu? Tímirðu ekki að kaupa þær? Ein ástæöan fyrir lélegri sölu á islenskum barnabókum er eflaust sú að þær kosta meira en þýddu bækurnar, að maður tali ekki um myndabækurnar sem flestar eru óttalega lélegar. Og er illt til þess að vita að einhverjar krónur skuli skipta sköpum. Góðar bækur end- ast betur en öll leikföng, þess vegna eru þær ódýrar, nærri þvi hvað sem þær kosta. Það er lika illt til þess að vita að útgefendur skuli stuðla að þvi að drepa góðar barnabækur, bæði frumsamdar og þýddar, með þvi að fylla markaðinn af ódýru rusli sem alls staðar verður fyrir fólki. önnur ástæða gæti verið sú að islenskar bækur eru að jafnaði ekki auglýstar eins mikið og þær erlendu barnabækur sem eiga að verða metsölubækur. Færri vita þar af ieiðandi um þær og ennþá færri kaupa þær. Það myndast ekki þrýstihópur á heimilinu fyrir framan sjónvarpið á kvöldin sem hrópar: „Kauptu Undir regnbog- anum, mamma, gerðu það, ha,”. (Ef einhver skyldi ekki vita það þá var Undir regnboganum verðlaunabók Ríkisútgáfu náms- bóka i fyrra, fin saga). Bóka- vörðum ber saman um að börn sæki i bækur sem hafa veriö kynntar fyrir þeim á einhvern hátt, þess vegna skipta auglýs- ingar sjálfsagt talsveröu máli. Þriðja ástæðan fyrir óvin- sældum islenskra barnabóka á hinum frjálsa markaöi held ég að sé sú, að einhvern vegin hafa margir komist á þá skoðun að þær séu erfiðar aflestrar, jafnvel leiðiniegar, og þess vegna þýði ekki aö bjóða börnum upp á þær. Þetta er furðulegt, þvi nú eru nýjar islenskar skáldsögur handa fullorðnum afar vinsælt lestrar- efni og engum dettur i hug aö þær séu sérstaklega erfiöar. Þær eru um okkur og koma okkur við. Undanfarna mánuöi hef ég td. iöulega fært I tal viö fólk aö verö- launabókin i ár, Grösin i glugg- húsinu eftir Hreiöar Stefánsson, sé afbragðslestrarefni fyrir vel læs 9—12 ára börn og megi ræöa hana viö þau fram og aftur. Já, segir fóik, ég hef heyrt hún sé góð, ener hún ekki voðalega erfið? Jú, frómt frá sagt er hún dálitið erfið, en hún gefur lika mikið i aðra hönd. Stundum er eins og foreldrar séu smeykir við að leggja nokkuð á krakka, dauðhræddir viö að þá séu þeir að neyða þau til einhvers. Þau verða að fá að gefast upp i skólahljómsveitinni ef hún er of mikið álag, hætta I frjálsum iþróttum ef jjieim ieiðist og gefast upp við góðar bækur ef þær eru of erfiðar. Saðreyndin er auðvitað sú að skóiadagurinn er stuttur hjá okkur og mikið nauösyn á að nota fritimann lika til að þroska sig og þjálfa hæfileikana. Mér finnst sjálfsagt að ljáta krakka ljúka þvi sem þau eru byrjuð á ef þau eru ekki beinlinis með hljóðum, og það á endilega að halda að þeim erfiðum bókum a.m.k. inn á milli, það gerir ekkert til þótt þau séu lengi með þær. Einkum er þetta mikilsvert með krakka sem lesa litið, þau ættu aldrei að lesa annað en þaö sem variö er i. Ráöiö er aö lesa bókina fyrst sjálf. Segja svo krakkanum undan og ofan af efni bókarinnar fram aö miöju og gera hana spennandi, skilja þau svo eftir ein, bókina og barniö. Ef sagan er sein aö komast af staö er sérstak- lega mikilvægt aö gefa góöan út- drátt. Heimtum af ríkinu! Snúum okkur nú aftur aö söl- unni, lifibrauði útgefenda, höf- unda, prentara, bókbindara og bóksala. Það er afleitt ef islenskir uppalendur kæfa þann gróður á viðkvæmu stigi sem vandaðar is- lenskar barnabækur eru nú. Og er þá ekki komið að þvi að krefjast einhvers af riki og sveitar- félögum? Eins og ég nefndi áðan þarf að leiða börn á vit góðra bóka, segja þeim frá þeim, lesa úr þeim fyrir þau, kynna þau fyrir ákveðnum höfundum og svo framvegis. Fólk sem hefur menntun og þekkingu til þess eru einkum kennarar og bókaverðir og bókasafnið er kjör- inn vettvangur fyrir slika kynn- ingarstarfsemi. En hvernig er búið að skólabókasöfnum hjá bókaþjóðinni? Spyr sá sem ekki veit. Þó þykist ég vita að sæmileg söfn séu I skólum á höfuðborgar- svæöinu og þau hafi bolmagn til að kaupa flestar frumsamdar- barnabækur árlega (þær eru eklci óhóflega margar) og bestu þýddu bækurnar (þær eru heldur ekki margar). En er alls staðar vand- aö valiö á bókum i skólasöfn á Reykjavikursvæöinu? Og hvernig er ástandiö annars staðar? Eru góö skólabókasöfn viö alla grunn- skóla alls staöar á landinui sam- ræmi við grunnskólalögin sem segja að skólasafnið eigi aö vera megin hjálpartækiö viö kennsl- una? Hvaö eru skólasöfnin yfir- leitt stór viö skóla i sveitum og þorpum landsins og hvaö fá þau mikla fjárveitingu áriega til kaupa á nýjum íslenskum barna- bókum? Og i framhaldi mætti spyrja hversu mikið kennarar nýta söfnin i kennslu og hvort þeir læra það i námi sinu? Þessar spurningar eru brýnar og ég vona að þeir sem svörin kunna við einhverjum þeirra eða öllum svari hið fyrsta. Ég er ekki að krefjast þess að rikið kaupi svo og svo mörg ein- tök af hverri frumsaminni barna- bók sem meðmæli fær, eins og mun tiðkast t.d. i Noregi; en kannski væri það hreint ekki galið? Hvað finnst kennurum og bókavörðum um það? En um- fram allt ætti bókasöfnum að vera skylt að festa kaup á is- lenskum barnabókum ef þau fá ákveðna fjárveitingu til þess. Or- valið af þeim er allsæmilegt þessi árin (sautján árið 1979, átján 1980) og auk þess má kaupa mörg eintök af vinsælli og góðri bók ef fáar hljóta náð fyrir augum bóka- varðar. Umfram allt þurfa islenskar barnabækur að komast til is- lenskra barna, fyrir þau eru þær skrifaðar, bækurnar um Garðar, Disu, Eyvind og Höllu, Gauk og Perlu, Hrólf á Grundarenda, krakkana i Krummavlk, Jón Odd og Jón Bjarna, Döggu, Veru og Sólarbliöuna, svo aðeins séu nefndir örfáir skemmtilegir krakkar úr nýjum bókum. Og aö lokum vil ég hvetja foreldra, afa, ömmur, heimilisvini, frænkur og frændur til aö láta ekki sitt eftir liggja. Gefiö börnunum minnst eina islenska bók á næsta afmæli, gamla eöa nýútkomna, og tvær á jólunum! Nemendur læra aö fletta upp bókum i spjaldskrá i Langholtsskóla. Ljósm.: eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.