Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 4
skrifar: 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.— 20. september 1981 stjernmál á sunnudegi Svavar Gestsson Fyrirheit og efndir Frá áramótum hafa veriö í gildi efnahagslögin sem ríkisstjórnin gaf út á gamlaársdag. Þau fólu í sér„frestun verðbótastiga gegn betra verðbótarkerfi og minni verðbólgu" svo notuð séu þau orð sem Þjóðviljinn hafði eftir mér í grein hér í blaðinu 4. janúar sl. Nú er að hef jast undirbúningur kjarasamn- inga og þá er ekki úr vegi að fara yfir það hvaða niðurstaða liggur fyrir á þessu ári að því er varðar kaupmátt launanna, miðað við þau fyrirheit sem voru gefin. Þar er eitt af grund- vallaratriðunum í sam- skiptum stjórnvalda og verlslýðshreyfingar, að málin séu svo skýr og af- dráttarlaus.sem frekast er ko. /r milli aðilanna. Hver er reynslan? Hvernig kemur hún nú heim og saman við fyrirheitin? Forsendurnar Forsendurnar fyrir aögeröum rikisstjórnarinnar ágamLaársdag voru sem hér segir: 1. Kaupmáttur almennra launa verði ekki lakari en orðib hefði aö óbreyttu á árinu 1981. 2. Verðbólgan verði á niöurleiö I lok ársins 1981 frá þvi sem var i lok ársins 1980. Ekki skal það endurtekiö hér i löngu máli hversu fariö hefur meö þróun veröbólgunnar á þessu ári: hún hefur dregist saman frá þvi sem var I lok ársins 1980 og þaö aö miklum mun. Þar veldur mestu efnahagsstefna rikis- stjórnarinnar, en einnig betri ytri kringumstæöur, einkum hækkun dollarans. Þessi sérstaka hækkun dollarans hefur hins vegar einnig skapaö vandamál eins og nú sést á rekstrarstööu iönaöarins og þeirra fyrirtækja sem framleiöa fyrir Evrópumarkaö. Af verö- bólguþróun þessa árs er hins vegar ljóst aö unnt er aö halda áfram á næsta ári á sömu braut ef um þaö tækist viötækt þjóö- félagslegt samkomulag á sama hátt og i upphafi þessa árs. Aöur en lengra er haldiö, er vert aö minna á þaö aö allt frá miöju ári 1979 var i gildi ákvæöi Ólafslaga um veröbætur á launin. 1. júni sl. var hins vegar greidd full verö- bótavisitala óskert miöaö viö visitölu framfærslukostn- aöar. þannig aö . jnenn hafa búið viö betra visitölukerfi á þessu ári en áöur. Akvæöi Ólafslaga sem birtust mönnum i framkvæmd allt frá miöju ári 1979 höföu f för meö sér alls um 15.2% skerðingu i kaupi á þessu timabili þar til þau voru felld úr gildi fyrir þetta ár meö bráöa- birgöalögunum 31. desember siöastliöinn. 25.6 1979 og 27.10 1980 voru hins vegar geröir kjara- samningar sem hækkuöu laun á móti þessu um 15.57%. Frádráttarliðir "ólafslaga voru búvörufrádráttur, viöskipta- kjaraskeröing og frádráttur vegna veröhækkana á áfengi og tóbaki. Viö setningu laganna um sl. áramót var þessi skeröing felld niöur. Þannig náöist þaö fram meö pólitiskum atbeina sem faglega afliö eitt dugöi ekki til þess aö hrinda i framkvæmd. Niðurstaða efnahagsáætlunarinnar frá sl. áramótum er sú, að fyllilega hefur verið staðið við þau kaup- máttarmarkmið kauptaxta sem heitiö var i upphafi ársins og kaupmáttur ráðstöfunartekna er heldur betri en orðið hefði að óbreyttu. FuII atvinna hefur haldist og verðbólga er ekki 72% eins og spáð var heldur um 40%. Það er eitt af grundvaliaratriðunum I samskiptum stjórnvaida og verkalýðshreyfingar að málin séu svo skýr og afdráttarlaus sem frekast er kostur milli aðilanna. t upphafi kjarasamninga er ekki úr vegi að spyrja hver sé reynslan og hvernig hún komi heim og saman við fyrirheitin? Spáin fyrir 1981 Eftir aö kjarasamningarnir voru geröir 27. október sl. geröi Þjóöhagsstofnun spá yfir verö- lags- og kaupgjaldsþróun á árinu 1981 miöað viö óbreyttar for- sendur verðlags, gengis- og kjaramála. Niöurstaöa Þjóöhags- stofnunar varö sem hér segir: (1979= 100) Mánuöur Kaupmáttur meðaltal mánaðar Janúar.................98,4 Febrúar................94,5 Mars..................101,2 April.....................95,6- Mai.......................90,5 Júni......................99,2 Júli..................... 95,6 Agúst.....................92.1 September.................97,9 Október...................93,1 Nóvember..................88,7 Deseinber.................96,2 Meðaltalárs 95,0 Þetta er sú spá Þjóöhags- stofnunar sem iá á boröum okkar þegar gengiö var frá efnahags- ráöstöfunum um áramótin: Aö kaupmáttur lækkaöi á árinu 1981 frá árinu 1980 úr 95,7 niöur i 95.0 Spáin eftir efnahags- ráðstafanirnar Þegar efnahagsráöstafanir rikisstjórnarinnar höföu veriö til meöferðar innan stjórnarinnar um hriö lét rikisstjórnin gera út- reikninga á kaupmætti launa fyrir áriö 1981 á ákveönum for- sendum. Þær forsendur uröu siöan innihald efnahagsaögerö- anna. Spá Þjóðhagsstofnunar um kaupmátt launanna varö sem hér segir, dagsett 27.12 1981: Kaupmáttur meðaltal Mánuður mánaðar Janúar. Febrúar Mars Aprii . Maí .. Júni.. Júli .. Agúst September Október .. Nóvember Desember ...98.2 ...95.2 ... 95,5 .. .91.8 ... 88,6 ...95,7 ...93,5 ...91,1 ...95,2 ...91,5 •. .88,1 ...95,2 Meöaltal árs 93,2 Hér lá meö öörum orðum fyrir aö vegna efnahagsráöstafananna yrði kaupmáttur launanna um 1—2% lægri en oröiö heföi aö óbreyttu. Þess vegna var ákveðiö aö bæta þennan mun með skatta- lækkunum. En á móti þessu er á árinu minni veröbólga þannig aö frá desember 1980 til jafnlengdar 1981 var hún áætluð innan viö 50% I staö liölega 70% samkvæmt fyrri spá. Fyrr á þessu ári var samiö um skattalækkanir á lægri launum með þvi aö fella niöur sjúkratryggingargjald sem var brúttóskattur, 1 1/2% á útsvars- stofn. IJtkoman 1981 Nú eru senn liðnir þrir fjórö- ungar ársins 1981 og fyrir liggur hver þróunin hefur oröiö. Hag- fræöideild Alþýöusambands Is- lands hefur birt útreikninga á kaupmætti þessa árs.Samkvæmt þeim er kaupmáttur launa I ár aö jafnaði 95,4 sig til samanburðar viö 95,9 stig á sl. ári miöaö við 100 1979. Kaupmáttarskeröingin hefur oröiö minni en gert var ráö fyrir aö óbreyttu vegna betra vísitölukerfis og vegna minni veröbólgu. Samkvæmt spá um veröbólguna i ár verður hún ekki 72% frá desember til desem- ber, heldur ekki 50% heldur má gera ráö fyrir aö veröbólgan veröi um 40% á þessum tima. Kaupmáttur launa i mánuði hverjum, miöað viö 100 1979, veröur sem hér segir aö mati Al- þýöusambands Islands (kaup- taxtar ASÍ, landverkafólk): Mánuður Kaupmáttur Janúar..................97.8 Febrúar.................95,5 Mars....................97,5 April...................95,2 Mai.....................92,6 Júni....................96,5 Júlí....................94.9 Agúst...................92,4 September...............97,3 Október.................95,2 Nóvember................92,4 Desember................98,1 Meðaltal árs 95,4 miöaö við 100 áriö 1979 þrátt fyrir þær hækkanir sem reiknaö var meö I kjarasamningunum. Þarna var reiknaö meö um 72% verö- bólgu frá desember 1980 til jafn- lengdar i ár. Aö visu ber aö taka fram aö i spá Þjóöhagsstofnunar 27.11. 1980 var gert ráð fyrir minni kauphækkunaráhrifum kjarasamninganna i fyrra en raun varö á, — en meö þessum hætti lágu málin fyrir: Minni kaupmáttur þrátt fyrir kjara- samningana og um 72% verð- bólga. Á þessum grundvelli og þeim forsendum, sem áöur var á minnst.var ákveöiö aö undirbúa efnahagsaögeröir. Þaö skal endurtekiö aö tölur ASl og Þjóöhagsstofnunar eru ekki alveg aö öllu leyti á sam- bærilegum grunni, en þar munar engu sem máli skiptir. Aöalatr. gengur fram af þessum tölum: það er, aö fyllilega hefur verið staöiö viö þau kaupmáttarmark- miö kauptaxta sem heitiö var i upphafi ársins og kaupmáttur ráðstöfunartekna er heldur betri en oröiö heföi aö óbreyttu. Kaup- máttur launa veröur hæstur i desember, 98.1 en lægstur i ágúst og nóvember 92.4. Kaupmáttur launa I lok ársins fer batnandi. Þessar staöreyndir er hollt aö hafa til hliösjónar þegar verka- lýöshreyfingin nú undirbýr sina kjarasamninga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.