Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 11
Helgin 19.— 20. september 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Svala Sigurleifsdóttir og Arnannaguaq Hoegh rœðast við í Osló á hlaupum milli ríkisins og Danmerkurferjunnar Arnannguaq að pússa koparplötu i skólanum. Koparþrykksmynd eftir Arnannaquaq. Steinþrykksmynd gerð af Arnannaguaq. Ljósmyndir: Svala. Tala ég ekki eins og gamalmenni, ef ég segi, að þegar ég var lítil stelpa að alastuppá ísafirði, fannst mér það svo indælt að á góðviðrisdögum mætti sjá af f jöllunum yfir til Græn- lands, ha? Ég upplifði þó aldrei að sjá sjálf yfir til nágrannanna á Grænlandi enda príl í fjöllum álitið stórhættulegt fyrirtæki heima hjá mér. f fyrra vet- ur upplif ði ég hins vegar að kynnast grænlenskri stúlku sem var skólafélagi minn hér í Osló. Þegar heim- þráin þjarmaði að okkur voru græjurnar stilltar á hæsta og grænlenskt popp og Megas sett á fóninn til skiptis. Og í sameiningu börðumst við svo gegn skólaf élögunum, norð- mönnum sem fannst „poppmússik frumstæðra þjóða" óþarflega ríkjandi á staðnum. Af því að Arnannguaq Höegh er með hressari konum sem ég hef kynnst, vil ég óð og uppvæg kynna hana öðrum: — Stundar þú grafíknám hér i Osló af þvi að Osló er þér mið- punktur alheimsins, eða tilneydd sökum skólaskorts á Græniandi? — Auðvitað vildi ég helst vera heima. Ég er hérna vegna þess að við eigum engan myndlistarskóla á Grænlandi. Það eru að gerast atburðir i Grænlandi á hverjum degi, sem skipta máli fyrir framtið Grænlands og ég vildi gjarna vera heima og taka þátt i þvi sem er að gerast þar. Raun- veruleikinn er bara sá að flestir Grænlendingar verða að sækja sina framhaldsmenntun til Dan- merkur eða annarra landa. Mér sviður þessi skólaskortur á Græn- landi. Sérstaklega er þetta óréttlátt hvað varðar listmennt- un, þvi list hefur verið kjarninn i þúsund ára tilveru okkar. Lifið er list i okkar eigin menningu. Þaö er ofboðslega mikilvægt fyrir framtið okkar að við eignumst myndlistakennara heima sem hafa skilning á þvi að leggja rækt við okkar fornu myndlistarhefð og tengja hana tilveru okkar i dag. Meö þvi að nema á „vest- rænum myndlistarskólum” eigum við á hættu að týna okkar var list í okkar eigin menningu eigin menningu, týna fortið okkar. — Eru myndir notaðar sem vopn I sjálfstæðisbaráttunni? — Já, það er töluvert gert af myndum sem hafa pólitiskt inntak. Ljóð, leikrit, tónlister lika samin i tengslum við baráttuna fyrir réttlátu samfélagi á Græn- landi. — islenskt ljóðskáid, Einar Bragi, hefur þýtt grænlensk ijóð og ef ég man rétt hef ég lesið ljóð sem voru samin af einhverjum með sama eftirnafn og þú....?? — Já, bróðir minn semur ljóð. Hann er mjög virkur i mússikllf- inu á Grænlandi. A skólaárum sinum i Kaupmannahöfn, fyrri hluta sjöunda áratugsins, spilaði hann i popphljómsveit sem spilaði pólitiskt popp. Hann samdi fjölda laga og texta fyrir hljómsveitina. Nú seinni árin hef- ur hann unniö mikið við mússikina sem hefur tengst Aasivik. — Aasivik? Hvar er sú vik á Grænlandi? — Blessuð vertu! Aasivik er ekki staðarheiti, heldur sumar- mót sem hefur veriö haldið á mis- munandi stöðum á hverju sumri frá þvi árið 1976... og veröur haldið á hverju sumri i framtiðinni. Og þetta er sko ekki nein venjuleg sumarútilega. Reyndar er Aasivik nokkuð sem hefur tiðkast um langan aldur heima. Fólk frá hinum ýmsu hlut- um Grænlands hittist á ákveðnum stöðum á sumrin til að skiptast á vörum. Það fólk sem bjó til dæmis á sápusteinsriku svæði, gerði lýsislampa úr steinum og skipti svo á lömpunum gegn skinnum eða einhverju öðru nauösynlegu sem var fágætara i þeirra byggð. En þarna voru ekki einungis vöruskipti stunduö held- ur voru þetta ekki siður menn- ingarhátiö. Þegar nýlendukúgun- in fór að grassera fyrir alvöru komu Danir i veg fyrir Aasivik. Mótin urðu, sjáðu til, „ólögleg”! Auðvitað var þetta bara einn þátturinn i þvi að brjóta okkur niður sem sjálfstæða þjóð. Nú gegnir endurvakin Aasivik mik- ilvægu hlutverki fyrir grænlenska vinstrisinna og grænlenska sjálf- stæöisbaráttu. Þessi mót eru mikilvæg bæði pólitiskt og menn- ingarlega. — Hvað með stöðu kvenna á Grænlandi? — Nú, eins og i öðrum löndum, þar sem auðmagniö er við völd búa konur á Grænlandi við tvöfalt vinnuálag. Það er óhugsandi aö fjölskylda lifi af launum einnar manneskju, bæði maðurinn og konan verða að vinna launavinnu. Og eins og svo viðar lendir barna- uppeldi og heimilishald svo að mestu á konunum. Þær hafa flest- ar litla menntun og starf flestra er fiskvinna i frystihúsum. Til skamms tima voru móðurlifs- bólgur og gigt I höndum hreinlega atvinnusjúkdómar hjá þessum komum sökum kulda i frystihús- unum. Þetta hefur eitthvað skánað á seinustu árum, en það er á hreinu að þessi vinna er ekkert sældarbrauö. — Er einhver virk kvenna- hreyfing á Grænlandi? — Það eru um sextiu kvenfélög starfandi á Grænlandi sem eru aöilar aö Danska kvenfélagasam- bandinu. Starfsemin i þessum félögum einkennist ekki af pólitiskri virkni. Konurnar koma saman einu sinni i viku eðahálfs- mánaðarlega og sauma perlur og baknaga hverja aðra (og nú hlær hún)... og þú þarft ekkert að skrifa þetta, jú skrifaðu það bara, það er alveg satt. 1 einstaka bæjum hafa konur i þessum kvenfélögum reynt að gera eitthvað raunhæft. Þær hafa reynt að standa saman um að krefjast betri vinnuaðstöðu og þess háttar. 1 þeirri baráttu hafa þær ekki notið nokkurs stuðnings frá stjórn kvenfélagasam- bandsins og allt að þvl verið kýldar niður af stjórninni. Kon- urnar i þeirri stjórn segja bros- andi aðspurðar aö kvennakúgun sé óþekkt fyrirbrigði á Græn- landi. En árið 1976 voru stofnuð annars konar kvennasamtök sem nefnast Kiluit. Orðið þýðir „eitt saumaspor”. Ég er I þessum samtökum og það má með sanni segja að þau séu hvorki stór né sterk en þau eru þó spor i rétta árr. Við hittumst á hverju sumri á Aasivik og ræðum málin. Flestar okkar I Kiluit eru pólitiskt virkar. — Nú notað þú meðvitað mynd- efni tengt kvenfrelsisbaráttunni i myndum þinum. Gera það marg- ar grænlenskar myndiistakonur? — Nei...... — Að siðustu, heldur þú að það sé langt i land með réttlátt stjórnarfar á Grænlandi? — Heyrðu, svona er ekki hægt að spyrja. Þótt Grænland sé eyja erum við ekkert eyland öðrum óháö... Þróunin á Grænlandi er auðvitað háð þvi sem gerist i Evrópu og annars staðar 1 heim- inum. Ég get engu spáð um það hvort minni kynslóð tekst að koma á réttlátu stjórnarfari á Grænlandi, eða hvort næstu kyns- lóð tekst það.. en innst inn við hjartað trúi ég að þeir timar komi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.