Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 9
notað og nýtt dr. Gottskálk Gottskálksson Helgin 19.— 20. september 1981 ÞJÓÐMLJINN — StÐA 9 Fá útlendingar rétta hugmynd um landið? Það er ævinlega áhuga- vert fyrir mönlandann að fá vitneskju um þá mynd sem útlendingar hafa af landinu. Fjöldiferða- manna fer vaxandi, einkum yfir sumartímann og fiestir þeirra vita harla lítið um land og þjóð við komuna í Keflavík. (kannski vita þeir ekki miklu meira við brottför). Elrlendar feröaskrifstofur eru ósparar á upplýsingar og ráð- leggingar. En ekki er ég nú hand- viss um að þekking þeirra á land- inu sé pottþétt. Nýlega komst ég yfir ferða- bækling um Island, sem þýsk ferðaskrifstofa dreifir. Til gamans drep ég niður á við og dreif i bæklingi þessum. Eskimóar byggja nyrstu svæði jarðarkringlunnar. Islenskir eskimóar eru ljósir yfirlitum og tala ensku við ferðamenn. Aftur á móti eru grænlenskir eskimóar dökkir á brún og brá og tala dönsku við ferðamenn. Achtung. Konurnar sem biða i bilum i miðri Reykjavik eru ekki vændiskonur. Þær þiggja pen- inga, en hins vegar afhenda þær alltaf happdrættismiða i staðinn. Karlmenn eru varaðir við að gerast of nærgöngulir, þar sem yfirleitt er um að ræða virðu- legar húsmæður. Flötu þökin i úthverfum Reykjavikur eru ekki neyðarflug- vellir fyrir þyrlur i ofsaveðrum eða stórflóðum heldur eru hér á ferðinni svalir fyrir sóldýrkendur þegar veður leyfir. Nákvæmt eftirlit er haft með áfengissölu á þessum slóöum. Aöeins þrjár verslanir sem erfitt er að finna selja áfengi i Reykja- vik svo dæmi séu tekin. Ferða- mönnum er ráölagt að drekka vatn. Sé löngunin hins vegar skynseminni yfirsterkari er heilladrýgst að reyna að þrauka til föstudags þvi milli fimm og sex fara allir innfæddir i rikið og þvi auðvelt að fylgja straumnum. Sértu að leita að miðbæ Reykja- víkur eftir kl. 7 að kvöldi með hjálp korts og finnirðu engan til þess að visa þér rétta leið skaltu hætta að leita. Þú ert staddur i miðbænum. Allar þær vistir sem kunna að fyrirfinnast á borðinu i veitinga- húsinu, en eru ekki uppgefnar i verðlistanum eru áreiðanlega ókeypis. Þjóðarréttur tsiendinga er hamborgari og er hann fáanlegur á öllum grillstööum landsins. Bestur en dýrastur er hann ,,með öllu”. Hitamál sumarsins sem klauf þjóðina i tvær fylkingar snerist um uppsetningu útitafls i miö- bænum. Og deilan á milli Vilmundar Gylfasonar og Jóns Hannibals- sonar? Gleyma þeir henni? Það er ólikt þýðingarmeira mál sem mun hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Já þannig lita þeir þá út ferða- mannabæklingarnir um landið okkar kæra. Þetta nægir kannski þeim sem koma til að tina grjót i þrjár vikur i kulda og trekki uppi á öræfum. En mætti nú ekki reyna að uppfræða þá örlitið um menn- ingarverðmæti þessarar sögu- þjóðar? Aðrar erlendar ferðaskrifstofur hafa þann háttinn á að myndast við að þýða, reyndar heldur klaufalega, greinar úr islenskum blöðum. Ég hef til að mynda undir höndum ameriskan bæitling sem dásamar hina margvislegu skemmtanamöguleika sem ferðamönnum er boðið upp á. Eins og menn rekur minni til fór fram á Hótel Sögu dagskrá er nefnist Fæði og klæði. Gestunum var gefinn kostur á að gæða sér á islenskum sérréttum og dást að sýningarstúlkunum sveipuðum islenskum ullarvörum. Að dagskrá þessari stóðu Ala- foss, Búnaðarfélag Islands, Smjör- og ostasamsalan og Sláturfélag Suðurlands. En litum nú á kynningu á þessu fyrir- myndarframtaki i ameriska bæklingnum. „While staying in the smokebay (örugglega Reykjavik) don’t miss the prestigious fashion exhibition in the aviary (orða- bókarþýðing: Súlnasalur verður fuglabúr) of hotel Story (er nauð- synlegt að þýöa allt?). This fashion exhibition is organised by the Butter and cheese organisat- ion (Samsalan hefur sennilega ekki fundist i orðabókinni) and the Butchers association of the southern part of the country.” Hvilik auglýsing fyrir hinar glæsilegu sýningarstúlkur Karon-samtakanna. Það nægir sannarlega ekki að fara fram á, að islenskur fylgdar- maður leiði hvern einasta er- lendan ferðamannahóp um landið. Ekki er siður mikilvægt, að Islendingar hafi hönd i bagga með og samþykki hvern einasta snepil um Island sem prentaöur er erlendis. Matreiöslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 23. september kl. 15 að Óðinsgötu7. Dagskrá: 1. Uppsögn kjarasamninga 2. Kröfur kjaramálanefndar. 3. Önnur mái. Félagar fjölmennið Stjórnin. Tómstundavörur SSS Qoir heimili og skcila Námskeiö innritun stendur yfir • Tágavinna • Glermálun • Jólaföndur jafnt fyrir karla sem konur Handíð Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 29595 Sóknarfélagar Fundur verður haldinn i Starfsmanna- félaginu Sókn, þriðjudaginn 22. september nk. Fundurinn verður i Hreyfilshúsinu og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Uppsögn samninga Önnur félagsmái Sýnið skirteini. Stjórnin. Leikræn tjánining fyrir börn og unglinga Námskeið fyrir börn og unglinga i leik- rænni tjáningu hefst þriðjudaginn 6. október n.k., að Frikirkjuvegi 11. Upplýsingar gefur Sigriður Eyþórsdóttir i sima 29445.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.