Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 7
Helgin 19.—20. september 1981: ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 r Oskar Þórðarson frá Haga: mátti vera i ibúöinni þegar mig lysti og á sunnudögum gat ég sof- iö frameftir morgni. Gamli maö- urinn skar aldrei tóbak á sunnu- dögum. Ég man eftir þvi aö einn sunnu- dagsmorgun um tiuleytiö, vakn- aöi ég viö háværa músikk. Þaö voru Skotarnir sem gengu fylktu liöi austur Hverfisgötu og léku á sekkjapipur. Þeir voru skraut- lega búnir á sina þjóölegu visu og sennilega vöktu þó pilsin þeirra mesta athygli, ásamt höfuöbún- aöinum. En þeir annmarkar fylgdu húsnæöinu á Veghúsastig að ég gat engum boöiö „heim til min”. Mér heföi aldrei komiö til hugar að bjóöa stelpu upp til min, ekki haft kjark til aö lauma henni upp, þó um hánótt væri. En i byrjun júli 1941 fór ég upp i Hvalfjörö, aö Hvitanesi i vinnu hjá Bretum, og þar meö lauk veru minni i risherberginu viö Veg- húsastig. sTuniDssonnR INNRITUN DAGLEGA FRA 10-12 og 13-19 ÍSÍMUM 20345,38126,24956,74444 Börn yngst 4 ára. Barnadansar, samkvæmisdansar. Freestyle dansar (Disco, Disco Jazz, Funky Jazz, Hustle, Country og western dansar o.fl.) KONU-BEAT - Góð hreyfing fyrir dömur á öllum aldri. Á götunni Minningar frá stríðsárunum „Aerobic dancing", það allra nýjasta frá USA, kennt í Freestyle dönsunum og í konu- beattímum. Rock'n Roll * - j — Eitt það vinsælasta í dag. fengu sér „neðan i þvi”. En þeir voru fáir. Fyrir mig sjálfan voru þetta mikil viðbrigöi frá fásinninu i sveitinni og ég hygg aö sömu sögu hafi verið aö segja um marga félaga mína. Fljótlega fann ég kunningja i bænum, sem voru á svipuðum aldri og ég. Bæöi voru þaö skólasystkini min frá Reykholti, sem komin voru til Reykjavikur i sömu erindagerð- um og ég, aö vinna sér inn mikla peninga, og þó einkum nýir vinnufélagar auk annarra, sem ég kynntist á ýmsan hátt, meðal annars á röltinu um „rúntinn” þar sem varla féll eitt einasta kvöld úr. Þó aö ég veitti þvi enga sér- staka athygli þá, komst ég aö raun um þaö siöar aö fáir eöa engir, sem skipuöu sér i þennan hóp, voru Reykvikingar heldur aökomumenn sem áttu rætur sin- ar fjarri þeirri Reykjavik sem til var áöur en hún breyttist svo mjög sem raun varö á viö gesta- komuna miklu 10. mai 1940. Eftir- spurn eftir húsnæöi i Reykjavik og nágrenni var svo gifurleg aö ótrúlegustu vistarverur uröu svefnstaöir manna. Þeir sem höföu heppnina með sér og kom- ust yfir eitthvert húsnæöi, voru umsetnir af kunningjum og vinnufélögum. Þeir heppnu leyföu svo hinum, sem voru „á götunni” aö „liggja inni” þangað til aö úr rættist fyrir þeim og þaö gat orðið biö á þvf. Af þessu hlut- ust stundum vandræöi. Húseig- endurnir komust fljótt á snoöir um þessa greiðasemi og þeir tóku harla ólikum tökum á málunum. Stundum lögöu þeir blátt bann viö slikri gestrisni, aörir vildu hækka leiguna, sem þó var oft býsna há fyrir, miöaö viö gæöi húsnæöis- ins, og enn aðrir létu allt slikt óátaliö. Þannig var oft þröngt i daunillu og heilsuspillandi plássi, kjöllur- um og háaloftum. Menn unnu allskonar vinnu, oftast óþrifalega og áttu ekki kost á sæmilegri þjónustu, gátu varla eða ekki þvegiö sér um hendur og andlit og aö komast i baö var hreinn mun- aður. Baöhús Reykjavikur var bjarg- vættur þeirra, sem vildu þvo sér um kroppinn. Oftast var þaö á laugardögum, eftir vinnu, að ég fór þangað og þá var jafnan margt um manninn þar og biðin gat orðið löng og tók á þolinmæð- ina. Þangað komu ekki einungis ts- lendingar, heldur einnig hermenn og aörir útlendingar t.d. sjómenn. Ég minnist fullsetinnar biöstofu sem aö visu var ekki stór, troön- ings á göngum og langar biðraöir fyrir dyrum úti. Það gat þvi fariö svo aö einhver, sem ætlaöi aö skola af sér i Baðhúsinu, missti biölundina og færi óþveginn á ball. I önnur hús var ekki aö venda. Margir voru verr staddir með húsnæöi en ég. A daginn sat þar gamall maður og skar tóbak. Hann sat þarna allan daginn og skar og skar. Á hverjum morgni gekk hann svo um alllangan veg, meö dagsverkiö vafiö i snyrtileg- an böggul, bundinn saman meö snæri, skilaöi tóbakinu I verslun þar sem kaupmaðurinn seldi þaö i litlum bréfpokum. Ég hygg aö kaupiö, sem gamli maöurinn fékk fyrir þessa vinnu, hafi ekki veriö ýkja hátt en hún var honum góö dægradvöl og hann var alltaf ánægöur. Mér er þaö minnisstætt aö jafn- an haföi hann tóbaksbaukinn sinn hjá sér, við hliðina á tóbaksfjöl- inni, og tók I nefiö úr honum. Aldrei heföi honum dottiö I hug aö taka af birgöum verslunarinnar eins og þaö var þó nærtækt. A kvöldin, þegar ég fór að sofa, fannst mér tóbaktslyktin dálitiö sterk og óþægileg en þó leiö mér vel þarna. Þetta var gott fólk og hjá þvi fékk ég fæöi og aöra að- hlynningu á sanngjörnu verði. Ég Viö, sem fluttumst til Reykja- yikur á striösárunum úr sveitun- um, úr sjávarþorpunum, sem sagt hvaðanæva aö af landinu, höföum nánast sérstööu i hinni hersetnu borg. Viö áttum ekki lengur heimili, leigöum tiöast „herbergi” án tengsla við fjöl- skyldur, oft lélegt húsnæöi og þaö freistaöi okkar ekki aö hafast þar mikiö viö, þegar viö áttum fri frá vinnunni. Leiöin lá þvi flest kvöld um götur miöbæjarins, Austur- stræti og Hafnarstræti. „Rúntur- inn” svokallaði var okkar göngu- leiö fram og aftur, aftur og fram. Flestir okkar boröuöu á matsöl- um, sumir I föstu fæöi, aörir hér I dag og þar á morgun. Viö vorum almúgamenn, synir bænda og sjó- manna og viö héldum okkur á lik- um slóöum i bænum. Þaö var stofnaö til kunnings- skapar milli jafnaldra úr fjarlæg- ustu landshlutum, ýmist skyndi- kynna eöa aö menn uröu sam- rýmdir og héldu áfram aö hittast. Umræðuefnin voru mörg og margvisleg og áhugamálin sömu- leiðis. Viö vorum ungir og bjart- sýnir; fullir trúar á samtið og framtiö. Hersetan olli okkur ekki teljandi áhyggjum þótt sumum okkar væri hún ekki að skapi. Þrátt fyrir allt færöi hún okkur næga atvinnu. Flestir okkar voru minnugir siöustu áranna fyrir striö þegar viö vorum aö koma inn á vinnumarkaöinn og uröum aö biöla auömjúkir til þeirra, sem réöu menn i vinnu. En nú fannst okkur aö slikt heyröi fortiöinni til. Auövitaö vorum viö hneykslaðir á „stúlkunum okkar” sem lögöu lag sitt viö hermennina og kann- ske einmitt vegna þess, litum viö hernámið alvarlegum augum. Ekki ræddum við pólitik og þótt sumir okkar heföu þá þegar til- einkað sér ákveönar skoöanir i þá áttina, blunduðu þær meö okkur meöan samræðurnar hnigu aö léttara hjali. Við sátum gjarna inni á ódýrum sjoppum, sötruöum kaffi og bár- um saman bækur okkar, deildum vandamálum og gleði hver meö öörum og leituðum úrræöa og það var ekki alltaf fariö snemma i háttinn. Ekki minnist ég þess, aö Bakkus væri mikiö meö I spilinu. Þaö taldist til undantekninga og þá helst um helgar aö sumir Sextugur Sextugur i dag laugardag, Hjör- leifur Gunnarsson Þúfubarði 11 Hafnarfirði, fyrrum bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins þar i bæ. Þjóðviljinn sendir Hjörleifi heillaóskir i tilefni dagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.