Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19 — 20. september 1981 Blaðaö í F rímúrarabók Úlfar Þormóðsson hefur sett saman sér- stæða bók/ sem hann kallar blaðamennskuút- tekt. Hann nefnir bókina Bræðrabönd/ seinna bindið er nýkomið út en hið fyrra kom út í vor. I riti þessu er saf nað ýmis- legum upplýsingum um Frímúrararegluna á (s- landi, birt félagatal, lagt út af því með ýmsum hætti til að beina athygli að því, hvar f rímúrara er helst að f inna. Sömuleiðis er með útleggingum á málum, pólitískum mál- um sem og afbrotamál- um, reynt að prófa út- breiddar skoðanir um þessa reglu sem sam- tryggingarfélag áhrifa- manna eða jafnvel ein- hvern helsta valdaaðila á íslandi á bak við tjöldin. Vissulega er þaB ekki aö ástæöulausu aö ráöist er I slikt ráöiö af Frlmúrarareglunni sem sllkri, átti hún sér ein- hverja stefnu sem slík I þvi- llkum málum? Eöa þá: var hér um þrjá valdamikla einstakl- inga að ræöa, sem höföu tryggt stööu sina meöal áhrifastétta meðal annars meö frimúrara- rii — m.ö.o. reglan er eitt af tækjum þeirra i valdapólitik? Þegar allt kemur til alls hall- ast úlfar að seinni túlkuninni „framlag frimúrara til islenskrar sögu er framlag ein- staklinga, ekki hreyfingar”. | Hitt er svo annaö mál, aö a.m.k. j á Islandi hefur þessi regla fyrst og fremsthaft a&dráttarafl fyrir I hægrisinnað fólk, háborgara- ! og langflest mjög j hallt undir trú á bandariskt for- ræði á Vesturlöndum: þaö er t.a.m. mjög áberandi i félag- skránni hve margir frimúrarar hafa veriö aö snapa kringum herinn i verktakafyrirtækjum og öðru þessháttar. Þverstæður Þetta minnir á enn einn þátt mála, sem höfundur getur um en fer ekki náiö út i. Frimúrara- verk. Þaö er óneitanlega ómaksins vert aö skoöa, hvernig á þvi stendur aö nær 2000 manns, flestir i einhverskonar áhrifastöðum i þjóöfélaginu, skuli hópast I leynifélag, þar sem endurómur af launhelgum aftan úr forneskju blandast á sérstæðan hátt við félags- skaparþörf karla ,,á frama- braut’’ — meö þeim hyggindum sem i hag koma i samböndum viö viöskiptavini, fyrirgreiöslu- menn eöa þá keppinauta. Samtryggingar- félag? Liklega er þaö einhver út- breiddasta skoöun um fri- múrara að þetta séu samtök bisnessmanna og embættis- manna sem vilji gjarna eiga sér sem flesta hauka i horni I sin- um umsvifum —samtryggingar- félag eöa samhjálpar eftir þvi hvaöa augum menn lita á silfriö. Úlfar Þormóösson er, eins og skiljanlegt er, mjög á þessum buxum. Hann hefur verulegan áhuga á þvi til dæmis, hvort þaö sé ekki gott tromp fyrir þann sem lendir i klandri fyrir dómstóium að vera frimúrari. Og getur fært ýmsar likur aö þvi (oliumáliö ofl). Hitt er svo annaö mál, og það veit Úlfar vel, aö þótt menn haldi sig einungis viö þennan geira máls- ins — dómsmálin, þá getur verið erfittaö greina á milli hlutverks félagsskapar eins og Fri- múrarareglu eöa þá annarra tegunda „sambanda” I okkar smáa klikuþjóöfélagi: skóla- bræöralaga, ættarbanda, kunn- ingsskapar úr golfi, bridsi eöa rótarii. Þetta getur allt veriö i gangi i einu i sumum tilvikum. Tækifæri og völd Frimúrari sleppur með væga sekt, sambandslaus smásvindl- ari fær dóm, svo dæmi sé tekiö. Ranglætiö sýnist mjög greini- legt. En þvi er nú fjandans ver, aö þaö er erfitt aö svara þvi til, hvert er eiginlegt hlutverk leynireglu i slikum tilvikum, og hverju ræöur sú staöreynd, aö dómskerfiö er i raun hlutdrægt: kannanir sem geröar hafa verið I næsta nágrenni sýna, aö af- brotamaður sem likist dómur- um i menntun, stööu og stétt mun þegar sæmilega mörg* dæmi eru borin saman, sleppa miklu betur en lágstéttarmaöur sem framiö hefur sama afbrot. og ráöa þeim undir yfirskyni ópólitiskrar umræöu”. í þessari setningu er saman komiö mikiö af vanda höfundarins. Hann vekur annarsvegar athygli á þeim möguleikum, sem leyndarbræöralag gefur: „hægt aö ræöa öll hugsanleg mál”. t slikri reglu koma margir þræöir saman, þar er aö finna mikla þekkingu á gangvirki þjóö- félagsins, og sá sem kann meö þau tækifæri aö fara sem sllk þekking veitir, hann hefur fengiö nokkuö forskot i vafstri sinu i pólitik eöa viöskiptum. Vangaveiturhöfundar um þessa hlið málsins, um möguleika og tækifæri reglubræöra, hljóma mjög sennilega. Aftur á móti á hann i meiri erfiöleikum meö hina hlið málsins — aö hve miklu leyti málum er „ráöiö”á vettvangi slikrar reglu sem Fri- múrarareglan er. Síonsöldungar Úlfarhefurmikla tilhneigingu til aö ætla aö svo sé. 1 þvi sam- bandi vitnar hann oft til afar ill- ræmds rits sem kallaö var á islensku Siöareglur sionsöld- unga.Rit þetta átti aö vera lýs- ing á samsærisfélagsskap ógnarlegum, sem keppti aö heimsyfirráöum meö lævis- legum brögöum á sviöi stjórn- mála, fjölmiölunar, auövalds- hræringa og m.a. meö tilstilli frimúrarareglna, sem áttu aö vera handbendi Sionsöldung- anna — án þess aö obbinn af fri- múrurum vissisjálfur. Rit þetta var falsrit, saman skrifað af rússnesku leynilögreglunni um aldamótin og varö slðar mikið átrúnaöarrit Rosenbergs og annarra nasista, sem voru I leit að „rökum” fyrir gyðingahatri sinu. úlfar Þormóösson veit vel um hæpinn orðstir þessa rits, en vill gjarna hafa það meö samt til aö ýta undir imyndunarafliö i þessa veru: aö kannski er eitt- hvert hliöstætt heildarsamsæri aö baki félagsskap eins og Fri- múrarareglu? Hann veit aö svör viö slikum spurningum eru ill- fáanleg eðli málsins sam- kvæmt, en gengur aö minu mati of langt I þvi aö daöra viö þaö, aö eitthvaö i llkingu viö Sions- öldunga gæti veriö til. Aö er aö visu rétt aö falsrit þetta er „áþreifanleg staö- reynd” i þá veru, aö þaö hefur veriö lesiö og furöu margir hafa fest einhvern undarlegan trúnaö viö þaö. En þá er aö taka eftir þvi, aö ritiö er mjög lævislega saman sett, þaö leikur i senn á landlæga fordóma gegn gyöing- um um austanveröa Evrópu og svo á hjálparleysi fólks, sem hefur ekki yfirsýn yfir þjóö- félagiö, skilur ekki alþjóölega fjármálapólitik, vélabrögö risa- fyrirtækja og annaö þess- háttar — áhrif falsrits um mikiö samsæri eru aö sinu leiti af leiöing þeirrar firringar sem Marx gamli sagöi um margt ágætt. Öld Vilhjálms Þórs Nema hvað. Úlfar Þormóðs- son vekur, sem eölilegt er, at- hygli á þvi, aö á vissum tima veröa þrir frlmúrarar (þar af tveir stórmeistarar) mjög áhrifamiklir i islenskum stjórn málum: Sveinn Björnsson rikis- stjóri og siöar forseti, sem skipar utanþingsstjórn þar sem tveir reglubræöur ráöa miklu Vilhjálmur Þór og Björn ölafs- son. Og þessi þrenning er ber- sýnilega mjög áhrifamikil um þá þróun, aö Island er tosaö i vesturátt, efld allskyns viö- skiptaleg og pólitisk sambönd viö Bandarikin: Vilhjálmur Þór er hvort sem væri i ráðherra- stóli eöa á öörum áhrifapóstum sá maöur sem Bandarikin geta treyst I hvivetna til aö koma ár sinni fyrir borö hér á landi, hann er þeirra besti vin. Hér er þá komið ágætt tæki- færi til aö komast sem allra næst þessari spurningu: var utanrikisstefnu Islands og stööu nýs lýðveldis meöal þjóöanna hreyfingin er heimshreyfing, stendur þar, en samt liggja um hana ólikir straumar eftir lönd- um. Hér á landi hefur reglan sterkan hægrisvip, I ýmsum rómönskum löndum hefur hún komiö mjög við sögu róttækni — gott ef Allende, hinn myrti for- seti Chile, var ekki frimúrari. Á einu sumri berast okkur þver- stæöufuliar fregnir: Annars- vegar hefur glæpaklika á ttaliu, P-2, fært sig i frimúrarabúning, hinsvegar er talaö um gagn- kvæm áhrif Sósialistaflokksins franska og frimúrarareglunnar sem kennd er viö Austriö mikla (Grand Orient de France). I ný- legu viötali viö Roger Leray, stórmeistara Grand Orient i Le Monde, segir stórmeistarinn aö regla sin hafi aö undanförnu haft miklar áhyggjur af at- vinnuleysi og sé sannfærö um aö ekki veröi dregiö úr þvi aö óbreyttum efnahagslegum sam- skiptum. Hann mælir mjög meö aðstoö viö þriöja heiminn, sem verði aö fela þaö i sér að „viö hættum viö öll þau áform sem færa okkur gróöa”. Þaö er óneitanlega kyndugt aö sá sem svo mælir ber sama titil i sinu landi og Vilhjálmur Þór hefur boriö á tslandi. Og hvaö þýöir þá i raun staöhæfing um að Fri- múrarareglan sé heimshreyf- ing? Stúkufjöldi Hér er ekki tækifæri til að fara nánar út i einstök atriði sem tengjast fróölegri bók um Bræörabönd. Þar er úr mörgu að moða þeim sem hafa áhuga á islenskum mann- og sambanda- fræðum. Og þaö vakna upp ýmsar spurningar sem gaman væri aö halda áfram meö. Til dæmis um hina miklu klúbba- og reglugleði tslendinga, sem hef- ur safnaö um tiu þúsundum karla (og eru þar næsta fáir „óbreyttir” þegnar) i leynifélög eða opna klúbba, i Frimúrara- reglu eða Kiwanis eöa Lions. Hvernig stendur á þvi, að fé- lagsskapar- og sambandaþörf islenskra millistétta (og upp úr) streymir i svo rikum mæli fram i einmitt þessum stúkufarvegi, sem minnir svo miklu meira á bandariskt landslag félagslegt en evrópskt? Tókst Villa Þór stórmeistara kannski aö tosa obbann af áhrifamiklum þjóðfélagshópum islenskum I náinn félagsskap við Babbit þann sem Sinclair Lewis lýsti á sinum tima og sýn- ist lifa góöu lifi beggja vegna Atlantsála enn i dag? Arni Bergmann. Úlfar Þormóösson hefur og mikinn áhuga á pólitiskum áhrifum Frimúrara. t vanga- veltum um þau efni kemur fram ýmislegt það sem er fróölegast um þessa bók — og um leið hrekst höfundur I þessum efnum út á hálan is. Hann segir á ein- um staö „innan stúkuveggja er hægt aö ræöa öll hugsanleg mát Árni Bergmann skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.