Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 13
Helgin 19.— 20. september 1981 ÞJóDVILJINN — SÍÐA 13 Sýning á Akureyri á Ijósmyndum Gunnars Rúnars Ólafssonar: 20 ára Akureyrarmyndir AÐSTAÐA BUNAÐARBANKINN Austurstræti BÚNAÐARBANKINN Hlemmi Gunnar Kúnar Ólafsson Gunnar Rúnar Ólafsson var kvæntur Þórdisi Bjarnadóttur frá Húsavik og eignuöust þau þrjú börn, eina dóttur og tvo syni.” í dag, laugardaginn 19. september, hefst sýning á Akureyri á Ijósmyndum sem Gunnar Rúnar Ölafs- son (1917—1965) tók á Akureyri fyrir um 20 ár- um. Eru þar bæði myndir úr atvinnulíf inu og af bæn- um sjálfum. Sýningin er í Listsýningarsal Myndlist- arskólansi á Akureyri, Glerárgötu 34 og er á veg- um Ljósmyndasaf nsins h.f. Mun hún standa fram til sunnudagsins 27. september og er opin kl. 20—22 virka daga og 15—22 um helgar. 1 sýningarskrá ritar Stefán Júliusson þetta um Gunnar Rún- ar: „Gunnar Rúnar ólafsson varö ekki gamall maöur, var aöeins 46 ára þegar hann lést i ársbyrjun 1965. Hann var fæddur i Hafnar- firöi 23. mai 1917 og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru Sigriö- ur Þorláksdóttir úr Hafnarfiröi og Olafur A. Guömundsson útgerö- armaöur frá Ingóifsfiröi á Ströndum. Móöir hans dó þegar hann var ungabarn og var hann alinn upp af Guðmundi Sigurjóns- syni skipstjóra. Gunnar Rúnar lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borg árið 1933 og siöan stundaði hann nám i skólum i Reykjavik um skeiö, m.a. i menntaskólan- um. Gunnar Rúnar fékk snemma áhuga á ljósmyndagerð og fór ungur að taka myndir. Hann stundaöi verslunarstörf i Hafnar- firöi framan af árum og eignaöist þar sjálfur verslun. Einnig var hann á sjó annað veifiö og i sild- arvinnu vestan lands og noröan. En tómstundaiöja hans var ljós- myndun og ljósmyndagerð og eignaöist hann ungur góö tæki i greininni. Sömuleiöis varð kvik- myndagerö snemma áhugaefni hans. Merkasti ljósmyndaflokkur Gunnars Rúnars frá striösárun- um siðari og næstu árum á eftir er safn mynda af gömlum hafnfirö- ingum. Magnús Jónsson safn- vöröur i Hafnaffiröi hefur gefiö út tvær bækur meö 200 myndum úr þessum flokki hans. Eru 100 myndir i hvorri bók og fylgir visa hverri mynd, flestar eftir Magnús. Þessar bækur komu út á árunum 1973 og 1975. Arið 1944 tók Gunnar Rúnar þá ákvöröun að helga sig áhugaefni sinu alfarið. Hann seldi verslun sina i árslok og snemma árs 1945 lagöi hann leið sina til Bandarikj- anna til náms i ljósmynda- og kvikmyndagerö. Dvaldist hann vestanhafs um eins árs skeið, aöallega i Hollywood. Aö sjálf- sögðu var hann vel undir þessa námsdvöl búinn. Hann hafði um árabil kynnt sér allt sem að myndatöku laut, var viölesinn i greininni og átti ágæt tæki og vinnustofu. Eftir heimkomuna frá Banda- rikjunum helgaði Gunnar Rúnar viðræöum, skopskyn hans i besta lagi og kunni vel aö segja sögur. Aö honum var mikill mannskaði svo ungum. Götumynd frá Akureyri 1957. Ljósm.: Gunnar Rúnar ólafsson. sig eingöngu hvers konar mynda- gerð. Hann var um skeiö blaöa- ljósmyndari á Morgunblaöinu og rak eigin vinnustofu. Fór hann nokkrum sinnum utan til aö kynna sér nýjungar i starfsgrein sinni. Siöustu árin rak hann myndageröarstofnun i Reykjavik og haföi rétt fyrir andiát sitt aflaö sér nýtisku vélar til aö taka á endurgeröir blaða og bóka. Svo má heita að Gunnar Rúnar hafi eingöngu unnið aö mynda- töku og myndgerð, bæöi kyrr- mynda- og kvikmyndagerö, i hartnær tvo áratugi. Var hann um sumt brautryðjandi á þvi sviöi. Liggja eftir hann margs konar verkefni, heilir ljósmyndaflokkar og kvikmyndir. Hann tók kvik- myndina Fagur er dalur fyrir Skógrækt rikisins og kvikmynd- ina um Reykjalund, Sigur lifsins, fyrir Samband islenskra berkla- sjúklinga. Einnig tók hann marga aðra kvikmyndaþætti, suma hina merkilegustu, þótt ekki ynnist honum timi eða ráörúm til aö fella þá saman i heilsteyptar kvikmyndir. Margt renndi stoðum undir aö gera Gunnar Rúnar aö snjöllum ljósmyndara og kvikmyndagerö- armanni. Hann hafði næmt auga fyrir öllu myndrænu, prýðilegan smekk og ágæta greind. Hann var fljótur aö átta sig á viðfangsefn- um, meö afbrigðum hraðvirkur i skorpunni, ólatur á tilraunir og bar gott skyn á hvers konar tæki. Hann var prýöisteiknari, hag- virkur og hugkvæmur i besta lagi. Hann var i raun listamaður að eölisfari. Hitt er jafnsatt aö skapgerðolli þvi aö stundum uröu frátafir frá störfum svo að verk- efni gátu dregist á langinn. Ef ending heföi veriö að sama skapi .og Háefileikarnir og atorkan i bráö heföi hann skiliö eftir sig stór- virki. Hann haföi yndi af góöum bókum, unni músik og myndlist og var manna skemmtilegastur i Sálfræðingar - félagsráðgjafar Okkur vantar sálfræðing — forstöðumann — ráðgjafarþjónustu skóla á Norðurlandi vestra. Einnig vantar félagsráðgjafa sem starfs- mann á deildina sem allra fyrst. Mjög góð vinnuskilyrði og gott húsnæði á staðnum. Umsóknir sendist: Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra, Kvennaskólanum 540 Blönduós. Fræðslustjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.