Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 25
Helgin 19.— 20. september Í981pj6ÐVIL.JINN —-StÐA 25 útvarp • sjónvarp sunnudagur kl. 20.50 - Skálmöld á íslandi Myndin um Snorra Þá er komið að þvi að Snorri karlinn Sturluson birtist á skjánum, éins og þeir sjón- varpsmenn túlka hann. Fyrri hlutinn verður sýndur á sunnu- dagskvöld, en hinn siðari eftir viku. Myndin hefst á formála sem dr. Kristján Eldjárn flytur, en siðan er Snorra fylgt á árunum 1229—1234. Við sögu koma allar helstu persónur Sturlunga- aldarinnar, sem flestir ættu að kannast við úr Islandssögunni, kappar eins og Gissur siðar jarl, bræður, bræðrasynir og synir Snorra og nokkrar konur fá að fljóta með. Það var Þráinn Bertelsson sem stjórnaði gerð áJt, Imtgardagur Tf kl. 21.00 Presley syngur vinsæl lög Elvis sálugi Presley verður á skjánum i kvöld laugardag i fyrsta þættinum af þremur þar sem hann flytur sin vinsælustu lög. Ekki er að efa að aðdáendur Kóngsins kunna að meta hetj- una, enda hollt að sjá manninn sjálfan, eftir allar þær eftirlik- ingar og eftirapanir sem yfir heiminn hafa gengið frá þvi að Presley dó. Sjaldan hefur verið reynt að græða eins á dauða nokkurs manns og rokkkóngs- ins. Glæsilegur er hann! Gunnar Eyjólfsson i hlutverki Skúla jarls Bárðarsonar (i höllu Skúla jarls) í myndinni um Snorra Sturluson. myndarinnar, en i hlutverk- unum eru margir kunnir leik- arar. 1 hlutverki Snorra er Sigurður Hallmarsson. Forvitnilegt verður að sjá þetta verk islenska sjónvarps- ins (reyndar unnið i samvinnu við danska og norska sjón- varpið), en enn meira spenn- andi verður að fylgjast með eftirleiknum, þvi hvernig is- lenskir áhorfendur taka verkinu og þvi mati sem þar er lagt á hina örlagariku atburöi 13. aldar. » Rokkkóngurinn Presley er leið að ævilokum. Atök I Noregi á kreppuárunum. Kreppa í augum barna Sunnudagur %/|\# kl. 13.20 Yeídi Snorra og hrun þess Helgi Þorláksson sagnfræöing- ur. Snorri Sturluson veröur viðar á dagskrá en i sjónvarpinu, þvi útvarpið gerir sitt til að vekja athygliá þessum merka manni. Hádegiserindiö á morgun sunnudag verður um Snorra. Helgi Þorláksson sagnfræöing- ur fjallar þá um veldi Snorra og hrun þess og er erindið flutt i til- efni myndarinnar i sjónvarpinu þá um kvöldið. ÆMí laugardagur kl. 21.25 O, sole mio Ingólfur Sveinsson lögreglu- þjónn brá undir sig betri fæt- inum fyrir skömmu og skrapp til Rimini á ítaliu. Hann ætlar að fræða hlustendur um það hvað gerðist i þeirri för i út- varpinu i kvöld kl. 21.15. Hann segir frá sólbaðsstaðnum og þvi sem bar fyrir augu og ferð til San Marino sem er örlitið sjálf- stætt riki á ttaliuskaganum. Þetta verður fyrri hluti frásagn- arinnar, en inn á milli verður leikin itölsk tónlist, eins og heiti þáttarins ber með sér. 4LA laugardag TF kl. 18.30 I barnatima sjónvarpsins á laugardögum er nú verið að synanokkuð merkilegar myndir sem vert er að benda fólki á. Þar er um að ræða myndaflokk frá Norðurlöndunum um kreppuárin. Hver Norðurianda- þjóðanna er með þrjá þætti nema tslendingar sem gerðu einn af þessu tilefni. Norska hlutanum lýkur i dag og þá kemur væntanlega i ljós hvað verður um strákana sem mynd- in segir frá. Þeir búa i smá námabæ, þar sem verkfall stendur yfir, verkfallsbrjótar eru fengnir til vinnu og það verða átök i bænum. Þvi er lýst hvernig kreppan og verkföll, koma við heim barnanna og fjölskyldna þeirra. Sjaldgæft og forvitnilegt efni i islenska sjón- varpinu. „Látum fjallið koma” og „Heillakveðja til lifskúnstners þá hann varð sextugur” nefnast tveir frásöguþættir Steingrims Sigurösson- ar um samtiðarmanninn og lifslistamanninn Ljón Noröursins eða Leó Arnason öðru nafni, sem fluttir verða i útvarpi i kvöld, laugar- dag, kl. 19.35. útvarp laugardagur 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn 7.15Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorö. Jón Gunnlaugs- son talar. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (Utdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 óskalög sjúklinga. Asa Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir). 11.20 Nú er sumar Barnatími undir stjórn SigrUnar Siguröardóttur og Siguröar Helgasonar. 12.00 Dagskrd. Tónleikar. Til- kynningar. 12.00 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.35 Iþrtíttaþáttur Umsjón: Hermann Gunnarsson. 13.50 A ferö Óli H. Þóröarson spjallar viö vegfarendur. 14.00 Laugardagssyrpa — Þorgeir Astvaldsson og Páll Þorsteinsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15. Veöurfregnir. 16.20 FÖÖurminning Agnar Þóröarson rithöfundur minnist Þórðar Sveinssonar læknis. (Aöur útv. 20. des- ember 1974). 17.00 SiödegistónleikarHljóm- sveit Tónlistarskólans I Róm leikur Stundadansinn úr ,,La Gioconda” eftir Amilcare Ponchielli: Lamberto Gardelli stj. /Elisabeth Harwood, Donald Grobe, Werner Hellweg o.fl. syngja meö kór Þýsku óperunnar og Fil- harmóniusveitinni i Berlin atriöi úr „Kátu ekkjunni” eftir Franz Lehar: Herbert von Karajan stj./Suisse Romande hljómsveitin leikur „Bolero” eftir Maurice Ravel: Ernst Ansermet stj. 18.00 Söngvar I léttum ddr. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Samtíöarmaöurinn og lif slista maöur inn Ljtín Noröur sins Höfundurinn, Steingrimur Sigurösson, flytur tvo frásögubætti. 20.00 Hlööuball Jónatan Ga röarsson ky nnir ameriska kúreka- og sveita- söngva. 20.40 StaldraÖ viÖ á Klaustri — 3. þáttur Jónas Jónasson ræöir viö Þórarinn Magnús- son fyrrum bónda. (Þáttur- inn veröur endurtekinn dag- inn eftir kl. 16.20). 21.25 ,,0, sole mio” Ingólfur Sveinsson lögregluþjónn segir frá ferö til Italiu I fyrra sumar. Fyrri þáttur. 21.50 IloIIyridge-hljómsveitin leikur lög úr Bítlasöngbtík- inni 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins 22.35 Um cllina eftir Cicero Kjartan Ragnars sendi- ráöunautur lýkur lestri þýö- ingar sinnar (5). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. _______ sunnudagur 8.15Veöurfregnir. Forustugr. dagb. (Utdr.). 8.36 Létt morgunlög The New-Abbey sinfóniuhljóm- sveitin leikur. Semprini leikur meö á pianó og stjórnar. 9.00 Morguntónleikar 10.00 fréttir. 10.10 VeÖurfregn- ir. 10.25 Ct og suöur: Umsón: Friörik Páll Jónsson. 11.00 Frá prestvigslu I Dtím- kirkjunni Biskup íslands vigir guöfræöikandidatana Hönnu Maríu Pétursdóttur til Asaprestakalls I Skaftár- tungu, Guöna Þór ólafsson sem farprest i Stykkishtílmi og Kristin Agúst Friöfinns- son til SuÖureyrarpresta- kalls i IsafjarÖarprófast- dæmi. Vígsluvottar: Séra Ami Pálsson, séra GIsli Kolbeins, séra ólafur Skúlason og séra Tómas Guömundsson. Séra Hjalti Guömundsson dómkirkju- prestur annast altarisþjón- Ustu. Dtímkórinn syngur, organleikari er Marteinn H. Friöriksson. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 fréttir. 12.45 Veöurfregn- ir. Tilkynningar. Ttínleikar. 13.20 Veldi Snorra Sturlusonar og hrun þess Samantekt i tilefni Snorramyndar sjón- varpsins. 15.00 Miödegistónleikar: Sinfóníuhljómsveit islands leikur I útvarpssal 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Staldraö viÖ á Klaustri — 3. þáttur Jtínas Jónasson ræöir viö Þórarin MagnUs- son fyrrum bónda. (Endur- tekinn þáttur Jónasar Jónassonar frá kvoldinu áö- ur). 17.05 Hugsaö viö ttína Ingi- björg Þorbergs les frumort ljóö samin viö tónlist eftir Debussy, Chopin og Pro- kofffef. 17.20 A ferö Óli H. Þóröarson spjallar viö vegfarendur. 17.25 Ktírsöngur: Selktírinn syngur f útvarpssal íslensk og erlend lög, Ragnheiöur Guömundsdóttir stjórnar. 17.50 Hljómsveit Victors Silvesters leikur lög eftir Richard Rodgers Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 fréttir. Tilkynningar. 19.25 Tfu indiánar Smásaga eftir Ernest Hemingway I þýöingu önnu Mariu Þóris- dóttur. Róbert Arnfinnsson leikari les. 19.35 Þegar skátarnir komu Frá söguþáttur eftir Erling Davlösson. Höfundur flytur. 20.00 Ha rmonikuþá ttur Kynnir: Bjarni Marteins- son. 20.30 Þau stóöu i sviösljtísinu Tólf þættir um þrettán islenska leikara. Ellefti þáttur: Gestur Pálsson. Stefán Baldursson tekur saman og kynnir. (Aöur út- varpaö 2. janúar 1977). 21.35 Einsöngur i útvarpssal Erlingur Vigfússon syngur erlend lög. ólafur Vignir Al- bertsson leikur meö á pianó. 22.00 Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms syngja lög eftir SigfUs Halldórsson. 22.15 VeÖurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins 22.35 „Dingullinn i brjósti þjóöarinnar”Smásaga eftir Jón frá Pálmholti, höfundur les. 23.00 Danslög 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. mánudagur 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.Séra (Jlfar Guömunds- son flytur (a.v.d.v.) 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorö Agnes M. Siguröar- dóttir talar 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr), Tón- leikar 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Zeppelin” eftir Tormod Haugen í þýöingu Þóru K. Arnadóttur: Ami Blandon byrjar lesturinn (1). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaöarmál Um- sjónarmaöur: Ottar Geirs- son. Rætt er viö Inga Tryggvason, nýkjörinn for- . mann Stéttarsambands bænda. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfegn- ir 10.30 Islenskir einsöngvarar og ktírar syngja 11.00 Hvemig þaö atvikaöist aö fingurbjörg geröist himnaf aöirinn Knútur R. Magnússon les úr bókinni „Sögur af himnafööur” eftir Rainer Maria Rilke i þýö- ingu Hannesar Péturssonar. 11.15 Morguntónleikar Itzhak Perlman og Konunglega fíl- harmoniusveitin i Lundún- um leika „Carmen-fanta- slu” op. 25 eftir Pablo de Sarasate: Lawrence Foster stj. / Ulrich Koch og út- varpshljómsveitin i Luxem- burg leika „Sonate per Grande Viola” eftir Niccolo Paganini:: Pierre Cao stj. / Nýja Sinfónfuhljómsveitin i Lundúnum leikur „Dans Macabre” op. 40 eftir Cam- illeSaint-Saensog „Mefisto- valsinn” eftir Franz Liszt: Alexander Gibson stj. 12.00 Dagskrá. Tónleik ar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 VeÖur- fregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa — ólafur Þóröarson 15.10 Miödegissagan: ,,Fri- dagur frú Larsen” eftir Mörtu Christeiisen Guörún Ægisdóttir byrjar lestur eigin þýöingar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar Arthur Grumiaux og Clara Haskil leika Fiölusónötu i e-moll (K304) eftir Wolfgang Ama- deusMozart/ Daniel Baren- boim og Enska kemmar- sveitin leika Pianókonsert i D-dúr eftir Ludwig van Beethovei. 17.20 Sagan: „Niu ára og ekki neitt” eftir Judy Blume Bryndís Viglundsdóttir les þýöingu sina (5) 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir Tilkynningar 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórssonn flytur þéttinn 19.40 Um daginn og veginn Þorbjörn Sigurösson flytur þétt eftir Kristrúnu Guö- mundsdóttur i Hléskógum 20.00 Lög unga fólksins Hildur Eiriksdóttir kynnir. 21.30 Utvarpssagan: „Riddar- inn”eftir H.C. Brannerúlf- ur Hjörvar þýöir og les (6) 22.00 André Verchuren leikur iétt lög méö hljómsveit sinni 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins 22.35 Kelduhverfi — viö ysta haf Fjóröi þáttur Þórarins Björnssonar i Austurgaröi um sveitina og sögu hennar. Auk hans koma fram i þætt- inum : Þorgeir Þórarinsson, Grásiöu, Jóhann Gunnars- son, Vikingavatni og átta þátttakendur i visnaþætti. 23.30 Kvöldtónleikar Frans- esco Albanese syngur itölsk lög meö Sinfóniuhljómsveit italska útvarpsins 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp laugardagur 17.00 lþróttaþáttur Umsjónar- maöur: Bjarni Felixson. 18.30 Kreppuárin 3. þáttur. Þetta er siöasti þáttur norska sjónvarpsins i þátta- röö norrænu sjónvarps- stöövanna um kjör barna á kreppuárunum. Alls eru þættirnir 12. Næstu þrjá laugardaga veröa þættimir frá sænska sjónvarpinu. 19.00 Enska knattspyrnan Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirog veöur 20.35 Lööur 21.00 Elvis Presley Skemmti- þáttur meö rokkkóngnum sáluga 21.45 Uti er ævintýri (Happy F.nding) Bandarisk bití- mynd frá 1969. Leikstjóri: Richard Brooks. AÖalhlut- verk: Jean Simmons, Shirley Jones og John For- sythe. Myndin segir sögu konu, sem hefur veriö gift i sextán ár. Þýöandi: Jón O. Edwald. 23.35 Dagskrárlok. sunnudagur 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Arni Bergur Sigur- björnsson, sóknarprestur I Asprestakalli, flytur hug- vekjuna. 18.10 Barbapabbi 18.45 Fljótasta dýr jaröar Blettatígur er frægur fyrir aö fara hratt yfir. Engin skepna á fjórum fótum á jöröinni kemst hraöar. Þessi mynd er um blettatlg- ursfjölskyldu. ÞýÖandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 19.15 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Snorri Sturluson Islensk sjtínvarpskvikmynd unnin i samvinnu viö danska og norska sjónvarpiö. Fyrri hluti. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Handrit: Dr. Jónas Kristjánsson l sam- vinnu viö Þráinn Bertels- son. Þulur: Dr. Kristján Eldjárn. Tónlist: Karl J. Sighvatsson. 22.10 Ræflarokk Þáttur frá Belfast meö nokkrum ræfla- rokkhljómsveitum. Myndin hefur unniö til verölauna. I henni er lýst andrúmsloft- inu I kringum þær hljóm- sveitir, sem leika i mynd- inni. ÞýÖandi: Kristmann Eiösson. 23.00 Dagskrárlok mánudagur 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttír og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Filippus og sætabrauös- kötturinn Finnsk leikbrúöu- mynd um Filippus, sem býr úti I sveit. Mamma hans vinnur ibænum, en pabbinn er rithöfundur og situr viö ritvélina allan daginn. Alls eru þættirnir fjórir. I fyrsta þætti veröa Filippus og sætabrauöskötturinn vinir. Þýöandi: Trausti Júli'usson. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö) 20.40 tþróttir.Umsjón: Bjarni Felixson. 21.10 Flatbrjtísta Breskt sjón- varpsleikrit. Leikstjóri: Michael Ferguson. Aöal- hlutverk: Alyson Spiro og Chris Barrington. Ung og falleg kona, sem hefur lifaö tilbrey tingarlitlu Ilfi, ákveöur aö fara aö heiman. Hún kemur til borgarinnar I leit aö vinnu — og ævintýr- um. ÞýÖandi: Kristrún ÞórÖardóttir. 22.00 Orkuráöstefna Samein- uöu þjtíöanna/Afmæli Berlinar múrsins Tvær breskar fréttamyndir, I. 22.25 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.