Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 5
Helgin 19.— 20. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Rauðsokkahreyfingin fer á kreik Námskeið um kvennabaráttu r Rauðsokkahreyfingin er nú að hefjavetrarstarf eftii- sumardvala, sem þó var ekki neinn fasta- svefn. 1 vetur veröur bryddaö upp á nýung. Efnt verður til námskeiðs tvö kvöld i viku og stendur það frá 8. okt. til 19. des., en það kvöld sem er laugardagskvöld verður hitaö jólaglögg, sungið og leikið af hjartans list, vonandi eftir vel lukkað nám og starf. Námskeiðiö veröur þannig upp byggt að fyrra kvöldið verður fundað i 8—10 manna hópum, siðara kvöldið kemur gestur og flytur fyrirlestur. Eins og gefur aö skilja er um mikið og stórt efni að ræða og verður þvi að reyna að feta hinn gullna meðalveg. A fyrsta fundi veröur fjallaö um félagsstörf, tjáningu, fpndarsköp, og Helga Sigurjónsdóttir kennari flytur fyrirlestur þar sem hún ræðir m.a. um reynslu kvenna af félagsmálum. Annar fundur verður um sögu kvenréttindabar- áttunnar, Vilborg Sigurðardóttir kennari flytur erindi og laugar- daginn 24. okt. (sex ár frá kvennaverkfallinu) kemur Anna Sigurðardóttir úr Kvennasögu- safninu og fjallar um formleg réttindi kvenna frá þvi að sögur hófust hér á landi. Þriðji fundur tekur fyrir nýju kvennahreyfing- una og veröur Kristin Astgeirs- dóttir blaðamaður með innlegg um það efni. Fjórði fundur er um hlutverk kynjanna og innrætingu, þar verða þau Sigurbjörg Aðal- steinsdóttir og Stefán ólafsson bæði félagsfræðingar, með töiur um innrætingu og skólagöngu annars vegar og karlhlutverkið hins vegar. Afimmta fundier það Fjölskyldan og hlutverk hennar sem rætt verður og þar kemur til skjalanna Sólrún Gisladóttir sagnfræðinemi. Fjölskyldupólitik er næst á dagskrá og þar verður Hjördis Hjartardóttir félagsráö- gjafi með framsögu. Uppruni kvennakúgunar kemur næst og um það fjallar Sigriöur DUna Kristmundsdóttir mannfræöing- ur. Konur og verkalýðsmál eru á áttunda fundi, um þaö ræðir Svava Guömundsdóttir sagn- fræðinemi og fenginn verður gestur úr verkalýðshreyfingunni. A niunda fundi veröur rætt um kvennabókmenntir og verður Helga Kress lektor meö erindi um það efni. A tiunda fundi kemur röbin að spurningum eins og hvers konar kvennabarátta, hvers virði er hreyfing eins og Rauðsokkahreyfingin, og hvað er hægt að gera kvennabaráttunni til framdráttar? Miðstöð Rsh. verður með innlegg um þau mál. Loks kemur svo að jólaglögginu, með rúsinum, möndlum og öllu tilheyrandi. Innritun fer fram i Sokkholti, Skólavöröustíg 12, virka daga kl. 17 — 18:30, námskeiösgjald er 200 kr. s. er 287 98. Morgunkaffið á laugardagsmorgnum fer einnig fljótlega af stað og má búast við ýmsu forvitnilegu þar, m.a. efni sem tengist námskeiöinu, svo sem kvennamenningin margum- rædda. Þá verður ársfjóröungs- fundur Rauðsokkahreyfingar- innar haldinn laugardaginn 26. sept. kl. 13:30. Allt á verðandi mæöur Anorakur Verö kr. 370.- Bolur Verð kr. 61.- Buxur Verð kr. 248.- Buxur Bolur Verð kr. 345.- Verð kr. 53.- Kjóll Verð kr. 390.- Kjóll Verð kr. 485,- Smekkbuxur Verö kr. 351.- Bolur Verð kr. 88.- Kjóli Verð kr. 195.- Velúrdress Verö kr. 698.- Kjóll Verð kr. 365,- Buxur Verö kr. 248.- Mussa Verð kr. 223.- Kjóli Verð kr. 325,- Vesti Verð kr. 158.- Buxur Verð kr. 150.- Sett Verð kr. 440.- , Draumurinn Kirkjuhvoli— Sími 22873 ATH! _ Breyttur opnunartími Virka daga kl. 12-18 '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.