Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 28
DJOÐMMN Helgin 19.— 20. september 1981 nafn vikunnar Hörður Vilhjálmsson Fréttastofa útvarpsins er enn i sviðsljósinu. Frétta- menn eru ásakaðir um óvönduð vinnubrögð og allt þaðan af verra. Fæstir skilja i raun um hvað þessar ásak- anirsnúast, enda málefnaieg umræða ekki aðall þessa máls, heldur pólitiskt varð- hundaþras. Hörður Vilhjálmsson sett- ur útvarpsstjóri er nafn vik- unnar að þessu sinni. Hann var spurður hvaö hann héldi að byggi að baki þessum árásum og ásökunum á fréttastofu og einstaka fréttamenn útvarpsins. ,,Ég veit ekki hvað hér byr að baki, og vil ekki fara aö rægja einn né neinn. Þetta gæti kannski verið þref — og þrætugimi tslendinga. Hvað finnst þér sem sett- um yfirmanni útvarps um þessar umræöur? ,,Ég held að best væri aö þær féllu niður, og er þvi sjálfur kominn Ut á hálan is, að vera að svara þessum spurningum. A fundi útvarpsráðs, þar sem þessi mál voru tekin til umræðu eftir að ásakanir voru komnar fram, lagði ég mig i líma við að Utskýra málið. Ég haföi öll gögn og yfirlýsingar við höndina til þess að hreinsa fréttadeild- ina af þessum áburði. Hins vegar varð mér ljöst fljótlega á þeim fundi, að þessi deila yrði ekki leyst þar.” Hver var ástæðan fyrir því? „Kannski það fyrsta sem égnefndi, þrefgirnin. Annars er þetta vandmeðferið mál og ég vil ekki gefa mönnum upp hvatir né hugsanir.” Finnst þér málsmeöferö útvarpsráðs i þessu deilu- máli vera óeölileg? ,,Ná, ég get ekki sagt það. Máíliö kom fyrst upp í jUIi, þegar óskað var eftir þvi við útvarpsstjóra aö hann gerði athugasemd um að lekiö hefðu út ummæli viö frétta- mann. Það mál var kannað þá strax og lagt fyrir útvarpsráð og afgreitt þar. Sfðan gýs þetta mál upp aftur þegar maður hélt að það væri Ur sögunni.” Berð þú fullt traust til fréttadeildarinnar og starfs- manna hennar? ,,Já, ég tók þátt i þeirri samþykkt framkvæmda- stjórnarþar sem lýsterfullu trausti á fréttamenn stofn- unarinnar.’ AhaUImi Þjóðvíljans er S1333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsinsIþessum slmum: Ritstjórn81382,81482og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná 1 af- greiðslu blaðsins I slma 81663. Blaðaprent hefur sfma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsímí 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þriggja sumra nám Er blaðamaöur Þjóð- viljans fór i Hvannhólma 2 í Kópavogi til að kanna skemmdir, er menn frá Rafmangsveitu Reykja- víkur ollu á forláta vel- hlöðnum grjótgarði þar, hitti hann þar fyrir Sigur- þór Skæringsson vegg- hleðslumann. Hann hafði þá nýlokið lagfæringum á veggnum, sem hann hafði sjálf ur hlaðið fyrir þrem- ur árum. Veggurinn er 60 metra langur og 60 - 70 sm breiður og hlóð Sigurþór hann ásamt aðstoðar- manni á aðeins 15 dögum. Handbragðið á hleðslunni er með þeim hætti, að augljóst er, að ekki munu allir leika eftir. Því lang- aði blaðamann til að fræðast nokkuð um vinnubrögð þau, sem þarna lágu að baki. — Hvar lærðiröu að hlaða svona veggi? „Ég er fæddur og uppalinn aö Rauðafelli undir Eyjafjöllum og læröi þessi handtök strax þegar ég var barn. Faðir minn og bróðir voru miklir snillingar i vegghleöslu og ég fór ungur að hjálpa til. Þannig lærðist þetta nokkuð af sjálfu sér. Siðan bjó ég f tuttugu ár á Rauðafelli og tók þá við af þeim gömlu. Hafði þetta alltaf meö búskapnum. Þarna voru öll fénaöarhús hlaö- in úr grjóti og alltaf þurfti eitt- hvað aö halda þeim við. Núna er flest fallið, þó standa enn nokk- ur fjárhús. Þegar ég hætti búskap hélt ég mig lausan úr grjótinu, enda islenski fáninn, aldamótavarða og Sigurþór Skæringsson i garð- inum iHvannhólma 2. Ljósm.—eik. fliittur til Þorlákshafnar. En eftir aö ég hlóö upp kirkjugarð- inn að Hjalla hef ég verið að gera við gamla veggi fyrir Þióð- minjasafnið. Ég hef verið að lagfæra húsin i Skaftafelli og lýk þvi næsta sumar. Þá ætla ég að hætta. Einnig hef ég gert við húsin á Keldum á Rangárvöllum, en þau eru 13 alls. Þá hef ég fariö víðar til minni háttar viðgeröa, geröi meöal annars upp verbúð i Vatnsfirði við Isafjarðardjúp. Það var hátt hús, veggirnir meir en I seilingshæð, og loft uppi yfir.” — Ekki geturðu notað hvaða grjót sem er i svona veggi? „Jú, ef það er viöráðanlegt. Stærstu steinana setur maöur neðst. Veggjaþykktin ræðst nokkuðaf stærð þeirra. Eftir þvi sem ofar dregui' notar maði r minni steina og það smæsta efst. Sumt er náttúrulega óbrúkanlegt og þvi hendir mað- ur frá, en annars má höggva það til, þannig að það falli i hleðsluna. — Er veggurinn þá allur úr grjóti? „Veggurinn er í rauninni tvö- faldur.Bilið sem myndast á milli er fylit upp með möl. Mold má alls ekki nota, annars sprengir frostið vegginn.” — Nú hefur maður séö viða Norðanlands gamlar vegg- hleðslur úr torfi. Hvers vegna voru einungis hlaðnir grjót- veggir þarna fyrir austan? „Ætli veðurfarið hafi ekki valdið þvi. Ég hef ekki vanist þvi að hlaða torfveggi, finnst það leiðinlegt, þvi þeir grotna. Ef menn geta ekki hlaðiö úr grjóti, þá geta þeir ekki hlaðið úr torfi. Norðanlands er þurr- viörasamara, þess vegna geta þeir notaö torf. Fólk I minni sveit lagöi mikiö á sig til að ná i grjót, sótti þaö langar leiðir fram að sjó. Það tók grjótiö langt fram yfir torf.” — Láku ekki hús, sem byggð voru úr grjóti? „Nei, ekki ef vel var frá þeim gengið. Veggirnir voru hlaðnir þannig að það var flái á þeim upp að miðju og siðan breikkuðu þeir aftur. Það var svona 10 -15 cm hvilft i þá. Þannig stóðu þeir mikið lengi. Þetta var bráð- nauðsynlegt.þar sem grjóthella var notuð i þakið. Grjóthellurn- ar voru settar á tré og slöan þunnt moldarlag ofan á þær og tyrft yfir. Vatn mátti náttúru- lega ekki komast I veggina, þvi þá gátu þeir sprungið. Þökin gátu þó lekið, ef hellurnar tóku að skriða. Þökin á Keldum eru öll með hellum, meira að segja skálinn lika. — Nú er I landinu mikil trú á steinsteypu. Heldurðu að hún endist á við grjóthleðslurnar? „Austur undir Eyjafjöllum er 40 ára gömul rétt úr stein- steypu. Hún er gjörónýt. Skeið- arárétt varö hins vegar 100 ára á höfuðdag og hefur alltaf verið i notkun. Þó var hún úr vondu efni. Grjótveggi þarf þó að hressa upp af og til. Þaö tók mig sjö mánuði aö gera við Skeiöar- árrétt. Þar eru veggirnir einn metri á þykkt og ná kollhæö. — Heldurðu ekki, að þessi kunnátta að hlaða fallegan og endingargóðan grjótvegg týnist með þjóöinni? „Ég er ekki svo hræddur um að þetta dæi út, ef einhver vildi læra þetta. Ég kenndi syni min- um þetta, hann er mikill snill- ingur að hlaöa, en hann þolir ekki vinnuna. Þessi handbrögð lærast á svona þremur sumrum. Þessu er ekki sinnt. Þess vegna kann þetta aö glatast.” Meö þá von að svo færi ekki, kvaddi blaöamaöur þennan ein- stæða listamann. Er hann gekk á braut var ekki að sjá, að hann hefði löngum glimt við grjót um dagana. — Svkr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.