Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 21
Minning Jón Bjömsson gullsmiður Fæddur 6. júní 1918 — Dáinn 8. sept. 1981 Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama, en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr: (Hávamár) Stutt er bilið milli þess, sem vaj og þess, sem er. Þaö bil veröur þó aldrei brúað. Þaö sem var, verður aldrei framar. Slik fullvissa leitar á hugann, þegar biliö stutta birtist á næsta leiti i skilum lifs og dauða, svo óvænt, i vitundinni svo órætt — i senn svo ótrúlega mjótt og óendanlega breitt. Mig setti hljóðan og margt flaug um hugann, er Anna fööur- systir min hringdi til min um miðjan dag þann 8. september og sagöi mér lát Jóns bróður sins. Hann hafði veikzt um nóttina, en útvegaði sér þó sjálfur tima til rannsóknar á Landakotsspitala. Hann baö Árna, mann önnu aö aka sér i sjúkrahúsiöÞangaö fóru þeir um miöjan morgun og Jón gekk þar inn óstuddur meö nauö- synlegustu hluti til sjúkrahúss- dvalar. Eftir stutta rannsókn átti að reyna uppskurð i skyndi, en um hádegisbil var Jón Björnsson allur. Hann gekk teinréttur, ákveðinn og fumlaus mót örlög- um sinum. Það er táknrænt fyrir lif hans og skapgerö. Slik endalok voru honum sæmandi og ég hygg, að hans skapi. Varbúinn er ég að minnast Jóns Björnssonar sem vert væri og ég vildi, svo að kveðjuorð min nú verða i flýti skrifuð og fátækleg. Jón Björnsson var fæddur á Berunesi við Reyöarfjörð 6. júni 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jónina Guölaug Þorsteinsdóttir og Björn Oddsson, útvegsbóndi. Þau fluttust að Berunesi áriö áður en Jón fæddist, en áöur höföu þau búiö um 11 ára skeiö i Hvammi i Fáskrúðsfiröi. Jón ólst upp hjá foreldrum sin- um á mannmörgu heimili á Beru- nesi. Systkinin voru átta, sem upp komust, en tvö létust i æsku. Syst- kinin, sem upp komust eru, talin i aldursröö: Stefán, bóndi á Beru- nesi,enhannlézt 1971, Elinbjörg, húsmóöir, P a t r ek s f i r ö i, Þorsteinn, bóndi á Þernunesi, Oddný, húsmóðir, Reykjavik, Óskar, fyrrv. fulltrúi á Skattstofu Reykjavfkur, Jón gullsmiöur, Kópavogi, sem nú er minnzt, Anna, húsmóöir, Reykjavik og Sigrún, húsmóðir, Reykjavik. Vinnuhjú voru ætiö mörg á Berunesi og auk þess dvöldust þar einatt mörg gamalmenni bæöi skyld og óskyld fjölskyld- unni. Mörgu þessu fólki varö Jón Björnsson mjög handgenginn i æsku og þá sérstaklega Jóni Magnússyni, sem var vinnu- maður á Berunesi i fjölda ára og léztþar 1943. Magnús, faðir Jóns, dvaldist lengi á Berunesi á elliár- um og lézt þar. Jón Björnsson var þeim feögum afar kær, bar enda nafn Jóns Magnússonar. Þeim og öðru heimilisfólki á Berunesi sýndi Jón Björnsson mikla ræktarsemi bæði lifs og liðnu. 1 æsku stundaöi Jón, eins og aðrir unglingar i sveit, öll störf, er til féllu á heimilinu bæði á sjó og landi, en faöir hans stundaöi jöfnum höndum myndarlegan landbúskap og smábátaútveg. Innan við tvitugt hleypti Jón heimdraganum og var þá á vetr- arvertiöum i Vestmannaeyjum, en heima á sumrum og vann þá við bú foreldra sinna og einnig hjá Stefáni, bróöur sinum, sem hóf búskap á Berunesi 1936 ásamt konu sinni, Guðrúnu Magnúsdótt- ur. Um tvitugt varö Jón fyrir- þungu áfalli. Hann fékk berkla i sár á vinstra fæti og nú fóru i hönd mörg sjúkdómsár og lega á sjúkrahúsum. Hann vann bug á sjúkdómnum, en gekk meö staur- fót siöan og æ ofan i æ tóku sig upp veikindi, tengd þessari fötlun. Siðar á ævinni varð hann fyrir öðrum þungum sjúkdómsáföll- um, en aldrei bugaöist hans sterki lifsvilji. Arið 1941 hóf Jón nám I gullsmiði hjá Leifi Kaldal, gullsmiöameistara á gullsmiöa- vinnustofu Arna B. Björnssonar i Reykjavik. Námiö stóö i fjögur ár og sveinsprófi lauk han 1946, en vann áfram i fyrirtækinu til ársins 1947. Bóklega hluta iön- námsins stundaði hann i Iðnskól- anum i Reykjavik, sem þá var kvöldskóli. Þvi námi lauk hann á tveim vetrum. Jón var mjög listfengur gullsmiöur og teiknari, og bera smiöisgripir hans þvi listfengi gott vitni bæöi að hugmyndaauögi og handbragði. Hann tók lika eitt hið hæsta sveinspróf, sem tekið hefir verið i gullsmiöi. Ariö 1947 var merkisár i lifi Jóns. Þá kom hann á fót eigin gullsmiðavinnustofu i Reykjavik og það ár kvæntist hann ágætri konu, Margréti Baldvinsdóttur frá Hjalteyri. Hún vann með hon- um á vinnustofunni, þangaö til fyrir fáum árum, en þau skildu 1979. Meistarabréf i gullsmiöi fékk Jón 25. júni 1949. Jón starfrækti gullsmiöavinnu- stofu sina i Reykjavik i sex ár, en 1953 flutti hann i Kópavog, þar sem þau hjónin höföu byggt sér hús aö Hlíöarhvammi 13. Þar bjó Jón alla tið siöan og starfrækti vinnustofuna þar einnig. Lengi vel vann Jón muni jöfn- um höndum úr gulli og silfri, en siöustu 15 árin eöa svo vann hann eingöngu úr silfri, og er þaö nær allt viravírki. Hann vann ætið alla sina muni I höndunum og við engan grip var skiliö, fyrr en svo vel var gert, aö ekki var unnt um aö bæta. Hann seldi mesta alla vinnu sina I Rammageröina i Hafnarstræti, en hún seldi bæöi Islendingum og erlendum feröa- mönnum. Jón seldi einnig einstaklingum á vinnustofu sinni, og átti hann marga fasta viöskiptavini, útlenda sem inn- lenda. Sonur Jóns og Margrétar er Flosi Jónsson, gullsmiður á Akur- eyri. Kona hans er Halldóra Kristjánsdóttir og eiga þau tvo syni, Friðrik Frey og Hrólf Jón. Jón átti sér mörg áhugamál, sem spönnuöu hin ýmsu sviö. Þeim reyndi hann að sinna eftir þvi sem vinnan og heilsa leyfðu og öölaðist meö þvi sanna lifsfy 11- ingu og lifsnautn. 011 sú rækt, er hann lagði viö hugðarefni sin, beindist að þvi aö ná á þeim betri tökum og fræöast um allt, er þeim viðkom, svo aö hann fengi sem bezt notið þeirra. Hann var mikill náttúruunn- andi og aflaði sér staögóörar þekkingar i grasafræði jarðfræði og steinafræði. Þau Margrét ræktuðu stóran trjá- og blóma- garö við hús sitt, og er hann með fegurstu görðum i Kópavogi. Steinasafn áfti Jón meö ótöldum dýrgripum, og hann sagaöi og slipaöi steina og notaöi ii skart- gripi. Hann átti geysimikiö safn ljósmynda hvaöanæva aö af land- inu og frá ýmsum heimshornum, p en hann feröaðist mikið bæöi inn- anlands og utan. Hann feröaöist á seinni árum til Vesturheims, Sovétrikjanna, Kina, hinna Noröurlandanna og margra annarra Evrópulanda. Siöustu utanferð sina fór hann i sumar til Ungverjalands. Hann kom heim úr hverri för fróöari um land og • lýð. Til þess aö geta notið betur ferðalaga til annarra landa, fræözt og komizt i beint samband viö ibúana, lagöi hann stund á málanám og var oröinn vel heima I sænsku, ensku og spænsku. Jón var vel hagmæltur, en hélt þvi litt á lofti fyrr en helzt á sein- ustu árum. Hann haföi gott vald á islensku máli og orti fyrst og fremst i heföbundnu formi fer- skeytlunnar, en haföi einnig yndi af aö fást við dýrari bragarhætti og rimþrautir. Ekki hefir birzt mikiö af visum hans, en nokkuö þó i blööum og einnig i fyrsta bindi visna- og ljóöasafnsins I fjórum linum, sem Setberg gaf út á siöasta ári. Allmikið liggur eftir hann i handriti af ljóöum og lausavisum. Honum var eölislægt aö vilja sjá og reyna eitthvaö nýtt. Sem dæmi um þaö má nefna, aö á siöustu misserum gerðist hann' þátttakandi i tveim islenzkum kvikmyndum. Hann kom fram i Paradísarheimt og i sumar lék hann lítiö hlutverk i Útlaganum, kvikmyndinni um Gisla sögu Súrssonar. Jón var maöur félagshyggju, samvinnu og samhjálpar og ein- lægur sósialisti að lifsskoðun. Þeir sem hjálpar þörfnuðust, áttu hug hans og ætið átti hann sam- stöðu með þeim, sem róttækastir voru. Skoöanir hans voru fast- mótaðar, vigðar i kreppunni miklu og hertar i baráttuskóla lifsins. En hann var einnig maður gleðinnar og kunni sannarlega I einlægni að gleðjast á góöri stund. 1 Hliöarhvamm 13 var ætið gott aö koma. Húsráðendur áttu stórt og hlýtt hjarta. Þar var gefið af góðum hug. Ég og mitt fólk á þar mikið aö þakka. Og nú skulu Nonna frænda færöar siðustu þakkir. Minningarathöfn um Jón fór fram i Kópavogskirkju 17. september að viðstöddum fjölda ættingja og vina, en .i dag, laugar- daginn 19. september, fer útför hans fram á Hafranesi viö Reyöarfjörö. „Römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til.” Kópavogur var honum kær, og þar haföi hann fest djúpar rætur, en hann kaus þó að hvila I litla grafreitnum á Hafranesi, þar sem fyrir eru bróöir hans og gamla fólkið frá æskuárunum á Berunesi. Hann er kominn heim i sveitina sina aftur, heim á ströndina viö hinn fagra Reyðarfjörð. Megi hvildin þar veröa honum vær og góð og sæng sveitarinnar létt sem dúnn. Neytendasamtökin Neytendasamtökin eru eini óháöi aöilinn, sem Pósthólf 1096 gæti staöið vörð um hagsmuni neytenda 121 Reykjavik almennt. i samfélagi neyslu og auglýsingaf lóös skortir einstaklinginn oft hlutlausar upplýsingar og aöstoö. Til þess að gegna hlutverki sinu með sóma, þurfa Neytendasamtökin að auka félagafiölda sinn verulega. Ef þú vilt taka þátt I því aö efla Neytendasamtökin, útfyllir þú þennan seðil og sendir Neytendasamtökunum. Þannig kemst þú á félagaskrá og færð sent Neytendablaðið ásamt gíróseðli f yrir félagsgjaldi, sem nú er 80 krónur. Undirritaður vill gerast félagi í Neytendasamtökunum. Nafn ............................................ Nafnnr. Heimili .......................................... Póstnr........ Sveitarfélag ............................... Helgin 19,— 20. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Hvað er kvennabarátta? Efþig langar til að vita það, þá gefst nú tœkifæri Rauðsokkahreyfinqin efnir til námskeiðs um kvennabaráttu tvö kvöld í viku f rá 8. okt,—19. des. Lesefni verður lagtfyrir, starfað í hópum og fyrirlestrar fluttir. 0. KYNNINGARFUNDUR, 8. okt.. 1. FÉLAGSSTÖRF, tjáning og reynsla kvenna af félagsstörf um. Fyrirl.: Helga Sigurjónsdótfir, 12. okt. 2. SAGA KVENRÉTTINDABARATTUNNAR Fyrirl.: Vilborg Sigurðardóttir, 22. okt. Anna Sigurðardóttir, 24. okt. 3. NÝJA KVENNAHREYFINGIN Fyrirl.: Kristín Ástgeirsdóttir, 29. nóv. 4. HLUTVERK KYNJANNA— INNRÆTING Fyrirl.: Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir og Stef án ölaf sson, 5. nóv. 5. FJÖLSKYLDAN OG HLUTVERK HENNAR Fyrirl.: Sólrún Gisladóttir, 12. nóv. 6. FJÖLSKYLDUPÓLITIK Fyrirl.: Hjördís Hjartardóttir, 19. nóv. 7. UPPRUNI KVENNAKÚGUNAR Fyrirl.: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 26. nóv. 8. KONUROG VERKALÝÐSMAL Fyrirl.: Svava Guðmundsdóttir og gesturúr verkal.hr., 3.des. 9. KVENNABÓKMENNTIR Fyrirl.: Helga Kress, 10. des. 10. HVERS KONAR KVENNABARÁTTA? Innlegg frá miðstöð Rauðsokkahr., 14. des. 11. JÓLAGLÖGG, 19. des. Innritun fer fram í Sokkholti, Skólavörðustíg 12. sími: 28798 virka daga kl. 17—18.30. — Gjald kr. 200.- RAUÐSOKKAHREYFINGIN. INNRITUN fer fram i MIÐBÆJARSKÓLA mánud. 21. sept. kl. 18—21. KENNSLUGREINAR: islenska Islenska fyrir útlendinga, 420.- . Danska Enska Norska Sænska Þýska Franska ítalska Spænska kennslugjald kr. Latína Rússneska Færeyska Finnska Reykningur Vélritun Bókfærsla Leikf imi Kennslugjald í fyrrgreinda flokka er kr. 315.- nema ísl. f. útl. Bótasaumur, kennslugjald kr. 315.- Myndvefnaður, kennslugjald kr. 420.- Hnýtingar, kennslugjald kr. 230.- Teikning og akrýlmálun, kennslugjald kr. 420.- Sníðar og saumar, kennslugjald kr. 620.- Barnafatasaumur, kennslugjald kr. 620.- Postulínsmálun, kennslugjald kr. 620.- Hjálp í viðlögum, kennslugjald kr. 160.- Formskrift, kennslugjald kr. 315.- NÝJAR GREINAR VETURINN 1981—1982 Frímerkjasöfnun, kennslugjald kr. 315.- Batík, kennslugjald kr. 420.- Listprjón, kennslugjald kr. 420.- Tölvukynning, kennslugjald kr. 620.- KENNSLUGJALD greiðist við innritun. ATH. Innritun í Laugalæk, Árbæ og Breiðholt auglýst 23. september í öllum dagblöðum. Námsflokkar Reykjavíkur Birgir Stefánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.