Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.— 20. september 1981 Oskars, drengsins sem neitar að verða fulloröinn og hafnar þátttöku i snarruglaðri samtið, en fylgist með öllu sem gerist, lemur blikktrommuna sina og brýtur gler meö raddstyrk sin- um einum saman. Þrátt fyrir táknmálið verður myndin aldrei torskilin. Hún er grimm og ægi- fögur og sýnir okkur fáránleika timabilsins á mjög sannfærandi hátt. Umhverfið sem hún gerist i er smáborgaralegt, og betri lýsing á þeim andlegu þrengsl- um sem sliku umhverfi fylgja er áreiðanlega vandfundin. Angela Winkler leikur möður Oskars, en hana hljóta margir að kannast við úr mynd Schlön- dorffs um glataða æru Katrinar Blum, sem sýnd var i Háskóla- biói fyrir nokkrum árum. Mann hennar, Aldred Matzerath, leik- ur Mario Adorf, en pólski leik- arinn Daniel Olbrychski leikur elshuga hennar. Fleiri myndir I fyrsta „prógrammi” Fjala- kattarins eru, auk Blikk- trommunnar, tvær indverskar hTihmyndir David Bennent er á réttum stað I hlutverki Oskars, drengsins sem neitar að verða fullorðinn. Nú er haustið svo sann- arlega gengið í garð, og ætti því brúnin að lyftast á kvikmyndaunnendum. F jalakötturinn hefur vetrarstarfsemi sína ein- mitt í dag, sunnudag. Einsog skýrt hefur verið frá hér í blaðinu áður verður starfsemi klúbbs- ins með talsvert öðrum hætti í vetur en áður hef- ur tíðkast. Nýja fyrir- komulagið virðist, svona við f yrstu sýn a.m.k. vera mun sveigjanlegra en það gamla. Nú þarf maður ekki lengur að kaupa sér kort fyrir allan veturinn, strax um haustið, heldur er hægt að kaupa sig inn á ákveðin ,,prógrömm", en vetrardagskránni er skipt í 8 prógrömm, sem hvert um sig stendur í 9 daga og innifelur 5—6 myndir. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Blikktromman í Fjalakettinum Strandferð Matzerath-fjölskyldunnar: Oskar og faðir hans fylgjast með frú Matzerath og elskhuga hennar. Leikstjórinn Volker Schlöndorff <tv.) og rithöfundurinn Gunter Grass unnu saman að handritsgerðinni. Ýmis önnur nýmæli eru á dagskrá hjá þeim Fjalakettling- um i vetur, og má fræöast um þau af veggspjöldum, sem væntanlega hafa veriö hengd upp allsstaðar þar sem áhuga- samir kvikmyndaunnendur eru liklegir til að berja þau augum. Einsog i fyrra er byrjað á þvi að slengja út stóru trompi. 1 fyrra var þaö „1900” eftir Bertolucci, nú er það hvorki meira né minna en „Blikk- tromman” hans Volkers Schlöndorffs. Hún verður sýnd 20., 24. og 27. september og það er best að byrja á þvi að hvetja alla sem vettlingi geta valdiö til aö sjá hana. Hér er um að ræða frábæra kvikmynd, að margra dómi eina þá albestu sem komið hefur frá Þýskalandi á undan- förnum árum. Erfitt verkefni Skáldsagan Blikktromman (Die Blechtrommel) eftir Gíint- er Grass kom fyrst út árið 1958 og olli umtalsveröu fjaörafoki I Þýskalandi. Höfundur hennar var þegar I stað úthrópaður sem níðingur og sviðingur, ekkert var honum heilagt og bókin var talin léleg landkynning og hneyksli. En Adenauer-timinri er löngu liðinn, og þaö sem hneykslaði fólk þá hneykslar engan á þessum siðustu og verstu. Blikktromman er löngu komin á virðulegan stað i öllum viröulegum bókaskápum og höfundur hennar er virtur og viðurkenndur sem einn fremsti rithöfundur V-Þýskalands. Lengi vel héldu menn þvi fram að útilokaö væri aö gera kvikmynd eftir Blikktromm- unni. Kom þar margt til. Sagan er mjög löng (736 siður á frum- málinu), málfar hennar og still ermargslungiðog flókiö svo lfkt hefur verið við barokk-stfl, og siðast en ekki sist er aðalsögu- hetjan drengur sem ákveöur að hætta að vaxa þegar hann er þriggja ára, og stendur viö það. Hann vill ekki veröa fullorðinn. Kvikmyndaframleiðandinn Franz Seítz haföi allt frá árinu 1960 gert itrekaöar tilraunir til að finna leikstjóra sem vildi ráðast i þetta verkefni, og hætti ekki fyrr en hann fann Volker Schlöndorff. Leitin að leikara I aðalhlutverkið var ekki slður erfiö, en svo kom David Benn- ent I leitirnar. Hann var tólf ára og 1.17 m. á hæð, og það er engu likara en hann hafi beinlinis fæöst til að leika Oskar Mat- zerath i Blikktrommunni. Grimm og ægifögur Handritið var samið i nánu samstarfi viö Gönter Grass. Akveöiö var aö láta myndina enda i striðslok, en I bókinni er fjallað um eftirstriðsárin llka. Oskar litli er þvi enn á barns- aldri þegar myndinni lýkur. Þetta var aöallega gert til að þurfa ekki að finna annan leik- ara til að leika Oskar fullorðinn, enda heföi þaö áreiöanlega reynst erfitt. Timinn er semsé styttur, og myndin gerist lika á færri stöð- um en bókin, nánar tiltekið var hún svotil öll látin gerast i Danzig, eða Gdansk einsog borgin heitir núna. Það fæðist Oskar litli og þar eignast hann blikktrommuna sem hann skilur aldrei við sig. Oskar er fyrst og fremst bókmenntaleg persóna, og aö sögn GUnters Grass á hann að tákna „barnaskap heils söguskeiðs” (Infantilismus ein- erganzen Epoche). Söguskeiðið sem um ræðir er þessi frægi uppgangstimi nasismans I Þýskalandi, striðiö og eftir- striösárin, að meðtöldu v-þýska efnahagsundrinu. Bókin er upp- full af táknum, og þrátt fyrir styttingar og takmarkanir i kvikmyndinni hlaut það að veröa eitt helsta vandamáliö, hvernig koma ætti þessum bók- menntalegu táknum yfir á mál kvikmyndarinnar. Að minu viti hefur Volker Schlöndorff tekist þaö frábær- lega. A táknmáli kvikmyndar- innar segir hann okkur sögu myndir, ein áströlsk og ein bresk-bandarisk. Fljótt á litið virðast þessar myndir eiga fátt sameiginlegt enda heitir pró- grammið: Myndir héðan og þaöan. Engu að siður er hér áreiðanlega um áhugaveröar myndir að ræða. Indversku myndirnar heita Bhumikaog Junoonogeru báð- ar eftir Shyam Benegal, sem er einn þekktasti leikstjóri Ind- verja og gerði m.a. myndina Frækornið, sem Fjalakötturinn sýndi fyrir tveimur árum. Jane Austen á Manhattan heitir bresk-bandariska mynd- in, sem var gerð 1980 eftir hand- riti frægrar konu: Ruth Prawer Jhabvala. Leikstjóri er James Ivory. Af eldri myndum þeirra má nefna Thc Europeans, sem Háskólabió sýndi ekki alls fyrir löngu. I þessari mynd segir frá hópi leikhúsfólks, sem er að berjast við að koma á svið leik- riti eftir Jane Austen. Astralska myndin heitir Dirt Cheap, sem útleggst ódýr skit- ur,og er lika gerð 1980. Höfund- ar hennar eru David Hay, Marg Clancy og Ned Lander. Efnið ætti að höfða til okkar Is- lendinga, þvi myndin fjallar um samskipti frumbyggja og verkafólks i Astraliu við fjöl- þjóðleg námufyrirtæki, sem sækjast eftir úrani, demöntum og báxíti. Alverið i Straumsvik fær báxit frá Astraliu. Og við er- um rétt aö byrja að kynnast svindilbraski stóru auöhring- anna, sem aörar þjóðir, þ.á.m. Astralir, kunna ljótar sögur af. Allar þessar myndir getiö þið séö i Fjalakettinum vikuna 20,—27. september. Hver mynd veröur sýnd þrisvar sinnum. Menn byrja á þvi að kaupa sér félagsskirteini, sem kostar 50 krónur og veitir rétt til aö kaupa sig inn á einstök „prógrömm” i allan vetur. Þeir sem ætla aö sjá allt kaupa sér auðvitaö afslátt- arkort á 250 krónur. Verðiö á fyrsta prógrammiö er kr. 30,- Það sakar ekki að geta þess, svona I lokin, að Fjalakötturinn hefur eignast nýja sýningarvél, sem sýnir bæði 16mm og 35mm myndir, og á veggspjaldi klúbbsins er heitið „fullum myndgæðum” i vetur. Sýning- arstaðurinn er óbreyttur: gamla, góöa Tjarnarbió. Og þá er ekki annað eftir en að óska Fjalakettinum góðs vetrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.