Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19,— 20. september 1981 mér er spurn Jóhanna G. Kristjánsdóttir svarar Vilborgu Dagbjartsdóttur: Hvað fannst þér athyglisverðast á uppeldismála- þinginu? Ég þykist vita að það hafi valdið lesendum vonbrigðum, Vilborg.aðþúskulirhverfa svona snögglega frá ástinni og beina til min spurningu um uppeldismála- þing! Þvi orðið sjálft — uppeldi — minnir okkur fremur á skyldur, ábyrgö og kröfur en á hamingju, gleði. unað og nautn eins og ástin, þött þessi hugtök séu vissulega nátengd þvi sem við köllum upp- eldi — en i þvi orði felst svo margt. Það er staðreynd aö hefðir eru lifseigar og umræðan um upp- eldismál kann að gjalda þess að hér hafa kynslóðir vaxiðdr grasi, komist til vits og þroska án mikilla málalenginga um upp- eldið. Það hefur veriö „sjálf- sagður hlutur” — það sem hver og einn hefur fremur hugsað um með sjálfum sér — ekki rætt um við aðra nema þegar i nauðirnar hefur rekið. En nú er öldin önnur og upp- eldið verið skipulagt og sett i kerfi. Ég tel hér skólana með, fræðsluna sem einn þátt uppeldis- ins og þá hljótum við aö verða að skoöa málin i nýju ljósi, jafnvel rjúfa gamalgróðnar hefðir. Upp- eldisstofnanirnar eru sameign okkar: ábyrgð okkar sameigin- leg. Það gildir að vissu leyti hið sama um ástina og hjónabandið annars vegar og um uppeldið og skólana hins vegar, að við ölum i brjósti drauminn um hið full- komna og viljum helst ekki sætta okkur við annað og minna — eða getum það ekki. Þetta kalla sumir óraunsæien vister það svo, að oft er slegið af kröfunum og málamiðlanir gerðar. En eins og góð hjónabönd, þar sem ástin dafnar og þrifst, eru vissulega til, þá eru lika, sem betur fer, til góðir skólar. Þetta eru stað- reyndir sem gera okkur leikinn auðveldari. Þess vegna getum við óhikað stefnt hátt og er ekki lika til mikils að vinna? Já, Vilborg, fyrst þú spurðir mun ég reyna aö svara, þóttsumt af þvi sem mér þótti áhuga- verðast sé þess eðlis að til þess að skýra áhuga minn hefði lengri skýringa veriðþörf en hægter að koma við hér. Mér þótti það t.d. athyglisvert aö boðaö skyldi til þessa uppeldis- málaþings eftir margra ára hlé. En hvers vegna varð þetta hlé, munu einhverjir spyrja. Svarið kemur, lika við mann. Hin ónotalega staðreynd er sú að kennarar sóttu þau ekki! Upp- eldismálaþingiö nií sannar þvi kjark og þor nýstofnaðs skóla- málaráðs Kennarasambands fslands og er ástæða til að binda miklarvonirviðstörf þess ifram- tiöinni. Hin mikla og óvænta þátttaka varð mikið gleði og ánægju efni. Kennarastéttin hefur nú sannað áhuga sinn og við hljótum að vona að hún kveði ekki upp annan dóm yfir sjálfri sér. Umræðuefnið — Skóli fyrir öll börn —- var eins konar úttekt á ákv. þætti hugmyndafræði grunn- skólalaganna, (sem er ekki sænskættuð!), mál sem allt of lit- ill gaumur hefur verið gefinn til þessa — a.m.k. i málefnalegri umræðu. Margt athyglisvert kom fram i erindunum 12 sem flutt voru. Jóhanna Kristjánsdóttir málin skoöuð frá ýmsum Sjónar- hornum og tilraun gerð til að átta sig á stöðunni nú, en eins og flestum mun kunnugt eiga grunn- skólalögin að hafa tekið gildi árið 1984, að 10 árum liðnum frá setn- ingu þeirra. Sióan spurðir þú, hvort komið hafi fram gagnrýni á grunnskóla- lögin og þá kem ég að þvi sem mér þótti ekki sist áhuga- og at- hyglisvert. En þá er nauðsynlegt að byrja á þvi aö greina algjör- lega á milli löggjafarinnar annars vegar og framkvæmdar- hliðarinnar hins vegar. Hvað hinu fyrr nefnda viökemur þá held ég, að ég geti meö góöri samvisku sagt þér, að á þinginu kom engin gagnrýni fram — ekki á lögin sjálf. Mér kom þetta dálitið á óvart þvi áður voru menn bæði meö og á móti þessari lagasetn- ingu. Hvað veldur? Eru engir á móti grunnskóla- lögunum lengur? Ef til vill hafa sumir sætt sig við orðinn hlut ai aörir kunna að hafa sannfærst um ágæti laganna smám saman eftir þvi sem árin hafa liðið. Þaö var jafnvel haft á oröi að löggjöfin væri svo góð að aðra betri væri ekki að finna þótt viða væri leitaö: Við megum þvi lik- lega vel við una, eigum reyndar góðu að venjast þvi fræðslulögin frá 1946 voru ekki siður merkileg löggjöf fyrir marga hluta sakir. Við höfum getað — og getum enn verið stoltaf þvi að hafa sam- einast um löggjöf sem er meira en jafngóö öörum sambærilegum úti í heim i. — Löggjöf sem tryggir rétt og jöfnuð, — er framfara- sinnuð og „róttæk” að mörgu leyti, en löggjöfin er yfirlýstur vilji okkar og stefnumörkun. En fylgir hugur máli? Sættum við okkur við að merkileg löggjöf verði flokkuð undir sýndar- mennsku — góður safngripur lag- anna — sem er stórmál. Mál sem varðar alla. A þinginu kom vissulega fram gagnrýni á ýmsa þætti fram- kvæmdarinnar og ekki að ástæðu- lausu. Nægilegt fé hefur ekki legið á lausu, ekki fremur en endranær. Þjónustustofnanir . . . og spyr Bergþóru Gísladóttur sérkennslufulltrúa: Eru foreldrar áhuga- litlir um uppeldismál? Mér var að berast i hendur litill bæklingur sem nefndtil- nefnd af skólamálaráði K.í: hefur tekið saman. Hann heitir 12 spurningar til full- orðinna um börn og skóla. Lita má á þennan bækling sem áróður fyrir umræðu um skóla og uppeldismál og auknum afskiptum foreldra og annarra af þeim. Mig langar af þessu tilefni að spyrja Bergþóru Gisladóttur sérkennslufulltrúa einnar spurningar: Eru foreldrar áhugalitlir um uppeldismál? skólakerfisins eru i svelti — námsgagnastofnun, skóla- rannsóknardeild, Kennara- háskólinn, sálfræði og ráögjafa- þjónustan svo eitthvað sé nefnt. Og ennfremur hefur aukinni fjár- þörf skólanna vegna nýjunga og breyttra starfshátta, sem gera myndi þeim kleiftaö starfa i anda laganna, heldur ekki verið mætt. En þaö kom fram, að einnig er við annars konar vandamál að etja. Þau eru tengd viðhorfum samfélagsins til skólans — skilningi og þekkingu á hlutverki hans og markmiðum og einnig viðhorfum kennara tilnýrrar eða breyttrar skilgreiningar á kennarastarfinu, hlutverks kennarans og annars konar vinnubragða en þeirra sem hingað til hafa verið algengust. Ég held að mér sé óhætt að full- yröa að fram hafi komiö fullur vilji kennara til að takast á við þann vanda sem siðast var upp talinn og að nauðsynleg endur- menntun verði skipulögð af hálfu Kennaraháskólans til þess að mæta aðkallandi þörf. Og svo er bara að halda áfram að biðja um meira örlæti skól- unum til handa í nútið og framtið! í þeirri trú að fólkifari að þykja dálítið gaman að uppeldis og skólamálum — skynji hvað þetta er áhugavertsvið —slæ ég botn- inn i þessar fátæklegu upplýs- ingar til þin, Vilborg, um það hvað mér þótti áhugaverðast á þinginu um daginn. Og svo vona ég að einhver verði til þess að taka upp „ástarþráðinn” á ný! Bergþóra Gisladóttir ritstjórnargrein Styðjum Pólland Kjartan Með nýju bréfi, sem kynnt var i Varsjá nú í vikunni hafa ráða- menn i' Moskvu krafist þess, að þegar i stað verði stöðvaöur all- ur „andsovéskur áróður” i Pól- landi. Við vitum mætavel að sam- kvæmt orðabók valdhafanna i Moskvu flokkast sérhver gagn- rýni á stjórnkerfi þeirra og valdaeinokun undir „and- sovéskan áróður”.Það er kunn- ara en frá þurfiað segja, að þeir sem sendu þetta nýjasta bréf frá Moskvu til Varsjá vilja fá að tala einir, — þeir vilja geta gagnrýnt aðra, en aðrir mega ekki gagnrýna þá. Þeir þola ekki að heyra óm frá þeim miklu umræöum sem fram hafa farið I Póllandi að undanförnu um leiöir tilað tryggja friösam- lega þróun á átt til lýðræðis. Það eru aumir valdhafar sem ekkert þola í kringum sig, nema iskalda þögn eða falska lof- söngva. Hvaða rétt hafa öldungarnir i Kreml til að skipa Pólverjum að þegja? Engan rétt. — Pólland er full- valda riki, eöa hvað? Hvað segðu menn um það, ef bandarísk stjórnvöld bæru fram þá kröfu við rikisstjórn tslands, að hún stöðvaði þegar i stað all- an „andbandariskan áróður” á tslandi. — Ætli viö segöum ekki, nei takk! Við skulum vona, að hér hafi stundum (máske i Þjóðviljan- um) veriö farið vægari oröum um athafnir bandarískra stjórn- valda, heldur en þau ummæli sem fallið hafa i Póllandi um „vinina” i austri. Rússar hafa hins vegar ekkert meiri rétt til aö skipa Pólverj- um að tala velum sóvéska vald- hafa, heldur en t.d. Bandarikja- menn eða Kinverjar að senda álika tilskipanir hingað til okk- ar, — gætum að þvi. Það er lýðræðisþróunin i Pól- landi, sem nátttröllin i Kreml óttast. Þeir óttast fordæmið fyr- ir sina eigin þegna, og þegna annarra ríkja I Austur-Evrópu. Þess vegna æpa þeir á þögn i Póllandi. Um langa hrið hefur hinn sovéski hrammur hvilt með of- urþunga á herðum fólks I Aust- ur-Evrópu. I skjóli hers og lög- reglu hefur verið byggður upp sá múr sem ætlað var að tryggja algera valdaeinokun ráöandi afla i bráð og lengd. Það hefur ekki veriö auövelt að koma auga á möguleika til jákvæðrar þróunar i lýðræðisátt frá þessu einokunarkerfi. Hvað geta menn gert þegar þeim er bannað að tala eða skrifa annað en það sem vald- höfunum þóknast, en sviptir persónulegu frelsi sinu ella? Hvað geta menn gert, þegar lögreglan vakir viðhvers manns dyr og sérhver tilraun til sam- takamyndunar i andstöðu við stjórnvöld er talin jafngilda landráðum? Slikum spurningum er erfitt að svara, en þeim hefur verið svarað I mannkynssögunni, — ekki þó í eitt skipti fyrir öll, en með lýsandi dæmum um mann- legt þrek og þrótt til baráttu við hinar örðugustu kringumstæð- ur. Pólverjar eru nú að brjóta nýtt blað, ekki aöeins i sinni eig- in sögu, heldur mannkynssög- unni, sögu okkar allra. Þeir hafa nú þegar gert þaö, sem flestir töldu fyrir rösku ári siðan að væri ómögulegt. Þeirhafanú þegar brotið stór skörö i múra valdaeinokunar hins sovéska kerfis. Samstaða, Solidarnosc, hin óháðu verkalýðsfélög hafa skipulagt i einni fylkingu tiu miljónir manna. Það bann sem áður rikti viö myndun samtaka ogmiðlun upplýsingahefur ver- ið brotið á bak aftur nú þegar, — ekki með valdi, en með órofa samstöðu miljóna manna. f Pól- landi hefur valdaeinokunin nú þegar verið rofin með eftir- minnilegum hætti. Ljós hafa verið kveikt. Krafa Kremlverja er .sú að þau verði slökkt á ný. Þeir vita jafnvel og allir aðrir að lýðræðisþróuninni í Póllandi verður ekki snúið viö nema með valdbeitingu. Þeir hika samt við að senda sinn eigin her inn i landið vegna þess að jafnvel fyrir Sovétrikin eru hernaöar- átök i hjarta Evrópu ekki það æskilegasta. Þeir vita lika sem er, að Pólverjar eru flestum Ólafsson skrifar: öðrum óliklegri tilaö gefast upp fyrr en I fulla hnefana. Þess vegna heimta þeir að pólska ríkisist jórnin vinni ódæð- isverkið fyrir þá, uppræti lýð- ræöisþróunina og banni „and- sovéskan áróður”. Það verður þó að teljast i hæsta máta vafasamt að öld- ungaráöið I Kreml geti lengur treyst á pólska herinn til ofbeld- isverka gegn eigin þjóð. Og sitt- hvað bendir til þess aö innan valdaflokksins i Póllandi megi, eins og i Tékkóslóvakiu fyrir þrettán árum, finna ýmsa menn, sem á úrslitastund væru reiöubúnir að bjóða sovésku of- beldi byrginn. Úr þessu öllu mun reynslan ein skera. Forystumenn Sam- stöðu, Solidarnosc, hafa allt til , þessa sýnt hvort tveggja i senn frábær hyggindi og þann æðru- lausa hetjuskap sem stækkar manninn i hverri raun. Meöan hvorugt brestur, hygg- indin eða hetjulundina, þá mun sigurganga Pólverja fyrir nýj- um áfanga i mannkynssögunni ekki verða brotin á bak aftur með auöveldum hætti. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.