Þjóðviljinn - 10.10.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.— 11. október 1981 st jórnmál á sunnudegi Lúðvík Jósepsson skrifar Nýju kj arasamningarnir og afstaða stj órnmálaflokkanna Nýir kjarasamningar standa fyrir dyrum. Samningaviðræður eru þegar hafnar við bankamenn. Viöræður við Alþýðusambandsfélögin munu hefjast inn- an skamms og um áramót renna út samningar opin- berra starfsmanna. Umræðan um nýja launasamninga er þegar hafin i blöðum. Mest ber þar á yfirspenntum áhuga and- stæðinga rikisstjórnarinnar. Það er vissulega þýðingar- mikið, við upphaf nýrrar samningagerðar, aö launafólk átti sig sem best á stöðunni i kjaramálum. 1 þeim efnum skiptir miklu máli að kunna að skilja á milli þeirra, sem i reynd vilja mæta sanngjörnum launa- og kjarakröfum og hinna, sem standa i andstæöingafylkingunni, þó að þeir gali fagurlega viðsérstakar aðstæður. Hver er afstaða stjórnmála- flokkanna nú og hver er reynslan af verkum þeirra? Nú eru forystumenn Sjálfstæöisflokksins hneykslaðir á linlegri framgöngu „verkalýðsforystunnar” II málefnum launafólks. Nú eru Guðmundur J. Guðmundsson og Eövarð Sig- urðsson sakaðir af Morgunblaðinu og Visi, um svik viö verkalýðinn og fyrir of litla kröfugerð. Nú keppast Morgunblaöið og Visir við að birta rosa- fréttir um að kaupmáttur launa hafi rýrnað um 25—30% á sl. þremur árum. bannig er tónninn á þeim bæ núna við upphaf nýrra samningaviðræðna. En hver var afstaða Morgunblaðsins og Visis og for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins á meðan þeir aðilar réðu hér málum? Á árunum 1975—1977 lækkaði rikisstjórn Geirs Hallgrimssonr kaupmátt launa með lögum um 25—30%. A árinu 1978 setti sama rikisstjórn lög i febrúarmánuði um að greiddar yrðu aðeins hálfar visitölubætur á nær allt kaupgjald. Og hafa ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins i Vinnuveitendasambandinu staðiö eins og veggur gegn sanngjörnum kröfum um hækkun lægstu launa? Og varekki meginboðskapur leiftursóknarinnar sá, að lækka allt kaup i einu átaki um 25% ? Og hver er nú stefna Alþýðuflokksins og Alþýöu- blaðsins? Nú er á þeim bæ talað djarft um smánarlega lág laun. Nú er þar talað um „svik verkalýðsforystunnar” við launafólk eins og hjá ihaldinu. Og nú er Alþýðublaðið fullt af árásargreinum á verkalýðssamtökin vegna ólýðræðislegra vinnubragða. En hver hefur afstaða Alþýðuflokksforingjanna veriö á undanförnum árum? Þegar Alþýðuflokkurinn gerði tilraun til stjórnarmyndunar haustið 1978, geröi hann kröfu um að lækka gengiö um 15%, með þeim hætti, að engar bætur kæmu á móti til launafólks. í rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978 og 1979 lögðu forystumenn Alþýðuflokksins fram tillögur, æ ofan i æ, um að fastbinda visitölubætur, án tillits til dýrtiöar og lækka þannig laun stórlega. 1 þeirri rikisstjórn stóð Alþýðuflokkurinn eins og klettur með öllum skerðingar- ákvæðum ólafslaga, þrátt fyrir eindregin mótmæli launþegasamtakanna. Og i siöustu tillögum Alþýðuflokksins var beinlinis lagt til, að afnema með öllu visitölubætur á laun, peninga mátti hinsvegar verðbæta meö sihækkandi vöxtum, en laun ekki. Skýrsla hagdeildar Alþýðu- sambandsins um þróun kaup- máttar sl. 3 ár Hagdeild ASl hefur fyrir skömmu sent frá sér skil- merkilega greinargerö um þróun kjaramála sl. 3 ár. Þar eru raktar þær breytingar á launakjörum, sem orðið hafa á árunum 1978 og 1981 og samanburður gerður á kaupgjaldssamningum frá 1977 og „þeim kaupmætti, sem stefnt var að” með þeim samningum. 1 þessari skýrslu hagdeildar ASI kemur margt fróð- legt fram. Þar segir m.a.í ...I febrúar 1978 voru sett iög um að veröbætur skyldu helmingaðar á öllu árinu 1978 og boðað var að óbeinir skattar skyidu teknir út úr vfsitölunni, sem hefði þýtt aö hægt hefði verið að hækka söluskatt eða lækka niöurgreiöslur, án þess að það hefði áhrif á veröbótavfsi- tölu”. Þarna voru á ferðinni hin stórkostlegu kaupránslög ihalds-Framsóknarinnar, (stjórnar Geirs Hallgrimssonar). Síðan segir i skýrslu hagdeildar: „t september 1978 voru kjarasamningar settir f giidi fyrir laun flestra ASÍ-félaga. Niðurgreiöslur voru auknar og söluskattur afnuminn af matvælum. Þannig voru lögin frá þvi i febrúar og maí afnumin og samn- ingarnir frá 1977 tóku gildi”. Þarna komu til skilyrði Alþýðubandalagsins frá stjórnarmynduninni haustið 1978. I skýrslu hagdeildar ASI er reynt að meta á „var- færinn hátt” þá breytingu, sem orðiö hefur á mætti launa sl. 3 ár. Um það segir þetta: „Séu þessi atriði samanlögð variega metin á 2%, og er þá t.a.m. sleppt mati á kigum um fæðingarorlof o.fl., leiða þessar vangaveltur til þeirrar niðurstöðu, að nú vanti þetta frá 6—11% upp á að kjör verkamanna séu sambærileg við þaö, sem samningarnir frá 1977 stefndu að”. I skýrslunni kemur glögglega fram, að þar eru fjölda- mörg framfara- og hagsmunamál, sem fram hafa feng- ists.l. 3 ár meðlöggjöf, ekki metin inn I kaupmátt launa. Þá kemur fram i þessari skýrslu ASI, að skeröing launa einvörðungu vegna ákvæða Ólafslaga frá 1. april 1979, nema um 15%, eða meiru en þvi sem nú vantar upp á kaupmátt þann, sem „stefnt var að” með samningunum 1977. Skerðingarákvæði Ólafslaga voru Frá kjárasamningum á sfðasta ári. knúin f gegn af Alþýðuflokknum og Framsóknarflokkn- um gegn mótmælum ASl og viö harða andspyrnu Alþýöubandalagsins. Vegna ágreinings um þau lög lá við stjórnarslitum einsog kunnugt er. Það sem áunnist hefur Af hálfu Aiþýðubandalagsins hefur oft veriö á það bent, að timabilið frá Alþingiskosningunum 1978 til þessa dags, hafi mjög einkennst af varnarbarattu i launa- og kjaramálum. I byrjun timabilsins, haustið 1978, var komið i veg fyr- ir að kjarasamningarnir frá 1977 yrðu eyðilagðir. Þá voru kaupránslögin afnumin. Og þá var söluskatt- ur afnuminn af öllum matvörum. Sú aðgerð var lág- launafólki mjög i hag. Viðnámsaðgerðir Alþýöubanda- lagnsins og verkalýðshrefyingarinnar koma skýrt fram i eftirfarandi tölum um ráðstafunartekjur á mann: 1975 ..............102.4 Stjórn Geirs Hallgrimss. 1976 .............. 105.8 1977 ...............117.2 Nýir kjarasamningar 1978 ..............127.0 1977 ...............117.2 Nýir kjarasamningar 1978 ..............127.0 Stjórnarþátttaka 1979 ..............129.4 Alþýðubandalagsins. 1980 ...............124.8 1981 ............. 124.9 Spá Tvö siðustu árin er kaupmátturinn nokkru lakari en best gerðist, m .a. vegna áhrifa skerðingarákvæða ólafs- laga og stórfelldrar oliuveröhækkunar. I viðnámsaðgerðum Alþýðubandalagsins hefur meira áunnist en þessar tölur segja. Hér skal drepið á nokkur hasmunamál launafólks, sem fram hafa komist: 1. Verkafólk hefur fengið hliðstæðan uppsagnarrétt og fastráðnir starfsmenn hafa haft. Atvinnurekendur sögðu að þau lög mætti meta til 5% ikjörum. 2. Lög um öryggi og aðbúnaö á vinnustöðum. 3. Fæðingarorlofsgreiðslum létt af Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. 4. Bætur atvinnuleysistrygginga hækkaðar. 5. Sjúkratryggingagjald 2% á nær öll laun hefur verið fellt niður af almennum launatekjum. 6. Söluskattur — 22% —afnuminn af öllum matvælum. 7. Stórfelldar umbætur á lögum um verkamannabústaöi. 8. Framlög til barnaheimila hafa verið margfölduð. 9. Eftirlaunaréttur sjómanna miðaur við 60 ár. 10. Reglum um skyldusparnað ungmenna stórlega breytt til hagsbóta fyrir ungt fólk. 11. Orlofsfé tryggt betur en áður. 12. Nú eru greiddar óskertar visitölubætur á laun. (öll skerðingarákvæði niðurfallin). Hér er aöeins drepið á nokkur atrlði, sem verkalýðs- hreyfingin hefur barist fyrir á undanförnum árum við samningagerð. Nú hefur þessum hagsmunamálum þokaö verulega áfram. Séu mál þessi metin sanngjarn- lega til kaupmáttar, munar hér all mikið um. Sanngjarnar launakröfur Þær kröfur, sem fram hafa komið frá samtökum lág- launafólks, um að ná þeim kaupmætti launa, sem að var stefnt með samningunum 1977, virðast vera mjög sanngjarnar og eðlilegar. Það fer ekki milli mála, að samtök launafólks hafa tvimælalaust sýnt skilning og þolinmæði i samskiptum við stjórnvöld undanfarin ár, þegar um hefur verið að ræða ráðstafanir I dýrtiðarmálum. Þaöer ekkert nýtt, né sérstætt, fyrir okkur hér á landi, að ágreiningur sé mikill um aðgerðir i efnahagsmálum og i glimunni við verðbólguna. Hér, eins og viðast erlendis, hafa verið uppi raddir um að leysa allan vandann á kostnað launafólks, — með kauplækkun eða atvinnuleysi. Hér eru jafnan uppi þær fullyrðingar, að verðlagsbætur á laun orsaki verðbólgu. Hér er þvi lika haldið fram að atvinna sé of mikil. Þeir sem þessu halda fram hafa ekki komið vilja sinum fram hér á landi, nema stuttan tima i senn og að litlu leyti. Núverandi rikisstjórn hefir sett sér stór verkefni I verðbólgu málum. Arangur hennar hefir allur byggst á samkomulagi við verkalýössamtökin. Nú þegar nýir kaupgjaldssmningar standa fyrir dyrum þarf rikis- stjórnin aö sýna þann skilning á þvl viðfangsefni, sem hún gllmir við, að tryggja sér samstarf við samtök launafólks með þvi aö styðja sanngjarnar kröfur um leiðréttingu launa og þá fyrst og fremst dagvinnulauna og launa lágtekjufólks. Verkalýðshreyfingin verður hins vegar að átta sig á þvi, að þeir sem nú gala hæst I stjórnarandstööu um minnkandi kaupmátt launa,hafa alltaf veriö með kaup- lækkunarráðstöfunum og myndu örugglega beita sömu ráðum áfram ef þeir fengju til þess umboð. Nú er kominn tlmi til aö rlkisstjórnin og forystumenn I samtökum launafólks geri sameiginlega upp stöðuna, viöurkcnni staðreyndir og skilji að hvorugur getur án hins veriö. Samkomulagið sem gera þarf, veröur að tryggja ‘■■sanngjarnara og betra launakerfi og fulla atvinnu. A þejm grundvelli einum mun reynast fært aö ná árangri I verðbólgumátum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.