Þjóðviljinn - 10.10.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Qupperneq 11
—11. október 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Kafli úr bók Sigurðar A. Magnússonar, Möskvar morgundagsins sem kemur út hjá Máli og menningu á næstunni Uppúr mibjum september var kaupamaðurinn nestaður oghest- aður og lagði upp snemma einn morgun ásamt fjallkóngi og öðrum gangnamönnum til aö smala afréttinn. Tæpri viku seinna komu þeir með safniö af fjöllum og ráku i réttina hjá barnaskólanum skammt frá Breiðabólstað. Ég hafði ekki fyrr verið i rettum og hlakkaði mikið til að taka þátt i árvissri haust- hátið sveitanna sem innsiglaði sumaramstrið og táknaði vatna- skil i daglegu llfi hvers bónda. Húsbóndinn og ég vorum komnir útað réttinni þarsem saman var kominn fjölmennur hópur karla og kvenna þegar reksturinn birt- ist með margþættumkliði af hund- gá, hneggi hesta og ópum smala- manna sem voru forugir og auð- sæilega slæptir eftir langa útivist,- ai ai önnur hljóð yfirgnæföi lát- laus j armur f járins. E ins langt og augaö eygði var hverhóllog hver dæld þakin fé, hvitu, svörtu, mögóttu og mórauðu fé, sem bylgjaðist i átttilré.ttarinnar, svo ótrúlegt sem það virtist að nokkur rétt mundi rúma öll þau kynstur. Gangnamönnum var vel f agnað af þeim sem heima höfðu setið. Við réttina upphófst mikill ys og þys meðan safnið var rekið inni almenninginn með hrópum og hlaupum og ötulli hjálp hunda sem miskunnarlaust eltu uppi torrækar skjátur, glefsuðu aftani lappirnar áþeim og þvinguðu þær aftur inni hjöröina. Þegar féð var loks komið i réttina eftir ótrúleg- an jarm og són og hliðinu hafði verið lokaö, þá klifraði ég uppá réttarvegginn og horfði niörá heilt stööuvatn móðra másandi kinda. Smátt og smátt dúraöi sónninn og argið niöur, en ég var samt hálf- ringlaöur af fyrirganginum og óhljóðunum. Aðuren byrjaö var að draga i dilka köstúðu menn um stund mæðinni, skiptust á kveðjum og fréttum, fengu sér i staupinu og gerðu sér glaðan dag með viðeig- andi bröndurum og hlátra- sköllum. Ég stóð uppá réttar- veggnum utanvert við mann- mergðina og fylgdist meö hvernig brúnin lyftist á húsbóndanum og hann varð miklu hýrari og mál- hreifari en hann átti vanda til heimafyrir. Hann var farinn að glettast við kaupamanninn, sem aldrei þessu vant var feimulaus og frakkur, lét f júka i kviðlingum og rak upp nokkrar ótónvisar rokur. Hátiðarstemmningin var greinilega bráðsmitandi. Eg var látinn hjálpa til við dilkadráttinn sem tók drjúgan tima.Húsbóndinn ogkaupamaður inn hjálpuðust að við að hafa uppá ánum, en ég stóð viö grind- ina að okkar dilk og opnaði hvenær sem þeir komu með spriklandi rollu milli fótanna. Það urðu margar tafir, þvi bænd- urnir voru sifellt aö taka hver annan tali, bjóða i' staupinu og segja alroælt tiðindi. Þegar leið að miðnætti var ég orðinn dasaður og ringlaður i kollinum af þeim hljóðagosum sem yfir höfðu dunið allt kvöldið og dauð- feginn að komast af stað heim- leiðis með okkar rekstur. Glaum- urinn var nú orðinn þögn ein i samanburði viðþaðsem á undan var gengið, en i skólahúsinu var að hefjast réttabail. Þangaði ætlaði kaupamaöurinn að sér heill um og lifandi óðara en féð væri komið í hus og var pvi aah'tið óþreyjufullur á heimleiöinni, en rollurnar létu ekki raska ró sinni og róluðu inneftirmeð sauðþrárri hægð þráttfyrir hó og hott og hundgá. Kaupamaðurinn spretti ekki af hestinum þegar heim kom heldur vatt sér strax i að hýsa féð, hafði fataskipti i snar- hasti og þeysti að svo búnu úteftir aftur. Ég lagðist til svefns með höfuðið fullt af bergmálum þeirra ómstriðu hljóma sem þrumaö höföu i eyrum mér allt kvöldið. Komið var undir morgun þegar kaupamaðurinn skreið uppi bælið tilmin og var ákaflega óstööugur meðan hann var að tina af sér spjarirnar, tuldraði i barm sér og hló öðruhverju inni sig. Fljótlega var hann farinn að hrjóta svo hraustlega að ég sá mitt óvænna og draujaði mér framúr þó ég væri grútsyfjaður. Tveimur dögum siðar var dvöl minni i Fljótshlið lokið. Visast hafa hinir löngu fjárrekstrar til Reykjavikur verið aflagðir þegar hér var komið og þá væntanlega vegna hemámsins, þvi húsbónd- inn fékk vörubilmeðháum grind- um til að flytja féð til slátrunar fyrirsunnan. Klúktum viö báöir á biþallinum innanum rollumar i kalsaveöri og rigningu á leiðinni suðurog éggerði mér i hugarlund með vaxandi tilhlökkun hvernig heimkoman yrði eftir tæpra fjögurra mánaða fjarvist. Þegar kom niðrað Lögbergi blasti við mérsjon sem gerði mig agndofa. Braggahverfi voru risin einsog gM-kúlur á mykjuhaugi, þarsem áður hafði verið ósnortin náttúra og þjóðvegurinn krökkur af herbilum, stórum og smáum. Eftir því sem nær dró bænum urðu braggahverfin stærriog um- ferðin örari. önnur eins umsvif hafði ég aldrei séð nema i kvik- mvndum. u mhverfiö haföi tekið svo snögg um og róttækum stakkaskiptum að ég þekkti mig naumast á gamalkunnum slóðum. Þó tók fyrst steininn úr þegar komið var niðurfyrir Elliðaár og ekið eftir Suðurlandsbraut inni bæ. Skyndi- lega fannst mér sem bernsku- heimurinn væri hruninn i rúst og yrði aldrei endurreistur. Heima- hagarnirvoru næróþekkjanlegir: hvarvetna herbúðir, herbilar, hermenn — og ég einsog gestur i þessum framandi heimi. Billinn tók á sig krók til að skila mér við Laugarnesveg og bónd- inn rétti mér að skilnaði fimmtiu krónur fyrir sumarvinnuna. Ég tók pokann minn og arkaði heim- leiðis i kvöldhúminu þreyttur og hnugginn yfir þeirri umturnun, sem hafði átt sér stað. Hafi breytingarnar á um- hverfinu komið mér i opna skjöldu og gert mér ómótt, þá voru þær smámunir hjá umskipt- unurn sem orðið höföu á heimil- inu. Þegar ég nálgaðist húsið heyrði ég háværar raddir og glaum að innan. Ég nam staðar og hlustaöi ánþess aö gera mér grein fyrir hvað værl á seyði. Þvíh'k háreysti var óvanaleg þó glatt væriá hjalla hjá pabba. Gat verið að komið væri nýtt fólk i húsið? Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds'. Hvert gæti ég þá farið? Anþess aö brjóta þá spurningu tii mergjar hratt ég upp úti- huröinni, fleygði pokanum frá ' mér i bislaginu og opnaöi varlega eldhúsdyrnar. Mér til ósegjanlegs léttis stóð Marta viö eldavélina einsog endranær og var að hella uppá. Hún var annarshugar og leit ekki ipp fyrren ég heilsaði henni með spurningu um hvað hér væri eiginlega um að vera. Henni varðhverftviðogkom á hana fát. Svo lagði hún frá sér ketilinn og tók i höndina á mér. Sæll,Kobbi minn, og velkominn heim, sagði hún tónlaust. Hvað gengur á hér? itrekaði ég. Bara þetta vanalega, svaraði hún mæðulega, fylliri og hávaði. Ég gekk að stofudyrunum og leit inn. Boröiö stóð á miðju gólfi og kringum þaö sátu pabbi, ein- hver kona sem ég hafði ekki séð fyrr og tveir grænklæddir her- menn, annar þeirra talsvert við aldur. Konan vará miðjum aldri, grannholda og tekin i andliti og ákaflega hástemmd. Hún sat við hliðna á eldra hermanninum og sýndi honum við og við bliðuhót, kallaði hann Tom darling og depl- aði augum framani unga her- manninn. Eftir að ég haföi virt fyrir mér samkvæmið góða stund sneri ég mér aftur að Mörtu miður min af gremju yfir móttökunum sem ég fékk eftir svo langa útivist. Hver er þessi kona? spurði ég. Það er hún Sigga mágkona hans föður þins, systir fyrstu kon- unnar. Hvað er hún að vilja hér? Hún byrhér.Kobbi minn, i litla herberginu, sagði Marta og uppgjöf greypt i hvern hennar andlitsdrátt. Og hvar eru krakkarnir? Lilli kemur úr sveitinni hinn daginn. Brói er ekki kominn heim ennþá. Hann hangir sýknt og hei- lagt uppi herbúðum. Systa er inni svefnherbergi með litla kút. Hún erað reyna að svæfa hann, þó það sé vist vonlaust i þessum gaura- gangi. Ég let fallast á kistilinn við norðurvegginn og varp öndinni þunglega. Ætlarðu ekki að heilsa uppá hann föður þinn? spuröi Marta eftir langa þögn. Til hvers? Þegar hann er i þessu ástandi? Þú ert nú aö koma heim eftir langan tima. Mér finnst þú eigir að heilsa uppá hann þó svona sé ástatt. Þá það, ansaði ég snúðugt og stóð upp, gekk inni stofuna og bauð gott kvöld hvellum rómi. Við borðið féll allt i dúnalogn. Pabbi leit upp dálitið ringlaður. Konan horfði á mig fjandsamlega einsog ég væri að spilla fyrir henni góðri gleði. Hver er þetta?, spurði hún skrækróma. Þetta á nú að heita sonur minn, einn af mörgum, sagði pabbi og reis á fætur, kom til móts við mig skjögrandi og tók um axlir mér. Velkominn heim, sagði hann hlutlaust. Komdu og heilsaöu fólkinu. Nauöugur viljugur varö ég að ganga aö borðinu og heilsa þeim sem þar sátu. Konan hafði snögg- breyttum viðbót og heilsaði mér fjáiglega meðelsku vinur, en her- mennimir virtust hreint ekki átta sigáþessum óvæntu serimonium. Hi son, sagði konan til skýr- ingar og benti á okkur pabba, en þeirkinkuðu kolli ánægðir yfir að hafa fengið botn f málið. Eldri hermaðurinn reis jafnvel á fætur og heilsaði mér aftur með handa- bandi, klappaði mér á kinnina og bætti við: Gúdd boj. Ég var þvældur eftir ferðalagið að austan og langa stöðu á bilpall- inum og þráði heitast að mega fleygja mér'einhvers staðar og sofna. Marta stakk uppá að ég færi inni' svefnherbergið og legði mig þar.Systa varsofnuðhjá litla kút og ég lagði mig í hitt barna- rúmið og var brátt í værum svefni. Um miðja nótt losaði ég svefn við einhvern skarkala frami stofunni. Gleðskapurinn , var f fullum gangi og háreystin engu minni en fyrr. Aðuren ég festi blund á ný hugsaði ég með hrolli til vetrarins sem i hönd fór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.