Þjóðviljinn - 10.10.1981, Síða 16

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Síða 16
til fimm Frá Húmor hefur oft gefíst vel sem baráttuvopn, og í myndinni „9 til 5" er hon- um óspart beitt. Þaó er ekki endilega víst að allir aðstandendur myndarinn- ar hafi ætiað sér að gera //baráttumynd", kannski hafa þeir fyrst og fremst ætlaðaðgera gamanmynd/ en ég held að þeim hafi tekist hvorttveggja. Það eitt útaf fyrir sig að fá tækifæri til að hlæja hressilega að dæmigerðri pungrottu og fylgjast með því hvernig þrjár konur taka af rottunni völdin — er það ekki dásamlegt? Myndin byrjar á þvi aö Dolly Parton syngur lagiö „9 til 5” og um leiö fer allur salurinn aö raula meö eöa stappa I takt — þetta er vinsælt lag — og á tjaldinu sjáum níu viö dæmigeröar morgunumferö- arsenur úr stórborg þar sem allir eru aö flýta sér i vinnuna fyrir niu. Jane Fonda er aö byrja fyrsta vinnudaginn sinn hjá risa- stóru fyrirtæki, hún er nýskilin og hefur aldrei unniö utan heimilis áöur. Ingibjörg skrifar Myndin gripur áhorfandann strax i upphafi og heldur athygli hans vakandi meö léttum og skemmtilegum húmor allan tim- ann. Lily Tomlin reynist vera ein- hverskonar yfirmaöur þeirrar deildar sem Jane Fonda vinnur i, og Dolly Parton er einkaritari sjeffans, sem leikinn er af Dab- ney Coleman. Er skemmst frá því aö segja aö sjeffi þessi er hinn versti maöur á alla lund og dug- laus i starfi þar aö auki. Hann notfærir sér hugmyndir Lily sér til framdráttar en gengur alltaf framhjá henni þegar stööuhækk- anir innan fyrirtækisins eru á dagskrá. Þetta finnst henni aö vonum afspyrnuvont, hún hefur unniö þarna i 12 ár og veriö leiö- beinandi margra karla sem eru löngu komnir upp fyrir hana i metoröastiganum. Dolly er llka pirruö á karlinum, þvi hann vill fá hana I rúmiö meö sér og umgengst hana sem „heimska ljósku”. Og Jane Fonda veröur fyrir skapvonsku karlsins strax fyrsta daginn, þeg- ar hún lendir i byrjunaröröug- leikum I ljósritunarherberginu. Þessar þrjár sameina nú krafta sina gegn sjéffanum, fyrst I hug- anum, en siöan I alvörunni. Þaö er afar upplifgandi aö fylgjast meö þvi hvernig þeim tekst aö láta drauma sina rætast. Leikur- inn æsist eftir þvi sem á liöur og er væntanlegum áhorfendum aö sjálfsögöu enginn greiöi geröur meö þvi aö rekja atburöarásina nánar. Dolly Parton er einsog margir vita söngkona, fræg fyrir túlkun sina á kúrekamúsik eöa sveita- músik. Þetta mun vera fyrsta hlutverk hennar i kvikmynd, og kemst hún þokkalega frá þvi þótt leikhæfileikarnir mættu kannski vera meiri — hún bætir þaö upp meö sjarma. Hinar tvær, Lily Tomlin og Jane Fonda, eru hinsvegar ágæt- ar leikkonur og sóma sér vel-í hlutverkum sinum. Einsog gefur aö skilja er höf- undur handritsins kona, Patricia Resnick aö nafni, og hefur áöur unniö meö þeim umdeilda Robert Altman. Hún og kvikmyndastjór- inn Colin Higgins kunna greini- lega vel til verka, myndin er at- vinnumannsleg aö allri gerö. Hugmyndirnar eru kannski ekki nýjar — t.d. hefur þessari mynd veriö likt viö danska mynd, „Ta’ det som en mand, frue”, sem gerö var 1975. Þar var einnig veriö aö hæöast aö þessari heföbundnu hlutverkaskiptingukynjanna. Þvi miöur sá ég aldrei þessa dönsku mynd og veit ekki til þess aö hún hafi veriö sýnd hér. En þaö er óneitanlega nýstárlegt aö sjá þessar hugmyndir teknar til pm- fjöllunar I bandarlskri gaman- mynd, framleiddri innan „kerfis- ins”. Ég sagöi aö e.t.v. heföi ætlunin aöeins veriö aö gera hressa gam- anmynd. Þvi má svo bæta viö, aö jafnvel þótt markmiö þeirra Higgins og Resnick heföi veriö aö gera baráttumynd er ekki vlst aö , þau heföu getaö gengiö öllu lengra i baráttunni en raun ber vitni. Kerfiö er þröngur rammi, og innan þess þurfa menn aö taka tillit til hinna ólikustu sjónar- miöa. Þetta minnir á lokaatriöi myndarinnar, þar sem stjórnar- formaöurinn kemur til aö kynna sér allar nýjungarnar sem þær stöllur hafa innleitt I fjarveru sjeffans. Hann gengur um skrif- stofuna, sem hefur breyst I eins- konar skandinaviskan velferöar- draum, meö aöstööu fyrir fatlaöa, barnaheimili, sveigjanlegan vinnutima o.sfrv. — og hann er ánægöur meö allt, enda hefur oröiö 20% framleiösluaukning hjá fyrirtækinu. En — ein er sú breyt- ing sem hann kann ekki aö meta: jafnlaunakerfiö. Þaö gengur ekki. Ekki i þjóöfélagi frjálsar sam- keppni, ónei. Á sama hátt er þaö I lagi — kerfisins vegna — aö gera gam- anmynd um jafnréttismálin. Jafnvel gamanmynd meö mörg- um broddum. Alvarleg mynd um þessi sömu mál yröi hinsvegar seint samþykkt. HLAÐAN er salur í Óðali. í Hlöðunni matast saman allt að 100 manns. Hið óvenjulega umhverfi Hlöðunnar, langborðin og sam- huga gestir skapa ávallt eftirminnilega stemningu. Við gerum þér ótrúlega hag- stætt „ALLTINNIFALIД tilboð (dæmi í inn- fellda rammanum hér að ofan) og fyrirhöfn þín er aðeins símahringing í 11630. MABAN ðð&ti! Í6ÖÍÐÁ — ÞJÓÐVILJÍNN Helgin 10.— 11. október 1981 hYikmyndir Fjalaköttur fer aftur á stjá um þessa helgi — eftir heldur brös- ótta byrjun i siöasta mánuöi. Eft- ir þvi sem best er vitaö þegar þetta er skrifaö hefur Blikk- tromman ekki borist hingaö enn, og hafa áreiöanlega margir oröiö fyrir sárum vonbrigöum af þeim sökum. En dagskrá númer tvö hjá þeim fjalakettlingum er „Baráttudag- skrá” og kennir þar ýmissa grasa. Dagskránni er skipt i sex hluta eftir viöfangsefnum: 1) Ir- land, 2) Gegn kynþáttahatri, 3) Kvennabaráttan, 4) Suö- ur-Afrika, 5) Fjölmiölar — verka- lýösbarátta og 6) Indland og Guyana. Um Irland veröa sýndar tvær myndir: H Biock Hunger Strike, gerö I fyrra, og The Patriot Game frá 1978. Þrjár myndir um kyn- þáttahatur, allar breskar, þar af ein sem undirrituö getur hiklaust mælt meö: Blacks Britannica frá 1978. Mögnuö mynd, og ætti aö gefa nokkra innsýn I vandamálin sem m.a. ollu óeiröunum i Bret- landi I sumar. Þeir sem hafa tendrast upp af gamanmyndinni „NIu til fimm” ættu aö fylgja þvi eftir meö þvi aö fara og skoöa kvennabaráttu- myndirnar. Þar gefur aö lita m.a. mynd eftir Sally Potter, þá sem var aö klöngrast hér uppi á Lang- jökli I sumar, og heitir inyndin „Thriller”. Hinar myndirnar i þessum pakka heita „Mirror Mirror” og „Taking a Part”. Kvennamyndirnar eru lika allar breskar. Myndirnar um S-Afriku voru báðar geröar i fyrra, og er önnur bandarisk (Generations of Re- sistance) og hin bresk-s-afrisk (Abaphuciwe: The Dispossess- ed). Þá koma myndir um fjölmiðla og verkalýösbaráttu: It Ain’t Half Racist Mum (bresk, 1978), News and Comment (bresk, 1978) og Dawson J (bresk, 1980). í siöasta pakkanum eru svo tvær myndir: Prisoners of Conscience (Indland 1978) og The Terror and the Time (Guyana, Bandarikin 1978). Einsog áöur hefur veriö skýrt frá hér I blaðinu er nýtt fyrir- komulag gengiö i gildi i Fjala- kettinum. Nokkuö hefur mér fundist bera á þvi aö fólk átti sig ekki almennilega á þessu fyrir- komulagi, og ætla þvi aö endur- taka nokkur holl ráö hér: 1. Ef þú ætlar aö sjá allt sem sýnt veröur i vetur borgar sig fyr- ir þig að kaupa AFSLATTAR- KORT á kr. 250,- 2. Ef þú vilt velja úr ákveðnar dagskrár, fremur en aö sjá allt, skaltu kaupa FÉLAGS- SKÍRTEINI, sem kostar kr. 50.- og veitir þér RÉTT til aö kaupa þig inn á einstkar dagskrár (ath. — ekki einstakar sýningar, heldur einstakar dagskrár). Þeir sem ekki hafa enn látið verða af þvi aö ganga frá FjaJa- kattarmálum sinum fyrir vetur- inn ættu aö labba viö I Tjarnarbiói nú um helgina. Þar er hægt að kaupa skirteini og fá miöa á ákveönar sýningar Baráttudag- skrárinnar, sem stendur yfir frá 10. til 18. október. Þar er einnig hægt aö fá nánari upplýsingar, bæöi um myndirnar sem sýndar veröa og þetta nýja fyrirkomu- lag. Baráttu- dagskrá i Fjala- kettinum Dolly Parton, Lily Tomlin og Jane Fonda i myndinni „Niu til fimm”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.