Þjóðviljinn - 06.03.1982, Page 2
2 SÍÐÁ — ÞJóbviLJÍNNÍHelgin 6. — 7. mars 1982.
í fræðum Darwins um þróun lífsins á jörð-
inni er gengið út frá þvú að hinn hæfi hafi
jafnan verið hinum óhæfa lífseigari. Þetta
hafi svo endanlega leitt til þess að mann-
skepnan reis uppá afturfæturna í mynd guðs
almáttugs.
Þetta kallaði Darwin ,,The survival of the
fittest".
Um þróunarkenninguna segir heimspeking-
urinn Adolf Hitler í riti sínu Mein Kampf:
„Kenningin er eitur í beinum hinna óhæfari,
sem þykjast líka eiga tilverurétt og halda því
jafnvel fram, að hinn óhæfi sé ekki síður
hæfur en hinn hæfi, jafnvel hæfari. Með
skriðsdýrslegri þrautseigju skólpdýranna
hafa hinir óhæfu þannig getað þjálfað upp
nokkra hæfni, sem síðan hefur verið óspart
notuð til að afsanna eigin óhæfni, og getur því
svo farið, ef ekki verður brugðið við skjótt, að
hinir óhæfu fari að lifa hina hæfari af". (Tilv.
lýkur).
Oft hef ég, leynt og Ijóst, á málþingum og
með sjálfum mér, lofað þá mannúðarstefnu,
sem á fslandi hefur verið tekin í velferðarátt,
með réttlætið að leiðarljósi. Hér gilda ekki
frumskógarlögmálin, þar sem hinn hæfari
lendir alltaf ofaná, heldur er reynt að búa eins
vel í haginn f yrir hina óhæf ari og hugsast get-
ur—sem betur fer.
í kjölfar þjóðarskútunnar, sem tekið hefur
mannúðarstefnunalónar þannig menntakerf i,
sérhannað fyrir hina óhæfari, og heil-
brigðisþjónusta öðru fremur fyrir lasið fólk.
Og allir lifa af.
Lengi og ósleitilega hef ég, um allar jarðir,
boðað ágæti samhjálparinnar í þjóðfélaginu,
samhjálpar, sem ekki hvað síst birtist í mynd
almannatrygginga á Islandi. Ég hef háum
rómi, seint og snemma lofsungið ókeypis
læknisþjónustu, greidda af almannafé, eða
þartil ég þurfti sjálfur á lækni að halda, fékk
slæmsku í tennurnar. Þá fór mig svona einsog
að gruna að læknisþjónusta væri ekki öll
ókeypis í landinu. Hún væri jafnvel fremur
ætluð okkur, sem eigum aurana, en hinum.
Þessu vildi ég nú samt ekki trúa fyrr en ég
væri búinn að kanna málið og lallaði mér þess-
vegna uppí Tryggingastof nun Ríkisins.
I anddyri Tryggingastofnunarinnar er gler-
búr. Inní þessu glerbúri situr sælleg og geðug
kona. Þarna i anddyrinu eru líka þrír menn að
vinna að múrbroti með loftpressubor. Á gler-
búrinu stendur orðið „Upplýsingar" og þess-
vegna dettur aðkomumanni f yrst í hug að leita
upplýsinga þar.
Ég vissi ekki hvort konan sá mig, en alla-
vega heyrði hún ekki í mér, því hún var með
simtól i báðum höndum, sitt fyrir hvoru eyr-
anu. Þarað auki voru loftpressumúrbrjótarn-
ir greinilega í akkorði.
Ég reyndi að vekja athygli á mér með lát-
bragði, og svo kom að hún sá mig. Ég sá að
hún sagði eitthvað, en heyrði hinsvegar ekki
hvað það var fyrir múrbrjótunum. Ég var
svona eins og að vona að þeir gerðu hlé á
skarkalanum. Þegar þeir svo gerðu það, not-
aði ég tækifærið og hrópaði: „Ég þarf að fá
upplýsingar", en það var Ijóst að hún heyrði
ekki til mín, ef til vill vegna þess að nú var hún
aftur komin með simtólin fyrir bæði eyrun.
Nú gekk ég að glerinu og bankaði í það. Það
fór ekkert á milli mála að þetta sárnaði kon-
unni með símtólin. Það leyndi sér ekki á
augnaráðinu.
Líklega bannað að banka í glerið.
,, Ég þarf að fá upplýsingar" hrópaði ég.
„Andartak" svaraði hún og hélt áfram að
tala í bæði tólin.
Nú var ég svona eins og svolítið að gefa mig
á tauginni, þvi að ég sá að múrbrjótarnir voru
byrjaðir að munda lof tborinn á ný. Ég lét mig
hafa það að banka aftur í glerið. En þá var
konunni nóg boðið. Hún leit á mig
manndrápsaugum og hvæsti: „Andartak!" Og
ég hugsaði með mér: „Nú ríður á að komast
ekki í uppnám, fara ekki úr jafnvægi". Og ég
ákvað að bíða eftir því að konan afgreiddi að
minnsta kosti annað símtólið.
Svona stóð ég þarna í anddyri Trygginga-
stofnunar Ríkisins góða stund og þorði ekki
einu sinni að gnísta tönnum af ótta við að nýju
plúmburnar og tannfyllingarnar færu og að ég
hef ði ekki ráð á að láta gera við tennurnar af t-
ur.
Loksins tók konan bæði tólin í einu frá
báðum eyrunum á sér og sagði: „Hvað var
það?"
„Ég ætlaði að fá uppl....."
„Gjöra svo vel að tala í gatið", sagði konan
og benti á kringlótt gat í glerrúðunni.
Ég stakk munninum og nefinu í gatið og
sagði:
„ Ég ætlaði að f á uppl."
„Þaðer óþarfi aðæpa", sagði konan.
Við þessa athugasemd varð ég ískyggilega
rólegur.
„Ég ætlaði aðfá uppl....".
En þá fóru múrbrjótarnir aftur í gang, svo
að ég heyrði ekki í sjálf um mér, gafst upp, en
ákvað að koma aftur næsta dag.
Og þegar ég gekk útum sjálfvirkar dyrnar,
hugsaði ég einhvernveginn svona: „Guði sé
lof að maður þarf ekki að sækja lífsf ramfærið
sitt hingað reglulega".
I gættinni stóð gamalmenni og fór með
þessa vísu:
Æ! mér f innst það enginn leikur,
einatt sáran til þess f inn,
að gamlast bæði og gerast veikur,
ganga bónveg hingað inn.
En ég er þrárri en andskotinn,og daginn eft-
ir fór ég aftur i Tryggingastofnunina. — Frá
þeirri för segi ég í-framhaldi á laugardaginn
kemur.
Virðingarfyllst,
no«ad 09 nýtt
Þjónustan við aðra
er öllu öðru æðri
Isáll A. Ragnar var á
dögunum kosinn
formaður Viðskiptaráðs
með miklum fögnuði
ráðamanna. Blaðamanni
Notaðs Tíma tókst að ná
tali af isáli þar sem hann
stóð, hreystin uppmáluð,
sólbrúnn og sællegur í
háfjallasól, nakinn að
beltisstað og pumpaði
járn sér til skemmtunar.
Þetta er svo hressandi fyrir
átökin viö iönaöarkommann og
alla hina kommana, sagöi Isáll
og brosti. Hann hefur allar
tennur heilar og hreinar eins og
nýr stuöari á Mercedes Benz
Nú ert þú formaöur Sió-
stangasambandsins, Verk-
taka sambandsins. Stjórn-
sýslufélagsins og Karíakórs Al-
Rætt
við
nýkjörinn
forseta
Viðskiptaráðs
víkur fyrir utan formennskuna i
Viöskiptaráöinu, sagöi blaöa-
maöur. Ertu nokkuö aö stefna
aö þvi aö leggja landiö undir
þig? spuröi blaðamaöur.
Nei, þaö er ööru nær, ég hefi
aldrei sóst eftir veraldlegri upp-
hefö né heldur þeim auöi sem
mölur étur og kommar ræna
þegar þeir geta. Min upphefð
kemur aö innanog formennsku
gegni ég aðeins hér og þar, aö
bágt staddir þurfa min viö. Þvi
eins og segir i Bibliunni og hjá
Rotary: Þjónustan er ofar
eigin maga. Undan henni mun
ég aldrei bregðast.
Hefuröu þá nokkurn tima til
að sinna hugðarefnum þinum
frá allri þessari þjónustu viö
náungann?
Reyndar. Ég byrja daginn á
sundi og lyftingum, eins og þú
sérö, um miöjan dag keppi ég
viö strákana I verksmiöjunni
hjá mér i sandspyrnu, eftir
vinnu fer ég á skiöi og á kvöldin
tefli ég, spila á fiðlu, les heims-
bókmenntir, raða frimerkjum
og sauma út.
— Hvaö segir þú um þær
ásakanir kommunista aö þú sért
umbi erlendra auökónga?
— Eins og allir vita er
kommúnisminn byggöur á
öfund — þeir láta svona þessir
menn af því aö enginn vill tala
viö þá, ekki einu sinni Brésjnéf
hvaö þá Bildenberg, Friedman
og aörir alminnilegir menn i
heiminum sem vita hvar Davið
getur keypt öliö eöa tropikanaö.
Um útlenda samstarfsaðila er
þaö aö segja, aö þeir hafa haft
mikil útgjöld, fyrirhöfn og van-
þakklæti viö aö reka hér fram-
leiðslu sem ekki getur skilaö
hagnaöi nema siöur væri. Ég
hefi oft dáöst aö langlundargeöi
i þeim mönnum, þaö segi ég
satt.
— En þetta röfl meö aö hrá-
efni og svoleiðis hækki á leiöinni
til landsins, hvaö finnst þér um
þaö?
— Ég bara hlæ aö svoleiöis.
Vita menn ekki hvaö bisness er?
Þaö er, einsog kunnugt er,
stefna Viöskiptaráös og hefur
alltaf verið, aö eina leiöin til að
lækka verö á vörum og þjónustu
sé aö hafa álagninguna frjálsa.
Þessvegna hlýtur hækkun i hafi
lika aö vera frjáls eins og fugl-
inn sem yfir hækkunni svifur og
ber vitni draumi mannkyns fyrr
og siðar um frelsi undan
höftum, rikisbákni og sósial-
isma.
Eöa hvaö segir ekki skáldið
góöa:
Með svo felldum hætti má sigrast á þraut,
mér sýnist það enginn vafi,
efnahagsvandinn mun allur á braut
ef álagning frjáls er í hafi.