Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. mars 1982.
bókmenntir
Helgitrumburnar brenndar
Einar Bragi: Hvisla að klettinum
Ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri
úr fórum Sama
Menningarsjóður 1981
Islendingar ættu að vita miklu meira um
Sama frumbyggja Skandinaviu og Einar
Bragi færir þá miklu nær okkur með ágætri
bók.
..Iiorfin cr sú tíð og kemur ekki aftur”
Þessi bók sýnir mjög skýrt sjálfa þver-
stæðuna i tilveru smárrar þjóðar, einnar
þeirra sem „frumstæðar” hafa verið kall-
aðar og hafa komiö viö sögu sem rannsókn-
arefni fyrir þjóðfræðinga og sýnisgripir
fyrir túrista. i ljóðum og ljóðsöng (jojk)
Sama lifir fagnaöarrik staðfesting á óum-
deilanlegum frumþáttum tilverunnar:
brauð er mönnum gott, súr mjólk og legg-
mergur, dynur i völlum undan þúsund
klaufum og hljómurinn frá bjöllunum
hreinanna er þaö sem dýpst býr i sálinni.
Ástamálin sem við öll skiljum og þekkjum
verða sérstæð og eítirminnileg i innilegu
sambýli og samanburði viö náttUruna: 1
gömlu jojki vill söngvarinn koma til
íkornavatns, þar sem stúlkan hans „krýpur
að lyngi” en hann verður að viðurkenna að
mikið er manneskjan ófullkomnari en
fuglarnir:
Feginn svil'i ég þangað á svanavængjum
en hef ckki einu sinni hávelluslubba
að staulast á um loftin
hvað þá grágæsaham eða fætur stelks
að feta mig heim til þin...
En hinu l'áum við heldur ekki aö gleyma
að sU skynjun.þeir lilnaðarhættir, sú tunga,
sem skapa ljóð af þessu tagi — allter þetta i
hættu. Siendurlekið er það s.teí sem Ellen-
Sylvia Blind ler meö: „Horfin er sU tið og
kemur ekki aflur” — stundum með trega,
stundum með beiskju, stundum i reiöi.
Skáldin lofa alsælu skóga, l'jalla og hrein-
dýrabúskapar og hljóta aö legra það lif
fyrir sér þegar það er i háska,þegar svo er
komið — eins og Paulus Utsi segir, að:
Brotnir eru guöir okkar
helgitrumburnar brenndar
móðurmálið svivirt.
i ráðleysi reikum viö
með kastlinu um öxl, hnif við belti:
einu lækin sem enginn
getur af okkur tekið..
Og svo biöur borgin, köld borg með kald-
ar hendur (Kirsti Paltto), þangaö fer æsku-
fólkið og ratar ekki heim aftur og skamm-
ast sin kannski fyrir lrænku sem gengur
enn i SamabUningi og veit ekki hvað diskó
er.
Kinar Bragi
Háski fyrr og nú
Bókin geymir sem fyrr segir, ljóð flest
eftir nafngreind skáld okkar daga, og svo
þjóðsögur og ævintýri. Þau geyma heillandi
minni frá þeirri tið þegar mennirnir bregða
sér i bjarnarham og kona fæðir hreinkálf —
en ekki siöur endurminningar l'rá þeirri tið,
þegar Samar eru réttdræpir villimenn og
heiðingjar i augum aökomandi ránsmanna
hvitra. Og er eins og vænta mátti, rikur
þáttur i þeim sögum sU óskhyggja varnar-
litils fólks og friðsams aö geta snUið á dólg-
ana með galdri og slóttugheitum. Slikar
sögur eru vafalaust sagöar hjá öllum smá-
þjóðum noröurhjarans. En nú er önnur öld,
að minnsta kosti á Norðurlöndum Þar eru
meirihlutaþjóðirnar tilbúnar að bæta ráð
sitt að nokkru, eiga þó erfiðast meö að gefa
upp hagvaxtarfrekjuna sem heimtar beiti-
land hreindýranna undir uppistöðulón. Og
svo þakklæti fyrir góðgjörðir! Isak Samuel
Hætta finnst það kynlegt ef Samar eigi að
vera sem beiningamenn við kóngsins borð,
bet.la, „um árnar okkarum vötnin okkar”
og
þakka fyrir góðgjöröirnar *
skömmustuleg
og eldrauð i kinnum.
Svipaðan þanka oröar Jon Eldar Eine-
jord af „japanskri” sparsemi i háösku ljóði
Gjafmildi:
Ilinir slægvitru
ala Sama
á kökum og kringlum
Hreinkjötið éta þeir sjálfir...
Einar Bragi minnist einmitt á þaö i ein-
um af formálum sinum i bókinni aö einnig
„undir hlýjum verndarvæng allsnægtaþjóö-
anna” sé verið að tortima menningu Sama.
Það er einmitt þessi þverstæða samtimans
sem er einna dapurlegast smáum þjóðum:
fyrri tima og fláttskapur (sem er ekki horf-
inn) — kannski var þetta þrátt f'yrir allt ekki
jafn hættuiegt sjálfri tilveru Sama og ann-
arra þjóða i svipaðri stöðu og tröllaukinn og
vélum efldur valtari menningar og við-
skipta sem rUllar yíir byggðir og fletur allt
út i þeirri tiltölulega velviljuðu sannfær-
ingu að hann flytji Frelsiö og Hamingj-
una.
Bókin er fallega geíin út og prýdd ágæt-
um ljósmyndum og teikningum Sama. Ein-
ar Bragi hefur valið vel og skynsamlega til
bókarinnar, ljóðin veröa i þýöingu hans
vandaður skáldskapur i fullum rétti og æv-
intýrin ganga með glæsilegum og sjálfsögð-
um hætti inn i okkar sagnamál.
A.B.
Eirikur Jónsson.
Rætur islandsklukkunnar.
IIið íslenska
bókmemilafélag 1981.
Þar kemur bók, merkt fyrra
ári, sem að likindum hefur tafist i
verkföllum: mikið rit, fjögur
hundruð siðureftir Eirik Jónsson,
um aðföng Halldórs Laxness við
samningu Islandsklukkunnar.
Slik bók hefur ekki verið samin
áður um islenskt skáldverk. Aður
hafði veriö fjallað um mál þess
Jóns Hreggviðssonar sem komst
á dómabækur, Peter Hallberg
hefur rakið sköpunarsögu bæði
þessarar sögu og annarra verka
Halldórs eftir drögum og handrit-
um. Og vitanlega fara svipaðar
athuganir fram um aðra meiri-
háttar höfunda um allar jarðir —
t.a.m. er til allmikið rit um hand-
rit og endanlega gerð skáldsög-
unnar Unglingurinn eftir
Dostoéfski (Dolinin: t sköpunar-
smiðju Dostoéfskis). En hér er
öðruvisi að farið. Hinar ýmsu
gerðir sögunnar i handritum eru
ekki viðfangsefni Eiriks Jónsson-
ar, heldur þær heimildir, bækur,
skjöl og annað, sem höfundur
hefurstuðst við, haft sem „vita á
siglingu” um sögunnar höf —með
öðrum orðum: það er fjallað um
þá undirbúningsvinnu sem unnin
er áður en textinn kemst á blað.
Eirikur hefur af mikilli elju og
þrautseigju skoöaö fornsögur.guð-
fræðirit, rimnasöfn, sagnaþætti,
bréfabækur, annála, alþingis-
bækurog margt fleira til að leita
af sér helst allan grun i þessum
málum — meira að segja kemur
við sögu metsölubók sem er spán-
ný þegar Islandsklukkan er í
smiðju. Áhverfanda hveli. Stund-
um þarf hann ekki langt að leita
(t.d. i málskjöl um Jón Hregg-
viðsson eða bréfasöfn Arna
MagnUssonar, stundum fær hann
leiðbeiningar úr minnisbókum
Halldórs sjálfs sem varðveittar
eru á Landbókasafni en oft hefur
hann brugðið sér i' ham hins bók-
menntalega leynilögreglumanns í
leitað orðsporum og staðreynda-
fórum.
Of eða van?
Nú er þaö varla á nokkurs
manns færi (nema sjálfs höfund-
A llir
hlutir
eru úr
nokkru
efni
• •• oc •
gjorðir
ar tslandsklukkunnar) að prófa
hve „tæmandi” eða nákvæm
þessi athugun er. Erfiðast er að
sjálfsögðu að vita hvort nokkur
fóng eru ófundin. öllu skárra er
að átta sig á þvi, hvort of margt
er týnt til. Það getur t.a .m. stund-
um legið við að tiltekið orðalag
Eirikur Jónsson: Án bóka landsins veröa meiriháttar verk hvorki
skrifuö né skilin.
eöa tilvísun.sem Eirikur Jónsson
minnist á, sé i þeim mæli sameign
landsmanna, að það geti-þess
vegna orkað tvímælis að reyna að
benda á tiltekna fyrirmynd (t.d.
þegar ummæli séra Sigurðar um
að hann sé „vonbiðill” Snæfriðar
eru tengd viö Laxdælu). Þessi
vafaatriði eru þó fá og verða ekki
talin til vænlegra lýta á bókinni.
Oftar en ekki verður lesandi
guðsfeginn þeim upplýsingum
sem hann fær, mismunandi ri"ku-
legum eftir inntaki kapítulanna
sem fjallað er um i hvert skipti.
Ég segi fyrir mina parta: mest
gagn mundi ég hafa af þvi efni
sem visað er til i tengslum við
landsöluumræðuna (Arnas og
Úffelen Hamborgari) i Eldur i
Kaupinhafn.
Aðföng og
tegundir verka
Undir lok bókarinnar segir Ei-
rikur Jónsson, „Islandsklukkan
vekur þann grun að mikil skáld-
verk islensk veröihvorki rituð né
skýrð án þess að dregnir séu lær-
dómar af bókum þeirra manna
sem lifað hafa i landinu”. Þetta
er ekki nema satt og rétt — og þá
ekki sist þegar hugsað er um
sögulega skáldsögu eftir mann
sem jafn vel kann til verka og
Halldór Laxness. Söguleg skáld-
saga, sem gerist i heillandi
spennu milli tima atburða og
tima ritunar, kref st þess beinlfnis
að höfundur hennar vinni undir-
búningsstarfs eins og það sem
Halldór hefur af höndum leyst og
Eirikur rekur af mikilli ná-
kvæmni og elju. En þar með er
ekki sagt að allir hafi vit á að til-
einka sér slik vinnubrögð þegar
þeirgægjast aftur i aldir —það er
svo önnur saga). Hitt er við ofan-
greinda athugasemd Eiriks að at-
huga, að föng i samtimaskáld-
verk eru að öðru jöfnu saman
dregin meðöðrum hætti en i sögu-
lega skáldsögu — eins og hann
hefur reyndar minnt á sjálfur i
greinum um Sjálfstætt fólk. Og
hefði gjarna mátt vikja að þvi i
leiðinni.
Ilvað er frumleiki?
Eins og vikið var að i viðtali við
Eirik Jónsson hér i blaðinu fyrir
einum þrem árum, þá mun mörg-
um Islendingi hætttil að lita svo á
aö athugun af þessu tagi varpi
nokkurri rýrð á „frumleik” höf-
undar. Slik viöhorf eru vitaskuld
byggð á misskilningi — einnig á
þeirri bernsku trú á innblásturinn
sem kemur fram i orðum barns-
insum Grýlu sem það hafði teikn-
að: „Ég fann hana sjálf i' hausn-
um”. Eiríkur segir réttilega i bók
sinni: „Samanburöur skáld-
verks og fanga höfundar leiöir
frumleik hans íljós.sýnir hvernig
hann notarafla sinn breyttan eða
óbreyttan, ellegar hvernig hann
verður honum hvati sjálfstæðrar
sköpunar. Frumleiki er ekki ein-
ungis fólginn i óháðri sköpun
heldur einnig og ekki siður i öflun
efnis og sérstæðri Urvinnslu þess,
nýrri skipan og samsetningu”.
Bök Eiríks er góð heimild um
það hvernig þetta gerist. Dæmin
tala mestan part sjálf, höfundur
er fremur hlédrægur i athuga-
semdum, kannski full hlédrægur.
Bókin er mikið eljuverk og rituð
con amore, af þeirri ást á
viðfangsefninu, sem ergóður afl-
gjafi hverju verki og kærkomin
okkurhinum, sem lika þykirvænt
um Klukkuna.
—áb
r
Arni
Bergmann
skrifar