Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.— 4. aprll 1982. stjórnmál á sunnudcgi Seljjan Helgi Vafamál á vordögum Þó á næsta leiti séu ærið af- drifarikar kosningar til sveitar- stjórna um land allt þá hefur allur undirbúningur þeirra verið sem i skugga þeirrar miklu landsmála- umræðu, sem allt annað hefur yfirskyggt siöustu vikurnar. Allir gera sér þó grein fyrir mikilvægi þeirra kosninga og úr- slita þeirra, þvi óbein sem bein áhrif þeirra á landsmálapólitik- ina hljóta að verða mjög afger- andi. Ef í kjölfarið fylgdi svo ný ríkisstjórn... Sigur ihaldsins er enn aöeins i málum þessum. Sum eru þess eölis, aö þau sýna hin glöggu skil, sem eru milli Alþýðubandalags- ins og annarra flokka, alveg sér i lagi i þjóöfrelsismálum, önnur sýna glögglega hve torsótt leiðin getur reynst i hinum viðkvæmu og vandmeðförnu málum þó hún sé vörðuð vönduðum undirbún- ingi og vinnu allri. Umskiptingsleikur Ekkert hefur þó vakið jafn- mikla athygli og sá furðulegi um- skiptingsleikur sem iðkaður hefur verið varðandi tillögur Hjörleifs Guttormssonar i þeim stóru ganginn” og „ákvarðanaleysið” er geymt en ekki gleymt, en ástæða umskiptinganna er aug- ljós. Astæðan er auðvitað sú, aö þá málglöðu óar við að gera upp hlutina i þessum vandasömu málum, jafnvel þó ráðherra hafi gert ákveðnar tillögur og stutt þær gildum rökum. Og nú skilja menn eflaust, hvar sem er i flokki, að engin tillaga varhrist fram úrerminni,engm lá á borðinu sem sjálfsagður hlutur — þaö þurfti rækilegar at- huganir — þvi m.a.s. að þeim loknum hefst fjaðrafok og vand- ræöafálm, þegar menn eiga að þeirrar næstu, ef áfram skulu tölur einar ráða. Lengi má deila um hvar steinullarverksmiðja skal risa, fyrst marktækari munur fæst ekki, en gyllingar ganga á vixl frá hvorum aöila um sig. Þar munu menn velja milli til- lögu Hjörleifs og tillögu sunnan- manna. Hitt er jafnvist, aö hávær hefðu ópin oröið ef engin tillaga hefði frá Hjörleifi komið, heldur hefði hann sagt: Þingið sker bara úr. Ég er hlutlaus. Vilja menn imynda sér öskuróperuna? Og óhjákvæmilega leitar hugurinn áfram á mið félaga Hjörleifs, þó i ööru sé. „Þá fóru um salinn fagnaðarlæti afturhaldsins, sem ábyrgðina ber á gömlu álsamningunum, en fáeinir Framsóknarmenn brugðu litum og sýndust mál greinilega gerast allblandin.” skoöanakönnunum DV., en fáir vilja hugsa þá hugsun til enda i alvöru, ef i kjölfarið fylgdi svo ný rikisstjórn sameinaðra aftur- haldsafla landsins i öllum Helgu- vikurflokkunum þrem. „Það er gott að gefa ykkur við- vörun” sagði ágætur kunningi á dögunum, ,,en auðvitað verðið þið að halda áfram og ekki má ihaidiö komast að” var svo fram- haldiö. Sannleikurinn, sem ég benti honum á, er auðvitað sá, að þessi „viðvörun” hlyti að þýða eitt, stjórnarslit og nýja ihaíds- stjórn. Ekki af þvi að Alþýðu- bandalagið vildi hlaupast undan ábyrgð heldur mundu einhverjir úr hópi samstarfsaðila okkar telja öllu óhætt um annað tveggja: Afarkosti i kjaramálum ellegar hermálum eða hvoru tveggja, sem hrekti okkur úr samstarfi, eða þeir hlypu sjálfir, svo sem ég veit að sumir hugsa i dag með ærna tilhlökkun efsta i hug. A Iþýðubandalagið í viglínunni Stórmál siðustu vikna, stórmál liöandi stundar staðfesta þetta. Þar hefur allt loft verið lævi blandið, hvert deilumálið á fætur ööru verið á döfinni — deilur risið hátt og hefur litt lægt enn. Einkenni allra þeirra er þó það, að þar er Alþýðubandalagið i vig- linunni fremstri og enginn þó meir en iðnaðarráðherra þess, Hjörleifur Guttormsson. Gildir þar einu, hvort frá Helguvik eða Straumsvik hefur verið róið eða hvort verksmiðja skal reist syðra eða nyrðra, að ekki sé nú um virkjunaráform rætt. Margt hefur leitað á hugann i málaflokkum er heyra undir hann. Nær frá þeim tima, er Hjörleifur settist fyrra sinnið i stól iðnaðarráðherra hefur ekki linnt árásunum á hann fyrir að biöa með ákvarðanatöku i þess- um stórmálum, gera ekki ákveðnar tillögur (grundaðar eða ekki hefur auðvitað ekki skipt máli). „Iðnaðarráðherra á að skera úr. Hann á að taka af skarið. Eftir hverju er beðið?”, hafa þeir kok- viðustu hrópað og á eftir hefur fylgt gamalkunn þula um skýrslur og rannsóknir, sem eng- an enda taki og enga þýðingu hafi. Varðandi þessa þulu er ég hins vegar sannfærður um að fram- tiöin mun meta þáttaskil þessara mála i stjórnartið Hjörleifs, þegar vönduð vinnubrögð gnæfa yfir ýmis glapræði fyrri ára. En menn þekkja þennan sibyljusöng og nú hlær öll þjóðin, þvi þegar Hjörleifur leggur tillögurnar fram studdar bestu vitneskju og athugunum öllum þá bregður svo viö að sömu „kjaftaskar” fara á kreik og kveina ýmist um „rangar tillögur” eða „hvers vegna var nú lagt til” eða svona sem kórónan á alltsaman: „Hvaö lá eiginlega á?” Já, „ósköp liggur Hjörleifi á” er nú orðiö orötak þeirra, sem áður þóttustu aðeins biða ákvarð- ana hans — ég segi ákvarðana en ekki tillagna, þvi þannig var oft- ast talað. Þeir æpa fyrst en þurfa svo tíma til að hugsa Moldrykið mikla um, „seina- axla ábyrgðina með Hjörleifi eða velja á milli. Jafnvelkrataskinnin, sem mest hafa skammað Hjörleif fyrir að skella sér ekki i næstu stórvirkj- un, segjast nú ætla að „taka sér góðan tima” og skoða Blöndu- málin. Ot úr þessu sem öðru skín það, að auðvitað hafa þeir einungis æpt og ókvæöisorðin hafa ekki verið spöruð, en nú á sem sé eftir aö athuga allt málið. Það bara gleymdist. Ekki gildir þetta siður um Geirsihaldið, sem veit nú ekki sitt rjúkandi ráð, eigandi að fara i alvöru að velja á milli virkjana og verksmiðja, en mega ekki halda áfram söngnum um sofandi iðn- aðarráðherra, sem stæöi i vegi fyrir öllum framförum. Og það verður raunar viðar uppi á teningnum japl og jaml og fuður. Ekki ætla ég að fara efnis- lega út i þessi stórmál. Vissulega heföi ég kosið þann kost framfyrir i virkjunarmálum, sem Fljóts- dalsvirkjun er og aö hagkvæmni hennar hefði orðið meiri en Blöndu og þar var lengi barist og m.a. bent á margt af Hjörleifi, sem inn i myndina ætti aö koma til viðbótar beinhörðum arð- semistölum, m.a. miðlunin og öryggið, já m.a. það sem nú brennur heitast á baki manna i Blöndumálum og Fljótsdals- virkjun á undan hefði leyst að langmestu leyti. Slikar ábendingar náðu illa eyrum og ekki veit ég hvar sumir ágætir landverndarmenn nyrðra voru þá. Blákaldar staðreyndir meirihlutafylgis við Blöndu byggðar á hagkvæmni og arð- semis-útreikningum hafa vitan- lega leitt málið i þennan farveg og við það verður að una. Er þá að vonum að ekki verði hik á vali Álmálið prófsteinn á þjóðina Sjaldan hefi ég lifað ömurlegri stund en þegar utanríkisráðherra i ofurmennisleik sinum á Alþingi á dögunum dylgjaði um veikan grundvöll Hjörleifs i álmálinu rétt fyrir viðkvæmar viðræður. Um aðra þætti þess ofur- mennisleiks skal ekki rætt hér, þar eiga öll mál eftir upp að ger- ast þó siðar verði. Ekki fæ ég mig til að trúa þvi, þrátt fyrir furðulegan málflutn- ing þessa ráðherra að við séum að lifa upp undarlegar tilhneig- ingar islenskra ráöamanna frá 1946—1949 eða 1951. En baráttan er þar öli eftir og aðeins spurt að leikslokum. Bar- áttan við álhringinn og alla hans liðsmenn er lika eftir lokaslagur- inn kann að vera skammt undan og við höfum heyrt undansláttar- hljóminn og aumingjahljóöin úr hverju afturhaldsskoti og margt hefur verið rætt við veisluborð ál- furstanna, sem best er að þögnin geymi. 1 þessari baráttu þarf öll þjóðin aö standa að baki ráðherra sinum, sem af ákveðinni einurð og óyggjandi rökum hefur af- buröa vel haldið á okkar málstað, þó úrtölur hafi hljómað i ólfkleg- ustu áttum. Já, jafnvel sjálfur utanrikis- ráðherrann reynir að leika hetju i ööru máli með þvi að láta ótæpi- lega i það skina, að ekki myndi Hjörleifi af veita, að „honum hjálpuðu allir heilagir” i álmál- inu, enda fóru um salinn fagn- aöarlæti afturhaldsins, sem ábyrgðina ber á álsamningunum, en fáeinir framsóknarmenn brugðu litum og sýndust mál skrifar greinilega gerast allblandin. En ofurmennisleikurinn dugði ekki. Af festu og einurð, en fullri kurt- eisi gaf Hjörleifur svar sitt við aödróttunum i þessu sem öðru og það var sem Ólafur missti eigin geislabaug ofan i milli fóta sér. En hér hæfir i engu háð um þetta mál, þó margt gefi tilefni til, þvi meira er i húfi. Almálið er bæði prófsteinn á is- lenska þjóð, staðfestu hennar og reisn gagnvart erlendu auðmagni og eins verður það viti til varn- aðar horft til framtiðar. Enga erlenda stóriðju Þvi nú veltur á miklu, að okkur takist að haga orkunýtingu okkar áþann veg að til farsældar leiði. A6 sá iðnaður sem upp ris verði af þvi tagi og þeirrar gerðar aö við höfum á fullt vald þjóð- hagslega séð. Aö virkjanir og orkuframkvæmdir leiði af sér fullan jöfnuð orkuverðs um allt land, þar sem allir sitja við sama borö, en gjafastefnan til útlend- inga verði grafin endanlega. Að fullt og óskorað forræði okkar verði tryggt yfir öllum nýj- um atvinnugefandi orkufrekum fyrirtækjum — að við ráðum þann veg sjálf atvinnu- og efna- hagsmálum okkar og allri fram- vindu þeirra. Um þetta snýst baráttan, þvi allir eiga að vita, að ef ekki tekst af fullri djörfung að móta og byggja upp islenska orku- stefnu — islenska orkunýtingar- stefnu nú meðan Alþýðubanda- lagið hefur tök á málum, þá munu erlend stóriðjuver verða stað- reynd framtiðarinnar, þar sem orka fallvatnanna verður áfram gefin útlendum auðjöfrum. Takist þetta ekki nú, þá mun ihaldiö með sinum meðreiðar- sveinum taka fagnandi upp gömlu orkusölustefnuna og telja fólki trú um, að við ráðum ekki við verkefni af þessu tagi, enda hafi það ásannast hjá „komm- unum”. Slikan eftirleik vil ég ekki horfa upp á og þvi er mótun islenskrar orkunýtingar og framkvæmdir i kjölfarið slikt grundvallaratriði, að öll hin smærri álitamál hljóta að hverfa i skuggann. Um þau á ekki og má ekki deila þegar spurningin er um eitt: Valið á milli erlendrar stóriðju eða inn- lendra fyrirtækja. Ég fæ enga glýju i augun varð- andi orkufrekan iðnað og stóriðja og aftur stóriðja sem lausnar- orð — eitthvert alfa og omega alls okkar atvinnulifs — það er fjarri mér — sú kenning er röng, sú kenning er hættuleg. Reisn og raunsæi ráði stefnumótun En einhver slik iðja ris i fram- tíðinni og þá skiptir öllu að hafa fullt vald á þróuninni, að fyllstu aðgátar sé gætt i framvindu þeirra mála, en mestu skiptir þó að það séum viö sjálf sem eigum og rekum þau fyrirtæki sem risa kunna. Stefnumótun og fram- kvæmd þessara mála er örlaga- rikari en flest annað fyrir is- lenska þjóð — fyrir islenskt þjóð- lif. Þar gildir að marka stefnuna af fullri reisn og af raunsæi um leið — alhliða stefnumótun i at- vinnumálum okkar i heild um leið — þar sem ein grein styður aðra — þar sem auður orkunnar helst i hendur við auð okkar á miöum og i moldu, á leiðinni til aukinnar og enn almennari vel- megunar. Okkar veröi yfirráðin, okkar að ráða ferðinni — okkar einna að nýta þann auö sem skapast. Svo rekum við herinn á endanum og siðast en ekki sist sigrum ihaldið á endasprettinum i vor. Og vafamál vordægranna veröa úrlausnarefni framtiðar- innar á vegi farsældar og frelis. I marslok 1982 HelgiSeljan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.