Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. april 1982. DlOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis btgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Frarakvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Biaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Olafsson, Magnós H. Gislason, Olafur Gislason, Oskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson Otiit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösia: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, sími: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnararcán Óskhyggja og getuleysi • Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hefur frá upp- hafi stuðst við nauman þingmeirihluta/ og stuðnings- menn hennar eru harla ólíkrar skoðunar og hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Því hefði mátt ætla að það væri létt verk að velta henni úr sessi, enda mörg átaka- og álitamálin sem hún hefur fengið við að glíma. Af þessum sökum hefur stjórnarandstaðan stundum tekið rokur og látið eins og skammt sé að bíða stjórnarslita. • Öskhyggja stjórnarandstöðunnar hefur komið fram í ýmsum myndum. Alvarlegasta óskhyggjukast- ið fékk Benedikt Gröndal þegar hann spáði því að skipt yrði um stjórn í landinu nótt í maí 1981. Stjórnin lifði valdadrauma Benedikts og mun væntanlega lifa stjórnmálaferil hans allan, en honum lýkur eins og kunnugt er af fréttum 1. september. Flestum stjórn- arandstæðingum á þingi fer eins og Benedikt að ósk- hyggja þeirra f lettir fyrst og fremst ofan af pólitísku ^getuleysi þeirra sjálfra. —ekh Miðbæj ardraumur V erslunarráðs • Þegar Verslunarráðið hef ur tekið völdin í Reykja- vík verður gamli miðbærinn tekinn í gegn. Þegar Davíð Oddsson verður farinn að gæta hagsmuna verslunarráðsins sem borgarstjóri rísa bílageymslu- hallir í miðbæjarkvosinni með bílabrautum út frá þeim í gegnum Hljómskálagarðinn og Tjörnina. Gott ef ekki verða endurvaktar hugmyndir íhaldsins um að leggja hraðbraut yfir Landakotstún og í gegnum Grjótaþorpið. • Stefna verslunarráðsins og Sjálfstæðisf lokksins blasti við er nýr meirihluti tók við í Reykjavík 1978: I miðbænum var dauð borg og auð torg. Stefnán var fólgin i því að biða þar til miðbærinn hefði grotnað svo .niður að lóðareigendur gætu átöiulaust byggt Morgun- blaðshallir og bílageymslur eins og þá lysti. Þessi stefna var ekki einasta í andstöðu við skoðanir al- mennings á gildi gamla miðbæjarkjarnans í borgar- myndinni, heldur einnig vafasöm frá sjónarmiði verslunareigenda eins og reynslan sýndi. • Fyrir tilstuðlan Alþýðubandalagsins var snúið við blaðinu 1978. Tekin var upp stef na aðlögunar og varð- veislu, hafin uppbygging Bernhöftstorfunnar, gert deiliskipulag af Grjótaþorpi og Pósthúsreit, og undir- búin samkeppni um skipulag miðbæjarkvosarinnar, sem fram fer nú í sumar. Miðbærinn sem gleymdist og týndist í aðalskipulagi íhaldsins frá 1962 fannst á ný, og þegar hafa orðið umskipti i bæjarlíf inu á þessu svæði sem eru vegvísir inn í f ramtíðina. • Eigendur fasteigna í miðbænum þurfa að fá fast land undir fætur, þannig að þeir geti miðað f ramtíðar- starfsemi sína við skynsamlegt skipulag. Miðbænum ’ á ekki að breyta í bílageymslur, stórbrautir og bíla- brýr, heldur miða að því að rýmileg bílastæði verði í útjöðrum miðbæjarkvosarinnar fyrir þá sem stunda þar vinnu, en eingöngu stöðumælastæði verði í mið- bænum sjélfum fyrir aðvífandi umferð. Tveir af hverjum þremur sem í miðbæinn koma gera það gangandi eða með almenningsvögnum samkvæmt könnun frá 1978. Hvarvetna i erlendum borgum eru eldri miðbæjarkjarnar að mestu fyrir gangandi fólk, og þykir flestum það æskileg þróun. • En hér er komið kosningamál. Reykvikingar eiga þess kost að velja á milli stefnu Verslunarráðsins og Sjálfstæðisflokksins annarsvegar og stefnu Alþýðu- bandalagsins hinsvegar hvað snertir þróun miðbæjar- ins. —ehk úr aimanaMnu flugvellir flugskýli Atburöirnir við Isafjaröar- flugvöll, er ein af Fokkervélum Flugleiöa var hætt komin vegna sprengingar í hreyfli, hafa hrundiö af staö mikilli umræöu manna á meöal um flugmál hér á landi. tslendingar þurfa flestir hverjir aö feröast mikiö og feröamátinn tengdur fluginu er i langflestum tilvikum sá aö- gengilegasti. Sá sem þessar lin- ur ritar er einn þeirra, sem þurft hefur mikiö á flugi aö halda. Þeytingur frá Reykjavik til ísafjaröar, Vestmannaeyja, Noröfjaröar, Sauöárkróks, Ak- ureyrar, Húsavikur svo nokkrir staöir séu nefndir, hefur komist upp i vana sem eigi veröur af látiö, a.m.k. ekki alveg á næst- unni. Þessi feröalög eru aö mestu leyti tilkomin vegna þeirra keöju helgarskákmóta sem sá ágæti maöur Jóhann Þórir Jónsson innleiddi hér snemmsumars 1980. Flugvellir landsins augum baröir meö taktföstu millibili. Ekki svo aö skilja aö þessi þeytingur milli staöa sé svo ýkja merkilegur. Hitt er svo annaö mál aö undirritaöur er einn þeirra fjölmörgu sem vitn- aö getur um merkilegt aöstööu- leysi, fyrir alla þá sem eitthvaö koma nálægt flugi. Sem dæmi er hægt að taka vél nýlenta á einum af flugvöllum landsins. Farþegar svipast um, sjá e.t.v. skúrgrey, sem ókunnugum a.m.k. viröist vera þarna niður- komiö fyrir næstum fullkominn misskilning. Skúrinn er þó i all- mörgum tilvikum i' senn flugstöðvarbygging, farþega- skýli, flugturn o.s.frv. Gott ef ekki slökkviliösstöö. Þægindi i þessum skúr eru vitanlega af skornum skammti. Farþegi sem bíöur eftir flugi getur i hæsta lagi látiö sig dreyma um aö ná sæti. Gos, sælgæti ellegar tóbak er munaðarvara sem ekki sést. Hvaö flugvelli landsins varö- ar þá munu aðeins þrír vellir standa undir nafni sem slfkir. Helgi Ólafsson skrifar Reykjavikurflugvöllur, Kefla- víkurflugvöllur og Akureyrar- fiugvöllur eru allir meö bundiö slitlag, öryggisaöstaöa er góö eöa a.m.k. viðunandi og aöstaöa fyrir farþega og áhafnir i lagi. A Egfisstööum, þar sem flugvöll- urinn sinnir Austurlandi aö mera eöa minna leyti, er ástand vallarins meö þeim hætti aö vafasamt er taliö aö hann fái aö standa óbreyttur mörg ár i viö- bót. Hann stendur á landi sem sigur sifellt. A Sauöárkróki er i bfgerö aö leggja bundið slitlag i sumar en tvisýnt er um þær framkvæmdir. Völlurinn er þó vel I sveit settur hvaö viövikur flugskilyröum. 1 Vestmannaeyjum er aöstaöa til muna betri en lengi var. Völl- urinn er oröinn mun stærri og glæsileg flugstöövarbygging hefur veriö reist. Bundiö slitlag þó ókomiö Vellir eins og á ísafiröi og Neskaupstaö eru ákaflega van- búnir hvaö varöar öryggisatriði og reyndar má segja það sama um obbann af minni flugvöllum landsins. Eftir atburðinn á Fokkernum rann mönnum ástand Fokker- véla Flugleiða til rifja eöa öllu heldur aldur þessara véla. Yngsta vél Flugleiöa er frá 1972. Hinar vélarnar koma frá verk- smiöjunum allt frá 1968. Og þaö er eftirtektarvert aö endurnýj- un er ekki i sjónmáli. Forráöa- menn segja aö innanlandsflugiö sé 1 fjársvelti og þá má e.tv. til sanns vegar færa. Varla veröa þeir peningar þó teknir beint frá farþegum. 1 þvf sambandi má minna á aö ferö fyrir einstak- ling t.d. Reykjavik — Sauöár- krókur — Reykjavík kostar eitt- hvaö í kringum 900 krónur og þykir vist mörgum nóg um. Og þá kemur aö þeim þætti flugsins sem vegur oft æöi þungt á metunum þegar menn ákveöa aö fara akandi til t.d. Akureyrar I staö þess að fljúga þangað. Flughræöslunni. Svo kyrfilega er búið aö ala upp I fólki flug- hræðsluna hér á landi aö þeir menn eru I greinilegum minni- hluta sem nokkurn veginn kviöalaustir stiga upp i flugvél. Einn af þekktari andans mönn- um hér hefur útskýrt flug- hræöslu sina meö þeim orðum, aö þaö sé manninum ekki eöli- legt aö fljúga og þvi séu það einungis heimskir menn sem ekki skelfist flugiö. Ot af fyrir sig smellin setning en ristir ekki djúpt. Fjölmiölar einkum dag- blöðin leggja sig i framkróka viö aö útskýra allt niöur i smá- atriði ef flugóhapp veröur. At- buröirnir viö Isafjörö eru gott dæmi um þetta. Dagblaöiö & Visir varmeira og minna undir- lagt af fréttum um atburöarás- ina I sambandi viö flugóhappiö. Aörir fjölmiölar komu ekki langt aö baki. Nú er þaö al- kunna aö margfalt áhættu- minna er aö fljúga en t.d. aö aka bfl. Að þvi viöbættu aö flugvélar þær er hér annast innanlands- flug eru i stööugri skoöun fær- ustu manna. Engu aö siöur get- ur eigandi ámátlegustu bil- druslu heims verið yfir sig hræddur aö vélin sem hann ferðast i missi mótor. Kominn á völlinn stigur hann upp i áður- nefnda bifreiö og lætur sér ekki til hugar koma aö þar fari eitt- hvað úrskeiöis. Véiin gefi sig? Otilokað! Fjölmiölar hafa gert lif margra flugfarþega óbæri- legt og gera þaö sjálfsagt áfram. Merkilegt nokk, eins og flugferð ætti raunverulega aö vera ánægjulegur atburöur. Svo kemur maöur i sjónvarp- iö, mitt i allri umræöunni um hvað gera eigi viö blessaðan Reykjavikurflugvöll. Búiö er aö birta marga langlokuna i blöð- unum um völlinn, flutning hans hingað og þangað, en þó hefur uppstilling efnisins verið með þeim hætti aö almenningur hef- ur hvorki botnaö upp né niður I efninu. Þessi maöur sem mættur var I Sjónvarpiö, heitir Ömar Ragnarsson og þó hann heföi ekki mikinn tima til aö út- skýra mál sittþá lagöi hann alla sérfræöinga aö velli sem hafa reynt hiö sama áöur. Hann sýndi hvernig sérfræðingur get- ur miölaö af þekkingu sinni á þann hátt aö allir skilji. Þökk sé honum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.