Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 24
DJOÐVIUINN Helgin 3,— 4. april 1982. nafn vikunnar Páll Pétursson Páll Pétursson, alþingismaður frá Höllu- stööum er nafn vikunnar aö þessu sinni. Þaö eru ekki margir menn sem hafa reynst jafn ýtnir og fylgnir sér á alþingi og Páll Pétursson I Blöndumálum. Og þó þingmenn kokgleypi ekki allar fullyröingar Páls i þessu máii, er Ijóst aö meö þrautseigju hans i málinu hefur unnist timi. A þessum tima hefur þingmönnum og fleiri þjóöfélagsþegnum gef- ist tóm til aö kanna málin nánar og leita annarra leiöa, sem hugsanlega gæti rikt meirifriöur um. Flest bendir til þess I augnablikinu aö öllum sé áfram um aö finna aöra virkjunarleiö en virkj- unartilhögun 1 viö Blöndu meö 420 gigalitra miölunar- lini. þarsem 5(> ferkilómetrar af grónu landi yröi sökkt undir virkjunarlóniö. Páll Pétursson er af þvi þekkta kjaftakyni sem kennt er viö Guðlaugsstaöi. Þeir ættmenn hafa löngum valist til forráöa i Húnaþingi og á þing þjóöarinnar. í seinni tið hafa þeir frændur tengst Framsóknarflokknum (af þessu kyni er þó Hannes Hólmsteinn og margir frændur hafa komiö við sögu þjóöfrelsishreyfingu og sósialisma, þannig aö Framsóknarflokkurinn hef- ur ekki reynst einhlitur vett- vangur). Af Guölaugsstaða- kyninu eru margir búskörungar og þjóðmær- ingar. Yfirleitt hafa þeir þótt miklir atkvæða- og atgervis- menn, þarsem þeir hafa komið við sögu. Engir veifiskatar. Páll Pétursson hefur eins- og þeir ættmenn reynst erf- iður i taumi hjá Framsóknarflokknum (syst- ursonur Björns á Löngu- mýri). Hans pólitiska hjarta slær vinstra megin og maðurinn er herstöðvaand- stæðingur. Það er þvi sagt að Páll hafi ekki átt uppá pall- borðið hjá Ölafi Jó- hannessyni Fljótamanni, sem réði lögum og lofum á framboöslista Framsóknar- flokksins i Norðurlands- kjördæmi vestra til skamms tima. Þar er lika þraung fyr- ir dyrum, og margir vilja hnossin hreppa — að verða þingmenn. Magnús á Sveinsstöðum hefur reynt að keppa við Pál og látiö i minni pokkann. Sumir óttast refsi- aðgerðir við Pál heima i héraði fyrir næstu kosn- ingar. En trúlega nýtur Páll þá harðfylgni sinnar i Blöndumálinu, en hann hefur aflaö sér trausts og virðingar langt út fyrir flokksböndin i málinu. Ef flokkurinn tæki um refsivöndinn —- mætti búast við sérframboði. Svo eru þeir (einsog Pálmi Jónsson) sem telja Pál hafa vanvirt alþingi með um- mælum sinum siðustu daga. Hvað um það. Blöndu- málum er ekki lokið og er nú leitað tilbrigða. Páll Pét- ursson á erfiða daga fram- undan, en vel hefur land- verndarmönnum tekist aö virkja Pál. — óg./— mhg. Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til löstudaga. Helgarsími afgreiðslu 81663 Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum stmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí. Aðalsími Kvöldsimi 8x285, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins 1 sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Uppboðum fylgir sérlegur fiðringur, spenningur og jafnvel múgæsing. AAenn seiðast i leikinn og láta jafnvel ekki af boðum fyrr en þeir eru komnir á hausinn ellegar eiga ekki fyrir vör- unni. Þegar þeir koma heim eru þeir svo kannski með húsgagn sem þeir hafa ekkert við að gera eða skó, tveimur númerum of stóra. Þessa dagana stendur yfir geysimikið upp- boð í uppboðssal Tollstöðvarinnar á þrotabúi Hreins Líndals, bæði innbúi hans og tískuverslun. Þegar blaða- mann Þjóðviljans bar þar að í byrjun uppboðsins á miðvikudag var þar al- deilis handagangur i öskjunni og reyndar var ekki laust við að sú til- finning léti örla á sér að þarna væri saman kominn hópur hrægamma að steypa sér yf ir bráð. Uppboðs- stemning í Tollstöðinni Hvað ætli væri nú bjóðandi i svona dulu. „Hrægammar Jónas Gústafsson uppboös- haldari kemur sér fyrir i jarð- föstum stól á slaginu fjögur og fjölmargir aðstoðarmenn eru á þönum i kringum hann innan um dýrindis húsgögn, postulín, kjóla, peysur, skartgripi, slæður og skó. Eftirvæntingarkliður fer um salinn. Jónas tilkynnir uppboösskil- mála og m.a. það að 26% leggist ofan á það verö sem varan er slegin á i söluskatt og umboös- laun, allt nema húsgögn og eitt- hvaö fleira. Fyrst er byrjað á skyrtu. Hún er verðlögð á rúmar 500 krónur út úr búö. Fyrsta tilboð 10 krón- ur, siöan 20, 30, 40, 60, 70 og 80. Fyrsta, annaö og.... skyrtan slegin á 80 krónur. Þaö gera tæpar 100 krónur út. Næsta skyrta fer hins vegar á 160 krón- ur sem gera 203 krónur úr vasa. tJlpa, sem kostaði 1960 krónur i búðinni fer á 570 krónur og þar fram eftir götunum. Aberandi margar konur eru hér i dag og sumar með börn meö sér þvi að skerandi barns- grát má heyra i miöju manns- hafi. Jafnóðum og hlutirnir eru slegnir verða þeir heppnu (eöa óheppnu) að borga en stundum er erfitt að finna þá I kösinni. Þeir sem aftastir eru geta hvergi sig hreyft en það er bót I máli aö margar hjálpfúsar hendur eru á lofti. „Garðar minn, þú verður aö koma og borga, það er ekki nóg að benda”, segir uppboðshald- arinn og leikur við hvern sinn fingur. En stundum verða hin- um mistök á. Einu sinni slær hann seðlaveski á 100 krónur sem aðeins hafði veriö boöiö 10 krónur I. Hann lætur sér þó hvergi bregöa og segir: „Ef þið viljiö fara hægt upp i 100, þá er yfir bráð” það allt i lagi” og byrjar upp á nýtt og brátt eru tilboðin komin upp fyrir 100. Ekki heyrast alltaf tilboð úr aftari röðum og sumir eru of lágmæltir. Kona hrópar gremjulega: „Heyrðu vinur, þaö var ég sem bauð 400, þarf maður aö vera I fremstu röð til að fá eitthvað?” En uppboðs- haldarinn áskilur sér allan rétt til að velja úr jafnháum tilboð- um. Þaö eru reglurnar. Aðstoðarmennirnir eru á öll- um aldri og mjög áhugasamir. Næsta númer er forláta hvitur jakki sem Jónas segir vera úr leöri en efasemdaraddir heyr- ast úr salnum svo að Jónas dregur i land og segist enga ábyrgð bera á þvi að jakkinn sé úr leöri. Þetta veröur til þess að allir aðstoöarmennirnir gripa I jakkann mjög sérfræðingslegir og sumir þefa af honum. Þaö gera lika þeir sem eru I fremstu röö i salnum og i seilingarfjar- lægð. Verð jakkans út úr búö var rúmar 1500 krónur og sá sem hreppir hann hér fær hann á 140króna lægra veröi. „Það er peningur lika” segir Jónas. Skórnir eru mesta áhættuspil- ið þvi aö itölsk númer eru vist dálitið á skjön við venjuleg skó- númer. Þegar fyrsta pariö er boðið upp segir uppboðshaldar- inn kankvislega: „Ég tek það fram aö ekki er nú hægt að skipta ef varan skyldi ekki passa”. Alls á aö bjóöa upp 2093 stykki svo að hér verður aö halda vel á spööunum. „Opna betur eins og tann- læknarnir segja” heyrir blaða- maður uppboðshaldarann segja þegar sá fyrrnefndi gengur út i góða veörið. Ekkert lát er á skemmtuninni. — GFr Athyglin er greinitega ekki sofanai. (Ljósm.: —gel.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.