Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 18
e ■( < 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. aprll 1982. dægurtonlist Hljómleikar ýmisskonar Nú fer senn að liða að hinum margumtöluðu tónleikum sem „Þeysarar” og félagar standa fyrir. Ekki er að efa að það sem heyrist I Félagsstofnun Stúd- enta mán. 12. april (annan i páskum) á eftir að koma mörgum á óvart. Eins og getið var um hér á siðunni munu hijómsveitirnar Þeyr, Von- brigði og Iceland með Jazz i broddi fylkingar magna upp dularfulla strauma. 1 dag halda Þursar sina fyrstu opinberu tónleika á höfuð- borgarsvæðinu á þessu ári. Tón- leikarnir verða i Háskólabiói og hefjast klukkan 17. Það er ekki aö efa að kátt verður i „höli- inni” i dag, enda Þursar al- kunnir fyrir að byggja upp góða stemmningu. Nú, svo má ekki gleyma tón- leilcum Jazzvakningar á Broad- way á mánudag með banda- risku hljómsveitinni Art En- semble of Chicago. Jón Viðar Sigurðsson skrifar Art Ensamble of Chicago. Hljómieikar þeirra eru ekki „bara” tónlistarflutningur, segir i fréttatilkynningu frá Jazzvakningu. Þeir sem viija sjá hvaö þeir hafa meira upp á aö bjóöa, geta skellt sér i Broadway á mánudagskvöid. Jag og Geordie úr Killing Joke á blaöamannafundi á Hótel Borg s.l. sumar. Inni I myndinni er Þeyr, Ljósm.: — gel. Þursaflokkurinn leikur I Háskólabiói I dag, iaugardag, kl. 17.00. 1|1\ í-S ,1 W?> . R -k j Kr ' ** yfl® Sævar, söngvari Spilafifla. Ljósm.: er nafn á tveggjalagaplötu sem Spilafifl sendu frá sér fyrir stuttu. Spilafifl hafa verið starf- andi um tíma þtítt ekki hafi farið hátt um þá starfsemi. Hljóm- sveitin lét fyrst til sin heyra fyrir alvöru á hinum eftirminni- legu hljómleikum „Annað hljóð i skrokkinn” siðast liðið sumar og kom þá verulega á óvart. Tið mannaskipti hafa háð hljómsveitinni og var það ekki fyrr en á tónleikum á Borginni ekki alls fyrir löngu sem hún komst i svipaðar hæðir og á hljómleikunum i Höllinni. Hljómsveitina i daga skipa þeir: Sævar Jónsson söngur, örn Hjálmarsson bassagitar, Einar Pálsson hljómborð og Halldór Lárusson trommur, Þegar platan var hljóðrituð var hljómsveitin skipuð Sævari, söngur og trommur, Emi gitar, Birgi Mogensen á bassa og Jó- hanni Kristinssyni, á hljóm- borð. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna var platan hljóðrituð á timabilinu 3.-30ijúni i fyrra. Ég hef ekki hugmynd um hvers Sig. Sverrisson. vegna útgáfunni seinkaði svona. Hvað um það, platan er góðra gjalda verð eftir sem áður. Lögin tvöheita „Playing fool” og „SælP' og það siðarnefnda er óneitanlega skemmtilegra þótt „Playing fool” sé siður en svo slæmt lag. Tónlist Spilafiflanna var á þessum tima á svipaðri linu og hjá Talking Heads, sér- staklega er það áberandi i „Sæll”, og ekki nema gott eitt um það að segja. Hljóðfæraleikur er ágætur, ekkert undur en stendur vel fyrir sinu. Þeir komast sæmi- lega frá sinu nema ef vera. skyldi Sævar sem leikur þarna á trommur, enda alls ekki vanur að leika á þetta hljóðfæri. Aftur á móti kemst hann vel frá söngnum. öm á einnig góða spretti i „Sæll”. 3*-30. jiíní er ágæt plata og sýnir aö ýmislegt bjó i hljóm- sveitinni. En ég hef þá trú að hljómsveitin sé betri i dag en hún var þegar platan var hljóð- rituð og þvi aðeins að vona meira heyrist frá þeim á næst- unni. Ein hinna mörgu reggae hljómsveita i Bretlandi um þessar mundir er Black Uhuru. Hljómsveitin hefur starfað i nokkurn tima og sent frá sér a.m.k. þrjár breiðskifur. Ekki alls fyrir löngu sendi hljóm- sveitin frá sér hljómleikaplöt- una Tear it up — iivesem hljóð- rituð var i hljómleikaferð á Ev- rópu siðastliðiö ár. Hljómsveitina skipa söngvar- arnir: Duckie Simpson, Michael Rose og Puma Jones en hún er ein fárra kvensöngvara sem eitthvað kveður að I reggaenu i dag. Puma kom fyrst til sög- unnar á seinustu plötu hljóm- sveitarinnar, Red, en hafði starfað með henni i einhvern tima þar á undan. Á þessari plötu njóta þau að- stoðar Robbies Shakespeare og Slys Dunbar, en þeir félagar eru eitt þekktasta bassa - trommu-par i reggaenu nú. Þessmá til gamans geta að þeir félagar voru með Ian Dury á seinustu plötu hans, Lord Up- minister- Aðrir sem koma við sögu eru gitarleikarnir Mikey Chung og Darryl Thomson, hljómborðsleikarinn Keith Ster- ling og Skyjucie á ásláttar- hljóðfæri. Hljóðfæraleikur plöt- unnar er góður enda þrælmagn- aö lið hér á ferð. Söngur Black Uhuru er mjög góður og gaman að heyra hve Puma kemur sterk út. Hún syngur ekki eingöngu bakraddir ems og vel flestar reggae-söng- konur gera i dag. Textar plötunnar eru góðir, a.m.k. þeir sem ég skildi, en stundum er erfittað greina hvað þau eru að syngja. Boðskapur plötunnar sver sig nokkuð i ætt við nafn hljómsveitarinnar, en Uhuru sem tekið er úr Swahili þýðir frelsi. Tear it up — live er afspyrnu góð reggaeplata og sérstaklega þegar þess er gætt að hér er um hljómleikaplötu að ræða. Þaðer mikill ferskleiki og hressileg- heit yfir þessari plötu og það verður að játast að betta er með betri reggae-plötum sem ég hef hlustað á á þessu ári. Upptökurnar eru allar mjög Svartfrelsi Siy Durnbar og Robbie Shakespeare koma viða við sögu i reggai hljómlistinni. góðar og „sándið” gott. Sem valinfyrir þá sem ekki eru farn- sagt fyrsta flokks plata og til- iraðhlustaáreggae.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.