Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 7
Helgin 3.—4. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ræöa Steinunnar Jóhannesdóttur á útifundi herstöðvaandstœðinga á þriðjudag BREIÐHOLTI SÍMI76225 Félagar. Samherjar. Aðrir sem til mjn heyra. Ég stend ekki hér i dag til að segja neitt nýtt. Ég stend ekki hér til að tala um það, sem þið hafið aldrei heyrt áður, ég stend hér til að segja það sama og hundruð og þúsund og miljónir manna hafa sagt á undan mér og eiga eftir að segja, að ég skelfist tilhugsunina um strið og biðji um frið. Einu sinni á ári eru jól, einu sinni á ári eru páskar, einu sinni á ári er sautjándi júni, einu sinni á ári er 30. mars. Allt eru það dagar, sem menn minnast, af þvi þá geröust tiðindi, sem skiptu sköpum fyrir marga. Sið- an gleðjast þeir eða hryggjast árlega upp frá því. t dag er 30. mars, og við erum hér saman komin til að hryggj- ast. Til að hryggjast yfir þvi að 30. mars 1949 var samþykkt á Alþingi tslendinga að farga ny- yfiriystu ævarandi hlutleysi hins unga lýðveldis og ganga i hernaðarbandalagið Nató. Inni i þessu gráa grjóti ákváðu 37 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks að láta undan þrýstingi Bandarikjastjórnar og narra þjóðina vopnlausa til þátttöku i voldugasta hernaðarbandalagi heimsins. Varsjárbandalagið varð ekki til fyrr en sex árum siðar sem svar. Gegn þessu greiddu atkvæði 10 þingmenn Sósialistaflokksins, tveir Al- þýðuflokksmenn og einn Fram- sóknarmaður, en tveir sátu hjá. Tillaga um að leggja málið i dóm þjóðarinnar i þjóðarat- kvæðagreiðslu var felld. Meiri- hluti islenskra þingmanna var jafn hræddur við þjóðarviljann þá og meirihluti spænskra þing- manna nú þegar svipuð átök eiga sér stað þar i landi vegna inngöngu Spánar i Atlantshafs- bandalagið. Nýlega laus undan oki fasismans fær almenningur á Spáni ekki aö láta i ljós vilja sinn 1 þessu máli nú frekar en Islendingar árið 1949. Almenn- ingur er aldrei spurður að þvi beint,hvort hann vilji hernað og styrjaldir, af þvi' að þvi hlýtur hann alltaf að svara neitandi. Almenningi er alltaf att út í strið, almenningi er alltaf fórn- að i striði. Og 30. mars 1949 tóku 37 þing- menn ákvörðun, sem hlýtur að leiða til þess, að islenskum al- menningi verði fórnað, næst þegar dregur til tiðinda hér i okkar heimshluta, nema nægi- lega margir verði til að breyta þeirri ákvörðun. Inngöngunni i Nato fylgdi nefnilega bandarisk herstöð tveimur árum siðar. Herstöð, sem dregur að sér sprengjur óvina Bandari'kjanna eins og segull og gerir þá sjálf- krafa að okkar óvinum. Eftir að við gerðumst svo nánir vinir Bandarikjanna, glötuðum við frelsinu til að velja okkar eigin óvini; i þeim efnum eru það .bandariskir hagsmunir sem ráða. 30. mars 1949 er dagurinn, þegar staðfest var, að nýtt nið- urlægingartimabil væri hafið i sögu Islands, þess Islands sem átti að baki merkilegri frelsis- baráttu en önnur lönd, vegna þessaðhún var háðmeð rökum, með oröum einum að vopni, þeim vopnum, sem eru sæmi- ÚRNATÓ HERINN BURT legustsiðuðum mönnum. Og við erum hér saman komin i dag til að harma þennan slöasta kafla Islandssögunnar og krefjast þess að endir verði bundinn á hann. En krafan er ekki bara borin fram af þvi þjóðarstoltið sé særtj litlar þjófár og fátækar hafa mikla þjálfun i þvi að þola langvarandi niðurlægingu af hálfu hinna riku og voldugu, nei krafan er borin fram af sifellt meiri þunga, vegna þess, að verði ekki umsvifalaust hafin niðurtalning i vopnabúrum heimsins, þá munum við öll deyja. Lika þeir riku, lika þeir voldugu. 1 næsta sinn förumst við öll. Þegar geislavirkt regniö fellur á jörðina eftir kjarnorku- striö, lognast lifið út af og ekk- ertverðureftir, ekki einn piltur, ekki ein stúlka, ekki eitt blóm. Sá friður sem þá hefur verið tryggður með vopnavaldi er friðurdauðans. Hinn eilifi friöur hins algjöra dauða. Þetta er sú skelfing, sem mannkynið verð- ur að fara að horfast i augu viö, allt mannkynið, ekki bara þeir óbreyttu, heldur lika leiðtogar þess, visindamenn og vopna- framleiðendur, þeir sem kalla sig eigendur þekkingar, auðs og valds.Þaðmun ekki verðanein- um til lifs að loka augunum. Ég gæti reynt að nefna tölur, sem bera geggjuninni vitni, sem altekur þá, sem ráða feröinni. Ég las i Newsweek að 7 billjón- um Bandarikjadollara væri varið til hergagnaframleiðsl- unnar iheiminum I dag. Það er stjarnfræðileg upphæð, sem ég hef ekki skynsemi til að skilja, allra sist, þegar ljóster að mik- ill meirihluti barna jarðar býr i hreysum og sveltur heilu hungri. Ég skil ekki heldur til hvers þarf að koma fyrir kjarn- orkuvopnum í Evrópu i þvilik- um mæli, að þau dugi til að tor- tima álfunni og öllum hennar innbyggjurum 30 sinnum. Eitt sinn skal hver deyja, það er staðreynd, sem ég skil, og siðan taka aðrir við að lifa. En það er vitfirring að undirbúa mann- kynsmorð 30, 40 eða 50 sinnum i öryggisskyni. Ég skil eitt lif, þetta lif, það lif, sem tekur konuna niu mán- uði aö ganga meðog þjóöfélagið 15 - 20 ár að koma til manns og ég mótmæli af öllum lifs og sál- ar kröftum, að það megi siðan sprengja það lif i tætlur á 20 sek- úndum. Lifið i minum eigin börnum, eru e.t.v. þau verð- mæti, sem ég skynja best, og þó að mig dreymdi um i minni móðurlegu eigingimi, að þeim yrði þyrmt eöa þeirra börnum, þá veitég að það er blekking og tál. Engu mannsbarni verður » þyrmt. Þess vegna stend ég hér nú fyrir framan Alþingishúsið og vona að orð min berist inn fyrir þessa þykku múra til Is- lenskra ráðamanna, sem bæði eiga börn og barnabörn. Hættið við fyrirhugaðar framkvæmdir i Helguvik. Engar fleiri birgða- stöðvar fyrir eldsneyti á her- flugvélar, sem æla helsprengj- um yfir lönd og höf, yfir fólk og fénað. Þvi þó aö Alþingishúsið sjálft kynni að standast nift- eindasprengjuna, þá geriö þið það ekki. Ekki frekar en við, sem himum hér úti i vætunni. Ef þið viljið afvopnun, þá byrjið hérna heima. Leggið niður her- stöðina iKeflavik, friðlýsið haf- ið hér i kring, gerist bandamenn þeirra, sem berjast friðsamlega fyrir friði, gerist herstöðvaand- stæðingar. ÍSLAND tJR NATÓ. HERINN BURT. Friður vopnavaldsins er friður DAUÐANS Oýrasti ferðamátinn sumarið 1982 KAUPMANNAHOFN Fjölmargar gerðir bíla - Ótakmarkaður akstur. 2 vikur 3 í bíl kr. 5.440.- á mann / 3 vikur 5 í bíl kr. 6.503.- á mann, ¥ W S 26900 ” Umboðsmenn um alit land URVAL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.