Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. april 1982. Stefán Jónsson alþingismaöur: Persónulegri sendingu svarað Svo fer þeim, sem ekki lesa Helgarblað Þjóð- viljans: Þar fórst mér klaufalega sem stundum fyrr, aö lesa ekki ntígu vel HelgarblaöiB 21. mars, geröi þaö raunar ekki fyrr en sjö rokkn- um einmánáöardögum siöar að einhver sagöi mér aö ég hefði fengiö þar persónulega sendingu, athyglisveröa að vonum, frá Thor frænda minum Vilhjálmssyni. Ekki stafaði þó þessi vangá af óhóflegu brennivinssvolgri eins og Thor gefur i skyn aö hrjái vit- undariif mitt. Hugurinn var bara annars staðar um þær mundir i nokkurnveginn lögmætum einka- erindum. Ættu þó raunar þing- menn Alþýöubandalagsins aö hafa lært það i senn af mannkyns- sögunni og reynslunni að snúa ekki bakinu i andvaraleysi viö eigin herbúðum. Yfirlit um ræðuhöld S.J. á þingi Norðurlandaráðs Ég tók ekki til máls um bók- menntaverðlaun Noröurlanda- ráðs við umræöur á þinginu i Hel- sinki. Af hálfu okkar Alþýðu- bandalagsmanna fluttu þeir skrifaðar ræður Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson, en ég tók þátt i umræðum um rétt Is- lendinga til að afla sér bjargar úr sjónum með hæfilegu tillitá til fagurfræðilegra sjónarmiða stór- borgarbúa Vestur-Evropu. Ég ræddi þar einnig um þá nauðsyn okkar að Norðurlandaráð standi við fyrirheit sin um styrk til þess að koma á reglulegum samgöng- um á sjó milli Skandinaviu, Is- lands og Færeyja. Siðast en ekki sist blandaði ég mér i býsna snarpar umræöur um vandamál hassneyslunnar á Noröurlöndum, mælti þar fremur gegn þvi að treystyrði eingöngu á hertar lög- regluaðgerðir og þyngda refsi- dóma til úrbóta á félagslegu böli. Þar kom ég að þeirri skoðun minni að sá ásetningur væri góö- ur að gera Norðurlönd að eitur- lyfjalausu svæði, að þvi marki skyldi keppt og miklu til kosta aö ná þvi. Þó taldi ég aö ekki væri slður mikilvægt að gera Norður- lönd, að Islandi meðtöldu, að kjarnorkuvopnalausu svæði, að þvi yrði að keppa af enn þá meiri einurð, þvi meiri hætta stafaði Norðurlandaþjóðum af kjarn- orkuvopnunum en hassinu. Þetta er ágripskennt yfirlit um þau mál sem ég lét mig skipta á þingi Norðurlandaráðs, og þess vegna hefði ritstjórn Þjóðviljans mátt inna mig eftir gangi þessara mála áður en hún birti grein Thors, að ekki mun þaö merkjast á greinar- góðum frásögnum skandinavisku pressunnar af þinginu að blaða- menn hafi merkt kémísk áhrif á tungutaki minu á þeim vettvangi. Sverris þáttur Hermannssonar Það var Sverrir Hermannsson, sem ræðuna flutti um bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Hún birtist i' heild i Morgun- blaðinu i sömu viku. Þar geta menn séð svart á hvi'tu að ekki lastaði ræðumaður þá höfunda sem verðlaunin hafa fengið, alls ekki þá islensku og sist Snorra Hjartarson. Á hinn bóginn vakti hann athygli á þeirri forgjöf sem skandinaviskum rithöfundum er búin i þessari verðlaunakeppni með þvi að bækur þeirra eru lesn- ar og metnar á frummálinu en þeim islensku verður að snúa á framandi tungu svo að þær komi tilálita. Sverrir taldi að réttlætis- mál væri að islenskir rithöfundar fengju bækur sinar dæmdar á frummálinu, óbjagaöar af mis- jafnlega góðum þýöendum, en að öðrum kosti gæti svo farið að þessi verðlaun yrðu lögð af. Sem fyrr segir þótti mér ræða Sverris góð á marga lund, og hefði betur lýst yfir stuðningi við sjónarmið hans strax úti i Hel- sinki. Þetta.gerði ég þó ekki fyrr en heim kom i viðtali við ungan blaðamann af Morgunblaðinu, sem virtist eiga bágt með að hafa orðrétt eftir mér. Ég hef staðfast- an grun um að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi ekki tekið hugmynda- fræðilega afstöðu til bókmennta- verðlaunanna fremur en Alþýðu- bandalagið, og læt honum eftir að verja málstað sinn. Það ætla ég lika aö þurfi ekki að verða öðrum áhyggjuefni en okkur tveimur að hatrammur pólitiskur ágreining- ur skyldi ekki megna að forða okkur frá þvi að verða nokkurn veginn sammála um annmark- ana á núgildandi reglum um veit- ingu bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. Læt svo útrætt um Sverris þátt Hermannssonar, nema hvað ég mun freistast til að nafngreina hann sem dæmi upp á rétt islenskra lesenda til þess að skipta sér af bókmenntum þjóð- arinnar. Le dernier cri úr kúnni Ekki nenni ég, eins og mér er nú I skapi, að ræða það viðhorf Thors ýtarlega að það skipti mestu máli varðandi veitingu bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs ,,að fá verk sin þýdd á aðrar tungur og komast úr ein- angrun”. Hlýt þó að víkja að þeirri klóku hugsun hér á eftir. Ekki vil ég heldur orðlengja það sjónarmið hans að „þekking á is- lensku máli geri mann ekki endi- lega öðrum hæfari til að dæma um íslenskar bókmenntir”. Enn siður artina sem sprettur upp úr eftirfarandi málsgrein: „ætli sé ekki betra að bökmenntamenn lesi Islenskarbókmenntir i góðum þýðingum heldur en að hætta á að illa læsir menn á islensku séu að riðlast á frumtextanum án þess að nema blæbrigðin eða hafa djúpan skilning á þvi hvert verið sé að fara.” Ólafur heitinn I Hjáleigunni hélt tvær kýr, hellti niður mjólkinni en hirti taðið. Til bókmennaverð- launa Norðurlandaráðs var stofn- að i þvi skyni að veita árlega við- urkenningu fyrir þá bók sem nú hefði komið út best á Norðurlönd- umaðviturra manna yfirsýn.Alls ekki var gefið í skyn að tÚ þess ætti að spara aö dómur yrði hlut- lægur og réttur hverju sinni. Enn siður var þe irri hugsun gefinn byr að með þessum hætti mætti kosta þýðingar á Islenskum bókum, sem ekki þættu hæfar til verð- launa. Þar koma til siðari tima klókindi. Ég læt sitja við að stað- hæfa þá skoðun mina að þekking á islensku máli sé nauðsynleg til þessað geta lesið islenskar bækur og fellt dóm á gildi þeirra. Eins hitt að finnist ekki á Noröurlönd- um dómnefndarmenn utan illa læsir á islensku, sem riðlist á frumtextanum, þá ber að lita á það hvort islenskir höfundar skuli halda áfram að leggja sæmd sina i keltu erlendra þýðenda svo sem þeir hafa verið látnir gera. Svo vitnað sé til Þjóðviljagreinarinn- ar þá virðist mér þýðing Inge Knutsons að visu góður vitnis- burður um það að islensk ljóð- djásn Snorra Hjartarsonar séu verðlaunahæf af hálfu norrænna þjóða, en ýmislegt af þvi sem þar getur dýrlegast að finna i frum- textanum komist slaklega til skila á þeirri mállýsku sem dóm- nefndarmennirnir lesa. Ég þarf ekki að endurtaka hér neitt af þvi, sem aðrir hafa skrif- að skynsamlegt og af sæmilegum metnaði um sess islenskrar tungu i norrænum bókmenntum, en það er skoðun min að okkur beri að krefjast þess að staðið verði að dómum og verðlaunaveitingu af þess háttar alvöru að islenskir rithöfundar þurfi ekki að keppa þar I neins konar hafti. Ég lasta ekki störf þeirra íslendinga, sem hafa valið bækur héðan að heim- an I árlega keppni Norðurlanda- ráðs, en á þeim er eigi að siður sá annmarki að svo kann að fara er timar liðafram, að það verði látið gott heita i óskilgreindu virðing- arskyni við bókmenntir okkar yf- irleitt, að islenskir rithöfundar hljóti verðlaunin annaö slagið og þá án tillits til verðleika sem dómnefndarmenn séu bærir að leggja skýlaust mat á. Vel mætti þá hinn fomi hefðarsess islenskra bókmennta leiða til þess að verð- laununum yrði gaukað með þeim hætti til Islendinga jafnvel mun oftar en höfðatöluregian og greiðsluhlutfall okkar gæti rétt- lætt.Enn veigra ég mér við þvi að nefna dæmi en þykist sjá djarfa fyrir þeirri hættu að klókir land- ar, sem bjóða vilja fram „nýjasta nýtt” (le demier cri?) á norræn- um bókamarkaði hafi þegar eygt glufu i kerfinu til að smeygja um limborinni betlilúku eftir óverð- skuldaðri sæmd og fjármunum sem þeirhafa ekki unnið til. Slikt stendur til þess eins að rýra sóma a.m.k. tveggja Snorra i'slenskra bókmennta” og þar með okkur allra Islendinga, þvi' hér verðum við að lita framhjá hagsmunum þeirra tiltölulega fáu, sem sækj- ast eftir taðinu. Rétturinn til að láta i ljós skoðun og „ skrumið i þessum stjórnmála- mönnum” Helst vildi ég geta sett fram þá vingjamlegu tilgátu að Thor Vil- hjálmssyni væri alls ekki ljóst að ég er lögmætur aðili að stéttar- samtökum islenskra rithöfunda en frá þeim sjónarhóli skoða ég nú eigi að siður verðlaunamál þetta. Ef það mætti styðja nokkuð faglegan rétt minn I annarra aug- um til þess að hafa skoðun á mál- inu,viléggetaþess að ég hef m.a. skrifað 10 bækur á islensku og að samtals rúmlega 50 þúsund Is- lendingar hafa veitt mér sin priv- at og persónulegu verðlaun með þvi að kaupa bók eftir mig (skrum rithöfundar).Þetta hef ég veriö nokkuð ánægður með. Ekki hef ég forvitnast um samanlagð- an fjölda seldra bóka Thors Vil- hjálmssonar, enda ætla ég að réttur okkar sð jafn, án tillits til hans, til að leggja faglegt mat á aðferðir við veitingu bókmennta- verðlauna. Þó skal það gert lýö- um ljóst að þessi réttur minn til að fjalla um Islenskar bókmennt- ir skerðist allsekki fyrir þá skuld að ég er þingmaður fyrir Alþýðu- bandalagið. Hitt ætla ég að skipti miklu máli við gerum okkur grein fyrir raunverulegri hlutdeild les- enda i islenskri bókmenntasmið og réttinum sem sú hlutdeild veit- ir þeim til að hugsa, tala og skrifa um meöferöina á þessari hlutar- eign sinni. Þennan lesendarétt skyldi enginn rithöfundur draga i efa þótt hann kunni ef til vill að hafa neyðst til að gripa til þess óyndisúrræðis að fara að yrkja á útlensku til þess að komast ,,úr einangrun”. Hvort skyldi ekki það fólk, sem kostar islenska bókaútgáfu eiga rétt á þvi að skipta sér af örlögum islenskra bóka — fólkið sem enn lýtur Snorra Sturlusyni i virðingu og þökk, faðmar að sér hverja bók ólafs Jóhanns og fagnar gleðitár- um hverju ljóöi Snorra Hjartar- sonar? Eignarréttur lesandans á islenskum bókmennt- um og skrum hans Það held ég, þótt ekki geti ég sannaö það, aö islenskir lesendur standi rithöfundum landsins fylli- lega jafnfætis að sinu leyti um fremd bókmennta. Þeir eiga þær meira að segja, hafa keypt þær, og þess vegna er það bæði rétt- mætt og æskilegt aö þeir láti sig það nokkru varða meö hvaða hætti þær eru metnar til jafns viö bókmenntir annarra þjóða. Þann- ig er þaö með Sverri Hermanns- son. Hann hefur eignarrétt les- andans til þess að hafa skoðanir á islenskum bókmenntum og láta þær i ljós meö kurteisum orðum hvar og hvenær sem honum sýn- ist og þó helst þar sem hann telur að sæmd þeirra sé I húfi, hvort sem öðrum finnst þær skoðanir réttar eða rangar. Það rýrir alls ekki á neinn hátt rétt Sverris Her- mannssonar til að láta sér annt um islenskar bókmenntir að svo vill til að hann er þingmaöur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Af sama leið- ir aö það eykur heldur ekki rétt hans aö svo vill til að hann er i hópi þeirra alþingismanna sem mjög vel eru að sér um islenskan skáldskap óbundinn, (vafasamt að nokkur þeirra komist þar til jafns við hann). Þessi sérstaka kunnátta lesandans og bók- menntaeigandans Sverris Her- mannssonar gerir honum aðeins léttara fyrir aö neyta þessa réttar sins. Nokkur orð sem varða persónulega sæmd Er þá að lokum komiö aö þvi atriði i grein Thors, sem ég hefði feginn viljað sleppa úr þessu svari minu en get ekki vegna flokksfélaga minna og annarra góðra manna álengdar, sem kynnu að leggja nokkurn trúnað á dylgjur Thors um að ég láti glasa- klið trufla afstööu mina til þýð- ingarmikilla mála, sem mér er trúað til að fjalla um samkvæmt bestu samvisku. Þetta er ómak- legur áburður. Slæmur hefði hann verið þótt þjtíð vissi að ég hefði aldrei neytt áfengis en eitraður verðurhann af þviað það er á vit- und margra að ég er ekki bind- indismaður. Þótt langminnugur sé á atburði og kunni margar sögur, þá treysti ég mér ekki til á eigin spýtur aö bera saman að neinu gagni öl- teitispurnir sem ég hefi haft af Thor Vilhjálmssyni meö nokkrum sannindum og það sem ég veit upp á sjálfan mig, og er enginn dómari I sjálfs sin sök. Mætti þó segja mér að mismunurinn hafi lengi fólgist i ólikum lifsstil þar sem annar okkar kunni i hæsta lagi að hafa verið hinum veilli fyrir ókeypis brennivini og þess vegna karskari I veislum. Reynd- ar hvarflaði það að mér i hálfkær- ingi við fyrsta lestur á sunnu- dagsgreininni að gera Thor það tilboð að við reyndum nú að létta undir með sölu á Þjóðviljanum á þá Iund að hann skrifaði I annaö- hvert helgarblað sögur af drykkjuskaparafglöpum minum, en ég tiundaði þá i blaðið næstu helgi læsilegar sögur sem ég kynni að geta rifjað upp af fremd- arverkum Thors undir áhrifum vins. Sá grunur varð hugdettu minni að fótakefli að keppni af þvi tagi kynni aö gleðja þá meir sem ég siður vildi en depra í sjálfs min huga fallegar myndir af góðu fólki gengnu, sem tók sárt til okk- ar beggja. Reykjavik þriðjudaginn 1. aprfl 1982 Stefán Jónsson Borgarspítalinn Lausar stöður LÆKNARITARI Læknaritari óskast til starfa á lyflækn- ingadeild. Starfsreynsla eða góð vélritun- ar- og málakunnátta áskilin. Upplýsingar um starfið veitir Gerður Helgadóttir læknafulltrúi i sima 81200 - 253 frá kl. 13 til 15. HOSSTJÓRNARKENNARAR Hússtjórnarkennarar óskast til starfa i sjúkrafæðideild eldhúss Borgarspitalans. Um er að ræða hlutavinnu. Nánari upplýs- ingar veitir yfirsjúkrafæðisérfræðingur i sima 81200/317 milli kl. 13 og 14. Reykjavík, 2. apríl 1982 BORGARSPÍTALINN Vinnuvélastjórar — Meirapröf sþif reiðast j órar Viljum ráða vinnuvélastjóra og bifreiða- stjóra með meiraprófi til sumarafleys- inga. Upplýsingar gefa deildarstjóri og véla- miðlari á skrifstofunni Skúlatúni 1. VÉLAMIÐSTÖÐ REYKJAVÍKURBORGAR Óýrasti ferðamátinn sumarið 1982 Fjölmargar gerðir bíla - Ótakmarkaður akstur. 2 vikur 3 í bíl kr. 4.950.- á mann / 3 vikur 5 í bíl kr. 5.245.- á mann. w © 26900 ' Umboðsmennumalltland URVAL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.