Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. aprll 1982. bókmenntir [ Erik Sönderholm I Halldór Laxness. En monografi. l Gyldendal 1981 1 Þessi stóra bók Eriks Sönder- holms er eins og hann sjálfur tekur fram i formála nokkuö ann- ars eðlis en bækur og greinar Peters Hallbergs um Halldör Laxness. Peter Hallberg hefur, eins og menn vita, reitt fram mik- iöaf dýrmætu efni um sköpunar- sögu verka Halldórs, tengsli þeirra við menn og atburöi líð- andiog liöinna stunda sem og viö aörar bækur og reist úr þeim efni- viö margar gagnlegar ályktanir. Erik Sönderholm gerir i sinni bók ráö fyrir þvf, beint og óbeint, aö menn þekki til starfa Hallbergs og er þaö skynsamlegt. Hann hefur samt fjóröung bókarinnar til aö gefa nauÖ6ynlegt yfirlit um ævi Halldórs og notar þá tækifær- | iö til aö rekja i stuttu máli hvern- ig hann hefur brugöist viö stórtfö- indum og deiluefnum samtiöar- : innar utan skáldverkanna. Afgangurinn af bókinni er svo „innleitinn”, helgaöur sjálfum skáldverkum Halldórs Laxness, allar áherslur á þaö lagöar aö i ■ þeim séu þau svör aö finna sem máli skipta. Erik Sönderholm hefur reyndar nokkra tilhneig- ingu til aö draga úr mikilvægi „públisistans”, ritdeilu- og ádrepumannsins. Þaö á sér aö nokkru leyti skýringu i' þeirri ábendingu höfundar, aö hann snúi máli sinu til danskra lesenda sem eiga vafalaust erfitt meö aö setja sig inn i þýöingu og áhrif greina- höfundarins Halldórs Laxness. Hittkynniaö vera lakara, eins og allt er 1 pottinn búiö, aö leikrit Halldórs eru ekki höfö meö i þessu yfirlitsriti — þau munu aö "sönnu ekki tiltæk i þýöingum, en þaö er óneitanlega bagalegt aö þau eru ekki meö höfö i stóru verki þar sem reynt er aö skýra höfundarferil Halldórs Laxness samanlagöan. Hlutföll og fleira Þaö er satt aö segja erfitt aö skrifa nema yfirboröslega um rit sem er skrifaö um margar bækur og er hver og ein þeirra stórt hús meö mörgum herbergjum. Eng- inn hefur minni til aö átta sig á þvi á lesandi stundu hvaö er sannarlega nýtt í athugunum Eriks Sönderholms og hvaö er sameign sæmilega áhugasamra lesenda Halldórs. Sameign sem þarf vitaskuld aö vega nokkuö þungt i mónógrafíu sem er skrif- uö fyrir erlenda menn. Svo mikiö er vfst, aö Erik Sönderholm tekur vel eftir á veg- ferö sinni um hils skáldsins og mun hver lesandi vafalaust láta margt i athugasemdum hans og visbendingum koma sér skemmtilega á óvart. Ég gæti til dæmis tekiö ágætan samlestur [ Eriks á Kristnihaldi undir jökli viö Bibliuna, ljómandi athugun á i Sölku Völku og körlum hennar og hlutverki hliöstæ&ia i þvi verki. fEöa þá smærri visbendingar: hvers vegna er til dæmis hægt aö tengja Garöar Hólm viö viking þann sem kvaöst hafa fundiö Garöarshólma? Svo mætti brosa ögn aö höfund- inum þegar honum finnst nóg um „danahatriö” i tslandsklukkunni (Laxness, segir hann,sakar Dani upp tilhópa fyrir aö hafa arörænt tslendinga á kerfisbundinn hátt og skemmtir sér istaöinn meöþvi aö gera alla Dani heimska, for- drukkna, átvögl, þjóöleysingja, bóklausa, mállausa og huglausa — sbr. bls. 225). Reyndar er Erik Sönderholm hófsamari i þvi en margir menn aörir aö reyna aö sniöa verk Halldórs Laxness aö sinum persónulegu þörfum — ekki sleppur hann samt alveg frá þeirri synd, enda ekki von: þetta er vfat partur af tilveruskilyrðum bókmennta. NU. Þaö kemur fyrir, mikil ósköp aö lesandinn hnýtur um skilgreiningar hjá Erik og vill andmæla —eins og þegar Ugla og Organistinn eru orðin bæöi „ópólitisk og kreddulaus” — hiö siöara eraö sjáifsögöu rétt, en hiö fyrra rangt. En þetta eru smá- munir. Hitt kann aö varöa meiru aö höfundur er eins og misjafn- lega duglegur i giimu sinni viö einstök verk. Hann skoðar miklu ýtarlegar vefnaöinn I Vefaranum mikla, Sölku Völku, Brekkukots- annál og Kristnihaldi en i Sjálf- stæöu fólki, Heimsljósi og Atóm- stöðinni. Má vera þetta stafi af þvi að hin siðamefndu verkin hafa menn haft meir milli tann- anna en þau sem fyrr voru nefnd, aö höfundur fái aukreitis uppörvun af þvi aö fjalla um verk sem minna hafa veriö á dagskrá a.m.k. erlendis. Snemma beygist krókurinn 1 umfjöllun um Barn náttúr- unnar byrjar Erik Sönderholm á eftirlætis viöfangsefni sinu —• samhenginu i verkum Halldórs Laxness. Hann segir á þá leiö, aö þegar I þessu æskuverki sé aö finna margt þaö sem siöar er unniö úr meö nýjum og nýjum hætti — þar er villan stóra, þar eru persónur á krossgötum og þurfa aö kjósa sér hlut, þar er lof- söngur um starfið sem vel skal unni& andhverfur blekkingar og veruleiks, þess sem er ekta og falskt.Þessi drengur sem Halldór er þá „fitjar meö eölisbundnu öryggi upp á meginstef jum fram- tiöarverka sinna” (bls. 96). Erik Sönderholm gerir margt vel og skemmtilega einmitt i þvi aö fylgja eftir nokkrum þeim mikilvægum grundvallarhug- myndum, áleitnum spumingum, sem Halldór tekstá viö i verkum sinum — án þess þó aö áherslan á samhengiö veröi til þess aö draga úr endurnýjunargáfu hans. Manni hefur satt best aö segja einatt fundist,aö ekki si’st viö Is- lendingar höfum verið svo uppteknir af þvi aö Halldór „breytist”, aö viö höfum freistast til þess aö hólfa hann sundur meira en hollt er: hér er þessi Halldórinn, þar hinn. En eins og segir i gömlum latinuskáldskap: Þeir sem yfir hafiö sigla skipta um himin, ekki sál. Og hvaö sagöi Petrarca um æskusyndir sinar: þegarég sumpartvar ann- ar maöur en ég nú er. Sinnaskipti Sú rækt sem Erik Sönderholm leggur viö samhengiö i skáld- verkum Halldórs hjálpar honum til aö sleppa betur en margir aðr- ir (t.a.m. kappsamir blaöamenn og ábyrgðarmenn engilsaxneskra uppsláttarrita) frá spurningum sem varöa trúarleg og pólitisk sinnaskipti. Hann segir réttilega i upphafi kaflans um Brekkukots- annál, aö þaö sé mjög rangt aö álita að Nóbelsverðlaunin hafi valdiö hugarfarsbreytingu hjá Halldóri sem hafi svo leitt til frá- hvarfs frá „kommúniskri hug- Árni < Bergmann skrifar myndafræöi”. Hann vill heldur finna i þróun frá kaþólskum viöhorfum til sósialiskra þá breytingu sem skapaði andúö Halldórs á kreddu og hugmynda- fræði. Hann vikur aftur aö þess- um málum I ályktanakafla rits- ins: „Efmenn lita yfir þróunarferil- inn i stórum dráttum og barasta lima upp vörumiöa eins og ka- þóliki-sósialisti-húmanisti þá gæti svo litiö Ut sem hér væri um einangraöa áfanga aö ræöa sem ekki væru I samhengi hver viö annan. Þaö yröi þá ekki skýrt meö þróun aö ein og sama per- sónan hefur upplifaö þessi skeiö öll, heldur meö stökki, meö eins- konar persónulegri byltingu sem heföi haft það I för meö sér, aö höfundurinn hafi gefiö allt frá sér, sem hann beitti sér fyrir á næst- liðnu skeiöi. Staöhæfing bókarinnar (þess- arar bókar) gengur einmitt I þveröfuga átt: aö i verkunum öll- um er lifandi eining þótt við þykj- umst sjá f þeim skarpar and- stæöur”(bls. 348). Eining já, syntesan fræga, og eigum viö aö leyfa okkur aö segja, aö Utkoman sé húmanisti sem á allmargt aö sækja til kristi- legra og sósialiskra viöhorfa — fyrir nú utan taóið sjálft, vita- skuld. Höfundur, sem hefur vel- þóknun á persónum sinum þegar þær, á krossgötum staddar, kunna aö snúa á freistarann — sem er eins vist aö sé kapltalisti, hvort sem þaö er heldur geösleg- ur gáfumaöur eins og Búi Arland eöa þá menningarleysingi eöa grillufangari eins og Gúömund- sen kaupmaöur eöa þá Godman Syngman. (Erik Sönderholm hef- ur reyndar ýmislegt skemmtilegt um freistaraþemaö aö segja). Salka Valka, segir bókarhöf- undur, hefur tdciö eftir þvi aö virkur áhugi Arnald^ t.d. sá póli- tiski, dvinar fljótt eftir aö bar- dagastundin er liöin. Hann bætir viö neðanmáls: ,,Þaö er hægt aö yfirfæra þetta sjónarmiö á höf- undinn sjálfan (H.L.): hann getur aðhyllst hugmyndafræöi meöan hann getur nýtt hana i list sinni — eftir á stendur honum á sama um hana” (bls. 154). Hér erkomið inn á fróölega hluti sem varöa sam- band boðskapar, hugmyndafræöi og listrænnar sköpunar. Max Frisch hefur velt fyrir sér stefnu- skrá og leikritum Brechts, sem viidi nota leikhúsiö til aö breyta heiminum. Frisch spyr, leikskáld sjálfur: „Vil ég sem leikskáld I raun og veru stuöla að fram- kvæmd pólitiskrar fram tiöarsýn- ar (útóplu), eöa — og það grunar mig — höldum viö fram fram- tiðarsýninni vegna þess aö sú af- staða er meira skapandi fyrir okkur?” Frisch segir á þá leið i sömu grein aö „viljinn til aö breyta heiminum er framlenging af listrænni sköpunarþörf”, i dæmi Brechts og sjálfs hans. En þetta var nú UtUrdúr. En semsagt: það er góöur fengur aö bók Eriks Sönder- holms, hún er vandað verk sem ris prýöilega undir áformum höf- undar. Um leiö ber hún — óbeint — upp þá spurningu: hvemig mætti næsta bókum Halldór Lax- ness verða? Kannski um þann galdur i meöferö efniviöar, sem gerir islenskan „smáheim” i bók- um hans algildan?— ef svo stórt orð má uppi hafa. ÁB Þrír ungir mennleggja í ljóðapúkk Þrir ungir menn hafa slegið saman i litiö ljóöakver sem þeir nefna Fyrrvera. Þeir heita Hrafn Haröarson, Magnúz Gezzon og Þórhallur Þórhallsson og setja I kverið fimm eöa sex ljóö hver. útgáfúna kalla þeir Tungl og blöörur. Og þeir lofa að innihaldiö sé „skemmtilegt i stilnum og óvenjuleg bragövisi i beitingu oröanna”, jafnvel þótt hætt sé viö þvi aö hinn almenni lesandi telji þetta „rugl og þvælu”. Menn ráöa hverju þeir trúa. Hrafn yrkir um gelgjuskeiös- böl, vldeó og þann vanda skald- skapar aö ekki getur hvarflaö aö honum aö yrkja ljóö um Söknuö „þegar Söknuöur þinn, Jóhann, er enn á prenti”. Magnúz þverfótar ekki fyrir zetum i kynferöislegum stórvanda eöa þá andspænis þeim dapurleika aö „á zorphaug vin- gjarnleikanz trónir bylting öreig- anna”. Þórhallur sendir orösend- ingu hestamönnum frá hesta- vinum og hótar aö setja hesta á bak þeirra — um leið og fariö er höndum um Söknuö og Þjáningu af vafasamri alvöru. Þorskastríð r Armanns Kr. í Danmörku Nýlega hafa borist umsagnir nokkurra danskra blaða um bók Armanns Kr. Einarssonar, Þorskastrfðiö, en hún kom út i| fyrra. 1 Sigvald Hansen i Fredriksborg Amts Avis segir m.a. 10. nóv. s.l.: Humlebækforlagiö BHB’s Ice- landic World Literature, sendir frá sér barnabókina Þorska- stríöiöeftir islenska rithöfundinn Armann Kr. Einarsson i ágætri þýöingu rithöfundarins og bóka- útgefandans, Þorsteins Stefáns- sonar. Hiö svonefnda þorskastriö, — barátta Islendinga um land- heigina viö stórveldið England, — var að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál, þar sem aöalatvinnuvegur þjóðarinnar er fiskveiðar. Þaö var prýöileg hugmynd hjá höf- undi aö rekja i góöri barnabók gang þessa máls, sem vakti at- hygli margra á öllum Norður- löndunum. Og honum tekst þaö svo vel, aö allir sem vilja geta skiliö baö. Mál betta var nefni- lega ekki tengt tslandi einu, — þaö varö samnorrænt mál. Humblebækforlagið á skiliö sérstaka viöurkenningu fyrir þaö aöhafagefið út þessa áhugaveröu bók. Við fáum nána innsýn i at- buröina, og persónurnar eru einkar lifandi. Það gefur sögunni, vissulega mikið gildi. 1 Lektörudtalelse fra Indbind- ingscentralen segir lektor Johs. Herskind m.a.: Armann Kr. Einarsson: Torskekrigen. Bókin er gefin út meöstyrk frá Norræna þýðingar- sjóönum og segir frá lifinu á is- lenska varðskipinu Tý, sem tók þátt i þorskastriðinu milli íslands og Englands voriö 1976. Við fýlgj- umst meö Magna, sem er 16 ára messadrengur á Tý og er þvi þátttakandi i átökum skipsins viö breska togara og herskip. 1 einum þessum árekstri fellur ungur, enskur háseti fyrir borð, en Magna tekst með snarræði aö bjarga honum frá drukknun. Þetta afrek leiöir til þess að’ drengirnir kynnast, og þeim kemur saman um aö reyna að vinna eindregiö aö þvi, aö þessi hættulega deila leysist meö samningum. Og þessi draumur drengjanna rættist nokkru siöar. Bókin er skemmtile^ og spenn- andi með ágætum myndum sem gefa góöa innsýn i þá áhrifamiklu og átakanlegu atburði, sem urðu viö Islandsstrendur þetta vor. Eg mæli meö henni sem lestrar- og samræðuefni i 7,—10. bekk. Samhengið í verkum Halldórs Laxness

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.