Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.— 4. aprll 1982. Hinir frjálsu fjöl- miðlunarkaplar: Verða óvarðir þar til frost fer úr jörðu Eins og fram kom í Þjóöviljan- um i gær eru kaplar þeir sem Videósón lagði um Breiðholtið fyrir myndbandakerfi sitt viða ó- varðirog ófrágengnir. Af þessum sökum vakti Framf arafélag Breiðholts III athygli borgar- innará þessu með bréfi sem dag- sett var 8. mars sl. í yfirlýsingu frá Frjálsri fjö!- miðlun, en það fyrirtæki keypti Vidéosón 11. mars sl. segir að fyrirtækinu hafi verið vel kunnugt um að lagfæra þyrfti kapal við Krummahóla, en það hafi orðið að biða eftir þvi' aö frost færi úr jörö, þannig að hægt yrði að haga frágangi á sómasamlegan hátt. Þá segir ennfremur að bréf Framfarafélags Breiðholts hafi hyggjast biða vorsins og þess að frost fari úr jörð, áður en þeir hefjast handa við að hylja kapla sina i Breiðholti. Hér má sjá einn kapalinn, en hann liggur allur of- an jarðar. Ljósm.gel.. verið dagsett 8. mars, en ekki móttekið á skrifstofu borgar- stjóra fyrr en 24. mars og hafi stjórn Framfarafélagsins ekki haft samband viö fyrrverandi eigendur Videósóns eða núver- andi, en á þann hátt hafi veriö auðvelt að afla upplýsinga um frágang á þessum kapli. Svkr. i Miðstjóm ASl um ástandið í Tyrklandi: iMótmælir brotum | | á mannréttindum | IMiðstjórn Alþýðusambands islands mótmælti harðlega á fundi sinum 1. aprii mann- • réttind abrotum tyrknesku her- feringjastjórnarinnar og beindi þeim tilmælum til islenskra stjórnvalda, að þau létu ekkert i tækifæri ónotað tii þess að mót- Imæla á alþjóðavettvangi fram- feröi tyrknesku herforingja- stjornarinnar, og styddu alla ■ viðleitni sem stuöíað gæti að þvl að lýðræði og innanlandsfriði yrði komiö á i Tyrklandi. Alyktunin var samþykkt ein- I róma á miðstjórnarfundinum og I segir m.a. i henni aö skýrslur • frá aðilum eins og Norræna J verkalýðssambandinu og I Evrópusambandi verkalýösfé- I laga beri það nú allar með sér ■ að i Tyrklandi eigi sér stað hin * grófustu brot á mannhelgi og I mannréttindum og eru þar I nefndar til pólitiskar ofsóknir, ■ fangelsanir og pyntingar. Aðalfundur Eimskipafélags íslands: Nýjung í uppgjöri á ársreikningum Aðalfundur Eimskipa- félags íslands var haldinn i gær að við- stöddu fjölmenni. Halldór H. Jónsson, formaður stjórnar flutti skýrslu hennar í upphafi fundar en Hörður Sigur- geirsson, forstjóri, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Það vakti at- hygli að báðir tóku það skýrt fram að sú nýjung hefði verið tekin upp hjá félaginu að miða árs- reikninga ársins 1981 ekki við gengi um siðustu áramót, heldur 14. janúar s.l. Þá var framkvæmd gengisfell- ing og varð Eimskip fyrir 40 milj. kr. gengis- tapi. Með þvi að miða við gengi 14. janúar sl. en ekki gengi siðasta árs, verður tap á rekstri félagsins uppá 21 milj. kr. og höfðu þá veriö afskrifað fyrir 48 milj. kr. En ef miöaö hefði verið viö gengi siðasta árs hefði verið hagnaður á rekstri félagsins, samkvæmt þessuuppá 19milj. kr. Siöan segir Miða ekki við áramót, heldur 14. janúar sl., þannig fæst 20 milj.kr. tap á rekstrinum, annars 20 milj. hagnaður. i fréttatilkynningu frá félaginu, að tapreksturinn komi til af þvi að ekki fékkst að hækka farmgjöld nægilega á fyrri hluta ársins 1981. Rétt áður i fréttatilkynningunni er sagt frá þvi að ef miðað hefði veriö við gengi 31. des. 1981 hefði orðið hagnaður af rekstri félags- ins. Enda segir svo stuttu siðar i til- kynningunni að fjárhagur félags- ins sé traustur, heildareign i árs- lok 1981631 milj. kr. en skuldir 450 milj. kr. Eigið fé 181 milj. kr. Skip félagsins sigldu 1.254.471 sjómilur á siðasta ári, eða sem svarar 58 ferðum umhverfis hnöttinn. Viðkomur voru 2688i 264 höfnum, innanlands og utan. Flutt voru 646 þús. tonn með skipum félagsins og er það álika magn og árið áður. Starfsmenn félagsins 1981 voru að meðaltali 830 og námu launagreiðslur 136 milj. kr. Heildartekjur félagsins á árinu námu 547 milj. kr. sem er 53% aukning frá árinu áður. — S.dór Tillaga Kristjönu Millu Thorsteinsson: Eimskip selji hlut ! sinn í Flugleiðum | 1 fyrra lagði Kristjana Milia Thorsteinsson til á aðalfundi Eimskips að félagið seldi eignarhluta sinn i Flugleiðum h.f. sem er uppá 6,8 miljónir kr. ! Samþykkt var þá að visa tillög- L* unni til stjórnar félagsins til meöferðar, og siðan hefur ekkert gerst i málinu þar tii á aðalfundinum i gær. Þá lagði Kristjana Milla fram á ný og þar er gert ráð fyrir að Eimskip selji 75% hlutabréfa | sinna i Flugleiðum h.f. . — S.dórj r < tst jórwararei n F riðarhreyf ing og tillagnastríð Enginn þarf lengi aö leita að útskýringum á þvi', að friðar- hreyfingar eflast allt um kring. Menn vilja lifa. Þeir vilja ekki fjölga þeim alltof mörgu möguleikum sem nú eru á því að slys, mistök eöa þá ævintýra- mennska i leik að atómeldi hleypi heimsbyggðinni i bál og brand. Menn vilja rjúfa þann vitahring sem vigbúnaðarkapp- hlaupiö skrúfar sig upp eftir. Menn eru slegnir ótta. í fýlu Frá ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðs, Dagblaðsvisis og Alþýðublaðs hefur margt verið skrifaö gegn friðarhreyfing- unum. Ef ekki er látið aö þvi liggja að þær séu á snærum höfuðóvinarins þá eiga þær aö vera samtök sérgóðra manna og skammsýnna, huglitilla manna sem ekkert vilji á sig leggja fyrir frelsið dýra. Hitt gæti svo vel verið að við megum senn búast við nýjum tóni i tali jafnvel svo herskárra og gallharöra ritstjóra sem þeirra er fyrr voru nefndir. Þeir hafa til þessa mestan part verið að endurspegla megna óánægju bandariskra ráðamanna með evrópskar friöarhreyfingar: úr búðum Reagans i Washington hefur andað mjög köldu i garð evrópskra friðarmanna og allra stjómmálamannasem hafa ljáö þeim eyra. Þar er óspart látið að þvi liggja að Evrópumenn Sovétmenn .treysta lítt á ö|bod Reagans % M fjnU er haldiaa er •* kr«Mla(L Hörmulegar afleiðing- ar ef stríð brytist út nú séu huglitlir og reyndar van- þakklátir: eru það ekki við sem höldum yfir ykkur kjarnorku- regnhlifinni góðu? En svo bregðast krosstré sem önnur: friðarhreyfingin er komin vestur um haf og breiðist svo ört út, að stjórnmálamenn telja sér skylt að bregðast við, meira að segja Reagan verður að smiða einhverjar tillögur til að reyna að sefa þegna sina, eins og lesa mátti I fregnum i gær. Ný hreyfing í itarlegri frásögn sem banda- Árni riska vikuritið Time var að birta af hinni nýju bandarisku hreyfingu gegn kjarnavopnum er lögö nokkur áhersla á það aö hún sameini ólikustu öf 1 og verði fráleitt talin vinstrihreyfing i þeim anda sem hreyfingin gegn Vietnamstriðinu var á sinum tima. Kirkjunnar menn, mót- mælendur sem kaþólskir, eru mjög áberandi i' þessari hreyf- ingu og gera sig liklega til að gera hana aöhelsta siðferðilegu afli þess áratugs sem við nú lif- um. Kaþólskir prelátar, eins og Matthiesen erkibiskup i Texas, ganga svo langt að stofna sjóði til stuönings verkamönnum sem vilja hætta störfum i verksmiðj- um sem smiða kjarnorkuvopn af siðferöisástæöum. 1 annan stað bendir Time á það, að hreyfingin er mjög vel búin sér- fræöingaþekkingu. Þar eru framarlega i flokki menn sem hafa árum saman starfað að hönnun kjarnorkuvigbúnaöar og að þvi aö smiða kenningar um það hvernig megi nýta þau I pólitiskum tilgangi eða öðrum. Einn helsti atkvæðamaður i þeirri upplýsingaherferð sem nú er farin um Bandarikin er Roger Molander, sem á árunum 1974—81 var kjarnorkuvíg- búnaðarsérfræöingur i öryggis- ráöi rikisins i Hvlta húsinu. Og eins og Time segir — „aðal- markmið hreyfingarinnar er að veita almenningi sannar upp- lýsingar um það hvað styrjöld nú um stundir þýðir fyrir Bandarikin og heiminn allan og skapa með því þrýsting á her- skáa rikisstjórn um að hún semji um niðurskurðá atómvig- búnaði við Sovétrikin”. Orð fara á milli Það er i ljósi þessa sem ber aö skoða fregnir af ræöu Rea- gans um nauðsyn þess að semja við Rússa um frystingu svokall- aða — um að sett veröi þak á fjölda kjarnorkuvopna og helst lægra en það sem nú er risiö. Morgunblaöið segir frá þessu á forsiðu með mikilli fyrirsögn úr ræðunni: „Hörmulegar afleið- ingar ef striö brytist út nú”. Litilþægnin er söm við sig á þvi blaði — þaö er engu likara en enginn hafi vitað þessi einföldu sannindi fyrr en Reagan tók til máls! Reyndar er það svo, að Bergmann skrifar frá þvi I nóvember hefur staðið milli Reagans og Brésnefs til- lagnastrfð: þeir hafa skipst á um tillögur um einhverskonar núlllausnir eins og þær eru nefndar: nú htætti ég viö þessar eldflaugar ef þú pakkar saman þinum. Slðast bauðst Brésnjef til þess á þingi sovéskra laun- þegasamtaka að hætta við upp- setningu fleiri SS—20 eldflauga og taka eitthvaö niður af þeim sem upp eru komnar. Þetta til- lagnastriö fylgir ákveöinni for- múlu að þvl er best verður séð: andstæðingurinn svarar dræmt i fyrstu, véfengir vopnatalningu og samanburöarfræði hins — og kemur svo með eigin svar — tillögur eftir nokkurt þóf. Vit- anlega er þétta áróðursstrið öðrum þræði. En það er um leið annað og meira: ráðamenn risaveldanna eru undir þeim þrýstingi aö þeir eru neyddir til að sýna lití afvopnunarmálum. Veigamikill hluti þess þrýst- ings hefur komið frá þeim friðarhreyfingum, fjölmennum og fjölskrúðugum, sem blaða- grannar okkar borgaralegir hafa fjallað um af mestu fyrir- litninguaðundanförnu. Þessum þrýstingi heldur áfram og von- andi á hann eftir að bera miklu áþreifanlegri ávöxt. Alltént er það skárra aö heyra Reagan tala eins og hann dttaöist „hin hræðilegu og ómannúðlegu vopn sem framleidd eru i dag” — en að hann glopri því út úr sér að vel kynni að vera mögulegt að heyja takmarkað kjarnorku- strlö i Evrópu. Orð eru til alls fyrst —en hitt er svo vist, að efndirveröur aðsækja i greipar valdhafanna með þrautseigri og langvinnri baráttu. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.