Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.— 4. april 1982. kvikmyndir Kvikmynd: Aöeins fyrir þln augu (Foryour eyesonly) Leikstjóri: John Glen Handrit: Richard Maibaum og Michael G. Wilson Tónlist: Bili Conti Meöal leikenda: Roger Moore, Carole Bouquet, Topoi, Lynn-HollyJohnson Julian Glover Sýningarstaöur: Tónabió. Ekki hef ég I fljótu bragöi tölu á bókunum um James Bond, einka- spæjarann i þjónustu hennar hátignar. En ætli þær skipti ekki a.m.k. nokkrum tugum, og trúlegt þykir mér aö búiö sé aö Gœti James Bond gera kvikmyndir eftir dágóöum slatta þeirra — kvikmyndabækur minar telja tiu myndir, sem þeir Sean Connery og siöar Roger Moore hafa leikiö I, um spæj- arann úrræöagóöa, og eru þá ekki taldar myndirnar, þar sem George Lazenby fór meö hlutverk Bonds. Og þótt Bond-myndirnar séu kannski ekki beinlínis af merkilegra taginu, þá eru þær þrátt fyrir allt ágætis afþreying, svona eins og maöur vill hafa afþreyingu — lipur og hröö at- buröarás, einföld i sniöum, hæfi- legt magn af moröum og mann- drápum, eltingaleikur I nokkrum tilbrigöum, einn til tveir róman- tiskir kaflar, og svo auövitaö þau maklegu málagjöld sem bófarnir fá þegar timi er kominn til aö Ijúka myndinni. Það liggur sem sagt ákveðin uppskrift til grundvallar þessari kvikmynd um James Bond, Aöeins fyrir þin augu.rétt eins og gildir um aðrar álika spennu- myndir — og i sjálfu sér er kannski ekkert um þaö að segja. En ósköp er það nú orðið lasið og þreytt að verða ennþá var við það. að hárið haggast vart á söguhetj- unni, þótt byssukúlunum rigni yf- ir hann, vondir slagsmálahundar sitji fyrir honum við hvert götu- horn og hann þurfi að leysa erfiðar þrautir — sumir hefðu að minnsta kosti svitnað i hans sporum, svo ekki sé meira sagt. En kannski er þetta i ágætu lagi. Myndin er trúlega bara sak- leysislegt ævintýri fyrir vikið, og ekki laust við að vera fyndin á köflum, einmitt vegna þessara einstöku og ótrúlegu rósemi sögu- sem ættu að gera farið a.m.k. ekki verr með hlutverkið og Roger Moore. Og svipað er að segja um leikhæfileika allra annarra i myndinni, flest eru þetta einfaldar týpur, sem þurfa varla að lyfta augabrún hvað þá meira, aðeins að draga lifsanda, þar til tæknideildin tekur við og lætur áhorfandann falla i stafi yf- ir vel skipulögðum æsings- og bardagaatriðum. Og það tekst. Eltingaleikur á bilum og skiðum, ævintýrineðansjávarog ofan, allt er þetta prýðilega af hendi leyst og þannig gert, að atburðir út af fyrir sig eru bæði spennandi og meira að segja fyndnir. Og trúlega er afþreyingargildi þessarar Bond-myndar fyrst og fremst fólgið i dæmalausri hug- vitssemi tæknimanna i einmitt þessum atriðum — að minnsta kosti skemmti ég mér best þá. Hinu reyni ég bara að gleyma eins fljótt og kostur er. — jsj. hetjunnar. Hitt finnst mér öllu verra að James Bond skuli hafa kvenfólkið i vasanum. Glæpa- kvendi og góðar konur falla ekki, heldur hrynja fyrir fætur hans, reiðubúnar að láta að vilja hans i smáu og stóru. En göfuglyndi Jakob S. Jónsson skrifar James Bond er slikt, að hann kýs sér ( hann „kýs”, vel að merkja !) einungis þroskaðar konur, en misnotar sér ekki hrifningu ung- lingsstelpna — og þannig er á enn frekari hátt lögð áhersla á gæsku hetjunnar. Nú á ég ekki von á þvi — og er raunar ekki að biðja um það heldur — að James Bond snúi við blaðinu og gerist Rauðsokka. Þá færi nú fyrst að slá I afþrey- inguna, og hætt við að góðhjartaðir kvikmynda- framleiðendur, sem vilja „gefa fólkinu það sem það vill”, færu að tapa peningunum sinum. Bond hefur ekki einu sinni verið fram- farasinnaður hvað þá róttækur i þjóðfélagsmálum, og um leið og hann færi að hugsa rautt, heföi hann ekkert afþreyingargildi lengur þar eð afþreying spennu- myndanna byggir á hugmyndum, sem eiga ekki að þurfa að vefjast fyrir einum eða neinum. Þessar hugmyndir verða þvi að vera ihaldssamar, kröfulausar (með þeirri undantekningu að glæp- oninn þarf að fá einhverja refs- ingu) — og hún verður vægari eft- ir þvi sem serian er lengri) i samræmi við þær hugmyndir, sem hollast þykir að menn geri sér um samfélagið: að þar sé aðeins gott fólk eða vont, Bandamenn eða Austantjalds- delar og þeirra leppar. Sú er hin einfalda heimsmynd Bond- sagnanna, sem og allra speniju- sagna yfir höfuð, og sömuleiðis kvikmyndanna, sem gerðar eru eftir þessum sögum. Sem sagt: James Bond getur aldrei orðið Rauðsokka, hann berst við vondu gaukana i staðinn, og á að gera það með glæsibrag. En þvi er nú fjandans verr, að i kvikmyndinni Aöeins fyrir þin augu er fjarska litill glæsibragur yfir hinum vel rúmlega miðaldra og ofsminkaða Roger Moore. Móður og másandi,. gamall og þreytulegur, fram- kvæmir hann hvert þrekvirkið á fætur öðru, og verður eiginlega grátlega hlægilegur fyrir vikið. Þetta er þeim mun óskiljanlegra, þar sem vitað er, að nóg er til af glæsilegum ungum leikurum, Þvi miöur var ekki til nein ljósmynd úr Aöeins fyrir þin augu — en viö birtum hér mynd af Roger Moore, sem leikur sjálfan kappann James Bond. oröið Rauð- sokka? unnt. Lausn leiksins er svo fólgin i þvi að hin morðóða kona er sál- fræðingurinn sjálfur en til þess að það verði að einhverju leyti trú- verðugt og skiljanlegt þegar öllu er á botninn hvolft, hefði þurft að sýna sálfræðinginn (eöa hina dul- arfullu konu) á annan hátt en gert er. Myndin verður litið annað en langdregin hrollvekja en greini- legt er að De Palma reynir að gera hana að einhvers konar ■ sakamálamynd i leiðinni, hann gerir minna úr hrollvekjunni og ! meira úr lögreglumálinu framan | af — en gleymir um leið að veita upplýsingar um þau lágmarksat- riði sem þarf til að magna upp spennu I kringum sakamálið sjálft: hver er morðinginn og hvers vegna? Nú er hugmyndin i sjálfu sér ekkert slæm — og þó. Kynskipt- ingar og sálarllf þeirra er ágætt efni til að skap úr ótta og hræðslu, enda hefur bannhelgi hvflt á þessu efni I okkar samfélagi. Við vitum litið sem ekkert um það, og það er þvi auðvelt að búa til og byggja á alls kyns fordómum um kynferðishegðun fólks i þvi skyni að hrylla biógesti. Kvikmynd Brian De Palma er hvorki betri eða verri fyrir vikið — hún sver sig aðeins i ætt við all- an þann aragrúa kvikmynda, sem byggjast á þvi að maðurinn veit næsta litiö um sjálfan sig og ná- ungann til að magna upp ákveðn- ar tilfinningar með áhorfandan- um —en elur um leið á ákveðnum fordómum og jafnvel fyrirlitn- ingu i leiðinni. Og það er ekkert að þvi að gera sér grein fyrir þvi, hvað svo sem liður þeirri skemmtan sem hrolvekjuaðdá- endur geta haft af slikum mynd- um. — jsj. Fordómar og fyrirlitning Kvikmynd: Klæöi dauöans (Dressed to kiil) Leikstjóri: Brian DePalma Handrit: Brian De Palma Tónlist: Pino Donaggio Meöal leikenda: Michael Caine, Angie Dickinson, Keith Gordon, Nancy Allen. Sýningarstaöur: Bióhöllin Brian De Palma hand- ritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Klæði dauöans, var lengi vel þekktur sem „Hinn ódýri Hitchcock" — vel að merkja í peningalegu tilliti — en handbragð hans þótti og þykir ágætt og hann er sagður kunna að magna upp spennu og hroll með áhorfandanum. Hann sló þó ekki verulega í gegn fyrr en með myndunum Sisters (1973) Carrie (1976) og The Fury (1978) muni ég rétt hafa þær allar verið sýndar hér á landi. Klæði dauðans, eða Dressed to kill er gerð 1980. Það fer ekkert á milli mála, að handbragð De Palma I klæðum dauðans er að mörgu leyti með ágætum, og það tekst prýðilega að ala á spennu og ótta áhorfand- ans. Söguþráðurinn er i stuttu máli á þá leiö, að Kate nokkur Michael Caine og Angie Dickinson I hlutverkum sinum i kvikmyndinni Klæöi dauöans. Miller (Angie Dickinson) er þreytt i hjónabandi sinu vegna þess að eiginmaður hennar er svoddan þurs þegar kynlifið er annars vegar. Hún trúir sálfræð- ingi sinum, Elliott (Michael Caine) fyrir vandræðum sinum, og kveðst jafnframt hrifast af honum kynferðislega. En hann er giftur, segir hann og auk þess sál- fræðingur hennar, og það kemur i veg fyrir ástarævintýri milli þeirra. 1 næsta atriði er Kate komin á málverkasýningu og i nokkrum bráöskemmtilegum myndskeiðum, þöglum, sést hvernig hún heillast af bláókunn- ugum karlmanni og endar á þvi að fara með honum heim til hans og með þeim takast ástir góðar, eða svo er gefið i skyn. En á leið- inni frá hinum ókunna, er Kate myrt á hinn hroðalegasta hátt af dularfullri konu, meö sólgleraugu og rakhnif og af tilviljun er aðeins eitt vitni að atburðinum: ótrú- verðug hástéttarmella, sem á i mestu erfiðleikum með að sann- færa hinn óyndislega lögreglu- foringja um sakleysi sitt. Sál- fræðingurinn verður fyrir dular- fullum simhringingum verðandi kynskiptings og sonur hinnar myrtu fer að kanna málið úpp á eigin spýtur. Þegar þarna er komiö sögu er ekki laust við að nokkurt óþol sé farið að gera vart við sig. Myndin er helst til langdregin framan af og það er greinilegt, að handrits- höfundur og leikstjóri ætlar sér að gera meira úr efninu en reynist

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.