Þjóðviljinn - 03.04.1982, Page 15

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Page 15
Helgin 3.-4. aprll 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 skak Skákþing Islands í landsliðsflokki hófst í gær: Jón L. Árnason er sigurstranglegastur I gær hófst i Norræna húsinu i Reykjavik keppni i landsliös- flokki á Skákþingi tslands. Eins og veriö hefur mörg undanfarin ár eru keppendur 12 talsins og tefla ailir viö alla. Keppnin i iandsliösflokki i fyrra var meö eftirminnilegu móti, þvi þar tókst aö koma saman nær öllum sterk- ustu skákmönnum þjóöarinnar og niöurstaðan varö eftir þvf. eitt skemmtiiegasta tslandsmót sem haldiöhefur veriö. Þó eigi sé minna lagt i þetta mót, þá hefur þannig verkast að nú vantar flesta þá sem tóku þátt i mótinu í fyrra. Aðeins Jón L. Arnason, Jóhann Hjartarson, El- var Guðmundsson og Björn Þor- steinsson eru aftur með. Stór- meistararnir Guðmundur Sigur- jónsson og Friðrik Ólafsson og alþjóðlegu meistararnir Margeir Pétursson, Haukur Angantýsson, Ingi R. Jóhannsson og undir- ritaður eru ekki með að þessu sinni. Ekki er gott að geta sér til um ástæður yfir alla linuna, en e.t.v. er ástæðuna að finna i nálægð alþjóðlega skákmótsins. t llmsjón Helgi Olafsson Það er engum blöðum um það að fletta, að Jón L. Arnason telst langsigurstranglegasti kepp- andinn að þessu sinni. Elvar Guðmundsson og Jóhann Hjartarson ættu að geta veitt hon- um keppni um efsta sætið, en aðr- ir koma tæpast til greina. Helst væri þaö þá Sævar Bjarnason. Keppendur i landsliðsflokknum eru eftirtaldir: Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Elvar Guðmundsson, Björn Þor- steinsson, Sævar Bjamason, Sig- urður Danielsson, Stefán Briem, Jón Þorsteinsson, Róbert Harðarson, Magnús Sólmundar- son, Benedikt Jónasson og Július Tónlistarskólinn Ólafsvík Kennara vantar að Tónlistarskóla ólafsvikur frá 1. sept- ember 1982. Upplýsingar gefa sveitar- stjóri i sima 93-6153 og formaður skóla- nefndar i sima 93-6181. Skólanefnd Friðjónsson. Ekki er að efa að keppnin verður hörð og tvisýn, en siöustu skákir mótsins verða tefldar 15. april. Austur i Sovétrikjunum, nánar tiltekið I Yerevan er nýlokið einu svæðamótanna iskák. Keppendur voru 16 talsins og var keppt um 4 sæti á millisvæðamótinu. Af sovéskum skákmeisturum hafa Beljavski, Balashov, Kasparov, Polugajevski og Spasski þegar tryggt sér sæti i millisvæðamóti og þvi voru sætin þetta fá sem um var keppt i Yere- van. Röð efstu manna varð þessi: 1. Yusupov 10 1/2 v. 2.-3. Tukmakov og Pshakis 10 v. 4. Geller 9 v. 5.—6. Dorfman og Komanishinö 1/2 v. 7.-8. Agzam- ovog Dolmatov 8 v. 9,—10. Vag- anianog Tsezhkovski7 1/2 v. 11. Kusmin 7 v. 12. Georgadze 6 v. 13.—14. Kupreitchikog Svesnikov 5 1/2 v. 15.-16. Gavrikov og Satz- iev 4 1/2 v. Svæöamótið i Yerevan var hin mesta raun fyrir flesta þátttak- endur, enda er það haft á orði þegar þessi mót fara fram i Sovét, að mun erfiðara sé að komast i millisvæðamót en að komast úr millisvæðamóti I áskorendakeppnina. Sigur Yusupovs kom ekki ýkja mikið á óvart. Hann er þraut- þjálfaður stórmeistari sem margoft hefur verið i toppnum á skákmeistaramótum Sovétrikj- anna. Undramaðurinn Pshakis færinú væntanlega að kikja út um glugga jámtjaldsins. Hann hefur eins og kunnugt er tekið i tvigang þátt i skákþingi Sovétrikjanna og i bæði skiptin hafnað i efsta sæti. Til samanburðar má geta þess að Jón L. Arnason. það var ekki fyrr en i fjórðu at- rennu sem Karpov tókst að næla sér i titilinn Skákmeistari Sovét- rikjanna. Siðastliðið fimmtudagskvöld laug hjá Taflfélagi Reykjavikur hinni árlegu keppni skólaskák- meistara i Reykjavik. Keppt var i tveim flokkum, annars vegar flokki drengja og stúlkna allt frá 7—12 ára og hinsvegar flokki ung- linganna 13—16 ára. 1 yngri flokknum varð hlutskarpastur Þröstur Þórhalisson, Breiða- gerðisskóli hlaut 6 1/2 vinning úr 7 skákum, en í 2. sæti varði svo Arnaidur Loftsson, Hlíðaskóla, með 5 vinninga. Allir þessir piltar eru, þrátt fyrir ungan aldur, farn- ir að láta verulega að sér kveða I skákinni ogeiga það sameiginlegt með öðrum æskulýð að vera i stööugri framför. Þröstur sigraöi einnig á mótinu i fyrra eftir ein- vigi við Tómas, en þá lenti Arn- aldur i 7. sæti. I eldri flokknum sigraöi Arnór' Bjömsson, Hvassaleitisskóla, af miklu öryggi. Hann geröi sér litið fyrir og vann allar sinar skákir 7 að tölu. I fyrra varö Arnór að gera sér 3. sætið aö góðu, en siðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar. Hitt er svo annaö mál að þvi aðeins bæta menn sig, nái þeir að leita uppi keppni við sér sterkari menn. í 2. sæti i eldri flokknum varð ■ Þráinn Vigfússon, Fellaskólá, með 5 1/2 vinning og I 3. sæti varð Georg Páll Skúlason með 4 1/2 vinning. Keppendur i skólakeppn- inni voru 853, hvorki meira né minna, þar af 32 i úrslitakeppn- inni. **Borföiri Haukur Morthens rifjar upp Ijúfar endurminningar. Undirleik annast gömlu félagarnir Eyþór horláksson, Guðmundur Steingrímsson og Jónas Þórir. ■sa Skála fell Orlof aldraðra með Ásthildi Pétursdóttur Orloísíerðir Samvinnuíerða-LandsÝnar fyrir aldraða eru engu líkar. Þœr eru skipu- lagðar í samvinnu við hinn góðkunna íarar- stjóra Ásthildi Pétursdóttur og hún verður aðalíararstjóri í öllum íerðum sumarsins. Portoroz í Júgóslavíu verður enn sem íyrr í öndvegi en í sumar verður bryddað upp d nýjungum í orloísíerðum aldraðra með sér- stökum íerðum til Rimini d Ítalíu og Vouliag- meni-strandarinnar í Grikklandi. Og það verður glatt á hjalla í íerðum aldraðra í sumar. Kvöldvökurnar vinsœlu verða að sjálísögðu á dagskránni, larið er í sérstakar kvöldlerðir á valda skemmtistaði og skoðunarlerðirnar út lrá Portoroz, Rimini og Vouliagmeni eru í senn einstaklega íjöl- breyttar og áhugaverðar. ____________— -naaS*6'0' l&W' aVtvö'ö’6‘t?HóVe' einúfl' 'V • óbot" s®.eaa 'aT^2*ursd°tt'T „sSon ,*»?*£*!£&■*£>** i\K' 8, vct®'p íeíöovn 3'TT'° ’^aóöa1e „o danS'°T' -óotn 9 o9 Q Asthildur á skrifstofunni Ásthildur Pétursdóttir verður til viðtals á skrií- stoíu Samvinnuíerða-Landsýnar í Reykjavik nœstu fimmtudaga millikl. 2 og 5. Þarveitir hún allár nánari upplýsingar um orlofsíerðirnar og ráðleggur vœntanlegum farþegum um riauðsynlegan ferðabúnað og undirbúning. V; Rimini 8. júlí - 3 vikur Gisting: Hótel Ambasciatori. 1/2 fœði. Skoðunarferðir m.a: Róm. Feneyjar. San Marino, Flórens o.fl. Portoroz 20. maí - 3 vikur 2. sept. - 3 vikur Gisting: Hótel Grand Palace, 1/2 faeði. Skoðunarferðir m.a: Bled, Feneyjar. Plitvice þjóðgarðurinn o.íl. Heilsugæsla: Dr Medved. Grikkland 29. apríl - 3 vikur 23. sept. - 3 vikur Gisting: Hótel Margi House, 1/2 fœði Skoðunarferðir m.a: Aþena, Pelopskaginn. véfréttarstaðurinn Delfi. sigling um nálœgar eyjaro.fl. tvei' to'^Tvievfl' KOt"a' trato eU»t sóKn K'jö'ti'- Munið í slandsferðir allra þátttakendanna Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.