Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 23
Helgin 3.-4. aprll 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Kynningarblaði um skipulagsmál í Reykjavík dreift til allra höfuðborgarbúa um helgina „Hver og einn geti myndað sér skoðun” segir Egill Skúli borgarstjóri um þetta fróðlega upplýsingablað „t þessu blaöi er reynt að skýra út á aðgengilegan hátt fyrir borgarbúum, hvað hefur verið að gerast i skipulagsmálum á siðustu árum, hvaða ákvarðanir hafa verið teknar og hvaða hlutir. eru ideiglunni. i þessu ritier ekki veriðað telja eitt fram öðru frern- ur heldur eru málin sett þannig fram að hver og einn borgarbúi geti myndað sér skoðun á þeim málum sem við crum aö kynna”, sagði Egill Skúli Ingibergsson borgarstjöri, þegar hann kynnti fyrir blaðamönnum kynningar- blað um skipulagsmál i Reykja- vík, sem dreift verður til allra í- búa höfuöborgarinnar nú um helgina. Aðspurður um það álit Sjálf- stæðismanna f borgarstjörn að hér væri um aö ræða áróðursrit frá meirihluta borgarstjórnar, sagði Egill Skúli, sli"kt vera á algjörum misskilningi byggt. Blaðið væri að öllu leyti unnið af embættismönnum borgarinnar ekki pólitiskt kjörnum fulltrúum, og allt efni blaðsins væri unniö upp úr skýrslum sem þegar hafa verið gefnar út um skipulagsmál borgarinnar. ,,Ég veit ekki hvaða upplýsingar þessir menn hafa haft til að viðhafa þessi orð. Þeir höfðu ekki séð fcætta blað, né Grétar Strange ' verksmiöjustjóri og Gylfi Sigurjónsson framkvæmda- stjóri Jötuns h.f. ásamt Ingvari Asmundssyni skólastjóra. Iðnskólfnn fær stýritöflu Iönskólinn hefur fengið gjöf frá Jötni h.f. Þetta er stýritafla, kennslutæki i stýritækni frá Télé- mecanique heimsþekktu fyrir- tæki á þessu sviði. Búnaðurinn er mjög fjölhæfur og hentar vel við lausn stórra sem smárra verk- efna. Jötunn h.f. hefur ákveðiö að fela nemendum Iðnskólans að setja saman 5 samskonar tæki ti) viðbótar. Þessi tæki veröa siðar gefin öðrum iðnfræösluskólum. Rektorskjör: Guðmundur endurkjörinn Guðmundur Magnússon var I gær endurkjörinn rektor Háskól- ans. Guðmundur hlaut 50.6% at- kvæða, en Sigurjón Björnsson prófessor hlaut 41.4% atkvæða. Nýtt kjörtimabil rektors hefst 15. september í haust. Hjúkrunarskóli íslands Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um skólavist fyrir september 1982 liggja frammi i afgreiðslu skólans. Umsóknar- frestur er til9. júni. Skólastjóri Kvnningarblaðiö sýnt blaðamönnum i gær. Taliö frá vinstri Þórður Þorbjarnarson Dorgarverkfræð- ingur, Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Borgarskipulags, Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri og Gunnar Eydal skrifstofustjóri Reykjavikurborgar. Mynd — eik. óskað eftir þvi að fá að sjá hvað yrði i þvi.” Guðrún Jónsdóttir forstöðu- maður Borgarskipulags sem hafði ásamt öðrum starfsmönn- um skipulagsins og borgarstjóra veg og vanda að þessari blaðaút- gáfu sagði að ráðist hafi verið i þessa blaðaútgáfu m.a. vegna þess að reynslan af skipulags- sýningum væri ekki nógu góð. „Við viljum ná til allra borgar- búa þegar við kynnum skipulags- tillögur og það koma ekki nærri allir á sýningar. Nú getur fólk hins vegar skoöaö þessa hluti i' ró og næði heima hjá sér. - lg GARÐASTAL Nýrproííll ■ ■ /SC áCV GS45K í mörgum litum Aluzink utanhúsklæðningin á þök og veggi er framleidd í 9 skemmti- legum litum í lengdum eftir eigin vali. Hún hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum markaði enda fram- leidd úr sænsku gæðastáli. Sérstök Plastisolhúð stálsins tryggir ára- tugaendingu. GiQJÍ&Cl = HÉÐINN = SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiöslan, þar er þjónustan Við höfum nú bætt við nýrri fram- leiðslueiningu fyrir garðastál með grófari áferð og hærri görðum, GS 45K, sem hefur aukið burðarþol og hentar betur á stærri byggingar. örugg tilboðsgerð. Skjót afgreiðsla. Kynningarbæklingar hjá söludeild. araus

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.