Þjóðviljinn - 12.06.1982, Side 2
2 StÐA — ÞJÓDVILJINN Héígin 12.-13. jiíni 1982
Listahátíö ’82
Pogorelich
umdeikiasti píanóleikari heims
Óumdeilanlegur snillingur,
segja sumir — þeirra á meöal
Martha Argerich, en hún klauf
sig út úr dómnefnd á Chopin-
-tónlistarkeppninni i Varsjá
fyrir tveimur árum, vegna þess
aö helmingur dómnefndarinnar
vildi gefa Pogorelich
hæstu einkunn fyrir byltingar-
kennda túlkun sina á Pianókon-
sert Chopins nr. 2 I F-moll en
hinn helmingur dómnefndarinn-
ar vildi gefa honum lægstu eink-
unn fyrir aö láta allar hefö-
bundnar venjur í klassiskum
pianóleik lönd og leiö. Þessi
ágreiningur varö til þess aö Ivo
féll úrkeppninni, og Martha
reiddist, og yfirgaf dómnefnd-
ina.
Hyllin/ frægðin
og framinn
baö varö svo einhver annar,
sem vann tónlistarkeppnina i
Varsjá — en Ivo Pogorelich
vann hyllina, frægöina og fram-
ann, enda hefur hann sýnt þaö
og sannaö, aö hann kann öörum
betur aö baöa sig I björtum ljós-
um þeim, sem heimsathyglin
beinir aö honum — aöeins
tuttugu og fjögurra ára göml-
um. Geri aörir betur.
Ivo Pogorelich hefur
verið fenginn á Listahátíð
i snarhasti/ eftir að Ijóst
varð/ að James Galway
yrði að sitja heima vegna
viðbeinsbrots eða álíka
óhapps. Stjórn Lista-
hátíðar hefur brugðist
snarlega við/ og viðburð-
um á Listahátíð fækkar
því ekki/ þótt flautuieik-
arinn írski hafi forfallast
jafnt óvænt og raun ber
vitni. Og Pogorelich er að
sögn kunnugra ekki síðri
kostun þótt hann leiki
ekki á flautu/ heldur
píanó.
En eftir stendur
kannski spurningin í
margra hugum, Hver er
hann, þessi Ivo Pogore-
lich?
Igor Pogorelich fæddist 1 Bel-
grad I október 1958, og hlaut
snemma tónlistaruppeldi, en
faöir hans er virtur tónlistar-
maöur þar i borg. Aöeins ellefu
ára gamall var hann sendur i
tónlistarskóla i Moskvu, þar
sem hann naut leiösagnir bestu
kennara — sem hann minntist
meö litilli viröingu. „Þeir
kenndu mér tæknina og ekkert
meira”, er eftir honum haft, og
annaö, sem hann segir um
kennara sina er ekki prenthæft.
Snjallasti
píanóleikari heims
Þó er einn kennari undan-
tekning á þessu. Alice Keze-
radze hefur haft mikil áhrif á
þennan unga pianóleikara, sem
hefurýmisthneykslaöeöa hrifiö
áheyrendur sina — og þau gift-
ust áriö M60. Og Ivo Pogorelich I
þakkar henni aö hann hefur
raunverulega lært aö meta tón-
list af dýpsta hjartans grunni!
Hann litur stórt á sjálfan sig,
og hefur látiö hafa eftir sér, aö
hann væri snjallasti pianóleik-
ari heims á okkar timum. Samt
á hann sé ákveöna uppáhalds-
tónlistarmenn: Horowitz,
Arturo Benedetti, Michelangeli
og Glenn Gould. Pogorelich
talar um þá og list þeirra meö
hástemmdum lýsingaroröum
rétt eins og hann rakkar niöur
aöra og aö hans mati minni
páfa.
Spáðglæstum
sigri
I viötali sem haft var viö
Pogorelich á siöasta ári, segir
Pogorelich, aö hann geri sé
grein fyrir þeirri breytingu,
sem hafi oröiö á lifsferli sinum i
og meö aö hann var felldur úr
lokaumferö Chopin-tónlistar-
keppninnar i Varsjá og frægöar-
stjarna hans tók aö ljóma um öll
Vesturlönd. En hann hefur I
Ivo Pogorelich hefur sagt um
sjálfan sig, aö hann væri klár-
asti og reyndasti ungi maöurinn
i heiminum i dag — og hvort sú
staðhæfing stenst, geta áheyr-
endur sannfærst úm sjálfir I
Laugardaishöliinni á mánu-
dagskvöidiö kemur. Þá leikur
hann m.a. pianókonsert Chopins
en túlkun hans á honum klauf
dómnefnd Chopin-keppninnar I
Varsjá 1981
hyggju aö láta nokkrar óskir
sinar rætast: eins og t.d. aö
njóta lifsins en þaö ku hann
gera I ríkum mæli, og aö kenna
pianleik fáum, útvöldum
nemendum. Þetta ætti vel aö
geta ræst, enda er honum spáö
glæstum frama á tónlistarsviö-
inu ekki sist vegna þess, aö
persónuleiki hans er alveg jafn
tilkomumikill og tónlistargáfa
hans er einstök. Aö þvi er sagt
er.
Hjá hinu veröur ekki horft að
hvar sem þessi ungi Júgóslavi
er á ferö, fyllast tónleikasalirn-
ir, og áheyrendur gleyma sér i
ómældri hrifningunni eöa
hneykslast, reiöast, og fussa yf-
ir þeirri vanviröingu, sem
gömlu meisturunum er sýnd.
„Hetja píanósins"
Hins vegar má skjóta þvi aö
til gamans, aö þegar Pogorelich
var felldur úr keppninni I Var-
sjá, tóku um tuttugu og fimm
gagnrýnendur sig til og veittu
honum sérstök tónlistarverð-
laun og Tónlistarfélagiö þar
efndi til sérstakra tónleika i
flýti, þar sem Pogorelich var
ákaft hylltur — og Samstaöa i
Póllandi geröi Ivo Pogorelich aö
„hetju pianósins”.
Og nú er hann kominn hingað
til lahds og á vafalitiö eftir aö
vekja miklar deilur i Islensku
tónlistarlifi, tónleikar Pogore-
lich veröa i Laugardalshöllinni
á mánudagskvöldiö kemur kl.
20.30. Stjórnandi Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar veröur David Mas-
ham, en á efnisskránni eru eft-
irtalin verk: Forleikur eftir
Rossini, Pianókonsert nr. 2 i
f-moll eftir Chopin (þaö er sá
umdeildi) Sinfónia nr. 44 i
e-moll eftir Joseph Haydn og
Dádýrasvita eftir Francis
Poulenc.
Og samkvæmt þeirri venju,
sem skapast hefur viö tónleika-
hald Pogorelich ætti aö veröa
kátt i höllinni þetta mánu-
dagskvöld...
—jsj.
Minning
Bára Sveinbjörnsdóttir
Fædd 16.8 1924 — Dáin 6.6 1982
Ég fann þaö var sálþinnisamvaxin trú
isannleika skyldum aögegna.
Og þeir voru fáir eins fljótir ogþú
aöfinna til annarra vegna.
(Sig. Júl. Jóhannesson).
Siöla sumar áriö 1960 kom ég i
fyrsta sinn i heimsókn i Hverfis-
götu 19 á Siglufiröi. Kom ég til
þess aö hitta væntanlega tengda-
foreldra mina. Húsbóndinn, Jón
Sæmundsson var ekki heima viö
þennandag, hann vará sjó.
Hins vegar hitti ég húsmóöur-
ina, Báru Sveinbjörnsdóttur. Ég
haföi kviöiö þessari heimókn eins
og titt er um ungt fólk undir þess-
um kringumstæðum.
En þaö kom brátt i ljós, aö kvíöi
minn var ástæöulaus, þvi Bára
tók mér opnum örmum, tók mér
reyndar þannig aö ég gleymdi þvi
á örskotsstundu, aö þetta voru
okkar fyrstu kynni.
Mér fannst strax sem ég heföi
þekktBáru lengi. Hún varö vinur
minn frá þessari stundu og þau
vináttubönd styrktust meö hverju
ári.
Bára Sveinbjörnsdóttir var
fædd aö Ysta-Mói I Fijótum i
Skagafiröi 16. ágúst 1924 og ólst
þar upp. Foreldrar hennar voru
Jónfna Jónsdóttir og Sveinbjörn
Jóhannesson.
Bára og Jón hófu fyrst búskap
áriö 1940 i Nesi i Fljótum. Þau
fluttust til Grimseyjar árið 1943.
Þaðan lá leiðin til Siglufjaröar ár-
iö 1950 og áttu þau heimili þar til
ársins 1964, voru eitt ár I Kópa-
vogi en áriö 1965 fluttust þau til
Keflavikur, bjuggu sér heimili I
Lyngholti 10 og hafa búiö þar æ
siöan.
Þau hjónin eignuðust fjórar
dætur, ein þeirra dó nokkurra
mánaöa gömul. Hinar þrjár eru
Guörún, fóstra búsett i Keflavik,
gift Gylfa Guömundssyni yfir-
kennara, Kolbrún, skrifstofu-
maöur búsett i Keflavik, gift Páli
A. Jónssyni, skipstjóra, Hrafn-
hildur, sjúkraliöi búsett i Garði,
gift Skúla Róbert Þórarinssyni
véistjóra.
Eiginmaöur Báru, Jón Sæ-
mundsson, stundaöi sjómennsku i
full þrjátiu ár. Þaö kom þvi mikiö
i hlut Báru aö ala upp börnin og
sjá um heimilið eins og titt er um
konur sjómanna. Samhliöa þessu
fulla starfi vann Bára alla tiö ut-
an heimilis á meöan hún haföi
heilsu til. Man ég sérstaklega eft-
ir þessu frá þvi hún bjó á Siglu-
firöi.
Bára átti lengi við vanheilsu aö
striða, en i veikindum sinum
sýndi hún sérstakt æöruleysi og
þolinmæöi og setti alltaf annarra
þarfir ofar sinum. Reyndar var
þaö oft svo aö viö hin gleymdum
þvi aö Bára gekk ekki heil til
skógar, enda talaöi hún aldrei um
veikindi sin viö nokkurn mann.
Húnvaröfyrir hjartaáfalli fyrir
nokkrum vikum. Þrátt fyrir þaö
áfall hvarflaöi ekki aö nokkru
okkar aö endalokin væru skammt
undan. Hún var á batavegi og viö
þóttumst öll sannfærö um, að viö
ættum eftir aö njóta samvista viö
hana I mörg ár enn.
En skjótt skipast veöur I lofti.
Hún fékk annaö áfall hinn 6. júni
s.l. — og þar meö var saga hennar
öll.
Bára var einstök manneskja og
þaö er erfitt að sætta sig við orö-
inn hlut, sætta sig viö aö saga
hennar skuli nú öll, langt um ald-
ur fram.
Bára var aö eölisfari hlédræg
kona, barst litiö á til orös og æöis.
En viö nánari kynni kom brátt i
ljós, aö á bak viö þetta hlédræga
gervi, sem hún bar hversdags-
lega, bjó óvenjulegur og sterkur
persónuleiki. Og viö sem bund-
umst henni vináttuböndum, urö-
um auöugri af þeim samskiptum
— og meö hverju ári óx virðing
min fyrir Báru Sveinbjörnsdótt-
ur, gáfum hennar og mannkost-
um. Og fáum manneskjum á ég
meiraaöþakka.
Hún var ætiö tilbúin að rétta
hjálparhönd, hliföi sér aldrei, allt
var sjálfsagt.
Barnabörn hennar eru nú oröin
átta og óhætt er aö segja aö hún
hafi tekiö stóran þátt i uppeldi
þeirra allra, einkum þeirra elstu,
enda dvöldu þau hjá ömmu sinni
langtimum saman. Hin yngri
nutu ömmu sinnar skemur en
skyldi. Minum börnum reyndist
hún oft eins og væri hún móöir
þeirra. Drengirnir leituðu oft til
ömmu sinnar, enda átti Bára tii
aö bera óvenjulega hæfileika til
aö ná sambandi við unglinga og
skildi þá betur en margur annar.
Hún var fljót að eignast góöa
vini og var vinaföst. Þvi var oft
margmennt i Lyngholti 10 hjá
Jóni og Báru.
Óvænt er nú komið aö kveöju-
stund. Við, fólkið hennar Báru hér
á Suðurnesjum, litum björgum
augum fram á veginn og brostum
á móti hækkandi sól. Sumar var
loks komið meö sólskin og bjartar
vonir. — En þá kom helfregnin.
Þú vissir þaö varla,
hve vænt um þig oss þótti,
þannharm, erheim osssótti,
erhlaustu aðfalla.
Þá brást um byggöina alla.
ibrosin okkar flótti.
(Stephan G.)
Ég vil þakka Báru tengdamóö-
ur minni samfylgdina — og fyrir
allt sem hún geröi fyrir mig og
mitt fólk. Ég á henni svo ótal
margt aö þakka.
Dætrum hennar og barnabörn-
um votta ég innilega samúö mina
og þó alveg sérstaklega eftirlif-
andi eiginmanni. Hann á um sár-
astaöbinda.
Og þvi varöallt svo hljótt viöhelfregn þina,
sem heföi klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þlnalla daga slna.
(Tómas Guöm).
Gylfi Guömundsson