Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 9
' Helgin 12.-13. júní 1982 ÞJóÐVILJINN — Síí)A 9 Hverjir hafa fengiðNóbels- verðlaunin? 492 einstaklingar frá 36 löndum Þar aferu 143 Bandaríkjamenn Hin virtu Nóbelsverðlaun hafa nú verið veitt i 80 ár eða allt frá árinu 1901. Þau hafa verið veitt frá upphafi í bókmenntum, eðlis- fræði, efnafræði, læknisfræði á- samt friðarverðlaununum. Hin siðari ár hafa þau einnig verið veitt i hagfræði. A þessum tima hafa alls 492 einstaklingar frá 36 þjóðiöndum fengið Nóbelsverð- launin,en einnig hafa stofnanir 12 sinnum fengið friðarverðlaunin. Langflestir verðlaunahafarnir hafa komið frá Bandarikjunum, alls 143 eða um 29% þeirra. Næst I röðinni kemur Bretland með 77 verðlaunahafa. Allur obbi Nóbelsverðlauna- hafa kemur frá N-Ameriku og Evrópu. Aðeins 8 hafa komið frá S-Ameriku, 2 frá Afriku, 12 frá Asiu og 4 frá Astraliu. Þess skal getið að um 150 sjálfstæð riki eru nú ú\ en eins og áður gat hafa hin eftirsóttu verðlaun aðeins runnið til 36 þeirra. Þeirra á meðal er ís- land. Svona skiptast verðlaunahafar eftir rikjum: Bandarikin 143, Bretland 77, Þýskaland 59, Frakkland 42, Svi- þjóð 25, Sovétrikin 16, Sviss 14, Holland 12, Austurriki 11, Italia 11, Danmörk 10, Belgia 9, Noreg- ur 7, Japan 6, Spánn 5, Irland 4, Argentina 4, Astralia 4, Kanada 4, Ungverjaland 3, Pólland 3, Kina 2, Indland 2, Finnland 2, S-Afrika 2, Chile 2, Grikkland 2, Israel 2, Jtigóslavia 2, Island 1, Pakistan 1, Tékkóslóvakia 1, Portúgal 1, Guatemala 1, Egyptaland 1 og Vestur-Indiur 1. Bókmenntaverðlaun Nóbels Fyrir 10 árum Bandarikjaher hefur eytt ein- um áttunda alls skóglendis i Suð- ur-VIetnam og unnið óhemju spjöll á akurlendi. Risasprengjur af gerðinni „Daisy Cutter" eru sérlega áhrifamiklar við eyðingu skóga. Ein slik sprengja vegur sjö og hálft tonn og drepur allt kvikt sem er innan kilómetra fjarlægð- ar frá sprengistaðnum. 1 skýrsl- um bandarisku herstjórnarinnar er talið að einum tólfta alls gróð- urlendis I Suður-Vietnam hafi verið eytt. Þessi tala er alltof lág og þvi fer fjarri að hún gefi rétta mynd af eyðileggingunni. En jafnvel þótt reiknað sé með að- eins 12 af hundraöi þá samsvarar það hlutfallslega þvi, ef borið er saman að Bandarikin, að Flór- ida, Georgla, Alabama, Missi- sippi, Suður Carólina, Noröur Carólina, Tennessee, Kentucky og Arkansasfylki hafði verið lög i auðn. (l.júni). A að giska þUsund stúdentar i Frankfurt hlýddu I gær á áskorun Ulriku Meinhof um að hef ja vopn- aða baráttu gegn bandariskum herstöðvum I Vestur-Þýskalandi. Avarp Ulriku Meinhof var leikið af segulbandi i hátiðarsal háskól- ans en hún fer sjáif huldu höfði, enda verið eftirlýst af lögreglunni um árabil fyrir skæruhernað gegn rikjandi þjóðskipulagi i landinu. (2.júnl). A meðan islenska Olympiu- nefndin er að basla við að ná saman einni til tveimur miljón- um króna til að geta sent fáeina keppendur á Olympiuleikana I Mönchen i sumar eyða Banda- rikjamenn 10 milj. dollara til þátttöku i Olympiuleikunum i ár eða tæpum 900 miljónum is- lenskra króna. (20. mai) A glæsilegum borgarafundi um herstöðvamálið i fyrrakvöld var kjörið 25 manna ráð til að vera miðstöð baráttunnar gegn herstöðvum á Islandi og knýja fram efnd fyrirheitanna i stjórnarsamningnum um brott- för hersins. Þessi fjölsótti fund- ur sem haldinn var I framhaldi af baráttufundi til minningar um Jóhannes úr Kötlum, sameinaði til baráttu fyrir brottför hersins annars olika hópa sem hafa það sameiginlegt að vilja að erlendur her hverfi af Islenskri grund. (Leiðari 18. mai) Fyrir einu ári eða svo var mikið skrifað um fjölþætt störf Jóhannesar Nordals. I blöðun- um voru birtar myndir af Jó- hannesi jafnmargar hinum að- skiljanlegu störfum hans. Upp Ur þessu hófst umræða um is- landsmet i bitlingum. Komust menn að þeirri niðurstööu að methafinn væri óskar Hall- grimsson nú bankastjóri Al- þýðubankans. Ekki treystust blöðin til þess að birta af honum jafnmargar myndir og störf hans eru. Til þess hefði þurft mikið rúm i litlum blöðum. (Fjalar, 20. mai). Loksins hefur það gerst að við eigum oröiö tvo kúluvarpara, sem berjast munu um fyrsta sæt- ið á frjálslþróttamótum hér i sumar. Hreinn Halldórsson, hinn ungi og stórefnilegi kúluvarpari, gerði sér litið fyrir á EÓP-mótinu og kastaði 17.39 m, og storkaöi þar með Guðmundi Hermanns- syni, sem verið hefur ósigrandi og raunar aldrei fengið keppni s.l. 4 ár. (3.júnl). Nóbelsverðlaunahafar árið 1981. Sitjandi frá vinstri eru David H. Hub- el, Bandaríkjunum (Læknisfræði), Elias Canetti Bretlandi (bókmennt- ir) og Robert Sperry Bandarikjunum (læknisfræði). Standandi eru: Kai Siegbahn Sviþjóð (eðlisfræði), Torsten N. Wiesel Svíþjóð (læknis- fræði), Arthur L. Schawlow Bandarikjunum (eðlisfræði), Kenichi Fu- kui Japan (efnafræði), Ronald Hoffman Bandarikjunum (efnafræði), Nicolaas Bloembergen Bandarikjunum (eölisfræði), og James Tobin Bandarikjunum (hagfræði). hafa runnið til einstaklinga I 24 'löndum, oftast til Frakklands, 11 sinnuni; næst koma Bandarikin, Bretland, Þýskaland og Sviþjóð. Þess skal að lokum getið að ekki er öll sagan sögð þó að við- komandi verðlaunahafi sé rikis- borgari ákveðins lands. Þannig fékk Canetti siðast verðlaun i bókmenntum en hann er breskur rikisborgari, og teljast verðlaun- in þvi renna til Bretlands. Hann er hins vegar gyðingur, fæddur i BUlgariu, alinn upp i Austurriki og skrifar á þýsku. Auk þess dvelur hann mjög gjarnan á ttaliu. Einnig má segja að tslendingar hafi fengið hálf önnur verðiaun þvi að Niels R. Finsen sem fékk verðlaunin I læknisfræði árið 1903 var Islendingur i aðra ættina og tók t.d. stúdentspróf frá Mennta- skólanum i Reykjavik. — GFr. QONGUDAGUR JOLSKYLDUNNAR MJOLKURDAGURINN VERÐUR SUNNUDAGINN 13. JÚNÍ Undanfarin ár hafa ungmennafélögin á landinu gengist fyrir sérstökum göngudegi sem nefndur hefur verið Göngudagur fjölskyldunnar. Að þessu sinni verður Göngudagur fjölskyldunnar jafnframt Mjólkurdagurinn '82. Ungmennafélögin hafa skipulagt gönguleiðir, hvert í sínu umdæmi, sem nánar verða auglýstar á hverjum stað með veggspjöldum. Mjólkurdagsnefnd sér þátttakendum fyrir hressingu á leiðinni og fá þeir allir barmmerki sem jafnframt er lukkumiði. LUKKUNÚMERIN ERU 75 ALLS: 1. FULLKOMINN GÖNGUÚTBÚNAÐUR: tjald, svefndýna, gönguskór og allur fatnaður sem til þarf að verðmæti alls kr. 10.000.- 2-75.ÝMISKONAR MJÓLKURAFURÐIRs.s. ístertur, ostar, mjólkur- og mysudrykkir í kössum. Úrslit verða birt í dagblöðum sunnudaginn 20. júní. Allir krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur! Göngum saman - gleðjumst saman - öll saman UM Fl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.