Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. júnl 1982 Sumarsókn friðar- hreyfmga Össur Skarphéðinsson segirfrá Hyde Park fundinum m GEGN stríðsbrölti og kjarnavopnum Mjór er mikils visir. Fjölmennasti fundur í Bretlandi í manna minnum Styrjaldarbrölti og kjarnorkuvopnum var mótmælt á eftirminnilegan hátt í Hyde Park garðinum í Lundúnaborg á sunnu- daginn var. Þrumur og eldingar bölsótuðust í him- inhvolfunum af og til, all- an daginn, en það aftraði ekki 250 þúsund holdvotum Bretum frá því að mæta á útifundinn sem and- spyrnuhreyfingin gegn kjarnorkuvopnum hélt. A(- þjóðlegt inntak baráttunn- ar var undirstrikað með boðum og kveðjum sem fulltrúar svipaðra sam- taka á óðrum heimshorn- um fluttu/ þeirra á meðal Pétur Reimarsson frá Samtökum herstöðvaand- stæðinga. Lundúnir kjarn- orkulaust svæði Fundurinn var liður i mótmæl- um sem friðarhreyfingar um alla Evrópu standa fyrir i tilefni af Evrópuför Reagans Bandarikja- forseta og einnig til aö minna á að afvopnunarráöstefna Sameinu&u þjóðanna er að hefjast i New York. Dagurinn byrjaði með þvi að fáni Sameinuðu þjóöanna var dreginn að húni yfir ráðhúsinu og tilkynnt að borgarstjórinn hefði lýst Lundúni kjarnorkulaust svæöi. Svipaðar ákvarðanir hafa verið teknar i mörgum borgum á Bretlandi, þar sem Verkamanna- flokkurinn fer með völd, ihaldinu til mikillar hrellingar. Leiðtogi vinstra arms Verka- mannaflokksins var mættur á staðinn flugmælskur að vanda. Tony Benn. Um ellefuleytið fóru svo af stað þrjár göngur frá mismunandi stöðum i borginni og mættust i Hyde Park. Svo gifurlegt var mannhafiö að siðustu göngu- mennirnir komust ekki á svæðið fyrr en i fundarlok. ihaldið bannaði tónlistina Hin hraðvaxandi friðarhreyfing i Englandi er ihaldinu mikill þyrnir i augum, ekki sist hversu Kvekarar og kristnir gegn sprengjunni. Breiddin I friðarhreyfingunni er henni mikill styrkur. Annaö veifið hellirigndi og var þá allt tiltækt notað til skjóls og hlifðar. Arthur ScargiII forystumaður breska námuverkamannasambandsins var ómyrkur i máli á fundinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.