Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 36

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 36
Helgin 12.-13. júni 1982 Aoalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaftamenn og aöra starfsmenn hlaosins iþessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbroí 8i285, ljósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af-grei&slu bla&sins i sima 81663. Bla&aprent hefur sima 81348 og eru bla&amenn þar á vakt öll kvöld. Aðaisími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðshi 81663 hafn vtikunnar Nafn Friðriks ólafssonar kom viö i hugum margra þessa vikuna þegar fjöl- skyldumál skákmeistarans Viktors Kortsnojs fengu skjóta og farsæla lausn. Fri&rik ber þvl nafn vikunn- ar. Þegar mál Kortsnojs er sko&a& þá er margs a& minn- ast. Þetta hófst allt me& eftirminnilegum hætti i Amsterdam einn fagran júli- dag fyrir sex árum si&an. Þaö er ljóst aö Kortsnoj var búinn a& hafa flótta sinn i undirbúningi um langt skeiö þegar hann gekk inn á lög- reglustö& i Amsterdam og ba& um hæli sem pólitiskur flóttamaöur. Fri&rik ólafs- son var me&al þátttakenda á móti þessu og tæpast hefur hannrennt i grunhvaoa áhrif þessi ganga Kortsnojs átti eftir a& hafa á lif hans og störf næstu árin. Kortsnoj tók ekki upp baráttuna fyrir sameiningu fjölskyldu sinn- ar fyrr en gó&u ári eftir flótt- ann. Hann haf&i ýmsum ö&r- um hnöppum a& hneppa, en þegar hann tefldi við Karpov um heimsmeistaratitilinn á Filippseyjum 1978 komust fjölskyldumálin i algleym- ing. Fri&rik var stuttu eftir einvigift kosinn forseti FIDE, og fékk þvl mál Kortsnojs i arf frá fyrirrennara slnum, Max Euwe. Þvi er ekki aö neita a& litt þolgó&ir menn kröf&ust þess af Fri&rik a& lausn yröi aö finnast þegar i staö. Kortsnoj var eftir flótt- ann opinberlega sviptur öll- um slnum titlum og sonur hans, Igor fór huldu höf&i. Hann haf&i verið kalla&ur i herinn og viídi þvl ekki una. Kortsnoj hófst þegar handa me& óbilgjarnar árásir á Fri&rik og a&rir fylgdu i kjöl- fariö ekki sist ýmsir is- lenskir a&ilar. Stefnubreyting var& vi& komu Kortsnojs til tslands I fyrra. Tónn hans I gar& Fri&- riks milda&ist. Fri&rik haf&i þá kosi& a& fara hægt I sak- irnar. Hann var virtur skák- meistari I Sovétrikjunum og þar eystra var tekiö mark á þvi sem frá honum kom. Stóra skrefiö tók Friörik ekki fyrr en fyrir einvigi Karpovs og Kortsnojs I Meranó. Þegar hann frestaöi einvíginu var eins og brysti stifla, i sóvésku pressunni. Fri&rik var har&lega gagn- rýndur en meö frestuninni náöist fram þa& sem mest var um vert — samningar. Þa& hef&i veriö æskilegt a& fjölskylda Kortsnojs heföi fariö yfir fyrir einvlgið. SHkt ná&ist ekki. A hinn bóginn fékkst loforö um a& jafn- skjótt og Igor sonur Korts- nojs væri búinn aö afplána sinn dóm fengju þau mæ&g- ininaöfara. Ýmsar blikur voru á lofti þegar Campomanes bauö sig fram gegn Friörik til forseta FIDE. Frétt um endur- kvaöningu Igors I herinn hef- ur ekki fengist sta&fest. A hinn bóginn stó&u Sovétmenn vi& loforö sitt. Máli& er leyst. —hól „Auðveldara að vera á sjónum, en í landi" segir Stefanía Jakobsdóttir, sjómaður í 25 ár Á Sjómahnadag hefur verið venja um árabil að heiðra aldna sjómanns- kappa, sem mönnum hef- ur þótt hafa unnið mál- efnum sjómanna vel. Nú á sunnudaginn voru f jórir heiðursmenn heiðraðir/ og þeirra á meðal var einn kvenmaður og vakti pað að vonum talsverða athygli. Konan sú heitir Stefanía Jakobsdóttir og hlaut hún viðurkenning- una fyrir starf sitt á sjón- urn. en hún hefur verið skipsþerna allt frá árinu 1957. Sjómannadagsráö Reykjavik- ur hefur einu sinni áöur veitt kvenmanni viburkenningu á Sjómannadag. Þa& var Gróa Pétursdóttir sem hana hlaut fyrir nokkrum árum, ekkja Nikulásar Jónssonar, sjó- manns. Hlaut hún viöurkenn- ingu fyrir störf sin I þágu sjó- manna, en hún lét sig öryggis- mál þeirra miklu skipta. Viö iiáöiiin tali af Stefanlu Jakobsdóttur og spur&um hana fyrst um skipin, sem hi'ui hefur siglt me&. „fjg byrja&i á Lagarfossi, en var lengst á gamla Dettifossi og si&an á þeim nýja. Sl&an fór ég á Stu&lafoss og var á honum þar til ég veiktist i haust, en ég hef ekki mátt fara á sjóinn si&an. En þaö stendur vlst til bóta og ég bi& bara eftir þvi a& komast á sjóinn." — Ilvaö er það viO sjóinn, sem heillar? ,,Mér finnst miklu au&veldara aö vera á sjónum heldur en I landi. Þa& eru engin hlaup e&a stress á sjónum — þar gengur lifi& bara sinn vanagang. Svo eru þetta svoddan öndvegis- menn, sjómenn. Nei, ég vil ekki skipta og vera I landi, þaö segi ég satt." Stefania Jakobsdóttir var sæmd silfurkrossi Sjómannadagsrá&s á Sjómannadaginn si&asta sem vi&urkenning fyrir vel unnin störf. (Ljósm. — eik—) — En hvernig stóð á þvi a& þú byrja&ir til sjós? Varla hefur þetta verið algengt kvennastarf árið 1957? ,,Þa& var kannski ekki svo al- gengt, en þaö var mjög eftirsótt að vera þerna i þá daga. Þarna fékk maöur tækifæri til þess a& sjá sig um I heiminum — fara i siglingu. Þa& var ekki algengt i þá daga a& menn færu til út- landa, hvaö þá kvenmenn. Annars byrjaöi ég i þessu fyr- ir hreina tilviljun. Þannig var aö vinkona min ein, sem gift var Gu&mundi Vilhjálmssyni, starfsmanni hjá Eimskip, kom til mln I búöina þar sem ég vann og stakk þvi aö mér aö ég skyldi drifa mig á sjóinn — fara I sigl- ingu. Ég tók þvi afar fjarri, en þa& enda&i me& þvi að daginn eftir var ég komin út á sjó. Nú, mér lika&i þetta prýöis- vel, en þor&i ekki aö biðja um annar túr. Konráð Guömunds- son var bryti á Lagarfossi, og hann kalla&i á eftir mér þar sem ég var á leiö frá boröi og spur&i hvort ég vildi ekki fara með þeim annan túr. Og siöan hef ég veriö á sjó. Þannig er þetta. Ma&ur veit ekki alltaf hvernig ævin vixlast hjá manni." Og Stefania brosir meö kátinu ung- lingsins i augum. —-Og þú hefur veriö samfleytt frá árinu 1957 á sjónum? „Nei, ekki alveg samfleytt. Ég bjó i tæpt ár i Englandi. Það var þegar gamli Dettifoss var seldur, ég ætlaöi svona aö sjá til. Þá réöi ég mig til forrikra hjóna, sem bjuggu i miklu húsi i Su&ur-Englandi. Það kom svo i ljós, að mitt aðalstarf var fólgið i þvi að passa hundinn þeirra. Ég var eitt sinn i heilar sex vikur i þessu þrjátiu hér- bergja húsi þeirra með hundinn. Þá fóru þau hjónin til útlanda á skiði og húsinu var lokað. Þetta var hálfundarleg vist, skal ég segja þér. En mér likaöi vel I Englandi. Þetta er prý&isfólk sem þarna býr." — Nú hefur þú siglt vfða um heiminn, Stefania. Hvert hefur þér þótt eftirminnilegast að koma? „Fyrstu árin eftir aö ég byrj- aði að sigla þótti mér skemmti- legast að koma til Hollands. Það var svo fallegt þar og skemmti- legt fólk — mikill gróður og fólk- iö alltaf svo ánægjulegt. En eftir þvi sem ég hef verið lengur til sjós hef ég alltaf kunnað meira og meira a& meta New York. Ég kann ekki alveg skýringuna — ætli ég hafi bara ekki vanist borginni? Maöur er nú lika allt- af aö hugsa um að versla og i New York er gott að versla. Nú, þa& er lika alltaf gott a& koma til Þýskalands. Annars finnst mér alls staöar gott a& koma. Fólk er alls staðar samt viö sig inn viö beiniö." — Þú hefur aldrei lent I neinu til sjós? „Nei, ég hef veri& einstaklega heppin alla tið. Skipin, sem ég hef verið á, hafa aldrei lent i neinu. Mér finnst meira að segja, að ég hafi aldrei lent i verulega slæmum sjó? þetta hafa veriö svo góð sjóskip. Nvi bíð ég bara eftir þvi að mega fara út aftur. Annars er gott að vera hér — Eimskipafé- lagið hefur alltaf gert gott viö mig." Og þar me& kveöjum við Stef- aniu Jakobsdóttur, sjómann, sem nú hugsar um mat og kaffi fyrir starfsfólkið I stjórnstöð Eimskipafélagsins við Sunda- höfn. Megi hún sem fyrst kom- ast á sjóinn sinn. — ast Kona flýgur með Kolombíu Haustið 1983, þegar nákvæm- lega 20 ár veröa liöin frá þvi aö fyrsta konan, Rússinn Valentina Teresjkova, fór út I geiminn, mun fyrsta bandarlska konan stiga um bor& I geimferju og fljúga út I þyngdarleysiö. Hiin heitir Sally Ride, 31 árs gömul, eðlisfræðingur að mennt. Hún er I hópi þeirra 84 geimfara sem undanfarin 4 ár hafa verið I þjálfun fyrir geimferjuna hjá geimferðastofnuninni NASA. Sally Ride mun fara ásamt þremur karlmönnum i sjöundu ferð geimferjunnar en aðeins 8 konur eru I hópi hinna 84 geim- fara. Konur eru taldar likam- lega jafn hæfar og karlmenn til að fara lit í geiminn. Tilgangurinn með ferðum Kolumbiu eru margs konar vis- indalegar rannsóknir m.a. með það fyrir augum að finna nú efni og læknislyf en auðvitað spilar hernaðurinn einnig inn I áætlun- ina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.