Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. júni 1982 mmm Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðf relsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Fréttastjdri: Þórunn Sigurftarddttir. Umsjónarmaftur sunnudagsblafts: Guftjón Friftriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auftur Styrkársdóttir, Helgi úlafsson, Magnús H Gislason, Glafur Gislason, óskai Guftmundsson, Sigurdftr Sig urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöftversson. iþróttafréUaritari: Vioir Sigurftsson Ctlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guftjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elfas Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriftur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir, Jóhannes Har&arson. Afgreiðsia: Bára Sigurftardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriftur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóftir: Bergljót Guftjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárftardóttir Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdöttir, Karen Jóns- dóttir. titkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavfk, simi: 8 13 33 Prentun: Blaðaprent hf. r itst Jór nargrei n Auölindanýting • Eitt mikilvægasta atriðið er varðar f ramtíðarþró- un í þióðmálum okkar íslendinga er það/ hvernig til tekst um mörkun auðlindastef nu f yrir komandi ár og áratugi. • Þeir sem veljast til forystu í stjórnmálum hafa m.a. þeirri skyldu að gegna að vísa leið til sem hag- kvæmastrar nýtingar auðlindanna í bráð og lengd. í þessum ef num verða menn að horf a f ram á veginn og marka stef nu, þótt sú stef na skili máske ekki árangri fyrr en að nokkrum árum liðnum. Þótt stjórnmála- menn, sem valdir eru til forystu geti aldrei vikið sér undan erfiðri glímu við aðkallandi dægurmál, þá verða þeir jafnframt að horfa lengra fram, og gefa sér tíma til vinnu að stef numörkun út f rá f ramtíðar- hagsmunum. Án þess færir dægurþrasið menn í kaf. • fsland er ríkt land, sem býr yf ir miklum auðlind- um á landi og í sjó, en því aðeins auðnast okkur að nýta þessar miklu auðlindir þjóðinni til farsældar í bráðog lengd, að stjórnvöld haf i burði til að marka og fylgja fram skynsamlegri stefnu hvað varðar nýtingu auðlindanna. • Okkar helstu auðlindir eru líf ið í haf inu umhverf- is landið, gróðurmoldin og orka f allvatnanna og hitans í iðrum jarðar. Ásamt náttúruauðlindunum, er það svo þekkingin sem allt nútímamannlíf byggist á, og býður upp á margvislega nýtingu auðlindanna, sem áður gat ekki verið á dagskrá. Sú þekking er dýrmæt, ekki síður en sjálfar náttúruauðlindirnar. • Þegar við tölum um auðlindastefnu og nauðsyn stefnumörkunar í þeim efnum, þá hlýtur sú stefnu- mörkun að verða við það miðuð, að sérhverri auðlind sé ætlað að skila hámarksaf rakstri með sem minnst- um tilkostnaði, en þó án allrar rányrkju og með sem minnstri röskun á því mannlíf i sem f yrir er. — Hér er ekki verið að boða nein heljarstökk í þessum efnum, heldur hittað við fetum okkur áfram traustum og ör- uggumskrefum. • Eins og málum er nú háttað, þá er ákaflega mörgu ábótavant í þessum efnum hjá okkur Islend- ingum og þróunin býsna tilviljanakennd í okkar at- vinnulíf i með allri þeirri sóun sem slíku f ylgir. • Hér þarf að marka og fylgja f ram auðlindastefnu ísjávarútvegsmálum, stefnu sem byggir á þeim meg- insjónarmiðum, sem nefnd voru hér að framan. I þessum efnum hæfir hvorki offors né aðgerðarleysi, heldur hittaðmenn komi sér niður á nokkur byrjunar- skref og meginlínur varðandi framtíðarþróun. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði þá er það að sjálfsögðu ekki baraaflamagnið, semdregiðer úrsjó, erskiptir máli, heldur ekki síður tilkostnaðurinn á bak við hvert tonn af fiski, og nýting aflans, sem á iand berst. Þótt f ull ástæða sé til að vara við f ullyrðingum um að meiri- háttar niðurskurður á okkar f iskiskipaf lota geta orðíð til þess að leysa okkar ef nahagsvandamál, þá er hitt engu að síður rétt að hér þurfa menn m.a. að leita leiða til þess að draga verulega úr tilkostnaði í okkar f iskveiðum. Sú nauðsyn verður enn brýnni nú, þegar horf ur eru á, að af lamagn muni tæplega f ara vaxandi á næstu árum. I þessum efnum hafa ráðamenn verið of sinnulausir á undanförnum árum og vandamálin því stærri en ella. AAörkun auðlindastef nu í sjávarút- vegi með góðri samræmingu veiða og vinnslu er eitt allra brýnasta nauðsynjamál okkar íslendinga. • Hvað varðar nýtingu gróðurmoldarinnar og okkar landbúnað er einnig þörf skýrari auðlindastefnu, þótt út í þá sálma verði ekki farið hér nánar aðsinni. • I iðnaðar- og orkumálum skiptir stefnumörkun um auðlindanýtingu einnig ákaflega miklu máli. Að þeim málum hefur verið kappsamlega unnið hin sfð- ustu ár með verulegum árangri, þótt margt sé enn óljóstog á könnunarstigi hvað orkunýtinguna varðar. Sú stef numörkun í iðnaðarmálum sem samþykkt var á Alþingi í vor að forgöngu iðnaðarráðherra ásamt ákvörðunum fyrir ári síðan um stórátak í virkjunar- málum á næstu árum marka hins vegar leið í þessum efnum. k. Enginn getur verið hlutlaus Mér skilst, a6 likt hafi veriö komið á með okkur Jónasi Dag- blaðsritstjóra nú að undan- förnu, að þvi leyti, að báðir höf- um við verið i nokkurri f jarlægð frá borgarstjórnarkosningunum nýafstöðnu. Fregnir herma, að ritstjórinn hafi haldið sig „fjarri fósturjarðarströndum" og þá væntanlega, trúr fyrra ferli, — sötrað þar vín „i margri ljótri krá" og etið útlendar kássur á meðanblaðiðhans, þetta frjálsa og óháða, sveittist blóðinu við að berjastfyrir ihaldið hér heima á Fróni. Sjálfur lagði ég leið mina norður i Skagafjörð, eins og jafnan i minum sumarleyfum, og sinnti þar lambfé. Ég býst við að þeim störfum hafi fýlgt meiri erill og vökur en „at- vinnu" Jónasar. Fimm tima svefn i rúmar þrjár vikur verð- ur vist varla talinn til munaðar. Og þó dreg ég það i efa, a ð þegar Jónaskom heim frá kráarsetum sinum, eigi hann þaðan ánægju- legri minningar en sá, sem eyö- ir nokkrum vornóttum norður i Skagafirði. En hvað sem um það er þá verður ekki um hitt deilt, að uridanf arnar vikur hafa ótvirætt leitt I ljós, að ihaldið hefur eignast „frjálst og óháð" dagblað. Já, borgarstjórnarkosning- arnar. Þegar ég yfirgaf höfuð- staðinn, að morgni hins 8. mai sl., var hann enn undir stjórn „vinstri" flokkanna, sem svo eru gjarnan nefndir. Er það þó dálitið vafasöm nafngift sé litið á þessa flokka I heild. En þegar ég kom til baka hafði fhaldið náð borginni á ný. Menn velta fyrir sér ástæðunum og tina ýmislegt til. Mér sýnist þær ýmsar auð- sæjar, þótt ekki verði raktar að ráði i þessari stuttu grein. örfá atkvæði skildu á milli feigs og ófeigs við kosningarnar 1978. Ihaldið hlaut að beita öll- um slnum gifuriega áróðurs- mætti og aðstöðu til þess að vinna þennanmun upp. Völdin i Reykjavík eru lifakkeri þess. Landsstjórnaraðstaða skiptir þar mun minna mali. Næðust þau ekki nú mátti búast við að biðin eftir þvi gæti orðið nokkuð löng. Til þess að standast árás Ihaldsins var alger samstaða meiri hluta flokkanna nauðsyn- leg. Með þvi á ég þó ekki við sameiginlegt framboð þeirra, Jxítt auðvitað væri það sigur- stranglegast, ef fullkomin heil- indi byggju á bak við. En viss samstaða flokkanna var ótijá- kvæmileg ef tefla átti til sigurs. Hún brást og þar með var skarð rofið i múrinn. Alþýðublaðið tal- aðitveim tungum. Timinn einn- ig. Talsmenn Alþýðu- og Fram- sóknarflokksins lýstu þvi yfir i fjölmiðlum, að flokkar þeirra gengju „óbundnir" til kosning- anna. A venjulegu máli þýddi það að þeir væru á engan hátt. reiðubúnir til þess að halda áfram vinstra samstarfinu eftir kosningarnar, þótt til þess feng- ist fylgi. Af máli sumra formæl- enda Alþýðuflokksins varð ekki annað ráðið en þeir teldu sig fyrst og fremst eiga i höggi við Alþýðubandalagið, ekki Ihaldið. Eðlilegt var að kjósendur hugs- uðu sem svo, að þarna væri hver höndin upp á móti annarri. Skárra væri að kjósa yfir sig Magnús H.Gíslason skrifar einlita Ihaldsstjórn, jafnvel þótt sum ummæli borgarstjóraefnis- ins bentu til þess, að það hefði meira utan á höfðinu en innan i þvl, en að styðja flokka, sem ekki gátu einu sinni staðið sam- an á úrslitastundu. Slik fylking gat naumast sýnst sigurstrang- leg. inn i þetta kom svo kvenna- framboðið, auðvitað „óháð", en engum duldist þó af samsetn- ingu framboðslistans, að hann mundi fyrst og fremst draga at- kvæði frá meirihlutaflokkunum, einkum Alþýðubandalaginu. Og þvi fleiri listar, sem kepptu um fylgi við sameinað ihald, þeim mun meiri Hkur fyrir „dauð- um" atkvæðum. Alþýðubanda- lagið eitt gekk til þessara kosn- inga sem eindreginn og alger andstæðingur ihaldsaflanna. Meirihlutaflokkarnir hafa margt vel gert i Reykjavik á liðnu kjörtimabili og gæti nú- verandi meiri hluti notið góðs af, ef skynsemin lyti ekki I lægra haldi fyrir ofstækinu. Enginn þurfti að búast við ein- hverri stórkostlegri byltingu á einum fjórum árum eftir ára- tuga einveldisstjörn íhaldsins. En á skorti, að það, sem áunnist hefur, væri nógu vel kynnt fyrir kjósendum. Vonlaust er með öllu að það sé unnt að gera á fá- einum dögum fyrir kosningar. Skrif I blöð með ónóga út- breiðslu koma að takmörkuðu gagni. Hið eina, sem dugar, er linnulaus kynning á þvi, sem gert hefur verið, verið er að gera og áformað er að gera á þeim vettvangi, þar sem hægt er að ná til fólks almennt, vinnustöðunum. Almennir, op- inberir fundir, þar sem menn frá hinum ýmsu flokkum rök- ræddu og leiddu saman hesta sina og sem áttu stóran þátt í að viðhalda og efla pólitiskan áhuga almennings, eru dauðir. Og það eru flokkarnir sjálfir, sem hafa gengið af þeim dauð- um. Nú pukrast bara hver fyrir sig og nær naumast til annarra en þeirra, sem fyrirfram eru sannfærðir. Enginn vafi er á þvi, að þátt- taka almennings i starfi stjórn- málaflokkanna fer minnkandi. Pólitiskur áhugi er á undan- haldi. Æ oftar heyrist fólk mæla eitthvað á þessa leið: „Blessað- ur vertu, þessir stjórnmála- flokkar eru allir eins. Það skipt- ir engu máli hvort þessi eða hinn er við völd, niðurstaðan verður alltaf sú sama". Sá hóp- ur sem þannig hugsar, er stór og fer stækkandi. Þessvegna voru ákaflega margir óráðnir I þvi fram á siðasta dag hvernig þeir kysu. Sú hætta er alltaf fyrir hendi, að einmitt þetta fólk hall- istað endingu á sveif með þeim, sem sterkasta hefur áróðursað- stöðuna. Og víst er þessum kjós- endum nokkur vorkunn. Sifelld- ar sambræðslur og málamiðl- anir, sem eru fylgifiskar fjöl- flokkakerfis, deyfa skilin milli stjórnmálaflokkanna. I fleir- flokkasamstarfi getur verið óhjákvæmilegt að f lokkur fallist á að eitthvað sé gert, sem hann er ekki samþykkur, gegn þvi að fá annað fram I staðinn. Einn fær þessu framgengt, annar hinur greiði kemur á móti greiða. Enginn fær allt en allir nokkuð. Þetta slævir pólitiska vitund fólks og ruglar marga i riminu. Flokkur, sem er i sam- starfi við aðra, þarf sifellt að benda fólki á, hvað hann mundi gera ef hann réði einn og hvers- vegna hann kann að telja skyn- samlegt að taka þátt i samstarfi þar sem aðeins er amlað i átt- ina. Auðvitað eiga flokkar á vinstri væng margt sameigin- legt þótt á milli beri um annað. En ef við berum saman hinar raunverulegu stefnur ihaldsins og Alþýðubandalagsins, höfuö andstæðnanna i islenskum stjórnmálum, þá má hverjum j vera ljóst, að þær eru eins ólikar ' og islenskar nætur um sólstöður og sólhvörf. Mér sýnist, að af þessum slð- ustu bæja- og sveitarstjórnar kosningum ættuislenskir vinstri menn ýmislegt aðgeta lært. Það eru raunar þær lexiur einar, sem þeir áttu áður að kunna ut- anbókar. En menn verða löng- um misjafnlega næmir. Grunur minn er sá, að fram- undan séu þau átök I islenskum stjórnmálum, sem likleg eru til þess að hafa djúpstæð áhrif á framtið þessarar þjóðar. Þar verður tekist á um tvær megin- stefnur. Annarsvegar stefnu samhjálpar og félagshyggju, ¦ hinsvegar þá stefnu, sem leiða vill til öndvegis i Islensku sam- félagi siðalögmál frumskógar- ins. I svo afdrifarikri orrahrið getur enginn verið hlutlaus. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.