Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 3
Helgin 12.-13. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
SILKITROMMAN, ópera byggð
japönsku Nó-leikriti.
Tónlist: AtliHeimir Sveinsson
Texti: örnólfur Arnason
Hljóms veitarst jóri:
Gilbert Levine
Danshreyfingar:
Nanna ólafsdóttir
Lýsing: Arni Baldvinsson
Leikmynd:
Sigurjón Jóhannesson
Búningar-.Helga Björnsson
Leikstjóri:
Sveinn Einarsson
Hlutverk og flytjendur:
Gamli maðurinn: Guömundur
Jónsson
Stúlkan-.ólöf Kolbrún
Harðardóttirog
Helena Jóhannsdóttir
Tiskumaður: Sigurður Björnsson
Flnn Maður: Jón Sigurbjörnsson
Ungur Maður: Kristinn Sig-
mundsson
Kona:Rut Magnússon
Ginur, þjónar, menn ofl.
Brynja Sif Björnsdóttir,
Soffla Marteinsdóttir,
Jódls Pétursdóttir,
Jón F. Benónýsson,
Gunnar Richardsson
Jón Sigurðsson.
Hljómsveit: 22hljóðfæra-
leikarar úr Sinfóniu-
hljómsveit tslands.
Hún
Leifur Þórarinsson skrifar
Silkltromman
l.
Guðmundur Jónsson var stjarna kvöldsins. Ljósm.:eik
var stórkostleg
Það þarf varla að orð-
engja, að frumsýning
óperunnar „Silkitromm-
an", eftir Atla Heimi
Sveinsson og örnólf Árna-
son, er mestur viðburður á
íeirri Listahátíð, sem nú
stendur yfir. Ekki aðeins
vegna þess að verkið
stendur fyllilega undir
Deim góðu viðtökum, sem
Dað hefur fengið jafnt hjá
áhorfendum sem gagnrýn-
endum, heldur er flutn-
ingur nýrrar óperu jafnan
heimsviðburður og hlýtur
því að stela „sjóinu" við
okkar aðstæður.
Heimsmælikvarðinn
Nú segja mér fróðari menn og
konur, að með sýningu „Silki-
trommunnar” hafi verið brotiö
blað I islenskri leiklistarsögu —
að með sviðssetningu Sveins
Einarssonar hafi loksins verið
sýnt og sannað hvers okkar til-
tölulega unga leikhús er I raun-
inni megnugt — á heimsmæli-
kvarða. Heimsmælikvarðinn er
nú að vlsu dálitiö vafasamur
kvarði á þessu stigi málsins og
sýnist eflaust sitt hverjum eftir
hvar hann hefur tekið land og best
aö láta hann liggja milli hluta i
bili. En vist er að sjaldan hefur
maður verið glaðari og áhuga-
samari en á frumsýningu I Þjóö-
leikhúsinu á laugardaginn var —
hún var stórkostleg.
Óeigingjörn ástin
Efnisþráður Silkitrommunnar
er einfaldur og beinskeyttur og
tekinn úr japönsku Nó-leikriti.
Gamall, þreyttur maöur, glugga-
pússari, veröur ástfanginn af tál-
sýn, tiskudrós, sem hann sér
innan við glerin sem hann fægir.
Tiskufólkið, svo sem homma
jlegur sýningarstjóri, ungur gæi
finn peningamaður og uppáfærð
Imellumamma, gerir sér mat úr
Iþessu — hann má snerta stúlk
una, nái hann tóni úr silki-
trommu, sem hann auðvitaö
getur ekki — það hæðir hann og
spottar svo niöurlægingin knýr
hann til sjálfsmorös. En tviskipt
tlskudrósin (hún er bæði söng- og
danshlutverk) verður snortin af
óeigingjarnri ást gamlingjans og
fylgir honum I Helheima, þar sem
silkitromman, eöa ástin, gæti öðl-
ast hljóm.
Áhrifamikil tónlist
Það má vel vera, að það
„libretto”, sem örnolfur Árnason
gerir upp úr þessu leyni á sér. En
fljótt á litið viröist það hálfgerður
hnoðleir og ekki sérlega músik-
alskt i orðalagi. En það hefur þó
dugað Atla Heimi til að gera viö
býsna áhrifamikla tónlist, sem er
allt að þvi „genlal” á köflum og
meira er varla hægt að heimata
af nokkurri sanngirni.
Tónlstin er fjölbreytt og áhrifa-
mikil. Söngstillinn er oft svifandi
á milli tals og söngs og gæti verið
einskonar endurómur af texta-
flutningi sem tlðkast I „nóinu”
japanska, þótt fyrirmyndirnar
séu auðvitað augljósar I
expressjónisma tónskálda I
þýskum löndum, frá 1912 og upp-
úr. Hvað sem þvl llður, þá er hann
fullkomlega sannfærandi og það
sem meira er: sönvararnir, sem
varla eru þessu vanir neitt aö
ráöi, fluttu hann eölilega og vand-
ræöalaust.Samaimáisegja um þaö
! sem frá hljómsveitinni kemur,
en hún er skipuð rúmlega tuttugu
sinfóniskum hljóöfæraleikurum-,
það er ekki sérlega frumlegt og
ættað úr smiðjum margra góöra
manna I sæmilegum „radius” um
Darmstadt I Þýskalandi siöustu
áratugina. En það er jafngott
fyrir þvl, heldur athygli manns
allan tlmann og byggir upp harm-
I leikinn svo hann verður sterkur
! og spennandi.
ótrúlegt en satt
Tvö atriði skera sig þó úr hvaö
snertir mátt og fegurð og eru
raunar hverfipúnktar verksins:
annars vegar niðurlægingar-
senan, þar sem söngvararnir
„mlma” hæönishlátrana, sem
hljómsveitin sendir frá sér, og
hins vegar lokaatriöið, með
gamla manninum og stúlkunni,
sem er undursamlegt I einfald-
leika sinum.
Það er ótrúlegt, en satt, að
flutningur söngvaranna sex,
þeirra Guðmundar Jónssonar,
Ólafar Kolbrúnar Haröardóttur,
Siguröar Björnssonar, Jóns
Sigurbjörnssonar, Kristins Sig-
mundssonar og Rutar Magnús-
sonar var með slikum ágætum, að
halda mætti að þau væru öll hag-
vön i nútimaóperu. Svo er auö-
vitað ekki, aö undanskildum
Sigurði Björnssyni, sem söng
hlutverk Andrésar i Vozzeck
Alban Bergs þegar hann starfaöi I
Þýskalandi og þá eflaust eitthvað
fleira I þeim dúr — en þau hafa
vilja og getu til að tileinka sér og
syngja hin undarlegustu tónferli.
Til hamingju
Þvl varð flutningur „Silki-
trommunnar” mikið kraftaverk
undir drifandi tónsprota Gilberts
Levine, i flottri leikmynd og
Sigurður Björnsson, Kristinn Sigmundsson, Jón Sigurbjörnsson og Rut
Magnússon ihlutverkum sinum Ljósm,:eik.
parisarlegum búningum þeirra
Sigurjóns Jóhannssonar og Helgu
Björnssonar, meö eðlilegum
danshreyfingum, sömdum af
Nönnu ólafsdóttur, geðslegri
lýsingu Arna Baldvinssonar og
undir góöri og ekta óperuleik-
stórn Sveins Einarssonar. Til
hamingju.
Leifur Þórarinsson
Háskólafyrirlestur:
Sartre um Flaubert
Laugardaginn 12. júni flytur
William Leon McBride, prófessor
í heimspeki viö Purdueháskóla I
Bandarikjunum opinberan fyrir-
lestur I boðið heimspekideildar
Hi. Hefst fyrirlesturinn kl. 16 I
stofu 1011 Lögbergi, og fjallar um
rit Sartres um Flaubert: L’idiot
de la famille.
Láttu m.s. Ðaldur ferja þig og bílinn yfir
Breiðafjörð. Það sparar bensíniö og
styttir leiöina vestur á Firði. Þú stígur
óþreyttur á land á Brjánslæk, eftir
ánægjulega ferð með viðkomu í Flatey,
sem er sannkölluö perla Vesturlands.
Sumaráætlun m.s. Baldurs:
Mánudaga: 1. júní til 30. sept.
Frá Stykkishólml kl. 9.00 árdegis.
Frá Brjánslæk kl. 14.00 siódegis.
Áætlaður komútími til
Stykkishólms kl. 18.00.
Þriðjudaga: 1. júlí til 31. ágúst.
Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síðdegis.
Frá Brjánslæk kl. 18.00 síðdegis.
Áætlaður komutími til
Stykkishólms kl. 21.30.
Mlðvikudaga: 1. júlí til 31. ágúst.
Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis.
Frá Brjánslæk kl. 14.00 síödegls.
Áætlaður komutími til
Stykkishólms kl. 18.00.
Flmmtudaga: 1. júní til 30. sept.
Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis.
Frá Brjánslæk kl. 14.00 síðdegis.
Áætlaður komutími til
Stykkishólms kl. 19.00.
Föstudaga: 1. júní til 30. sept.
Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síödegis.
Frá Brjánslæk kl. 18.00 síödegis.
Siglt um inneyjar.
Áætlaður komutími til
Stykkishólms kl. 21.30.
Laugardaga: 1. júlí til 31. ágúst.
Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis.
Siglt um Suðureyjar.
Frá Brjánslæk kl. 15.00 síödegis.
Áætlaður komutími til
Stykkishólms kl. 19.00.