Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgfn 12.-13., jiíní 1982 Kvennaframboðin 1908—1926 Nýlega kom út á vegum Félagsvísindadeildar Há- skóla islands og bókaút- gáfunnar Arnar og örlygs Iritið Kvennaframboðin 190&—1926 eftir Auði Styrk- ársdóttur og nú höfum við frétt að Auður hafi fengið Vísindasjóðsstyrk til frek- ari rannsókna á þessu ef ni. Það þótti því vel við hæf i — ekki síst út af umræðu um kvennaframboð á þessu ári — að hafa dálitið viðtal við Auði og var því Ijúf lega tekið. Auður var fyrst spurð að þvi hver væru til- drögin að bókinni. Tildrögin voru þau aö ég skrifaði um þetta efni sem BA-prófsritgerð I þjóiftfélags- fræðum við Háskóla Islands og hún er stofninn að þessari bók. Við Háskólann starfar ritnefnd i ritröðinni Islensk þjóðfélagsfræði og henni leist þannig á þessa rit- gerð að hún væri vel fallin til út- gáfu. Eins og hún kemur fyrir al- menningssjónir er hún talsvert endurbætt. — Hvað olli kvennafram- boðunum á fyrri hluta aldarinnar. Komu þau kannski fram vegna erlendra hugmynda? — Kvennaframboð komu fram vföa í nágrannalöndum á þessum tima t.d. i Danmörku i bæja- og sveitastjórnarkosningum frá 1908 og allt til 1937, í Bretlandi 1918, I Osló 1918 og Stokkhólmi 1927 og |1928.1 stuttu mál má segja að þar feem kvennalistar komu fram á' þessum árum áttu þeir afar litlu Viðtal við Auði Styrkársdóttur um nýútkomna bók hennar gengi að fagna, alls staðar nema á tslandi, þú að hugmyndin sem að baki lá væri svipuð. — Hver er skýringin? — Ég set fram þá tilgátu að skýringarinnar sé að leita i hinni sérstöku þjóðfelagsgerð, og stjórnmálaástandinu hér á landi á þessum tima. Stjórnmálin á tslandi snerust þá um sjálfstæðis- málin, og stéttaflokkakerfið var ekki komið til sögunnar. Þrasið við Dani var samt að mestu um garð gengið og skilgreining manna um hvað stjórnmálin áttu aö snúast var óljós. Það rikti þvi eins konar millibilsástand eða tómarúm og i þvi höfðu konur möguleika á að fá mikið fylgi sem þær og fengu. Fyrsta framboðið I bæjarstjórnarkosningum I Reykjavik kom fram 1908 og þá voru 18 listar I framboði sem höfðu ekkert með stéttir að gera en voru fyrst og fremst persónu- framboð. Árið 1916 buðu konur fram sérstaklega i siðasta sinn og þá voru 4 listar í framboði. Verkamenn fengu þá meiri hluta i bæjarstjórninni en heföu borgar- arnir staðið saman hefðu þeir fengið meiri hluta. Þróunin er sii að þjóöfélagsgeröin fer æ meir i áttina til kapitalisma og menn fara að vakna til meðvitundar um það. 1 bæjarstjórnarkosningum 1918 standa borgararnir saman Auður: Kvennaframboð ná árangri þegar ákveðið tómarúm er I stjórnmálunum. Ljósm.: kv að lista og bjóða þá konum aö vera með á þeim lista sem þær þáðu. Þá er málum svo komið að bæði kjósendur og frambjóðendur eru orðnir ásáttir um að stéttir sé það sem skiptir máli og þá er eins og grundvellinum sé kippt undan sérstöku kvennaframboði. — En það komu lika kvenna- framboö fram á 3. áratugnum. — Já, þær buöu fram sérstakan lista I tvennum þingkosningum, við landskjör 1922 og 1926. I fyrri kosníngunum fengu þær 22,4% fylgi og einn mann kjörinn af þremur en fjórum árum siðar, 1926, fá þær aðeins 3,5% fylgi. Það sem gerðist milli þessara ára er að nýju stjórnmálaflokkarnir, stettaflokkarnir, hafa fest sig i sessi sem stjórnmálaafl. — En hvaö veldur þá góðu gengi kvennaframboða á þvi herrans ári 1982? — Sérstakt stjórnmálaástand er ekki nauðsyn til að kvenna- framboð fái góðan meðbyr en hlýtur aö auðvelda málin. út frá þessu er þvi fróðlegt að velta fyrir sér kvennaframboðunum núna. Allar rannsóknir benda til að frá 1970 hafi flokkakerfið I hinum vestræna heimi tekið að breytast og fólk sé ekki eins rigbundið i ákveðnum flokkum og áður var. Þetta er kallað flokkaflakk. íog er þeirrar skoðunar að kvennafram- boð á Islandi fyrir 10 árum hefði veriö vonlaust. — Þú álitur sem sagt að það sé nú visst tómarúm I stjórnmál- unum eins og var 1908—1926? — Já, einmitt. Að þessu leyti má segja að þessi framboð séu sambærileg en út i það vil ég ekki fara nánar að þessu sinni. — En hvað vildu konurnar inn i bæjarstjórnir á fyrri hluta aldar- innar og hvað höfðu menn á móti þeim? — 1 þessum rannsóknum minum fann ég ákaflega litinn mótbyr gegn kvennafram- boðunum og yfirleitt voru karl- menn fylgjandi þeim frekar en hitt. Hér á landi fengu konur t.d. kosningarétt miklu fyrr en I Dan- mörku og Skúli Thoroddsen flutti hvað eftir annað frumvarp um kjörgengi kvenna. Þrir af fyrstu islensku ráðherrunum, þeir Hannes Hafstein, Björn Jónsson og Sigurður Eggerz, lýstu þvi allir yfir að þeir væru fylgjandi stjórnmálalegu jafnrétti karla og kvenna. Briet Bjarnhéðinsdóttir ritar um þessi mál i Kvenna- blaðið 1909 og segir: „Ef vér viljum bera þennan hugsunarhátt (hugsunarhátt enskra kvenna) saman viö hugs- unarhátt íslenskra kvenna, án til- lits til auðs og aðstöðu, þá verður þvi ekki neitað að við islensku konurnar megum bera kinnroða fyrir áhugaleysi vort og sér- plægni. Aðstaöan hjá oss er öðru vlsi. Engin opinber mótstaða en margir af beztu mönnum vorum eru málum vorum hlynntir." — En hvað um hugmyndafræði þessarar framboöshreyfingar? — Þaö var Htið um stefnuskrár á þessum árum en konur gáfu út blöð fyrir kosningar, bæöi i Reykjavik, Akureyri og & Seyöis- firöi. Ég hef ekki getað gert tæm-. andi úttekt á hugmyndafræðinnil en konurnar beittu sér einkum fyrir ýmsum velferðarmálum svo sem eins og fátækramálum og öðrum siðbætandi málum. Þá létu þær einnig i ljós þá skoðun að augu konunnar væru glöggari en augu karlmannsins og fleira i þeim dúr. — Og hvað gerðu þær svo þegar þær voru komnar til valda? — Þaö veit ég ekki nákvæm- lega þótt ég hafi um það ákveönar hugmyndir. Draumur minn er aö kanna það þvi að sagan verður ekki sögð að fullu nema sá helm- ingur hennar fylgi með. Ég hef nú fengið styrk úr Visindasjóði sem verður mér hvatning til aö halda áfram. — GFr ritstjórnargrein Mótmæli gegn Reagan Þegar Reagan Bandaríkja- forseti ávarpaði breska þingið á dögunum hafði hann sem fyrr mestar áhyggjur af heims- kommúnismanum sem svo heit- ir og boðaði krossferð gegn þvi fyrirtæki. Hann vonaði I þvi samhengi að innan tiðar tækist að kasta „marxismanum" á öskuhaug sögunnar. Það er fróðlegt að gefa þvf gaum að sovéskir leiðtogar hafa stundum komist svipað að orði um kapi-, talismann. Krúsjof ætlaði honum oft stað einmitt á „ösku- haug sögunnar". Og fékk þá stundum orð I eyra I vestrænum fjölmiðlum og þvi haldiö fram að þar með væri ekkert að marka tal hans um friðsamlega sambúð, hann væri að boða til endanlegs uppgjörs við and- stæöinginn og þar með strfðs. Mildaritónn Reagan hefur reyndar gert sér far um það að undanförnu aö fá á sig yfirbragð landsföður, sem hryllir viö striöi og vill viö-i ræður um afvopnun og þar meöj friðsamlega sambúð kerfanna. Hann hefur dregið úr vfgbúnað- arhvatningum I ræðum og reynt aö breiöa yfir fyrri umnweli um möguleika á að heyja með árangri „takmarkaða kjarn- orkustyrjöld" við Sovétrikin. Enginn er vlst I vafa um, að með breyttri tóntegund er Reagan að bregðast við þrýstingi frá frið- arhreyfingum, ekki slst heima- fyrir, og reyna að létta á sams- konar þrýstingi á sessunauta sina, stjórnaroddvita evrópskra Natórlkja, sem nú sitja á fundi I Bonn. Natóhöfðingjarnir munu til- tölulega ánægðir með breyttan leikstil Reagans forseta og hafa fréttaskýrendur fyrir satt að hann eigi ekki I teljandi vandræðum I samskiptum við þá á Bonnfundinum. Hitt er svo ólíklegt, að sá almenningur, sem hefur verið aö rísa upp um alla hina þéttsetnu og vigvæddu Evrópu til að mótmæla kjar- orkudauðanum, vilji taka yfir- borösinnaskipti Reagans alvar- lega. Að minnsta kosti^herma fregnir að i fyrradag hafi verlð efnt til stærsta mótmælafundar sem haldinn hefur verið á þýskri grund, þegar háíft fimmta hundrað þúsund manns héldu uppi mótmælaaögeröum gegn Reagan forseta og öllu þvi sem hann táknar I Bonn. Fáttum f ína drætti Höfuðástæðan fyrir slikum mótmælagöngum, sem reyndar hafa verið farnar viðar en I Bonn, er að sjálfsögðu sú, að Reagan hefur með oddi og egg barist fyrir þeim viðhorfum, að fleiri vopn tryggi öryggi aö f leiri eldflaugar og nákvæmari, stærri herskip, skæðari kafbát- ar séu hin eina færa leiö til frið- ar. Evrópumenn voru fyrstir til að efnatil fjöldahreyfinga gegn þessum viðhorfum, enda eiga þeir mest I húfi ef risunum lendirsaman.en siðanhafa land- ar Reagans tekið undir, eins og allir blaðalesendur vita. Árni En það er fleira sem verður Reagan til litilla vinsælda en vlgbúnaðarkapp hans. Stjórn hans hefur hér og þar um heim- inn stuðlaö beint og óbeint að kúgun og ranglæti eða þá reynst verri en ráðlaus andspænis styrjaldarháska. 1 El Salvador hafa afskipti Bandarikjamanna af borgarastyrjöld ekki leitt til annars, en aö oddvitar morö- sveita ráða nú enn meiru þar i landi en fyrr og ganga enn harö- ar fram en áður I þvi að myröa það fólk sem landeigendavald- inu þykir vera fyrir sér. Daður Marsérað gegn Reagan I Stuttgart Bergmann skrifar viö illræmdar herforingja- stjórnir I nafni sameiginlegrar baráttu gegn róttækum öflum hefur meðal annars blásið argentínskum herforingjum þvi I brjóst, að þeim væri ágætt að leggja undir sig Falklandseyj- ar. Og svo siöasta strið sé nefnt: vart hefðu Israelar lagt I inn- rásina I Libanón hefðu þeir ekki reynslu fyrir þvl, aö bandarfsk stjórnvöld hafa ekki komið sér upp neinni annarri stefnu en þeirri að demba enn meira magni af vopnum yfir Miðjarð- arhafsbotna en þar eru fyrir. Og draga slðan i raun taum stór- hættulegra ævintýramanna eins og Begins forsætisráðherra ísraels, sem hefur veriö öðrum mönnum iðnari við að svipta eigin þjóð samúð og trausti. Það er sama i hvaöa átt er lit- ið: langt er siðan Bandarikin hafa átt forseta yfir sér sem svo óralangtvar frá þvi að hafa lagt eitthvaö jákvætt til heimsmála. Og veldur þar um einkennilega illkynjuö blanda af hroka valds- ins og þeirri blindu, sem ekki vill koma auga á nein vanda- mál önnur en sovét- kommúnisma i margskiptum og flóknum heimi. Og heima fyrir Gleymum þvi heldur ekki þegar við lesum fregnir um mótmælaaögerðir gegn Reagan i Evrópu, að hann er ekki aðeins forseti eldflauganna og kjarn- orkusprengjanna. Hann er sá forseti sem sýnir mikið örlæti herstjórum einmitt á kostnað þeirra Bandarfkjamanna sem minnst mega sin. Það er hann sem rekur heima fyrir efna- hagsstefnu sem sker niður að- stoð við það fólk og á sinn þátt i þvi að tiu miljónir manna ganga atvinnulausir þar i landi. Svo sannarlega hefur evrópskur almenningur litla ástæöu til að fagna slfkum manni eða gefa honum syndakvittun út á fjöl- miðlabros hans og fagurgala.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.