Þjóðviljinn - 12.06.1982, Síða 11
Helgin 12.-13. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
bákmeinrtk*
aö Sölku Völku i sambandi viö,
grein sem hann skrifaöi um
„Hugmyndafræði Alþýðubókar-
innar”. Þaö er margt skemmti-
legt i þeirri grein sem er að
nokkru leyti skrifuð i anda eins-
konar nýróttækrar myndbrjóta-
stefnu: aldrei skal ég nokkurn
mann á stall setja! Arni er marg-
fróður um pólitiska strauma og
menningarstrauma timans, en
þegar lesandi finnur hjá sér hvöt
til að andmæla ýmsu i grein
hans, stafar það kannski af þvi
einkum, að það er eins og tilgang-
ur samantektarinnar verði
nokkuð á reiki. Ætlar Arni Sigúr-
jónsson að gera grein fyrir ýms-
um viðhorfum i Alþýðubókinni
sem honum finnast hæpin, eða
ætlar hann i strið við þau? Og ef
hann tekur siðari kostinn: er það
til að leiðrétta fyrri hugmyndir
um Halldór Laxness, og þróun
hans, eða til að benda vinstri-
sinnum okkar daga á viti til varn-
aðar?
Arni fjallar t.d. mikið um þá
tæknihyggju sem er áberandi i
Alþýðubókinni og tengir hana
meðal annars við stalinisma og
það, að Halldór krefjist þess að
„lágstéttinni sé gert kleift að taka
upp lifnaðarhætti hástéttarinn-
ar”. (dæmið tekið af hrifningu
Halldórs af bilaeign Bandarikja-
manna). Siðan verður greinar-
höfundur einhvernveginn fastur á
milli viöurkenningar á þvi, að
tæknihyggja var lygilega útbreitt
svar við vanda tima Alþýðubók-
arinnar, einnig hjá þeim sem
töldust rauðastir allra (eins og
Majakovski) — og þvi að for-
dæma skammsýni þeirra tima
manna, sem ekki vissu um þær
ógöngur sem tæknihyggjan hefur
steyptokkur úti siðar.
Ljósvikingurinn
1 sama hefti er birt löng ritgerð
sr. Gunnars Kristjánssonar um
Ljósvikinginn sem jesúgerving,
um tengsli Hemsljóss við kristna
arfleifð. Þar höfum við mjög
merkilegt dæmi um það, að
glöggur maður komi með „öðru-
visi” þekkingu og reynslu inn i
bókmenntafræðin meö eftir-
minnilegum árangri og smekk-
legum. Vitaskuld mun lesandi
finna ýmislegt tilefni til að finna
að málsmeðferð hans (til dæmis
kann hann ekki örn Úlfar bylt-
ingarmann að meta og finnur
honum flest til foráttu). En guð-
fræðingurinn Gunnar veit vel af
gildrum, sem gætu freistað hans
til að oftúlka sér i hag — eða svo
mikið er vist að hann sleppur bet-
ur frá þeim freistingum en marg-
ir aðrir sem við verk Halldórs
Laxness sýsla. A.B.
Hvernig lesa íslendingar?
Ólafur Jónssont
Bækur og lesendur
Um lestrarvenjur.
Studia Islandica
lliðislenska
bókmenntafélag 1982.
Ölafur Jónsson hefur
sett saman þarflega bók
um lestrarvenjur Islend-
inga og byggir þar á þeim
lesendakönnunum sem
gerðar hafa verið hérlend-
is á undanförnum árum.
Hann ræðir þær upplýsing-
ar sem í skýrslum þessum
er að f inna og þær ályktan-
ir sem af þeim má draga —
og hverkonar könnun
væri æskilegt að gera.
Persónuleg reynsla okkar
flestra hefur fundið sér nokkuð
fyrirhafnarlitla staðfestingu i
þísim lesendakönnunum sem
geröar hafa verið hér á landi. Við
fáum þar að vita — meö meira
eða minna nákvæmri útfærslu i
tölum — að Islendingar lesa enn
mikið og meira en nálægar þjóð-
ir: afar fáir vilja t.d. viöurkenna
að þeir lesi aldrei bók, meðan um
65% þeirra sem i tiltekinni könn-
un lenda segjast aldrei fara i leik-
hús og 60% segjast aldrei fara á
Iþróttakappleiki. Við getum, eins
og Ólafur Jðnsson bendir á, feng-
iö staðfestingu á þeim grun, að
bókaval og lestrarvenjur sýni
ákveöna menningarlega stéttar-
skiptingu, sem kannski er aö
dýpka. En lesendakannanirnar
segja okkur lika frá þvi aö skipt-
ing lesenda I hópa eftir stétt og
menntun mun miklu óákveönari
hér á landi en i ýmsum nálægum
löndum, hér sameinast „flestir”
lesendur um furöu margar bæk-
ur, hér er kannski meira um alæt-
ur á lesmál en á öörum stöðum.
Skáldrit
Ólafur kemst m.a. svo aö orði
um niðurstöður þær sem yfirferð
á lesendakönnunum gefur til
kynna:
„Af þvi sem á undan var sagt
má tam. ráða visbendingu i þá átt
að mestallur bóklestur þátttak-
enda sé til skemmtunar og af-
þreyingar, en bækur og bók-
menntir hafi býsna litlu beinu
þekkingarhlutverki aö gegna.
Það eitt er umhugsunar vert
hversu litiö virðist vera um bók-
lestur um hagnýt og fræðileg efni,
ýmislega tómstundaiöju og al-
geng áhugamál, eða þá félags-
mál, sögu og stjórnmál samtim-
ans. Ahugi lesendanna virðist
umfram allt beinast að allskonar
skáldritum, en i öðru lagi að
ýmislegum frásagnarbókmennt-
um öörum oft sögulegs og þjóð-
legs efnis. Það er aö sjá sem
vandlátir fagurkerar, eindregnir
bókmenntalesendur séu tiltölu-
lega fámennir á meöal þáttak-
enda, en að visu viröast þeir ekki
margir heldur sem einkum eða
einvörðungu lesa einhverskonar
úrkast skemmtibókmennta, rétt-
nefndar sjoppubókmenntir. Allur
fjöldinn er þarna á milli.”
Ólafur rekur það svo réttilega,
aö þær kannanir sem hingað til
hafa veriö gerðar eru um margt
ónákvæmar. Lesandinn er fús
til að verða honum sammála um
aö það væri bæði mögulegt og
gagnlegt að efna til miklu ýtar-
legri og áreiðanlegri skoðunar á
lestrarvenjum tslendinga — og fá
til dæmis svarað skemmtilegum
spurningum eins og þeirri,
hvernig lesendur sjálfir ineta
sinn lestur. Til hvers þeim finnst
þeir lesa bækur.
Umtal
t bók Olafs er víða við komiö,
eins og vænta mátti. Hann minnir
meöal annars á það, að I einni
lesendakönnun kom það fram, að
langsterkasti áhrifavaldur á
bókaval lesenda var umtal
mannaámeöal (36.9%).Umtalinu
næst komu svo fyrri kynni af höf-
undinum. Aftur á móti sýnist
auglýsingastarfsemi, að maöur
nú ekki tali um gagnrýni, miklu
áhrifaminni um bókaval en mað-
urgæti búistviö.
Þarna eru hlutir sem gaman
væri að fara betur I saumana á.
Hér skulu menn gá að þvi, aö ver-
ið er að tala um allar lesnar bæk-
ur — vitanlega hafa auglýsingar i
blöðum og önnur umfjöliun fjöl-
miöla miklu meiri áhrif á þá sem
kaupabækur en þá sem eru að fá
þær lánaöar I bókasöfnum, svo
dæmi sé nefnt. 1 annan staö: hvaö
er það sem skapar „umtal” um
bækur manna á meðal? Hvernig
fer það af stað?
Er ekki upphaf þeirrar keðju I
blöðum og öðrum fjölmiðlum?
Síðustu fréttir
Eitt atriði i viðbót um það, að
ýtarleg könnun á lestrarvenjum
af þvl tagi sem ólafur Jónsson
biður um væri æskileg og það sem
fyrst. Má vera að við séum ein-
mitt i þessari andrá að upplifa
mjög snögga breytingu á þeim
lestrarvenjum, sem hafa veriö
skráðar i fyrri könnunum. Ég
hafði þær fregnir úr einu útibúi
almenningsbókasafns, að eftir að
sjónbandabyltingin hófst hefði
gestum útibúsins fækkað um
helming á skömmum tima. Og
þeir sem hurfu voru einkum þeir
sem komu nokkuð reglulega til að
birgja sig upp með þýddar er-
lendar skemmtisögur um ástir
eða mannraunir nema hvort-
tveggja væri.
Ef þetta gerist viða breytir það
lestrarmyndinni verulega. Og
þaö má lika spyrja um þaö, hvaö
gerist þegar mikill hópur manna
sækir ekki lengur afþreyingu i
prentaðan texta á islensku heldur
imyndiráensku. AB.
Halldórs-
umræðan í
tímaritinu
Árni
Bergma
skrifar
Timarit Máls og Menningar er
að stækka og sýnist þar að auki
vera að losa sig við eina höfuð-
synd margra menningarrita:
seinkun útkomu. Tvö hefti eru
komin út á þessu ári og það segir
sig sjálft að I þeim kennir margra
grasa. En þvi er nú stungið niður
penna um heftin, að I þeim fer all-
mikill greinabálkur um Halldór
Laxness.
Það er ekki langt siðan islensk-
ir bókmenntarýnar voru tregir á
að hætta sér of nálægt samtim-
anum. Þetta þýddi meðal annars,
að þær monografíur sem við höf-
um eignast um höfunda okkar
tima hafa yfirleitt verið eftir er-
lenda menn. Danir, Sviar, Rússar
og Þjóðverjar hafa sett saman
bækur um Halldór Laxness, en
landar hans hafa varla hætt sér
mikið lengra en að skrifa um-
sagnir um bækur hans skömmu
eftir að þær komu út og er oftar en
ekki mikill flýtisbragur á þeim
ritsmíðum eins og að likum lætur.
En guð láti á gott vita: þeim
fjölgar hinum stærri og itarlegri
og yfirvegaðri ritsmiðum um
verk Halldórs og reyndar önnur
meiriháttar tiðindi I samtima-
bókmenntum.
Sjálfsævisaga
Bálkurinn i Timarit Máls og
menningar er kannski sæmileg
vísbending um stöðu Halldórs-
fræða hér heima i dag, leiðrétti
mig góðir menn ef svo er ekki.
Ein greinanna kemur reyndar að
utan, frá Peter Hallberg og fjall-
ar um „I túninu heima” og aðrar
bækur sjálfsævisögubálksins.
Hallberg ber fram ýmsar nýtileg-
ar athuganir á þvi hvernig
Halldór fer með efnivið úr eigin
ævi. En kannski verður þessi
grein öðru fremur til að undir-
strika það sem Hallberg sjálfur
vikur að undir lokin: Sjálfsævi-
sagan, sjálfskönnunin er, segir
hann, gifurlega mikilvæg (hann
vill jafnvel samþykkja að hún sé
„hæsta form skilnings okkar á lif-
inu”). En um leið er það undarleg
erfitt að bera fram „bókmennta-
lega gagnrýni” á bækur eins og
þær fjórar sem Halldór Laxness
hefur sett saman um bernsku og
unglingsár sin „ritdómur” um
þær „virðast einhvernveginn úti
bláinn”. Einn þeirra sem er sekur
um slika ritdómasmið getur ekki
stillt sig um að taka undir þetta
viðhorf.
Garðar Hólm
1 sama hefti skrifar Dagný
Kristjánsdóttir um iróniuna i
Brekkukotsannál. Hún kemst
skynsamlega frá þvi verkefni og
er sérstaklega vert að gefa gaum
að túlkun hennar á Garðars sögu
1 Hólms. Ég var á dögunum að
samþykkja þá túlkun, að Garðar
væri — við hlið Gúðmúnsens — i
hlutverki freistarans: hann er að
sönnu fórnarlamb sýndar-
mennsku og falsbragða — en
hann hefur samt tekið þátt i þeim
leik, hann er einn sá möguleiki
sem ungur maður á krossgötum á
kost á. Hjá Dagný skilst Garðar
nokkuð rækilega frá þörfum Gúð-
múnsensbúðar fyrir „slaufu á
saltfiskinn” og veröur Alfgrimi
„allt i senn: hvatning fyrirmynd
og viti til varnaðar”. Saga Garð-
ars verður i þessari túlkun
„harmsaga eins af þeim mönnum
sem ruddu brautina milli
heimanna fyrir innan og utan
krosshliðið i Brekkukoti — og
guldu fyrir það með lifi sinu”.
Salka Valka
Silja Aðalsteinsdóttir, nýráðinn
annar ritstjóri timaritsins vill
gera harða hrið að Arna Sigur-
jónssyni, i þvi hefti sem hér hefur
verið um getið. Astæðan eru um-
mæli sem Silju finnast röng og
niðrandi um Arnald hennar Sölku
Völku og ýmislegt i sambandi
þeirra pólitisku elskenda. Verður
nú ekki farið út i þá sálma hér,
nema hvað það er gaman aö sjá
til fólks sem er reiðubúið að slást
fyrir sinum skilningi á persónum
i skáldsögu með ekki óliku hugar-
fari og verið væri að verja orðstir
góðs vinar. Mérfánnst um stund
ég væri kominn til Rússlands, þar
sem slikar málsvarnir hafa verið
stundaðar i tvær aldir af miklu
kappi.
Alþýðubókin
En Arni Sigðurjónson hafði i
fyrsta hefti TMM á þessu ári vikið