Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Blaðsíða 13
Helgin 12.-13. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 HvalskarOsáin rennur niOur brekkurnar i ótal fossum og flúöum. Aö i grenjandi rigningu á Leggjabrjóti. ás. Gamla þjóOleiöin er viöast hvar skýr og viö reynum aö fylgja henni eftir bestu getu. Leiöin er vöröuö svo aö litil hætta er á aö villast langt af leiö. Regnskýin hafa þyngst á nýjan leik og nil tekur aö rigna hægt og stööugt. Einnig fer mæöin aö segja til sin enda stoppum viö oft og gælum jafnvel upphátt viö þá hugsun aö snúa til baka. En engin alvara liggur á bak viö enda eigum viö i vændum dýrlega steik meö rauö- vini I Valhöll á Þingvöllum og visa gistingu i góöum herbergj- um. Viö dáumst lika að þvi hvaö viö erum komin hátt og langt og gerum litiö úr þeim spotta sem eftir er. Hann er aö visu langtum lengri en þaö sem aö baki er en viö lokum augunum fyrir þvl. Nú taka viö löng og drjúg holt og enn stefnum viö upp I móti. Brátt blasir viö dalur meö all- stóru stööuvatni I botninum. Þaö heitir Sandvatn. Handan þess er grlðarmikill háls sem viö finnum út — okkur til sárrar ar- mæöu —aö viö veröum aö klifa. Hér er kominn sjálfur Leggja- brjótur, grýttur og illur yfirferöar eins og nafniö bendir til. Meöfram vatninu er talsverður spölur og stundum sökkvum viö á kaf i vor- drulluna. Viö höfum þaö samt af og áöur en varir höfum viö klifiö Leggjabrjót — óbrotin. Efst á honum i 467 metra hæö yfir sjávarmáli æjum viö undir vöröu og fáum okkur i svanginn. Viö erum oröin töluvert blaut og þreytan er aðeins farin aö segja til sin. En viö þaö aö háma i okkur brauö meö kæfu og annaö góö- meti fáum viö endurnýjaöan þrótt i kroppinn og leggjum galvösk af staö á nýjan leik. Héöan hallar stööugt undan fæti og einhvers staöar i nánd viö Biskupskeldu eru sýslumörk Kjósasýslu og Arnessýslu. Við Biskupskeldu er bundin fræg visa eftir Jón Þorláksson frá Bægisá: Tunna valt og úr henni allt ofan I djúpa keldui skulfu lönd en brustu bönd, botngjaröirnar héidu. LISTAHATIÐ I REYKJAVIK 1982 Miðasala í Gimli við Lækjargötu kl. 14.00 tilkl. 19.30. Sími 29055 Leggjabrjótur er orö aö sönnu. 1 fjarska má sjá þverhnipta Syöstusúlu f þokuslæöingi. Tildrög visunnar voru þau aö hryssa sem Tunna hét, lenti i keldunni i alþingisreiö frá Leirá. Brjóstgjörö og afturgjörö héldu en öll önnur bönd brustu. Viö komum á nýjan leik aö ruddum jeppavegi og höldum okkur siöan aö mestu leyti viö hann. Vegurinn liggur á barmi gils sem Súlnaá eöa Súlá fellur um og eru ennþá viöa snjóbrýr yfir hana. Skyndilega birtist Þingvallavatn I fjarska og okkur veröur ljóst aö enn er langur vegur að þráöri Valhöll. Syösta- súla, sem er yfir 1000 metrar á hæö gnæfir yfir okkur, dulúöug og mögnuö, þverhnipt aö noröan- veröu. Súlnaá rennur út i öxnará. Viö förum yfir hana á snjóbrú og nú er fyrir höndum endalaus ganga niöur öxarárdal, milli Súlna og Búrfells. Stundum lokum viö augunum og sjáum fyrir okkur heitt baö i Valhöll. Viö sveigjum fyrir Orustuhól og veröum aö taka á okkur krók fýrir Hrútagil sem öxará rennur um. Svartagil er á vinstri hönd. Ennþá er Þingvallavatn I tölu- verðum fjarska en nú er ekki um annaö aö ræöa en taka stefnuna Rajatabla-leikhúsiö frá Venezuela sýnir Forseti lýðveldisins í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 14. júní kl. 20.00. Vordrulian lætur ekki aö sér hæöa, beint á Almannagjá og greikka sporiö. Þaö er hætt að rigna og komin kvöldbliöa. Ég er oröinn sárfættur og dálitiö stirður. Stundum er gott aö fleygja sér i mosann og láta liöa úr sér i nokkrar minútur. Viö göngum niöur i Almanna- gjá þar sem nýi vegurinn liggur niöur I hana en erum hreint ekki komin ennþá i hina langþráöu Valhöll. Enn eru 3 km eftir. Mal- bikaöi vegurinn er haröur undir il og reynist okkur drjúgur. Klukk- an er nákvæmlega 7 þegar viö göngum inn i hóteliö og höfum viö þá verið hálfan niunda tima á leiöinni. Okkur finnst viö sannar- lega hafa þénaö fyrir heitu baöi lambasteik og léttu róli á hinum helga þingstaö. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.