Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 19
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. júnl 1982 Helgin 12.-13. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Hefur safnað um einni miljón mynda! Spjallað við starfsmenn safnsins þau s Ivar Gissurarson og Dönu F. Jónsson [ tækniþjóðfélagi nútím- ans á Islandi þykir það sjálfsagður hlutur að Ijós- myndavél sé til á hverju heimili. Hundruð þúsunda Ijósmynda eru teknar á ári hverju og allt í lit að sjálf- sögðu. Kvikmyndun ýmiss konar er auk þess mjög að ryðja sér til rúms meðal almennings,enda sá miðill hverjum manni eðlilegur eftir tilkomu sjónvarps í hverja stofu. Ekki eru liftin nema um það bil 150 ár síðan ljósmyndavélin var fundin upp. Það var fransmaður- inn Niépce sem lagði fram upp- finningu sem landi hans Da- guerre fullkomnaði og er ennþá til mynd eftir hinn siðarnefnda frá árinu 1837 og nokkrar frá næstu árum þar á eftir. Ljósmyndunarkúnstin náði furðu fljótt hingað til Islands og mun það hafa veriö Helgi Sig- urösson frá Jörva sem fyrstur mörlandans lærði ijósmyndun. Helgi átti siðar þátt i stofnun Forngripasafnsins. Ekki er okkur kunnugt um aö til séu frummyndir eftir Helga frá Jörva en á meðal elstu mynda af íslendingum eru af feðgunum Sveinbirni Egilssyni og Benedikt Gröndal, teknar f Kaupmanna- höfn árið 1852. Erlendir ljós- myndarar fóru að slæðast hingað til Islands eftir miðja 19. öldina og eftir það er talsvert tekið af myndum, bæöi af Islendingum og erlendum mönnum. Má nefna frumkvöðla Islenska auk Helga Sigurössonar þá Siggeir Pálsson á Skeggjastöðum, Guðbrand Guð- brandsson I Reykjavik, Sigfús Eymundsson bóksala, Tryggva Gunnarsson bankastjóra,Nicoline Weywadt á Teigarhorni og Jón Chr. Stefánsson timburmann á Akureyri. Magnús ólafsson tók þessa einstæðu mynd af sildarplani og er þetta aðeins ein stórmerkra mynda eftir Magnús sem sýnir þjóðllf og þróun byggöar á islandi hérfyrrum. Ljósm. Ljósmyndasafniö. Ljósmyndin sem menning- / ararfur Ekki þarf að deila um að ljós- myndin hefur margvislegt menn- ingarsögulegt og listrænt gildi. Hún er ómetanleg heimild um þjóölif og menningu genginna kynslóða, þekkingarbrunnur sem grúskarar og sagnfræðingar framtiðarinnar munu sækja forða sinn I. i rúmt ár hefur verið undirbúin stofnun sérsafns eða miðstöövar fyrir ljósmyndir, sem geti unnið nauðsynlegt björgunarstarf og staöið fyrir hvers kyns rannsókn- um og þjónustu með Islenskar ljósmyndir. Sérstök deild hefur auövítað verið árum saman i Þjóðminjasafninu. sem sinnt hef- ur ljósmyndum en nokkrum áhugamönnum um þessi mál fannst ekki nóg að gert og stofn- uðu Ljósmyndasafnið 2. septem- ber 1981. Við gengum á fund Ivars Gissurarsonar forstöðumanns safnsins og Dönu F. Jónssonar ljósmyndara þess og spurðum þau fyrst hver hafi verið aödrag- andinn að stofnun Ljósmynda- safnsins: — Okkur sem stóðum aö stofn- un Ljósmyndasafnsins fannst að fyrir hendi þyrfti aö vera sérsafn eða miðstöð sem ynni með ljós- myndir og hefði með höndum rannsóknir og úrvinnslu á þessu sviði hér á landi. Við höfum öll rekist oft á einkasöfn I skóköss- um, kistum og úreltum mynda- möppum uppi á háalofti eða niðri I kjallara og það var talin nauð- syn á að gera eitthvað til að bjarga þessum menningarverð- mætum. Ætlun okkar er að gera Ljósmyndasafniö aö lifandi safni þar sem menn geti komiö og feng- ið aðstoð og miðlað okkur þekk- ingu jafnframt. Enda er það svo Bæði erlend söfn og inn- lend — Hafiö þiö leitaö fanga eriend- is? — Okkur hefur borist safn er- lendis frá, en svo var mál með vexti að ensk kona, Ruth Ellison, kom til íslands með myndir sem hún haföi fyrir tilviljun fundið úti I York á Englandi. Hingað til okk- ar kom hún og kvaðst vilja af- henda safninu fjölda mynda eftir Tempest Anderson, en hann fór hér um árin 1890 og 1893. Astæöan fyrir heimsókn hans til Islands var áhugi á jaröfræði landsins en á daginn kom að hann hafði fullt eins mikinn áhuga fyrir fólkinu hér, byggingum og búskaparhátt- um. Festi hann það sem fyrir augu bar á ljósmynd og nú er sumsé Ljósmyndasafnið að öðlast mmsjón með höfundarrétti á myndum Andersons. Negativin eru úti I Englandi en nú þessa dagana munu tveir ljósmyndarar fara frá okkur og taka eftirtökur eftir 5 - 600 plötum. 1 miljón mynda! — Hversu margar myndir eru I Ljósmyndasafninu nú? — Okkur telst til að hér séu um 1 miljón mynda eöa þar um bil, flestar frá þvi eftir 1950 en einnig hluti frá síðustu öld. Þá erum viö að tala um filmur, kopíur og gler- plötur. — Og hvernig áskotnast ykkur þessar myndir? — Með margs konar hætti. Varðandi stærri söfnin má segja að það skiptist i tvö horn. Annars vegar hefur fólk að eigin frum- kvæði boðið okkur söfn til varð- veislu og hins vegar höfum við frétt af góðum söfnum og leitað eftir að fá umráðaréttinn. Safniö skuldbindur sig til aö koma verkum höfunda þannig á framfæri aö þaö samræmist höf- undaheiðri þeirra og er stuðst við höfundalög nr. 73 frá 1972. — Og þiö hafiö veriö meö sýn- ingar? — Já, við höfum staöið fyrir 6 sýningum sem hafa hlotið góðar undirtektir. Fyrst skal nefna sýn- ingu á ljósmyndum Péturs A. Ólafssonar á Patreksfirði I mai 1981. Næst héldum við aftur sýn- ingu á myndum Péturs i Árbæjar- safni sumarið 1981 og um haustiö var sýning á Akureyrarljósmynd- um Gunnars Rúnars Ólafssonar á Akureyri i september 1981. Næst stóðum við fyrir sýningu á Snæ- fellsnesmyndum Péturs A. Ólafs- sonar og Gunnars Rúnars Ólafs- sonar á Hellissandi og I Grundar- firöi i nóvember og desember 1981. Siðasta sýning okkar var svo á Reykjavikurmyndum Skafta Guðjónssonar i Listasafni Alþýðu hér I Reykjavlk I desember síðast liðnum. Ljósmyndasafnið fer með höf- undarétt fyrir ljósmyndarana Magnús Ólafsson (f. 1862), Pétur A. Ólafsson (f. 1870), Pétur Thomsen (f. 1910), Skafta Guö- jónsson (f. 1902), Gunnar Rúnar Ólafsson (f. 1917), Pétur Leifsson (f. 1886), Jón Kaldal (f. 1896) og Ólaf Magnússon (f. 1889). Auk þess förum viö með höfundarétt fyrir ljósmyndastofuna Asis en auk þess eru I safninu merk söfn erlendra ljósmyndara sem ferð- uöust til tslands á siöustu áratug- um 19. aldar og svo er hér fjöldi mynda eftir ýmsa ljósmyndara vlðs vegar að af landinu. Ferðabóká döfinni — Og aö lokum ivar og Dana, er eitthvaö sérstakt á döfinni hjá Ljósmyndasafninu? — Hér er auðvitað alltaf eitt- hvað að gerast á degi hverjum, margir sem koma með myndir, spyrja um myndir og veita okkur ómetanlegar upplýsingar um myndir. Fjölmargar hugmyndir eru á döfinni um næstu stórverk- efni og núna erum viö meö 1 vinnslu ferðabók sem I verða myndir eftir útlending, Living- stone Learmounth, sem feröaðist um island árið 1887. Okkur langar til að koma á sýn- ingakvöldum sem viðast um landið þar sem við mundum bregða slidesmyndum á tjald og sýna myndir og fá upplýsingar um þær sem viö ekki þekkjum. Allt þetta starf kostar mikla pen- inga og það er stefna okkar að koma málum svo fyrir að við get- um rekið starfsemina án mikilla skulda I framtiðinni. Allar tekjur safnsins, sem ekki hafa verið miklar hingað til, renna til starf- seminnar og þaö er óhætt að segja að sá hópur velunnara Ljós- myndasafnsins sem að þvl stend- ur hafi lagt á sig mikla og ómælda vinnu við aö koma þvi á laggirn- ar, sögðu þau lvar Gissurarson og Dana F. Jónsson að lokum. — v. Svona leit Vesturgatan: I Reykjavik út þegar Tempest Anderson var hér á ferð um 1890. Ljósm. Ljósmyndasafnið. 1. Nýlenda. Byggt 1872. Flutt á Arbæjarsafn 1972. 2. Vesturgata 46 (Gisiahoit vestra) Byggt 1883. Rifiö 1968. 3. Vesturgata 5la (Hausthús) Byggt 1881. 4. Vesturgata 44. Byggt 1882. 5. Vesturgata 42 Byggt 1881 Rifið 1968? 6. Vesturgata 40 (Norska hús) Byggt 1886? Rifið 1978 7. Vesturgata 38 Byggt 1875. 8. Vesturgata 36 (Jóns hús Þórðarsonar) Byggt 1875 Rifiö 1963? 9. Vesturgata 34 (Gisla hús Tómassonar) Byggt 1875 10. Vesturgata 32 (Kapt. hús) Byggt 1874 Rifiö 1914? 11. Vesturgata 30 (Þóröarhús Zoéga). Byggt 1880. 12. Vesturgata 28. Byggt 1881 13. Hliöarhús (vestari Bærinn?) Bærinn var rifinn um 1930. Fjölmargar ljósmyndir sýna vel þróunina i atvinnuháttum iandsmanna. Þessi mynd er tekin af Pétri Leifssyni á skóvinnustofu og væri gaman aö fá upplýsingar um hvaö heiö- ursmennirnir á myndinni heita. Ljósm. Ljósmyndasafniö. Uppsátur á Geirseyri viö Patreksfjörö. Þessa mynd tók aö sjálfsögöu Pétur A. Ólafsson oghét báturinn Sigurbörg, siöar nefnd Flatey. Ljósm. Ljósmyndasafniö. að afar mikiö er um að eldra fólk komi til okkar, leiti eftir myndum af horfnum vinum eða gömlum bústöðum og þetta fólk hefur ver- ið okkur starfsmönnum safnsins ómetanleg gullnáma varðandi sögu og bakgrunn þeirra mynda sem við höfum I höndunum. Að hafa á einum stað — En hver er þá megintilgang- ur Ljósmyndasafnsins? — Tilgangurinn er fyrst og fremst að skrá og varöveita gamlar ljósmyndir og nýjar, kynna þær með sýningum og út- gáfu, að vernda höfundarréttinn, að koma i veg fyrir eyðileggingu og misnotkun ljósmynda og ann- ast hvers konar þjónustu viö not- endur ljósmynda. Við eigum ekki þær myndir sem við höfum undir okkar höndum og höfundarrétturinn er þvi á slnum stað. Viö teljum hins vegar mikið verk óunnið við hagsmunagæslu fyrir hönd þeirra sem tekið hafa myndirnar og eiga höfundarrétt- inn að þeim. Svo er auðvitaö hitt aö okkur fannst nauðsynlegt að skapa að- stööu fyrir allan þann aragrúa safna sem liggur nánast I óreiðu hjá fólki bæði innan lands og utan. Gunnar Rúnar ólafsson fékk snemma áhuga á ljósmyndun og helgaöi sig þessu áhugamáli alfariö áriö 1944. Hann tók fjölda mynda m.a. á Akureyri en þessi mynd er einmitt tekin þar 1957. — Ljósm. Ljós- myndasafniö. Dana F. Jónsdóttir ljósmyndari og starfsmaöur Ljósmyndasafns- ins stendur hér viö stækkara einn mikinn. Forstööumaöur safnsins, ivar Gissurarson var i leiöangri á Akureyri er ljósmyndarann bar aögaröi. Ljósm. — eik. Þetta er eitt af geymsluherbergj- um Ljósmyndasafnsins. i þessum trékössum er safn eitt mikiö sem nýlega barst og á eftir aö flokka og skrá eftir ákveönu kerfi. Ljósm. — eik. Þúsundir mynda hafa veriö skráöar og merktar sérstaklega i Ljósmyndasafninu. Hér sjáum viö Dönu viö einn geymsluskápinn enofan á honum eru tól ýmis og tæki sem tengd eru ljósmyndun. Ljósm. —eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.