Þjóðviljinn - 12.06.1982, Qupperneq 26
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. júni 1982
í
h
'
!
I
f
f
i
v
skák
Svarið við 1. e2 - e4 er vandfundið
Hvað skal nú til varnar verða?
Maðurinn leikur einfaldlega
kóngspeði sinu um tvo reiti og
vinnur! Taimanov, Larsen. Þeir
fundu ekkert svar. Hvað með Pet-
rosjan? Finnur hann vörn gegn
þessum ógurlega leik? Tja, hann
gæti aitént gripiö til byrjunar fá-
tæka mannsins, Caro-Kann.
Caro-Kann? Hvað> manst’ ekki
hvernig fór fyrir honum I fyrra
þegar hann steinlá fyrir Fischer i
keppninni Sovétrlkin — Heimur-
inn. Nú, Petroffs vörn. Gæti
fengið jafntefli. Petroffs-vörn?
Hefurðu ekki séð skákina Fis-
cher — Gheorghiu i Buenos Aires
i fyrra? Rúllaði Rúmenanum
upp. Hvað með franska vörn?
Frönsk vörn. Hefurðu ekki séð 1.
einvigisskák Fischers og Larsens
I Denver I sumar? Larsen var
rúllað upp!
Siðsumars 1971 þegar einvigi
sem geysilegur fjöldi manns bæði
hér á landi sem og út i hinum
stóra heimi beið eftir var i upp-
siglingu var ekki örgrannt um að
þeir allra hörðustu i manntafls-
fræðum legðu fyrir kollega sína
spurningar áþekkar þeim hér að
ofan. Þeir sem enn höföu trú á
Armenlumanninum reyndu að
verja heimsmeistarann fyrrver-
andi, en ekki var það auðvelt mál.
ArangurFischers áundangengnum
mánuðum var slikur og helst voru
menn á þvi að þaö þýddi ekki að
stilla upp gegn þessu ofurmenni.
Þvi veltu margir þvi fyrir sér til
hvaða ráöa Petrosjan tæki. Fyndi
hann viðunandi varnir við upp-
hafsleik Fischers, 1. e2-e4? Vist er
að spursmálið var Petrosjan
mjög hugleikið, og vikurnar og
mánuðirnir sem hann hafði til
undirbúnings undir slaginn sem
hófst I lok septembermánaðar i
Við skulum bregða okkur inn i
vinnustofu Petrosjans:
Umsjón
Helgi
Ólafsson
Buenos Aires fóru að miklum
híuta til i það að finna teflanlegar
byrjanir. Undirbdningsvinnan
var geysilega viðamikil og I henni
tók þátt fjöldi manns. Petrosjan
var siðasta hindrunin á leið Fis-
chers tii einvigis við Spasski
heimsmeistara og þeir voru ófáir
sem töldu, að I raun og veru ætti
Petrosjan ekki minni möguleika á
að halda Fischer I skefjum en
Spasskl heimsmeistari. Þaö varð
og raunin. Petrosjan hefur siðar
gert grein fyrir undirbúnings-
vinnu sinni fyrir þetta einvigi i
tveim bókum, „Tigran Pet-
rosjan”, sem er að einhverju leyti
skráð af litt þekktum Sovétmanni
V. Vasilev og i annari bók, „How
to open a chess game”, en i þá
bók rita margir af fremstu stór-
meisturum heims ýmsar at-
hyglisverðar greinar. Skrif Pet-
rosjans i þessar bækur bera þess
glöggan vott að hefur fyrir ein-
vigið lagt sig i framkróka við að
kynnast andstæðingi sinum sem
best. Sjálfstraust hans hafði enga
hnekki beðið i einvigjunum við
Hflbner og Kortsnoj sem báðum
lauk á svipaðan hátt. Petrosjan
vann eina skák en öðrum lauk
meö jafntefli. Hann taldi sig þvi
eiga talsverða sigurmöguleiká
þegar hann hélt til
Argentlnu ásamt frlðu
föruneyti.
Fischer — Matulovic
Mallorca 1970
millisvæðamót
„Það yrði erfitt að finna skák
með Fischer”, skrifar Petrosjan
„þar sem hann á eftir aðeins 11
leiki og er i jafn hroðalegri stöðu
eins og hér. Biskupinn á d3 lamar
allt athafnafrelsi hvitu mann-
anna. Hvernig gat Fischer komist
i slíkt og annað eins? Byrjunar-
leikirnir féllu þannig:
1. e4-c5
2. Rf3-Rc6
3. Bb5-g6
4. C3-RÍ6
5. De2-Bg7
6. e5-Rd5
7. Dc4-
Hvltur ræðst á riddarann og
peðiö á c5. Matulovic lék
7. -Rc7!
8. Bxc6-dxc6
9. Dxc5-Dd3
10. De3-Bf5
11. Dxd3-Bxd3
og upp er komin staðan að ofan.
Ég tók að glugga I bók Bole-
slavski um sikileyjarvörn,en hún
var birt 1968. Boleslavski drepur
á leið Fischers,
6. e5-Rd5
7. Dc4-
og segir að sú leið sé tæplega
vænleg fyrir hvitan. A hinn bóg-
inn gefur hann aðra leið en þá
sem Matulovic fór út i, nefnilega
þessa:
7. -Db6
(svartur er ekkert á þeim bux-
unum að gefa peðið)
8. d4-d6
9. exd6-exd6
og hér klykkir Boleslavskí út
með þeirri fullyrðingu að svartur
standi vel að vigi.
Að tafli I Buenos Aires 1971. Fischer gegn Petrosjan. Einvlginu lauk
með yfirburðasigri þess fyrrnefnda, 6 1/2 — 2 1/2.
Úr annálum Tigran Petrosjans
Hann gefur siðan eftirfarandi
afbrigði.
10. Dxd5-Dxb5
11. Dxd6-cxd4
12. cxd4-Be6
13. Rc3-Dd3
14. Be3-Bf8
15. Dc7-Bb4
16. Hc 1-0-0
og svartur hefur sterka sókn fyrir
peðið.
Það var og. Ég og Zaitzev einn
þjálfari minn athuguðum þetta
gaumgæfilega og okkur tókst að
lesa huga Fischers. Litum á
stöðumyndina að ofan.
I staö 10. Dxd5 fundum við
annað leik 10. De2+! Merkilegt
nokk. Svartur á við mikil vanda-
málað striða. Leiki hann 10.-Be6
kemur 11. c4ogs!öan 12. d5og 10.
-Rde7 strandar á 11. d5. Hann
verður þvi að leika kóngnunv
glatar hrókunarréttinum og fær
óteflandi stöðu”.
Þó aö rannsóknir Petrosjans á
þessari skák (Fischer tókst á æv-
intýralegan hátt að halda jafntefli
eftir að hafa verið með tapað tafl
lengst af) hafi ekki borið neinn á-
vöxt i einvíginu þá verður ekki
sama sagt um næsta dæmi:
„Rubinstein”afbrigðið i
franskri vörn. Ég tefldi það sjald-
an en þegar ég tók að athuga
skákir Fischers kom i ljós að
sárasjaldan hafði hann þurft að
mæta þvi. Aðeins eitt dæmi þess
var að finna, frá Olympiumótinu i
Havana 1966. Fischer hafði þá
hvltt gegn Búlgaranum Minev.
Skákin tók eftirfarandi stefnu:
1. e4-e6
2. d4-d5
3. Rc3-Rf6
4. Bg5-dxe4
5. Rxe4-Be7
6. Bxf6-gxf6
7. g3!?-Bd7
8. Rf3-Bc6
9. ,De2-f5
10. Red2-Bc6
11. c3
og staða Fischei var afar vænleg.
Hvl var leikurinn 7. g3 svona
sjaldséður ef mið er tekið af þess-
ari skák? Var þetta nýjung?
Smyslov beitti þessum leik með
árangri gegn Boleslavskl árið
1941. Svo rakst ég á visdómsorð
teóriunnar, skák frá 1930 þar sem
Salo Flohr sýndi hvernig með-
höndla á svörtu stöðuna.
Opocensky — Flohr, (eftir 7.
g3)
risihcr ilnigar upphíifsleik
sinn i I. einvígisskákiiiiii við
Pelrosjan. Vndslíeöingurinii
gat rannar gengið út frá þvi
að e2, - peðið yrði þegar i
stað setl á vellvnng.
7. — f5
8. RC3-C6
9. Bg2-b6
10. Rge2-Bb7
11. Rf4-Dd6
12. De2-Rd7
13. 0-0-0 0-0-0
og svartur má vel við una. Staðan
er jöfn. Gat það verið að Fischer
treysti á að andstæöingur þekkti
ekki til taflmennsku Flohrs i
þessari skák? Ég þurfti ekki að
leita lengi. Fischer hafði' greini-
lega fundið sitthvað athugavert
við þessa gömlu skák. Lítum á
stöðumyndina að ofan. I stað 10.
Rge2á hvitur 10. d5!Svartur á þá
I vök að verjast. T.d. 10 — cxd5 11.
Rxd5! o.s.frv.”
Petrosjan hafði nokkur not af
þessum rannsóknum. Hann rann-
sakaði afbrigðið gaumgæfilega og
i 3. einvigisskákinni komst hann
jafnvel nálægt sigri:
Hvítt: Fischer
Svart: Petrosjan
1. e4-e6
2. d4-d5
3. Rc3-Rf6
4. Bg5-dxe4
5. Rxe4-Be7
6. Bxf6-gxf6
7. g3-f5
8. Rc3-Bf6
9. Rge2-Rc6!
10. d5-exd5
11. Rxd5-Bxb2
12. Bg2-0-0
13. 0-0-Bh8
14. Ref4-Re5
15. Dh5-Rg6
16. Hadl-c6
17. Re3-Df6
18. Khl-Bg7,
og svartur mátti vel við una.
Fischer náði jafntefli, eftir mikl-
ar raunir.
Frægasta dæmið um góða und-
irbúningsvinnu Petrosjans fyrir
þetta einvigi er að finna úr 1. ein-
vlgisskákinni, en þar kom hann
með nýjung I afbrigði sem Fisch-
er hafði rakað saman vinningana
á. Nýjungin kollvarpaði öllum á-
ætlunum hvits og á timabili stóð
Petrosjan til vinnings. Hann var
hinsvegar svo upptekinn við að
reyna að ná jafntefli að smátt og
smátt missti hann öll tök á stöð-
unni; fyrst tapaði hann stöðunni
niður i jafntefli, siðan jafnteflinu
niður I tap og Fischer náði foryst-
unni I einviginu. Einhverju sinni
þegar hann var spurður af hverju
hann hefði sett stefnuna á jafn-
tefli þá svaraði hann þvi til að sér
hefði fundist of snemmt að vinna
skák strax i upphafi einvigisins.
Tapið i skákinni varð svo til þess
að hann setti allt á fullt I næstu
skák og þar jafnaði hann metin.
Sigurganga Fischers, 20 sigur-
skákir gegn stórmeisturum I röð,
varð um leið stöövuö. Þá varð
Petrosjan ánægður. Hann gætti
þess vandlega að vinna ekki i
næstu þremur skákum sem allar
urðu jafntefli eftir að Petrosjan
hafði haft frumkvæðið framan af.
Svo kom 6. skák. Petrosjan með
hvitt og enn var stefnan sett á
jafntefli. Hann hafði hins vegar
ekki frétt að Fischer hefði þá
læknast af kvefi og var kominn I
sitt fyrra form. Langri og
strangri baráttuskák lauk með
sigri Bandarikjamannsins. Stað-
an breyttist á svipstundu úr 2 1/2
: 2 1/2 i 6 1/2 : 2 1/2. Þannig fór
um sjóferð þá.
Einvigið verður skráð gullnum
stöfum I skáksöguna sem eitt
stórkostlegasta afrek skáksög-
unnar. Engu að siður var á bak
við tap Petrosjans geysileg vinna.
Sú vinna bar ekki árangur en þó
má af henni sitthvað læra.