Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJóÐVILJINNHelgin 23.-24. október 1982 Amsterdamferö með Arnarflugi í boöi Hér kemur fjóröi hluti áskrifenda- getraunarinnar og er þá aðeins einn eftir þar til menn geta sent inn lausnir fyrir októbermánuö. Getraunin er birt í öllum Sunnudagsblööum í mánuðin- um og geta allir áskrifendur tekiö þátt í henni. Þeir sendi svör í lok mánaöar- ins viö öllum fimm þáttum hennar. Þá verður dregiö úr réttum svörum og eru glæsileg verðlaun í boði eða FERÐ TIL AMSTERDAM MEÐ ARN- ARFLUGI. Þess skal getið aö jafnan er spurt úr fréttum Þjóðviljans næstu daga á undan. í Grundarfirði b í Hveragerði c í Ólafsfirði Grundarfjörður Hverageröi Ólafsfjörður Allar líkur benda til þess að útibússtjóri Búnaðarbankans hafi verið ráðinn á fölsk- um forsendum. Hvar? einhverf börn b hreyfihömlluð börn c munaðarlaus börn Heimiliö vift Trönuhóla Nýtt heimili var tekið í notkun við Trönuhóla í Reykjavík. Fyrir hverja? a Alva Myrdal b Indira Gandhi c Margrét Thatcher Alva Indíra Margrét Kona fékk friðarverðlaun Nóbels. Hvað heitir hún? færa upp leikrit eftir sjálfan sig í húsakynnum borgarstjórnar b reisa alþjóðlega sprungu- rannsóknarstöð á Rauða- vatnssvæðinu c selja Bæjarútgerð Reykja- víkur Hvað vill Davíð gera? Davíð Oddsson borgarstjóri er með hug- myndir um að mmml Barátta Grænfriðunga hefur valdið tjóni á erlendum mörk- uðum b Sportbátar valda tjóni á net- um c Hafa ekki fengið uppgert hjá umboðsmönnum Grásleppa Grásleppuhrognaframleiðendur kvarta. Hver verður lygalaupur mánaðarins? Og enn heldur lygasögusamkeppnin áfram og að þessu sinni er þaö Flanni Austrason sem skrifar. Lygasögur eru ákaflega frjálst form og þar geta menn látið gamminn geisa eöa fengið útrás fyrir sköpunargleðina. Takiö því þátt í keppninni um lygalaup mánaðarins og skrifiö eina góöa, helst ekki lengri þó en 1—2 vélrituð blöö. Mönnum er leyfilegt aö skrifa undir dulnefni, en rétta nafnið verður þó að fylgja með. Sögurnar sendist Þjóö- viljanum, Síöumúla 6, Reykjavík c/o Guðjón Frið- riksson, trúnaöarmál. Og hér er saga Flanna: Eftirmmnileg sjóferð Hér fyrr á árum reri ég oft á skektunni minni út í fjarðar- mynnið og renndi fyrir fisk, en oftast voru þessar sjóferðir til- breytingalitlar og lítt frá- brugðnar hver annarri. Þó man ég eftir einni mjög sérstæðri sjó- ferð og ætla ég nú að segja ykk- ur frá henni: Ég vaknaði eldsnemma þennan morgun, því ég hugðist verða á undan öðrum á miðin. Bar ég árarnar og færið niður í fjöruna áður en ég hratt fleytu minni á flot, ýtti svo strax frá landi, því það lagðist í mig að mikill fiskur hefði gengið í fjörðinn um nóttina. Dálítil útræna var eins og oft- ast á morgnana, svo ég notaði mér byrinn, stóð uppi í bátnum, breiddi út frakkann minn og sigldi hinn glaðasti út fjörð. Allt í einu sléttlygndi eins og hendi væri veifað. Hugðist ég þá grípa til áranna, en sá þá að þeim hefði ég gleymt í óðagotinu sem á mér var um morguninn. Lét égþvírekadálitla stund, meðan ég hugsaði ráð mitt. Var ég að gægjast út fyrir borðstokkinn við og við eins og sjómanna er siður, sé ég þá allt í einu að sjór- inn er orðinn morandi af gráð- ugum golþorskum rétt neðan kjalarins. Ætla ég þá að grípa færið og renna í torfuna, en fær- ið er hvergi sjáanlegt. Það hafði einnig gleymst í fjörunni. Nú voru góð ráð dýr. En neyðin kennir manni að grípa til þess sem næst er. Ég hafði heyrt afa minn segja frá því, að gráðugir þorskar gleyptu allt semglóði á. Sylgjan á beltinu mínu var skínandi fög- ur og gljáandi og því tilvalin. Tók ég af mér beltið og renndi endanum með sylgjunni á út fyrir borðstokkinn, en vafði hinum fyrst um hægri höndina. Ekki var sylgjan fyrr komin í sjóinn en þorskarnir æddu að henni með opna kjafta. Einn sá stærsti varð fyrstur að gleypa, kippti ég honum strax inn í bát- inn. Þannig hélt ég áfram að draga, uns skektan var orðin drekkhlaðin. Þá var ég búinn að missa niður um mig buxurnar því ég hafði ekki skeytt um að hífa þær upp í öllum hamagang- inurn. Setti ég á mig beltið og lagaði mig til og hugðist síðan halda heim, tyllti mér þó niður og snæddi af nesti niínu. Meðan ég var að borða heyrði ég að eitthvað rakst í kinnung bátsins, leit ég út fyrir borðið og sá að árarnar sem ég hafði gleymt í fjörunni voru að reka aftur með bátnum. Ekki var ég seinn á mér að innbyrða þær, lokaði síðan nestiskassan- um og reri hinn glaðasti heim í blíðviðrinu. Þegar heim kom undruðust allir, hve fljótur ég hafði verið að fylla skektuna, og allir sem vettlingi gátu valdið hjálpuðu mér að setja fleytu mína í naust. Ætlaði ég nú að taka negluna úr bátnum eins og ég var vanur en greip þá um músargrey sem skaust úr hendi minni lafhrædd. Hafði hún verið að reyna að troða sér í gegn um neglugatið frá því um morguninn, og vildi það mér til lífs að hún hafði ekki sloppið í gegn fyrr. Síðan hafa mýs verið í miklu uppáhaldi hjá mér, og hyggst ég því ganga í Músavinafélagið á næstu dögum. Flanni Austrason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.