Þjóðviljinn - 23.10.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Síða 3
rl/J! J’ faftw ••• i-Qti * Starfsmenn Pólaris ferðaskrifstofunnar í Bankastræti eru þau Ulla Bert- elsen og Pjetur Már Helgason. Mynd - eik Pólaris ferðaskrifstofan Hnattferð eftir eigin óskum Nýlega opnaði ferðaskrifstofan Póiaris h/f í stærra og endur- bættu húsnæði að Bankastræti 8. Pólaris er með söluumboð fyrir Pan American flugfélagið og hefur aðallega annast sölu á farseðlum með Pan Am og aðra tengda þjónustu. í vor var ákveðið að breyta rekstri söluumboðsins yfir í almenna ferðaskrifstofu. Pólaris annast nú alla almenna ferða- iþjónustu en aðaláherslan er lögð á sérstakt samband við Pan Am !um allan heim. Ferðaskrifstofan selur allar ferð- ir flugleiða h/f auk þess sem í boði eru sérstakar Pólaris ferðir. Hnattferð fyrir kr. 29.980 miðað við gengi 20. okt. sl. er einn af ferð- , amöguleikunum. Fyrirkomulag , hnattreisunnar er einfalt. Farþeg- | arnir ákveða sjálfir hvaða lönd og í borgir þeir heimsækja og hve lengi Met í Guiness- heimsmetum: Heims- meistarar í maga- lendingum og reið- hjólaáti Við lifum á tímum undarlegra móta: Eitt slíkt var í fyrsta skipti haldið í Kárnten í Austurríki fyrir skömmu. Þar sýndu sig og listir sínar fimmtíu menn sem hafa fullnægt þrálátri frægðarhneigð mannsins með því að koma sér á blað í Heimsmetabók Guiness. Don Aldolfo frá Flensburg var einn þeirra. Hann er heimsins mesti magalendingamaður. Hann hoppar yfir borð og kemur niður á vömbina (sem er giska þykk). Því er hann í Heimsmetabókinni sem heintsins fræknasti maður á sínu sviði, „Flensborgarinn fljúgandi“. Þarna var Norman Johnson frá Blackpool í Englandi sem er mesti afreksmaður heimsins í því að skera agúrkur. Einnig John Ke- ogh, sem étur ítalskar ravíólur hraðar en nokkur annar maður, sem og Frakkinn Michel Lotito, sem ekki aðeins bryður í sig kam- pavínsflöskur, heldur hefur hann og étið heilt karlmannsreiðhjól (En lystin, kaupmaður!). Þessir afreksmenn voru saman komnir á fyrstu „Guiness- heimsmetaviku" sem efnt hefur verið til. Ferðamálaráðið á staðn- er dvalið á hverjum stað. Ferðin getur tekið frá 14 - 180 dögum. Þá býður Pólaris einnig ótak- markað flug með Pan American innan Ameríku. Farþegar ákveða sjálfir hvaða borgir þeir heimsækja, og hve lengi er dvalið á hverjum stað. um notaði að sjálfsögðu tækifærið til að reyna að setja nýtt met. Safn- að var 18766 manns í sumarleyfi og reynt að mynda úr þeim eina röð kringum Faakervatn. Þetta hefur víst átt að verða lengsta manna- keðja íheimi.Enþað lókst ekki að loka keðjunm alveg, og fulltrúar Guinessbókarinnar sögðu: Því miður, tilraunin tókst ekki. Sjálfboðaliði á staðnum ætlaði að setja Guinessmet í klósettset- um, en ekki er víst hvort bókin vill líta við slíkum manni, nema þá með allra smæsta letri. Sagt er að einn hafi sá afreks- maður verið, sem er orðinn þreyttur á frægð sinni. Það er Christopher Greener og er víst hæsti maður heims, 2,29 m. Hann vildi gjarna vera skroppinn saman í miðlungsstærð. JLSPí i»dí»á«; .Ef r.«ghK , Helgin 23.-24. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Mðskiptaferdiniar med Arnarflugi rétti tónninn strax íflugtakinu Vel heppnaðir samningar í við- skiptaferð krefjast útsjónarsemi og rökréttra ákvarðana. Með því að notfæra þér Amsterdamflugið og sértilboð Arnarflugs fyrir fólk í viðskiptaerindum leikurðu skynsamlega strax í byrjun og gefur um leið hárrétta tóninn fyrir ferðina alla. Áætlunarflugið til Amsterdam opnar viðskiptamönnum ótal nýjar leiðir til annarra landa, jafnt í Evrópu sem öðrum heimsálfum. Flugvöllurinn sjálfur, Schiphol, hefur verið kjörinn besti flug- völlur heims af lesendum hins virta tímarits „Business Traveller", og var þá bæði tekið tillit til aðbúnaðar og fram- haldsflugs. Og engan skyldi undra þessa niðurstöðu því á Schiphol er m.a. stærsta flugvallarfríhöfn veraldar og frá flugvellinum er flogið reglulega til 175 borga í 83 löndum. Amsterdam er ekki síður heppi- legur áfangastaður. Þetta ósvikna „Evrópuhjarta" tekur í æ ríkara mæli á sig hlutverk miðpunkts alþjóðlegrar verslunar og við- skipta og staðsetning borgarinnar gerir ferðir til nálægra staða í bílaleigubíl eða lest tilvaldar. Og Arnarflug býður meira en frá- bæran flugvöll og heppilega borg. Innifalið í farmiðaverði fólks í viðskiptaerindum er m.a.: • Tvær gistinætur með morgun- verði á Hilton Airport hótelinu. • Símtöl eða telexsendingar úr flugvéiinni á báðum flugleiðum. • Öll aðstoð við skipulagningu og pantanir framhaldsflugs, hótela, bílaleigubíla, lestar- ferða o.s.frv. Brottför til Amsterdam er alla þriðjudaga og föstudaga. Við minnum sérstaklega á að brott- farartími er kl. 14.00 og tíminn fyrir hádegi er oft kærkominn til síðustu útréttinga og undir- búnings. Schiphol og Amsterdam - vel þegin nýjung í viðskiptaheiminum Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 it Opið hÚS 1. deild Abr. í Sóknarsalnum að Freyjugötu 27 þriðjudaginn 26. okt. kl. 21. Á þessari samkomu mun Kristín Ölafsdóttir syngja við undirleik Guðmundar Hallvarðssonar og Pétur Gunnarsson les upp úr óútkominni bók sinni. Leynigestur kvöldsins verður umdeildur og þekktur maður í þjóðfélaginu. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Kaffi og kökur á boðstólnum. jf Pétur Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Undirbúnings- nefndin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.