Þjóðviljinn - 23.10.1982, Page 5
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
auðjöfranna, sem eiga Alusuisse
og hérlent dótturfyrirtæki þess
auðhrings.
Og nú er ríkissjóður farinn að
greiða niður innlenda orku til hús-
hitunar úti um landið, þar sem ork-
uverðið er og hefur verið hærra en
nokkru tali tekur. En hver hirðir
þessa niðurgreiðslupeninga úr
ríkissjóði? Það er í raun auðhring-
urinn Alusuisse, - ríkissjóður er
aðeins að hjálpa íslenskum al-
menningi að greiða svolítinn hluta
af þeim skatti, sem þessi sami al-
menningur verður að standa skil á
til Alusuisse, í hvert skipti, sem
orkureikningar eru greiddir. Því
væri verðið til Alusuisse hækkað,
svo sem öll rök standa til, þá þyrfti
engar niðurgreiðslur á innlendri
raforku til almenningsnota. Þá
væri ósköp einfaldlega hægt að
lækka verðið á þessari orku til al-
mennings.
Sú tillaga skal sett fram hér, að
meðan orkuverðið til álversins í
Straumsvík hefur ekki verið hækk-
að, þá verði skráð sérstaklega á alla
orkureikninga, sem almenningi er
gert að greiða, hversu stór hluti
reikningsins sé skattgreiðsla til
Alusuisse. Samkvæmt núgildandi
samningum á meðal orkuverðið til
Alusuisse svo enn að lækka að
raungildi á því 32ja ára tímabil til
ársins 2014, sem samningurinn nær
yfir.
Einhliða aðgerðir -
Pólitísk samstaða
Að undanförnu hefur allt sem
unnt er verið reynt til þess að knýja
ráðamenn auðhringsins til samn-
inga um sanngjarna hækkun orku-
verðs nú þegar allar aðstæður hafa
gjörbreyst frá því samningar voru
gerðir. f þeim samningaviðræðum
hafa fuiltrúar íslenskra stjórnvalda
og þar með íslensku þjóðarinnar
mætt stakri óbilgirni og öllum kröf-
um verið þverneitað. Á s.l. vori
slitnaði svo upp úr þessum samn-
ingum.
Alþýðubandalagið hefur markað
þá stefnu, að fáist ekki sanngjörn
hækkun á raforkuverðinu til ál -
versins með samningum, þá beri
hiklaust að grípa til einhliða að-
gerða af íslands hálfu og ákveða
hækkun orkuverðisins með löggjöf
í samræmi við rétt okkar sem full-
valda ríkis.
Að því hefur verið unnið að
skapa pólitíska samstöðu um þessa
stefnu, og á miklu veltur að sú sam-
staða geti tekist nú á næstu vikum.
Sameiginlegt
álit helstu
sérfræðinga
í ágústmánuði s.l. var skilað til
iðnaðarráðherra skýrslu starfs-
hóps, sem skipaður var til athugun-
ar á raforkuverði til dótturfyrir-
tækis Alusuisse hér á landi.
í þessum starfshóp áttu sæti:
Finnbogi Jónssön, deildarstjóri í
iðnaðarráðuneytinu, Gunnlaugur
Jónsson, deildarstjóri hjá Orku-
stofnun, Jóhann Már Maríusson,
yfirverkfræðingur hjá Landsvirkj-
un og Kristján Jónsson, rafmagns-
veitustjóri ríkisins. Þessir menn
eru allir tvímælalaust í hópi okkar
færustu sérfræðinga á þessu sviði,
og enginn getur vænt þá um að láta
ein eða önnur flokkspólitísk sjón-
armið hafa áhrif á niðurstöður fag-
legra rannsókna. Þeir skiluðu allir
sameiginlegu áliti með svo ótvíræð
um niðurstöðum að vart getur
nokkur lengur um það efast, að
tímabært sé að fylgja fram til sigurs
kröfu okkar á hendur Alusuisse um
stórhækkað raforkuverð.
Við birtum hér fyrirneðan orð-
rétt 12 höfuðatriði úr niðurstöðum
þeirra fjórmenninganna. Orð
þeirra skýra sig sjálf. Hvert og eitt
þessara 12 atriða og þau öll sameig-
inlega renna hinum styrkustu stoð-
um undir kröfuna um þreföldun
raforkuverðsins til álversins í
Straumsvík.
Iðnaðarráðherra hefur undirbú-
ið málið af vandvirkni og lagt allt
kapp á að tryggja sem breiðasta
pólitíska samstöðu um nauðsynleg-
ar aðgerðir af okkar hálfu.
Á næstu vikum mun á það reyna
hvort sú samstaða tekst.
Hann bruar
kynslóðabilið
með krafti
sinum,
orðsnilld og
glæsileik.
Hópurinn sem var að störfum við undirbúning sýningarinnar á laugardag.
Þetta er aðallega fólkið bak við tjöldin. F.v.: Okkar maður, Jón S. Þórðar-
son, Ijósameistari, Þorvaldur S. Þorvaldsson sviðsmeistari, Sveinn Krist-
insson leikari, Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri, Ólafur Gísli Baldursson
hljóðmeistari, Guðbjörg Árnadóttir formaður, Haraldur Helgason mál-
arameistari, Lárus Guttormsson aðstoðarmálarameistari, Guðjón Guð-
mundsson þúsundþjalasmiður, og Hlynur Eggertsson Ijósameistari. -
(Ljósm.: GFr.)
OKKAR
55
MAÐUR
á Akranesi
Sveinn Kristinsson leikur Okkar
mann. Hér er hann við logagyllta
styttu af sjálfum sér sem kemur við
sögu í farsanum.
þið ekki að sýna víðar en hér á
Skaganum?
- Á 8 ára ferli Skagaleikflokks-
ins hefur hann lítið ferðast en þar
sem hér er um frumflutning á nýju
íslensku verki að ræða væri náttúr-
lega full ástæða til þess.
Frumsýning er í Bíóhöllinni í
kvöld, laugardag, og er rétt að
birta hér texta af flugumiða sem
dreift hefur verið um Akranes:
„Okkar maður er í Bíóhöllinni í
fyrsta sinn á laugardagskvöld.
Komið, sjáið og sannfærist um
ágæti hans. Hann hefur aðeins
stutta viðdvöl á Skaganum að
sinni. Söngur og dans. Allt úrvals
listafólk. Öllum hleypt inn meðan
húsrúm leyfir. Hér er ekkert kyn-
slóðabil - það er brúað í eitt skipti
fyrir öll. - Hann brúar það með
krafti sínum, orðsnilld og glæsileik.
- GFr.
BARNASYNING
Þegar blaðamaður Þjóðviljans
gekk inn í Bíóhöllina á Akranesi
laust eftir hádegið s.l.
laugardag var mikið um að vera
á sviðinu og í salnum. Þar var
galvaskt lið að mála, smíða og
velta fyrir sér aðskiljanlegum
tæknimálum. Þarna var
„verklegi“ hluti Skagaleik-
flokksins að störfum, enda bara
ein vika í frumsýningu á nýjum
söngvafarsa eftir Jónas
Árnason rithöfund. Farsinn
heitir Okkar maður.
Blaðamanninum var
umsvifalaust vísað niður í
kjallara en þar sat leikstjórinn,
Sigrún Valbergsdóttir, á
ráðstefnu með
Ijósamönnunum, Jóni og Hlyni,
og þar var líka formaðurinn,
Guðbjörg Árnadóttir, á
þönum. Sigrún og Guðbjörg
voru truflaðar í miðjum klíðum
og þær spurðar spjörunum úr.
- Er þetta meiri háttar verkefni?
- Já, þetta er mikið fyrirtæki.
Við vorunt að reyna að telja laus-
lega þá sem vinna að sýningunni og
það munu vera um 50 manns.
Leikendurnir eru 20, þar af 7
manna söng- og danshópur. Þá er
þriggja manna „big-band“ og hóp-
urinn sem vinnur bak við tjöldin er
mun stærri en í fyrri sýningum
okkar.
Sigrún: Já, það er geysilega
spennandi að setja upp svona nýtt
verk sem er eins og óskrifað blað.
Það er ekki neitt áhlaupaverk,
enda krefjast hlutverkin eins mikils
af hverjum leikanda eins og fram-
ast er hægt að hugsa sér. Þeir þurfa
Nýr farsi eftir
Jónas Árnason
frumsýndur
að geta leikið, sungið, dansað og
fylgt hljómsveit. Og ég tek það
fram að þetta er úrvalsfólk sem
vinnur rnjög fagmannlega.
- Skipar tónlistin veglegt sæti í
sýningunni?
-'Þesi farsi er mjög í stíl gömlu
dansa- og söngvamyndanna. Fólk
er kannski í háalvarlegum samræð-
um inni á skrifstofu og byrjar þá
eins og upp úr þurru að syngja og
dansa. Skagamenn renna sér á
þessa hugmynd og leika af hjartans
list. Söngtextarnir eru mjög í Jón-
asarstíl, en þeir eru ortir við lög frá
gullöld djass-blús-tímabilsins.
- Syngja allir leikararnir?
- í nokkrum atriðum syngja allir
með, en mikið er um tveggja til
þriggja manna söngatriði, svo sem
ástardúetta, hvernig á að bjarga
málum, sigursöngva og svo fram-
vegis. Til dæmis um lögin má nefna
„Dont fence me in“ sem Bing Cros-
by gerði frægt á sínum tíma, en að
sjálfsögðu er það sungið við ís-
lenskan texta Jónasar.
- Og um hvað fjallar svo leikrit-
ið?
- Það fjallar eiginlega um það
hvernig frambjóðandi er gerður og
snikkaður til og búin til sú ntynd af
honum sem fólki er talið trú um að
það vilji. Þráðurinn í farsanum er
eiginlega um það hvaða brögðum
eigi að beita til að ná sem hæstri
atkvæðaprósentu. M.a. fjallarfars-
inn um sjónvarpsdagskrá og úti-
fund. Þar gegnir eiginkonan ekki
síst hlutverki, enda skiptir miklu
máli hvernig hún kemur fram út á
við. Að sjálfsögðu kemur svo í ljós
að Okkar maður er allt öðru vísi
persóna heldur en búin er til af
honum.
- Hverjir leika aðalhlutverkin?
- Stærstu hlutverkin eru í hönd-
um Valgeirs Skagfjörð, Sveins
Kristinssonar, Þorsteins Ragnars-
sonar, Ingunnar ívarsdóttur og
Ingimars Garðarssonar. Þess skal
svo getið að leikmyndin ir gerð af
þeim Bjarna Þór Bjarnasyni og
Guðjóni Þ. Kristjánssyni, tónlist-
inni er stjórnað af Bjarka
Sveinbjörnssyni og dansa hefur
samið Kristinn Reimarsson.
- Segðu mér, Guðbjörg, ætlið
Pepsí
dagur
ÍREGNÉOGANUM
snnudaginn 24. október n.k.
Miðaafhending hefst kl. 13:00
Sýning hefst kl. 13:30
PEPSI ÓKEYPIS í HLÉI
Gjöf frá Pepsi
að lokinni sýningu
Ny títíl Pepsí
ÍSKALT PiPSt
A ALLRA VÖRUM!