Þjóðviljinn - 23.10.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJfóÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 ritstjornargrcin úr aimanakinu Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Átak gegn krabbameini •Það var haldinn blaðamannafundur í vikunni þar sem Landsráðið gegn krabbameini gerði grein fyrir söfnun sem efnt verður til um næstu helgi og ber heitið „þjóð- arátak gegn krabbameini“. Pá verður gengið milli húsa og reynt að safna þeim 15 miljónum sem þarf til að reisa fyrsta áfanga nýbyggingar sem fyrirhugað er að reisa yfir starfsemi Krabbameinsfélags íslands. Til að bæta möguleika félagsins á því að sinna verkefnum sínum og taka á nýjum. • Það hefur komið fram í fréttaflutningi, að íslendingar hafa staðið sig um margt vel í baráttunni við þann sjúkdóm sem banvænastur er, að minnsta kosti í okkar heimshluta. Innlendir menn sérfróðir sem og fulltrúi Alþjóða krabbameinsstofnunarinnar, sem hingað kom fyrir skömmu, hafa tíundað mikilvægi þess leitarstarfs sem hér hefur farið fram og lofað þá krabbameinsskrá sem hér hefur verið komið upp og talin er hin fullkomn- asta í heimi. Fulltrúi hinnar alþjóðlegu stofnunar, sem áðan var nefndur, hefur sagt á þá leið, að hér væri heilbrgiðiskerfi vel skipulagt og að íslendingar ættu færa sérfræðinga sem kynnu að nýta sér kosti þess starfs sem unnið er. En hann sagði einnig, að hann væri hingað kominn til að hvetja íslendinga til að vinna meira og taka að sér fleiri verkefni. Félagsleg og land - fræðileg sérstaða okkar gerði okkur að ýmsu leyti auðveldara en öðrum þjóðum að vinna að ýtarlegri og nákvæmri skrásetningu krabbameina og eftir því að fyrirbyggjandi starfi. Við gætum síðan miðlað niður- stöðum til annarra sem verr eru settir, t.d. þróunar- landa, til að síður kæmi til tvíverknaðar í þessari styrj- öld um heilsu mannfólksins. •Þá hefur það einnig komið fram í blaðaskrifum, að þeir möguleikar, sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur komið upp til leitarstarfs nýtast ekki sem skyldi vegna of dræmra undirtekta hjá almenningi. Til dæmis að taka hefur nær helmingur allra kvenna á aldrinum 25 - 69 ára ekki mætt í reglulega krabbameinsskoðun á síð- astliðnum fjórum árum. Þetta er harla sorgleg stað- reynd í ljósi þess, að vitað er að skoðun á tveggja- þriggja ára fresti veitir mikið öryggi gegn vissum teg- undum krabbameins. • Af því sem að framan er sagt skulu dregnar svofelldar niðurstöður: •Almenningur hefur að sjálfsögðu ástæðu til að fagna því, sem vel er gert í baráttu gegn krabbameini. Um leið er ástæða til að minna á að hér er um margþætta baráttu að ræða og að allir hlutar varnarlínunnar verða að vera í besta lagi. Þeir, sem þjóna skal, verða að muna sinn vitjunartíma ekki síður en þeir sem starfa að leit, rannsóknum og lækningum, ekki síður en þeir sem fara með fjármál heilsugæslunnar. Og sú staðreynd, a,ð hér er um starf að ræða, þar sem við getum um leið og við gerum gagn heima fyrir ef til vill orðið mörgum öðrum að liði, ætti að verða öllum sem spurðir verða um liðsinni til hvatningar. Og þá á þessari stundu til að hvetja þá til góðs stuðnings við landsátak gegn krabb- ameini um næstu helgi. -áb. ...sem sagður er blaðamaður... „Einhver Valþór Hlöðversson sem sagður er blaðamaður Þjóðviljans...” Eitthvað á þessa ieið hófst annar hluti leiðara Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag. Hrokagikkur í ritstjórastóli (gæti jafnvel verið ritstjórnarfulltrúi, fréttastjóri eða guð má vita hvað) skrifar svo. Síðan kemur heil demba yfir Valþór og aðrir blaðamenn fá sinn skammt. Röksemdarfærslu vantar en það kemur ekki á óvart. Ég skal játa að Morgunblaðið, sem hefur komið fyrir augu mín svo lengi sem ég man, hefur verið mér heilmikil ráðgáta. Morgun- blaðið er nefnilega að því leytinu ómissandi blað, að vilji maður t.a.m. fylgjast með hvað sé að gerast á fasteignamarkaðinum hefur maður aungvan valkost; leiðin liggur á síður Mbl. og unnendur teiknimyndasagna fá þar sitt. Þá kann jafnvel að leynast upp- spretta hótfyndni blaðafulltrúa ASÍ í formi Tomma og Jenna. í íþróttaskrifum er Mbl. flestum fremri, þar leitar maður svara við þeirri spurningu hvort Ásgeiri Siguvinssyni sé nokkuð að batna í náranum, hvort hann þurfi upp- skurð og ef svo þá hvenær? Ég get nefnt fjölmargt annað sem Mbl. hefur uppá að bjóða, en svo kem- ur maður að andliti blaðsins, forsíðunni - hinni óumbreytan- legu. Vilji menn tala um þjónust- ulund einstakra blaðamanna, þá hlýtur sálarlíf þeirra sem skrifa erlendu fréttir Mbl. að vera fróð- legt rannsóknarefni. Mesta atvinnuleysi í manna minnum í blessaður sé hlutlaus fréttaflutn- ingur) var lykill með í förinni og skipti síðan hin nýja stjórn um skrár.” Einhliða fréttir Mbl. af þessu þingi INSÍ komu mér til að rifja upp þá atburði sem gerðust í fyrra þegar Heimdellingar í Sjálfstæð- isflokknum ætluðu að taka Skáksambandið með ihlaupi. Til þess að auka fulltrúatölu á þingi Skáksambandsins svo hægt væri að koma Haraldi nokkrum Blön- dal að, var valin sú einfalda leið að skrá stóran part sjálfstæð- ismanna á félagaskrá taflfélag- anna. Það var aldrei fullkannað hvort þetta lið kynni mann- ganginn, sumir töldu sig nú reyndar aldrei hafa gengið í nein taflfélög eins og t.a.m. Matthías Johannessen en mikið var nú samt skemmtilegt að sjá á félaga skránum ný nöfn eins og: Ingu Jónu Þórðardóttur, Þór White- head, Anders Hansen, Hrein Loftsson, Árna Sigfússon, Jón Magnússon, Ásgeir Hannes Eiríksson, Benedikt Blöndal, Sighvat Blöndal, Þráin Eggerts- son, o.s.frv.. Þessi atlaga mistókst herfilega og var reyndar hlegið út um allan bæ að þessu sama liði. Áhlaupið á INSÍ var e.t.v. betur skipulagt svo sem sjá mátti á síðum Mbl. í vikunni. Én starfsaðferðirnar eru í grundvallaratriðum þær sömu. Smalað er á mikilvæga fundi og gildir einu hvort menn hafi starf- að fyrir viðkomandi félagsskap eða ekki. Félagasamtök í landinu mega fara að vara sig. Umsjón Helgi Ólafsson Bretlandi lítur út í fyrirsögn á forsíðunni sem minnkandi verð- bólga, og þykir ráðlegt að hafa þessa sömu frétt með taktföstu millibili. Um ágæti íhaldsstjórnar skal enginn efast hversu vond sem hún er. í þessari sömu „verð- bólgufrétt” sem áreiðanlega á eftir að birtast aftur er svo hnýtt aftan í að tala atvinnuleysingja sé nú komin upp í þetta og þetta yfir 3 miljónir, sú mesta síðan í heimskreppunni. Hitt verður að fýrirsögn, enda vita þeir hvað fólk les fyrst; fyrirsagnir. Þannig er hægt að hagræða texta til og frá til þjónkunar við ákveðinn mál- stað, sem þó e.t.v. er enginn mál- staður. Blaðamenn sem hafa sann- leiksástina að leiðarljósi og þeir eru margir, gætu ekki skrifað frétt eins og þá sem birtist í þriðjudagsblaði Mbl. eftir þing- INSÍ. Þar segir: „... Hin nýja stjórn fór í dag (samkvæmt þessu má nú reyndar skilja að hin nýja stjórn hafi farið í skjóli myrkurs rétt áður en Mbl. fór í prentun) í húsnæði Iðnnemasambandsins til að taka við húsnæði þess en þar var þá enginn til að afhenda þeim lyklavöldin. Sem betur fer (marg- DJOÐVIÍIINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. i Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ■ Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, HelgiÓlafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.