Þjóðviljinn - 23.10.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Qupperneq 7
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Að fortíð skal hyggja í Breiðholti | er framtíð skal byggja við Rauðavatn, Grafarvog eða guð veit hvar Ég bý um þessar mundir yst við borgarmörkin. Hundrað skref í austur er sveitasæla. Þar hefst fólk við í „sumarbústöðum" árið um kring sumt og virðist alls óvit- andi um, að það byggir lífshættu- legan stað. Fyrr en varir getur jörðin gleypt það. Það býr á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Þúsund sinnum hef ég ekið fram hjá þessu vatni á ferðum mínum austur fyrir fjall og aftur til baka og hér um bil jafn oft hugsað, „ég þarf endilega ein- hvern tíma að láta verða af því að staldra hér við og skoða þessa heillandi brekku við vatnið". En ég er sú nútímakona, að ég hægi ekki á bílnum nema ég hafi á- stæðu til og stoppa örsjaldan án tilefnis, ég þarf svo mikið að flýta mér. Ég er ýmist að verða of sein í vinnuna, of sein á fund, of sein að sækja barnið, of sein í búð, of sein í heilsuæktina, of sein heim að laga maginn ef ég ætla að ná í bíó, leikhús eða tónleika á eftir. Of sein. Þess vegna hef ég aldrei gefið mér tíma til að labba upp að Rauðavatni. Þar til nú,aðég flutt- ist í innstu blokkina í Árbæjar- hverfi. Og þó mér hafi alltaf þótt staðurinn snotur tilsýndar, þá grunaði mig varla að hér væri Paradís. Samt var engu líkara þá sól- björtu haustdaga, sem ég labbaði um móana. Það gerði bæði ilmur- inn úr jörðinni, sem er engu síður áfengur á haustin en anganin af vorinu, og heimsfrægir litirnir af sölnandi grasi og fallandi laufi. Steinunn Jóhannes dóttir skrifar Það er svo yfirmáta fallegt, að manni liggur við gráti. „Eia, eia“ segir maður eins og unglingurinn í skóginum, sest á hæstu klöppina og horfir yfir veröldina. Bláfjöll- in, Vötnin, Borgina, Flóann, Nesið, Jökulinn, Sundin, Eyjarn- ar, Esjuna, jafnvel Grafarvoginn og gula reykinn í Gufunesi, sem liðast eins og eiturslanga upp í loftið, en mistekst samt að eyði- leggja fegurð himinsins. Og allt í einu þykist ég skilja þögn íbúanna á Rauðavatnssvæð- inu fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor, þegar meirihluti dæmdi landið óbyggilegt. Þeim finnst staðurinn einfaldlega of góður til að leggja hann undir hversdagslega íbúðabyggð. Þeir kæra sig ekki um, að hér fyllist allt af ókunnugu fólki, þeir vilja halda í sínar litlu einkaparadísir, kartöflugarðana, berjalyngið, trjálundina, fuglana og friðinn. Og lái þeim hver, sem þangað leggur leið sína. (Granni minn er reyndar sann- færður um að þarna verði byggt fyrr en seinna, og ekki finnst mér ótrúlegt, ^ð hann reynist sann- spár). En það voru fleiri staðir innan borgarmarkanna en hlíðarbrekk- an við Rauðavatn, sem ég hafði ekki farið um fótgangandi fyrr en í vor og haust. Samt hafði ég oft ekið þar um í leit að fögru útsýni út um bílrúðuna, og stundum sníkt kaffisopa hjá kunningjum. En þessa 20 þúsund manna byggð í Breiðholti þekkti ég satt að segja ekki sérlega vel af eigin raun. Þess vegna dreif ég mig í fróðlega og skemmtilega göngu- ferð með Arkitektafélaginu á Listahátíð sl. vor um Seljahverfi. Seinna fór ég á eigin vegum þeim megin við risablokkirnar í Breiðholti III, sem ekki er ak- fært. Og aftur lá mér við gráti. í þetta sinn ekki af of stórum skammti af fegurð, því miður. Austan við stærstu íbúðar- blokk landsins, þar sem búa álíka mörg börn og í meðalstóru þorpi, sá ég einn myndarlegan hól, sex löskuð vegasölt og tvo sandkassa fyrir utan afgirtu leikskólasvæðin tvö. Sömu megin við Löngu blokkina var enginn hóll, ekkert vegasalt, enginn sandkassi né neitt annað, sem talist getur til leiktækja, nema næstum óendan- lega langur og grár múrveggur, þar sem börnin geta tjáð skoðanir sínar og hugmyndir um lífið og tilveruna. Þau ljóstra upp um ný- kviknaða ástina hvort til annars, ÁSTA OG HLYNUR, aðdáun á eftirlætishljómsveitinni, SJÁLFSFRÓUN, andstyggð á Félagsmálastofnun, á rúðunni stendur HÓRUHÚS, TIPPA- FÍLA, PAKK. Eg velti því tyrir mér, hvað ég myndi sjálf skrifa, ef ég væri afl- vana barn á þessum bletti og kæmist ekki burt. Ætti enga von um að flytjast seinna í fínu einbýl- ishúsin í Hóla- og Seljahverfi, ekki heldur í raðhús, varla einu sinni í minni blokk með sæmilegu leiksvæði fyrir börn. Myndi ég bíða stillt og prúð, þangað til ég væri orðin nógu stór til að geta farið ein upp í holtið fyrir ofan byggðina, þar sem fínt er að renna sér á snjóþotu, jafnvel skíðum ef maður á þau, eða færi strax að gróa í mér gremja og bit- urleiki og löngun til að stúta ljósa- perum og skrifa tippafíla á Fél- agsmálastofnun? Ég reyndi að gera mér í hugarlund, hvernig ég myndi sjálf hafa brugðist við því umhverfi, sem þarna hefur verið búið til fyrir nokkur hundruð börn. Fyrir skömmu kom í útvarpinu frétt um að fimmta hvert barn í Fellaskóla þyrfti á hjálparkenn- slu að halda í einhverri mynd. Það er niðurstaða könnunar, sem m.a. var gerð á vegum skólans sjálfs og Sálfræðideildar skóla. Það er skoðun þeirra, sem að könnuninni standa, að ekki sé um að kenna greindarskorti barn- anna, heldur rnegi ástæðurnar nær alltaf rekja til bágra félags- legra aðstæðna. M.ö.o börnun- um líður ekki vel, af því þau búa við öryggisleysi, sem stafar af fá- tækt, langvinnri fjarveru foreld- ranna við vinnu, sundruðum fjöl- skyldum, óreglu, ófullnægjandi húsnæði og e.t.v. þessu hrikalega umhverfi, sem gleður hvorki augu fullorðinna né barna. Fellaskóli er stærsti grunnskóli landsins með um 1200 nemendur, en flestir hafa þeir verið nálægt Ég velti því fyrir mér, hvaö ég myndi sjálf skrifa, ef ég væri aflvana barn á þessum hiptti. 1500. Skólinn er að sjálfsögðu tvísettur og það var ekki fyrr en í fyrra, á tíunda starfsári skólans, að hætt var að þrísetja hann. Það er sagt, að stærstu skólunum fylgi stærstu vandamálin, sem ætti þá að vera vísbending til yfirvalda um að reyna að stýra búsetu fólks þannig, að stærð skólanna þurfi ekki að keyra úr hófi. Ég hef það t.d. fyrir satt, að í Noregi hafi fyrir fáum árum verið samþykkt lög um að grunnskólar þar í landi megi ekki vera stærri en fyrir 600 börn. En hér í Reykjavík hefur lítið farið fyrir tilburðum í þessa átt, ef frá eru taldar skipulagstil- • lögur þess borgarstjórnarmeiri- hluta, sem féll í vor og stefndu að þéttingu byggðar í borginni m.a. til að nýta betur þá skóla og þjón- ustu, sem fyrir er og neyða ekki alla nýbyggjendur á sama blett- inn. Sömuleiðis hefur umræða lið- inna ára um varðveislu gamalla húsa verkað hvetjandi á margt barnafólk til að gera við þau og laga að nútímakröfum. Én það vantar frekari stýringu í þessa átt með hagstæðari lánum, það vant- ar meiri skilning á því hversu gott húsnæði og gott skipulag er þýð- ingarmikið fyrir börn og hversu afleiðingar hins gagnstæða eru af- drifaríkar. Ég held að margir geri sér ljóst nú orðið, að í Breiðholti og þá sér í lagi Breiðholti III var byggt fyrir of stóran hóp fólks, á of litlu svæði á of stuttum tíma fyrir of litla peninga, stundum of langt frá borginni að öðru leyti, fjarri flestri þjónustu, vinnu- og af- þreyingarstöðum hennar og öðru því, sem gerir líf í borg eftirsókn- arvert. Það er ekki fyrr en þetta er orðin yfir 20 þúsund manna byggð, að fyrsta bíóið kemur og Broadway, sundlaugin við Aust- urberg, sem reyndar er ein sú besta í borginni, menningarmið- stöðin við Gerðuberg: kirkja fyrirfinnst ennþá engin. Mér er kunnugt um, að Breiðholtið var m.a. byggt af svo miklu kappi vegna kröfu verka- lýðshreyfingarinnar um útrým- ingu á heilsuspillandi húsnæði í borginni, sem alltaf er meir en nóg af í ranglátu þjóðfélagi. Og þökk sé henni fyrir að Pólarnir undir Kalstjörnu Sigurðar A. Magnússonar eru ekki lengur til, né saggabraggarnir úr Sóleyjar- sögu Elíasar Mar. En það hefur kannski sannast einnig í Breiðholti, að kapp er best með forsjá. Ég trúi því a.m.k. ekki, að verkalýðshreyfingin geri sig ánægða með umhverfi eins og það, sem rammar inn líf barn- anna í Breiðholti III. Ég tek undir með Ólafi Jónssyni í Sjón- arhorni Þjóðviljans fyrir nokkru um nauðsyn þess, að hún haldi vöku sinni í baráttunni fyrir betra húsnæði og bættu umhverfi. Ég hvet til að hún geri fegurðarkröf- ur með öðrum kröfum. (Reyndar einnig til atvinnuhúsnæðis, ef því er að skipta, og komi í veg fyrir, að verkafólki verði holað niður í kjöllurum, eins og Sólrún Gísla- dóttir lýsti í öðru Sjónarhorni að Hagkaup hefði á prjónunum). Nú, þegar í undirbúningi er að byggja enn ný hverfi í útjöðrum borgarinnar, þá hvet ég til að skoðað verði, hvað við höfum áður gert, vel eða illa. Það er sjálfsagt mögulegt að setja niður ljóta og mannskemmandi byggð í jafn fallegum stað og við Rauða- vatn, ég tala nú ekki um Grafar- voginn, sem varla verður nein Ægissíða eða Amames með útsýni yfir iðnaðarhúsnæði, vinnuvéiar og bílakirkjugarð Ártúnsholts- ins. En það er líka hægt að byggja af fyrirhyggju og svo fal- lega og skynsamlega, að fólki líði vel. Og ef eitt skortir má kannski bæta það upp með öðru. Ég leyfi mér að benda á blokkirnar hér í Árbænum. Þær teljast varla fall egustu hús, sem um getur, íbúð- irnar eru margar hverjar gall- aðar vegna þess hve bamaherbergi eru skammarlega lítil. En al- menningurinn, þ.e.a.s. lóðirnar á milli húsanna og þeirra frágangur og viðhald er til fyrirmyndar. Enda eru börn þar að leik í skjóli allan liðlangan daginn, og það foreldri, sem heima kann að vera, getur fylgst með þeim út um gluggann. Þeim, sem teikna hús og skipu leggja sveitarfélög, er mikill vandi á höndum. Og þeir, sem taka á- kvarðanir í húsnæðismálum og stýra fjármagninu til þeirra, eru m.a. að úthluta bömurn uppvaxt- arskilyrðum. Ef menn vilja, að þjóðfélagið ali af sér heilbrigða einstaklinga, þá þarf að búa vel að börnum í upphafinu, þó það kosti sitt. Þá má örugglega spara síðar. Þá verður minni þörf fyrir alls kyns endurhæfingarstofnan ir, unglingaheimili, hæli fyrir drykkjumenn og eiturlyfjaneyt endur, geðspítala og fangelsi, vegna þess að fólk, sem hefur sæmilega undirstöðu bugast síð- ur. Jöfnum lífskjör barnanna okkar. í miðjum október Steinunn Jóhannesdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.