Þjóðviljinn - 23.10.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 bókmenntir Bókin nemur m.a. staðar við hliðarstökk þróunarinnar eins og nsaeðlurnar... Lífið á jörðinni. Náttúrusaga í máli og myndum eftir David Atten- borough. Óskar Ingimarsson þýddi. Mál og menning . Fyrr á tíð voru Undur veraldar rakin í þykkum doðranti með miklu lesmáli og vafalaust allþungu mörgum forvitnum mönnum. Nú er uppi önnur öld, og sama forlag og fyrrum gaf út undradoðrantinn þykka vill nú fræða fólk um náttúr- usögu með dæmigerðri afurð síð- usta ára: með sjónvarpsbók. Sjónvarp hefur að sögn haft margskonar áhrif á bókaútgáfu. Sumar tegundir bóka hafa komist í hættu, en aðrar lifnað við. Til dæm- is þær bækur sem verða til í sam- spili sjónvarps og bókagerðar: fluttir eru þættir í sjónvarpi sem vekja athygli, um sama leyti eða skömmu síðar kemur svo bók sem byggir á þáttunum, notar úr þeim allmikið myndaefni og texti fylgir sem vonandi festir þann fróðleik í vitund fólks, sem leið ef til vill full- fljótt hjá yfir skerminn. Það er Undur jarðlífsins heldur geðsleg hugsun á bak við þetta, þótt við kannski vitum svo ekki of vel hvað gerist í raun og veru. Til eru þeir sem telja, að bækur sem búnar eru miklum myndakosti hafi þann galla, að of margir les- endur láti sitja við myndirnar ein- ar, komist aldrei að textanum. Ekki þarf svo að fara þegar menn taka sér þá bók í hönd sem David Attenborough hefur sett saman eftir myndaflokki sem breska sjónvarpið stóð að og hér hefur verið sýndur. Myndakostur- inn er að sönnu ágætur og ríku- legur, en þarf ekki að bera textann ofurliði. Helsti ókosturinn er kann- Árni Bergmann skrifar ski sá, að hluti myndanna verður of smár til að njóta sín sæmilega. Af þessu samspili texta og mynda geta menn lesið furðu ýtar- lega náttúrusögu, þétta vel (kann- ski verður sérheitafjöldinn stund- um fullmikill) og um leið kryddaða ýmsum þeim furðum, sem draga til sín fólk, sem annars hefur lítt skyggnst um í sölum náttúru- fræðinga. Sumt eru gömul tíðindi, önnur eru tiltölulega ný: Ætli það hafi ekki verið fyrir svosem fimmtán-sautján árum að menn komust að því,að heldur ómerki- legir flatormar gátu lært að rata um fábrotið völdundarhús - og að aðrir flatormar gátu fengið í sig þessa visku með því einu að éta félaga sína útlærða. Á þessum tíma voru menn víst að uppgötva margt merkilegt um eðli mannsins. En eins og margir vita eru þau tíðindi skemmtilegust og undar- legust sem lúta að óendanlegri hugvitssemi dýra og jurta við æxl- un. Og væri freistandi að handleika á íslensku einhverja merkisbók um þau efni sérstaklega. Til er sú kenning, að í margbreytilegu ástar- fari mannfólksins megi finna lygi- lega margar hliðstæður við það til- tölulega fastmótaða hegðunar- mynstur sem hver og ein dýra- tegund hefur komið sér upp. Að mannfólkið hafi innbyrt ótrúlega margbrotinn arf sem nær langt út fyrir reynslu virðulegra frænda okkar í spendýraríkinu. í>au dæmi sem bók Attenboroughs nefnir eru heldur hliðholl þessari kenningu: þessum lesanda hér varð það dæmi skemmtilegast þar sem segir frá brönugrasi einu sem hellir flugur fullar til að gabba þær til aðstoðar í frjóvgunarstandi. Óskar Ingimarsson hefur gert þennan fróðleik aðgengilegan vel í þýðingu sinni. ÁB: Ný bók eftir Stefan Heym: Djöfullinn og Gyðingurinn gangandi Stefan Heym. Hún var gift fjöllunum og Sjálfstæðis- flokknum... Matthías Jóhannessen Ahasver heitir ný skáldsaga eftir austur- þýska rithöfundinn Stefan Heym scm mikla athygli hefur vakið. Hún hefur komið út í Vestur-Þýskalandi, en í heimalandi sínu mun hún að líkindum ekki koma út, því Heym var rekinn úr rithöfundasambandi DDR árið 1978 og telst til andófsmanna. Bókin fær mikið lof fyrir frumlega og djarflega meðferð á fornum sagnaarfi. Ahasver er gyðingurinn gangandi, smiður- inn í Jerúsaíem, sem vísaði Kristi með krossinn frá sér og hlýtur síðan að reika um heiminn þar til Kristur kemur aftur. Stefan Heym hefur mjög breytt þessari sögu í upp- hafi skáldsögu sinnar: þar hefur Ahasver vísað Kristi á dyr, enda þótt hann elski hann og virði og sé reiðubúinn að fórna sér fyrir hann. En Ahasver vill fá Krist til að berjast, verja sig gegn kúgurunum, hann er hinn eilífi uppreisnarmaður. Miðhluti bókarinnar gerist á tímum siðbótarinnar í Þýskalandi. Þar segir frá Paul von Etzen, guðfræðingi og síðar bisk- upi, sepi tekur virkan þátt í því, að breyta hreyfingu mótmælenda, sem upphaflega var hreyfing uppreisnarmanna, í nýtt yfir- vald, sem kúgar og ofsækir af ekki minni heift en kaþólskir pótintátar. Paul von Etz- en hefur kynnst afskaplega hentugum manni, sem hjálpar honum í hverri raun: þar er kominn fjandinn sjálfur. Djöfullinn leiðir þá saman, biskupinn nýbakaða og Ahasver, og von Etzen vill dæma til dauða þennan flökkumann, sem heldur fast við uppreisnarræður sínar, stórhættulegar ríki og kirkju. En því miður: þó von Etzen sé valdamaður mikill, getur hann ekki rift dómnum yfir gyðingnum gangandi - sem verður að lifa fram til endurkomu Krists. Þriðji hluti bókarinnar gerist svo í merki- legum bréfaskriftum milli prófessors við háskólann í Jerúsalem og prófessors í vís- indalegu guðleysi í Austur-Berlín - þeir hafa báðir verið að stúdera Ahasver! í ritdómi»í Spiegel er gefið til kynna, að þessi bók sé ekki öll sem hún er séð - þar sé vísað til margra hluta úr samtíðarsögu og úr sögu Stefans Heyms sem er sjálfur „Gyð- ingur á flakki" - án þess þó að lausnir og svör séu einföld og þægileg lesendum. Þar er farið sérstöku lofi um það afrek rithöfundarins, að láta djöfulinn lifa allgóðu. lífi á bók eftir að snillingar eins og Dosto- éfski og Thomas Mann höfðu þaulnýtt hann til síns brúks. Djöfullinn hjá Heym er ekki sá sem afneitar og rífur niður, nei, hann er einkar jákvæður, hann styður þá skipan mála sem á hefur verið komið í nafni guðs vilja - því hann veit að hann getur ekki búið til neitt sem verra er sjálfur! Hann er í þjón- ustu hinna voldugu og hindrar þar með breytingar - og er í þeim skilningi andstæð- an við Ahasver.. ÁB. Matthías Jóhanncssen. M.Samtöl IV. Almenna bókafélagið. Matthías Jóhannessen byrjaði snemma að skrifa viðtöl fyrir blað sitt sem urðu vin- sæl, og Almenna bókafélagið hefur verið að gefa úrval þeirra út í bókaflokki. Þetta fjórða bindið ber þess að sönnu merki, að búið er að fleyta rjómann ofan af, ýmsar þær eftirminnilegustu manneskjur sem Matthías hefur krækt penna í eru á bók komnar. En lengi er von á einum. Viðtöl eru á íslandi oftast nær í ævisögu- formi og þá gjarna við eldra fólk sem hefur lifað tvenna og þrenna tímana. Tilfinningin „ég hefir heyrt þetta áður“ er því giska al- geng við lestur samtalsbóka: Gamalt fólk rifjar upp erfið ævikjör („það þætti ekki gott núna“) og brot úr sögu atvinnulífs. Og vitanlega er okkur velmegunarkrökkum skylf að hlusta með kurteisi, þó nú væri. En sem fyrr segir, þessi samtöl eru orðin mörg, og þótt þau séu af góðri fagmennsku gerð, þá verður það æ sjaldgæfara, því miður, að þau hrindi lesandanum út úr hans hvunn- dagsdoða. Þetta er kennd sem óneitanlega sækir á einnig við lestur M-IV. Og eru þó ágætir sprettir í samtölunum: frásagnargáfa Vald- imars Kristóferssonar bónda undir Jökli nýtur sín ágætlega í bókinni og frásögn Hildar Jónsdóttur ljósmóður af Kötlugos- inu er prýðileg lesning. Og skemmtileg manneskja og mikið stólpakvendi er sú María Maack, sem mætir hálfáttræð til við- tals og hefur aðeins verið gift fjöllunum í sinni heimasveit crg „Sjálfstæðisflokknum mínum.“ Viðtalsformið er að sumu leyti erfiðast þegar rætt er við frægðarfólk og áhrifa- menn. Það fólk hefur frá nógu að segja, ekki vantar það, en kann líka að stjórna því sem sagt er, kann að halda spyrlinum í fjar- lægð, koma ekki upp um sig. Og talar kannski um flest annað en það sem lesand- inn hefur mesta forvitni á. Guðbrandyr Magnússon talar ekki um áfengisverslun, og Ella Fitzgerald vill ekki tala um kynþáttabaráttuna við Matthías, og þeir fóstbræður Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór láta ekkert uppi um dularfullar leiðir til auðæfa, né heldur leyndardóma utanþings- stjórnarinnar. Það er ekki gott við þessu að gera, spyrillinn verður að vera kurteis, það veit sá sem reynt hefur. Matthías er það líka - utan einu sinni, þegar hann er að tala við Vilhjálm Þór. Vilhjálmur játar að hann hafi verið alinn upp í guðsótta góðum. Þá getur spyrillinn ekki stillt sig og spyr Vil- hjálm: „Það hefur komið sér vel þegar þér voruð forstjóri fyrir SÍS?“' Nokkuð gott hjá Matthíasi. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.