Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 20
I3Q»T, «ei»t 20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 dægurmál Umsjón: Sif • Jón Viðar • Andrea leikum á Broadway sl. fimmtu- dagskvöld. Á næstunni er væntan- leg fjóröa breiðskífa þeirra sem kemur út samtímis hér og í Eng- landi. í tilefni afmælisins og til að kynna nýju plötuna halda Mezzo- forte nokkra hljómleika: í kvöld á Bifröst í Borgarfirði, annað kvöld (sunnudag) í Sjallanum á Akureyri og á mánudagskvöld í Félagsstofn- un stúdenta (Rvk.). A Ast á gulli Er Mark Knopfler að spila rassinn úr buxunum? Nýjasta plata Dire Straits, Love Over Gold, er hreinasta hörmung. Svo virðist sem Mark Knopfler eigi erfitt með að brjóta fjötra fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar af sér. Breytingar hafa átt sér stað hjá hljómsveitinni. Skömmu eftir að Making Movies, þriðja plata hljómsveitarinnar, var hljóðrit- uð, hætti David Knopfler í hljóm- sveitinni. í hans stað komu gítar- leikarinn Hal Lindes og hljóm- borðsleikarinn Alan Clark. Love Over Goid er fyrsta breið- skífa sem þessi nýja útgáfa Dire Straits sendir frá sér. Menn biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir þessari plötu því þær þrjár fyrstu voru nokkuð keimlíkar. Ef ein- hver hefur búist við nýrri Dire Straits, þá getur sá hinn sami hent þeim draumi í öskutunnuna. Hér er á ferðinni gamalt og þreytt efni í lélegum umbúðum. Það eina sem er nýtt á þessari plötu er notkun hljómborðs, en það er hlutur sem ekki hefur ver- ið mikið notaður á hljómplötum Dire Straits til þessa. Sem sagt: steingelt efni og auðheyrt að Mark Knopfler á erfitt með að slíta sig frá „Sultans of Swing“. Hljóðfæraleikur er allur til fyrirmyndar og auðheyrt að með- limir Dire Straits eru engir aukvisar. Að öðrum ólöstuðum, þá ber Mark Knopfler nokkuð af, en hann er mjög góður gítar- leikari og fáir sem standa honum á sporði. Ekki er heldur hægt að kvarta undan textum Mark Knopflers, sem eru mjög skemmtilegir og á- hrifamiklir. Hann er mjög bund- inn við borgina og þau vandamál sem henni fylgja. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í þjóð- málum og hefur sínar meiningar. Ég er sáróánægður með þessa plötu; það er eins og allt púður sé horfið úr Mark Knopfler og hann kirfilega staðnaður. Það er eins og hinar miklu vinsældir sem fylgdu í kjölfarið á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, sem hafði að geyma lagið „Sultan of Swing“, hafi orðið sá þröskuldur sem hann á erfitt með að stíga yfir, og ástin á gullinu hafi tekið yfir- höndina. „Messó ” 5 ára Messóforte hélt uppá 5 ára af- mæli sitt með glerfínum hljóm- Ef í harðbakkann sló gátum við skýlt okkur á bak við búningana Stutt spjall við strákana í Jonee Jonee Mikið er um að vera hjá Jonee Jonee þessa dagana. Ekki alls fyrir löngu sendi hljómsveitin frá sér breiðskífuna Svonatorrek sem er fyrir margra hluta sakir ein athyglisverðasta plata ársins. En það er fleira að gerast hjá þeim sveinum. Þorvar Hafsteinsson söngvari hljómsveitarinnar hefur sagt skilið við hana og ætlar að hefja nám í tölvufræðum fyrir vestan haf. Tilraun Blm.: Hvenær var hljómsveitin stofnuð? - Hún var stofnuð fyrir rúmu ári, í tilraunum með ný form. Við vildum brjóta upp hina hefð- bundnu hljóðfæraskipan og reyna eitthvað nýtt. Við notuðum í upp- hafi gítar í tveimur lögum og saxa- fón í einu, en fljótlega hurfum við alfarið að bassa og trommum; sáum enga ástæðu til að hafa fleiri hljóðfæri. Alltaf er hægt að bæta við gítar ef á þarf að halda. Blm.: Nú vakti klæðnaður ykkar töluverða athygli þegar þið komuð fram í fyrsta sinn... - í upphafi var hugmyndin að skapa eitthvað nýtt, búa til ímynd sem ekki hefði sést fyrr. Okkur leið vel í þessum búingum og þeir gerðu það að verkum að allir fengu sinn hlut af athyglinni, og ef í harð- bakka sló gátum við skýlt okkur bak við þá. Blm.: Hvenær komið þið fram í fyrsta skipti? - f>að var með Pey í Þjóðleik- húskjallaranum. Þá vorum við búnir'að æfa saman í hálfan mán- uð, og það var fyrir slysni að við komum þarna fram Nýr bassaleikari Blm.: Hvenær skiptuð þið um bassaleikara? - Einar hætti í janúar síðastliðn- um og höfðum við þá úr tveim að velja, einum mjög færum bassa- leikara og öðrum fullkomlega kunnáttulausum. Við völdum þann síðarnefnda vegna þess að við þekktum hann og vissum þaraf - leiðandi að hverju við gengum. Það liðu þrír dagar frá því við skiptum um bassaleikara þangað til við komum fram á ný. Heimir bassa- leikari hafði ekki meiri tíma til að æfa sig í hlutverkið, og fóru fyrstu tónleikar okkar eftir að hann kom í hljómsveitina fullkomlega í vaskinn. Blm. Krefst þessi einfalda hljóð- færaskipan ekki meira af hverjum og einum? - Jú, vissulega gerir hún það, það hvílir meiri ábyrgð á hverjum einstakling. Þetta er að vissu leyti frelsi undan taktinum sem er hlut- verk bassa og trommu í venjulegri hljómsveit. Þar er hægt að fela lé- legan bassa bak við gítar, en það gengur ekki þegar hljóðfærin eru ekki önnur en bassi og trommur. Alla okkar hunds og kattartíð höf- um við átt í erfiðleikum með „soundið”. Við spilum nær aldrei með okkar græjum og af þeim sök- um var erfitt að ná fram því soundi sem við viljum. Erfiðleikar við textagerð Blm.: Af hverju syngið þið svona mikið um skólann í textum ykkar? - Viðsemjumekkinemabrotaf textum okkar sjálfir. Sá sem ber aðalábyrgð á þessum textum er strákur sem fór illa út úr kerfinu og fylltist beiskju í garð skólanna. Vissulega hljótum við að sam- þykkja allar þær hugmyndir sem fram koma í textum sem við syng- jum. Annað kemur ekki til greina. Okkur hefur gengið illa að semja texta og þess vegna eru svona margir textar eftir aðra í plötu okk- ar. Sá eini sem hefur getað sett saman sæmilega texta er Þorvar, enda á hann fimm texta á plötunni. Ekki þurfum við að kvarta undan framboði á textum, því það eru hinar ólíklegustu persónur sem senda okkur texta. Við breytum sumum þeirra lítillega til að fá með færilegri orðaskiptingu. Blm.: Nú hljóðrituðuð þið plöt- una í maí, hvers vegna seinkaði henni svona mikið? - í það fyrsta þá fóru prufu- pressurnar á flakk og hafðist ekki uppá þeim fyrr en seint og síðar meir. Plötusala var frekar léleg í sumar og við ákváðum því að seinka útgáfunni þangað til betur stæði á og frestuðum henni. En við reyndumst engir spá- menn í þeim efnum, því plötusalan er með tregara móti núna. Það skiptir okkur ekki neinu máli hvað platan selst mikið, það eina sem við vonum er það að Grammið beri ekki skaða af útgáfunni. Gjörólíkar persónur Blm.: Hvernig hefur ykkur geng- ið að útvega æfingapláss? - í upphafi vorum við mjög lán- samir, því bæjarstjórn Garðabæjar reddaði okkur húsnæði. Síðan var það tekið undir annað en bæjar- stjórnin útvegaði okkur þá nýtt húsnæði. Síðan barst kvörtun úr næsta húsi, og þá var ekki að sök- um að spyrja, okkur var kastað á götuna. Síðan höfum við verið á hrakhólum. Blm.: Hvernig verður tónlist ykkar til? - Tónlist okkar verður til í rifr- ildi. Við erum þrjár gjörólíkar per- sónur sem reyna af alefli að koma sínum sjónarmiðum að. Við þekkj- um mörkin, og þegar að þeim kem- ur reynum við að fara ekki yfir þau, en það getur verið erfitt að stilla sig mitt í látunum. Frelsi einstakling- sins er meira í hljómsveit sem er lítil. Það segir sig nokkurn veginn sjálft; því færri einstaklingar þeim mun meira frá hverjum og einum. Við tökum allir þátt í starfi hljóm- sveitarinnar. Blm.: Er ekki til eitthvert efni óútgefið með hljómsveitinni? - Ekki vantar það, til er efni út um alla bæ, og erum við að spá í að safna því saman og gefa út bestu lögin á snældu. Þetta er allt óvíst og óljóst, en okkur langar til að koma þessu frá okkur. Framtíð Blm. Hvað verður um framtíð Jonee Jonee þegar Þorvar hættir? - Ekki er alveg ljóst hvað skeður. Við munum samt ekki leggja árar í bát, það hvarflar ekki að okkur, til þess er áhuginn allt of mikill. Það er ekki ástæða til að nefna eftirmann Þorvars að svo komnu, það kemur í ljós síðar. Bú- ast má við einhverjum breytingum á tónlist okkar þegar við förum af stað á nýjan leik. Það varð mikil breyting á tónlist okkar þegar Ein- ar hætti og Heimir kom í hans stað. Búast má við meiri breytingum þegar við látum heyra í okkur næst, en það verður vonandi sem allra fyrst, en ekki er afráðið undir hvaða nafni það verður. - jvs Tónleikar þeir sem félagsskapurinn efndi til fyrir þrem vikur tókust með ágætum, og vafalaust verða tónleikarnir um næstu helgi ekki síðri, því þar mun margt nýtt bera fyrir augu. Föstudaginn 29', október munu eftirtaldar hljómsveitir koma fram: Vébandið (ættuð úr Kefla- vík), Q4U, Allsherjarfrík (hljóm- sveit frá Isafirði sem er að gera fáheyrða hluti) og Tappi Tík- arrass. Laugardaginn 30. október munu þessar hljómsveitir koma fram: Magnús í hvalnum, Þór Eldon (einn af hinum ágætu kókó-drengjum), Steinar Ex- press (undir þessu nafni mun Ein- ar Örn koma fram með nýstárlegt atriði), Þorri, Vonbrigði (hljóm- sveitin mun væntanlega leika lög af nýrri plötu sem ætti að vera komin í verslanir eftir svona tvær vikur). Á tónleikum Upp og ofan mun margt nýtt og skemmtilegt bera fyrir augu og eyru og eru allir hvattir til að mæta. 7j Jonee Jonec. Ljósm. Hafsteinn Hafsteinsson. Upp og ofan Hljómleikar í Félagsstofnun stúdenta Vonbrigði verður ein þeirra hljómsveita sem munu koma fram á tónlcikum Upp og ofan. Um næstu helgi mun standa fyrir hljómleikum í félagsskapurinn Upp og ofan félagsstofnun stúdenta. 7j Jonee Jonee. LJósm. Hafsteinn Hafsteinsson 7j Jonee Jonee. Ljósm. Hafstcinn Hafsteinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.