Þjóðviljinn - 23.10.1982, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Qupperneq 22
s av ./ ‘t 1 f * * r 'o f't lií^ÍStt 22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 23.-24. október 1982 skák Karpov vann Interpolis-mótið Heimsmeistarinn Anatoly Karpo v bættin einni rósinni enn í hnappagatið þegar hann sigraði á sterkasta skákmóti ársins í smábænum Tilburg í Hollandi. Interpolis-fírmað hélt mótið og hefur gert það síðan 1977. Áður en lengra er haldið, og til þess að koma í veg fyrir misskilning, þá skal það tekið fram að þetta fírma hefur ekkert með alþjóðalögregluna að gera, jafnvel þó svo nafn þetta gefí mönnum ástæðu til að halda annað. Karpov hefur tekið þátt í mótum þessum frá byrjun, ef undanskilin eru árin 1978 og 1981, en þá vildi svo til að hann þurfti á sama tíma að verja heiður sinn í einvígi um heimsmeistaratitilinn við Viktor Kortsnoj.Hann sigraði 1977 með 8 vinningum af 11 mögulegum. 1979 hlaut hann 7'A vinning úr 11 skákum og ódeilt efsta sætið, og 1980 fékk hann aftur l'h og ódeilt efsta sætið. l'h vinning fékk hann í ár, og það dugir honum enn. Jafnvel þó svo skákunnendur séu orðnir nokkuð þreyttir á því að sjá alltaf sömu andlitin á þessum mótum, þá var mótið nú með skemmtilegra móti. Keppendur lögðu sig fram, ef Bent Larsen er undanskilinn, enda mun hann, eftir því sem heimildir greina frá, hafa öðrum hnöppum að hneppa um þessar mundir. En það er önn- ur saga. Karpov byrjaði með glæsibrag. Hann tefldi snilldarskákina við Hubner í 1. umferð, og í 2. umferð lagði hann Tigran Petrosjan að velli í fyrsta sinn. Þeir mættust í fyrsta sinn á Aljekínmótinu í Moskvu undir lok árs 1971, og þrátt fyrir mikinn framgang Karp- ovs á skáksviðinu og litlar betrum- bætur frá hendi Petrosjans, nema þá væri að jafnteflisvaríöntunum hafi fjölgað, þá tók það Karpov meira en 10 ár að sigra þann gamla. í tilefni þess birtum við þessa skák hér, en lokastaðan kemur fyrst: 1. Karpov (Sovétríkin) 7‘A v. 2. Timman (Holland) 7 v. 3. - 4. Anderson (Svíþjóð) og Sosenko (Holland) 6‘A vinning. 5.-6. Petro- sjan og Smyslov (báðir frá Sovét- ríkjunum) 6 v. 7. Portisch (Ung- verjaland), Nunn (England) og Browne (Bandaríkin) 5 v. 10.—11. Húbner (V-Þýskaland) og Torre (Filippseyjar) 4'A v. 12. Larsen (Danmörk) 2'h v. Umsjón i Helgi \ HMf ** M Ólafsson wk ***■ M V 2. umferð: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Tigran Petrosjan Caro-Kann 1. e4 c6 (Caro-Kann vörnin hefur ávallt verið meðal vopna í vopnabúri Petrosjans. Á lesendasíðu Þjóð- viljans fyrir nokkru urðu umræður um þessa ágætu byrjun. Það mun víst vera plagsiður minn að nefna hana „byrjun fátæka mannsins“. • Ég mun hafa við það tækifæri sagt Fóstrur — þroskaþjálfar Viljum ráöa eftirtalda starfsmenn á dag- heimiliö Víöivelli í Hafnarfiröi. 1. Fóstru á vöggudeild. 2. Fóstru á deild fyrir 1-2ja ára börn. 3. Fóstru á deild fyrir 2ja-6 ára börn. 4. Deildarþroskaþjálfa og þroskaþjálfa á sérdeild. Umsóknarfrestur er til 1. nóv. n.k. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27/1970. Upplýsingar um störfin veitir forstööumaöur Kristín Kvaran í síma 53599. Félagsmálastjóri. Félagsfundur veröur haldinn miövikudaginn 27. okt. 1982 kl. 8:30 e.h. aö Hótel Esju, 2. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Önnur mál. 3. Fræösluerindi. Mætiö vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna að Caro-Kann nafn byrjunarinnar væri komið frá indverskum skák- jöfri Sulthan Khan. Jón Thor Har- aldsson hefur gert athugasemd við þetta og segir að nafn Caro-Kann varnarinnar sé dregið af Vínarbú- anum Kann sem á árunum í kring- um 1880 hafi mælt með þessari byrjun og 1886 hafi Berlínarbúinn Caro haldið uppi merki byrjunar- innar.) 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Bc4 Rgf6 6. Rg5 e6 7. De2 Rb6 8. Bb3 (Sókndjarfir menn leika 8. Bd3. Það er nefnilega sá munur á stað- setningu biskupsins, að hvítur á mun hægara með að hróka á lang- veginn, standi biskupinn á d3.) 8. .. h6 (Ekki 8. - Dxd4? Rlf3 ásamt 10. Re5.) 9. R50 a5 10. a3 a4 11. Ba2 c5 12. c3 Bd7 13. Re5 cxd4 14. cxd4 (Karpov tefldi á svipaðan hátt gegn Kavalek á skákmóti á Ítalíu í sumar. Sú skák varð fræg fyrir það, að þar yfirsást Karpov einföld leið til að vinna drottningu Kavaleks. Jafnvel heimsmeistarar geta gert hin furðulegustu mistök.) 14. .. Be7 15. BgO 0-0 16. 0-0 Be8 17. Bd2 Rbd5 18. Hfcl Db6 19. Bc4 Bc6 (19. - Dxb2 leiðir ekki til drottn- ingartaps, heldur til vondrar stöðu eftir 20. Hcbl Dc2 21. Hxb7 o.s.frv.) 20. Hel Rc7 (20. - Dxb2 er afleitt og tapar strax, 21. Hebl Dc2 22. Bd3 Rc3 23. Del! o.s.frv. 21. Rxc6 bxc6 22. Bf4 RCd5 23. Be5 Hfd8 24. Hadl Bd6 25. Hd2 Bxe5 26. dxe5 Rd7 27. g3 (Hvíta staðan lætur ekki mikið yfir sér, en þegar að er gáð kemur í ljós að svartur á við mikla erfið- leika að stríða. Á drottningarvæng- num er 4 - peðið illa á vegi statt, og á kóngsvæng eru ýmsar blikur á lofti. Þess utan vinna riddarar svarts illa saman. Þetta skýrist enn frekar í næstu leikjum.) 27. .. Rf8 28. Hedl Hd7 29. De4 Hb7 30. Hc2 Hab8 31. Hdd2 Re7 32. Kg2! Da5 33. h4 Hd7 34. Be2! (Undirbýr að koma hrókunum í tæri við a4-peðið.) 34. .. Hd5 35. Hd4 Hxd4 36. Dxd4 Rd5?! (Svartur afræður að láta peð af hendi og er það sennilega misráð- ið þar sem hótunin 37. Hc4 gerir ekki út um taflið í einu vetfangi a.m.k. Svartur hefur örlítinn þrýsting eftir b-línunni og gat reynt að notfæra sér hann sem mótvægi við fyrirætlanir svarts. Því var reyn- andi að leika 36. - Hb3 þar sem 37. Hc4 er ekki alveg einfalt vegna 37. - Rf5.) 37. Hxc6 Da8 38. Hc4 Db7 39. Hc2 Rb6 40. Bb5-Rg6 41. Dd6 Da8 42. Bc6 - Petrosjan gafst upp. Hánn hefði getað barist enn um stund með 42. - Da7, en staðan er töpuð og Karp- ov er ekki vanur að gera mistök þegar hann kemur að úrvinnsl- unni. Margir munu fylgjast með tafl- mennsku fyrrum heimsmeistara Vasily Smyslov í næstu Áskorend- akeppni með athygli. Það er sama hvað gengur á; alltaf heldur hann ró sinni. I Tilburg hlaut hann 6 vinninga af 11 mögulegum, sem er góður árangur í jafn sterku móti. Það reiknast Smyslov til tekna í næstu áskorendakeppni, að hann hefur áður gengið i gegnum þann hreinsunareld sem þessi keppni er; gengur til leiks án þess að gera sér neinar grillur eða hugmyndir um það að heimsmeistaratitillinn bíði hans. Að því leytinu til getur hann reynst stórhættulegur, hinum ó- reyndari þátttakendum. Ein besta skák Smyslov frá Tilburg er án efa skák hans við John Nunn. Hún fylgir hér, en vegna plássleysis er skýringum sleppt. 4. umferð: Hvítt: Vasily Smyslov Svart: John Nunn Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 19. Rfl Df6 2. Rf3 g6 20. Rc5 Bc8 3. Bg5 Bg7 21. Re3 Re7 Anatoly Karpov. Hann mun tefla á 1. borði fyrir Sovétmenn á Ól- ympíuskákmótinu á Möltu. Kasp- arov teflir á 2. borði. 4. Rbd2 0-0 5. e4 d6 6. c3 h6 7. Bh4 Rc6 8. Bb5 Bd7 9. 0-0 a6 10. Bc4 e5 11. dxe5 dxe5 12. Hel De8 13. a4 Rh5 14. Rb3 g5 15. Bg3 Hd8 16. Rfd2 Rxg3 17. hxg3 Kh8 18. De2 De7 22. a5 Dg6 23. g4 b6 24. Rf5! Rxf5 25. gxf5 Dc6 26. Rxa6 Bxa6 27. Bxa6 bxa5 28. Hxa5 Ha8 29. Heal Hfd8 30. Bc4 Hxa5 31. Hxa5 Kg8 32. Ha6 Dd7 33. Bd5 De7 34. Dh5 Hd6 35. Hxd6 cxd6 36. b4 - Svartur gafst upp. Lokastaðan verðskuldar stöðu- mynd. UTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82040 Aflspennar. Opnunardagur: Þriöjudagur 30. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82045 Stauraspennar. Opnunardagur: Þriðjudagúr 30. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82046 Rafbúnaður í dreifistöðvar. Opnunardagur: Þriðjudagur 16. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82049 Vír fyrir háspennulínur. Opnunardagur: Þriðjudagur 23. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82050 Götugreiniskápar ásamt tengibúnaði. Opnunardagur: Fimmtudagur 18. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82051 Afl- og stýristrengir. Opnunardagur: Fimmtudagur 2. desember 1982 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík fyrir opnunartíma, og veröa þau opnuð á sama staö að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 26. október 1982, og kosta kr. 25,- hvert eintak. Reykjavík 21. október 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.